Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 39 Faðir, sonur og Pólland Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Velgengni er besta hefndin (Success is the Best Revenge). Sýnd í Regnboganum. Stjörnu- gjöf: ★ Frönsk/Bresk. Leikstjóri og framleiðandi: Jerzy Skolimow- ski. Handrit: Jerzy Skolimow- ski og Michael Lyndon. Kvikmyndataka: Mike Fash. Helstu hlutverk: Michael York, Anouk Aimee, Michael Lyndon. Velgengni er besta hefndin (Re- venge is the Best Revenge), sem sýnd er í Regnboganum, er síðasta myndin sem pólski leikstjórinn Jerzy Skolimowsky gerði í Bret- landi áður en hann flutti yfir hafið til Bandaríkjanna. Hún er svo hroðvirknislega gerð og illa sam- sett að það mætti halda að hann hafi gert hana daginn sem hann flaug vestur. Eins og í myndinni Næturvinna (Moonlightning), sem hlýtur að vera betri en þessi, Qallar hinn landflótta leikstjóri um Pólveija í London. Hún á að gerast árið 1984 þegar þijú ár eru liðin frá því herlög voru sett í Póllandi og aðalpersóna myndarinnar Alex Rodak (Michael York), kunnur pólskur leikstjóri, er að basla við að koma upp gjömingi í London um ástandið í Póllandi og kúgun- ina sem landið hefur orðið að þola í aldanna rás. Myndin er líka um firringu son- ar hans, Adams (Michael Lyndon), sem fínnur sig engan veginn í Lundúnatilverunni og enginn veit hvað vill eða hvert stefnir þar til hann í myndarlok tekur sig til og flýgur aftur til Póllands að taka þátt í samstöðubaráttunni í hei- malandinu í stað þess að beijast erlendis eins og pabbinn. En það er til marks um vinnulag Sko- limowskys við gerð þessarar myndar að hvorki syninum né föðumum eru gerð nein afgerandi skil heldur hanga þeir í lausu lofti eins og raunar myndin öll. Skolimowsky vinnur hratt og a.m.k í þessu tilviki með lítinn pening og myndin ber þess vel merki. Hún er leiðinlega tekin, illa klippt, handritið er lítið annað en þvoglumælt karp á milli föður og sonar og persónumar vekja aldrei neina samúð heldur em eins fjar- lægar manni og kallinn í tunglinu. Myndin er meira byggð á ótengd- um og lítt samverkandi atriðum en heilsteyptri frásögn sem á end- anum er einfaldlega leiðigjarnt að horfa á. Það kemur jafnvel fyrir að tónlist og leikhljóð kæfa orð- ræður leikaranna. Það er spurning hversu ævi- söguleg myndin er, en hún er þannig að maður sér ekki tilgang í að velta því fyrir sér. Skolimow- sky, sem leikstýrir, framleiðir og skrifar handritið ásamt syni sínum Michael Lyndon (hann átti hug- myndina og leikur soninn) hefur tekist að fá til liðs við sig nokkur fræg nöfn, mestmegnis til skreyt- ingar. Michael York leikur leik- stjórann, Anouk Aimee er einhver vinkona hans sem útvegar pen- inga í gjöminginn, John Hurt er auðugur Pólveiji sem útvegar líka peninga og hefur gaman af að hlæja að landa sínum og Jane Asher leikur bankastjóra, að því er virðist, sem útvegar enga pen- inga. Besti hluti myndarinnar er gjömingurinn í lokin en þá em líka áhorfendur kannski farnir útí fríska loftið. Slys gera ekki boð á undan sér! _____ Osr°*R OKUM EJNS 00 MCNNI Tolvunam Tryggðu þér örugga og vellaunaða at- vinnu íframtíðinni Ný námsbraut: Tölvutækni Tölvufræðslan mun í september nk. hefja eins árs kennslu í tölvutækni. Um er að ræða hagnýtt nám, þar sem áhersla er lögð á þá þætti, sem koma að mestu gagni við tölvunotkun i atvinnulífinu og við gerð hugbúnaðar. Náminu er skipt í tvo sjálfstæða áfanga. Fyrri áfanginn nýtist fyllilega í starfi, þótt hinn siðari sé tekinn seinna. Seinni áfanginn hefst i janúar 1988. Tölvutækni I 14. september 1987 til 19. desember 1987. Meðal efnis eru eftirfarandi þættir: • Almenn tölvufræði • Kerfisgreining • Uppbygging stýrikerfa • Gagnasafnsfræði • Forritun í d Base 111+ • Forritun í Pascal • Hagnýt stærðfræði Umsjón með kennslu hefur Óskar B. Hauksson, tölvuverkfræóingur, skólastjóri Töivufraeöslunnar. Nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28. John Hurt og Anouk Aimee; nokkur fræg nöfii til skrauts. tli? m 1 fess ggggg . m ■ ■ Hi MP* I full búð af vörum : 07 /C © afsláttur Hefst í fyrramálið Allt fyrir verslunarmannahelgina Don cano úlpur verð áður 5.695,- verð nú 2.990,- Don cano gallar 5.895,- 4.695,- Sundbolir 1.355,- 995,- Lotto barnagallar 2.75Ö, 1.995,- Henson gallar 5.548,- 4.495,- o.fl o.fl. Fyrir veturinn verð áður verð nú Caber skíðaskór 3.100,- 1.890,- Salomon skíðaskór 5^990,- 4.295,- Jarvinen gönguskíði 2.660,- 1.625,- Skíðapakkar barna o.fl. o.fl. 3,390,- 1.995,- á DanskinX ◦didas DVNAMIC <, v ATOIVIIC ■ SKI cano Bikarinn Skólavörðustíg 14 101 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.