Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 5 Krýsuvíkursam- tökin: Hjólreiða- ferð um hring- veginn lokið KRAKKARNIR sem hjóluðu hringveginn til styrktar Krýsu- vikursamtökunum komu til Reykjavikur sfðdegis á föstudag. Þau lögðu af stað 7. júlí sl. og hefúr ferðin því tekið um tvær og hálfa viku. Það var ekki ann- að á þeim að sjá en þau væru ánægð þegar þau komu að Lækj- artorgi þó þreytumerkin leyndu sér ekki. Bátur í vandræðum við Gufunes LÖGREGLUNNI í Árbæ var til- kynnt um bát í vandræðum milli Gufúness og Geldinganess klukk- an rúmlega sjö á föstudagskvöld- ið. Var farið með gúmmíbát úr aðal- stöðinni og hann sjósettur hjá Snarfara. Reyndust þetta vera starfsmenn sem höfðu verið að vinna í laxeldiskvíum en bátur þeirra bilað og þurfti lögreglan að draga bátinn í land. Engin fjarskiptabúnaður var í bátnum og gátu mennimir ekki gert vart við sig. Allan björgunar- búnað skorti í bátinn, jafnvel björgunarvesti. Frá Garðinum. Bikargleði í Garðinum — eða hvað? Garði. Hvaða næturról er á þorpurun- um varð undirrituðum að orði þegar hann leit út um gluggann í fyrrinótt að loknu sjónvarpi. Voru menn almennt að halda upp á sigurinn gegn KR í mjólkurbik- arnum eða hvað var að gerast? Svo var að sjá að Ijós væri í hveijum glugga og víðast allt uppljómað. Það var meira að segja ljós hjá nágrönnunum sem fara yfirleitt snemma að sofa. Það var svo betri helmingurinn sem leiddi mig af villu míns vegar og við nutum þessa glæsilega út- sýnis um hríð. Þrátt fyrir að sólin hafi gengið til viðar kl. 11 þá endur- kastaðist birtan í skýjum með þessum undarlega og skemmtilega hætti og gerði alla Garðmenn að næturhröfnum um hríð. — Arnór Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! iUonfípil#Wti^ Thailandsferðin um síðustupáska tókststórkostlega og komustfærriað en vildu. í nóvemberendurtökum við leikinn, bætum við einstakri skoðunarferð að brúnni yfir Kwai-fljótið og höldum í 19daga lúxusferð á ótrúlega tælandi verði! í Thailandi er nú árið 2530 Lúxushóteií Bangkok og Pattaya Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gist í fjórarnæturá Hotel Montien, fjögurra stjörnu lúxushóteli í hjarta borgarinnar. Boðið verður upp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis; á fljótandi markað, krókódílabúgarð og í hinn fræga rósagarð þarsem sýndareru íþróttir, dansarog söngvar hinnar ríku menningar Thailendinga. Við htum á brúna yfir Kwai-fljótið 6. nóvember verðurhaldið til Kachanaburi og athyglisverðustu staðir héraðsins skoðaðir, t.d. hin illræmda brú yfir Kwai-fljótið og kirkjugarðurinn sem geymir hina fjölmörgu stríðsfanga sem létu lífið við brúarsmíðina í seinni heimsstyrjöldinni. Gist verður í eina nóttá Kwai Village hótelinu. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar þar sem dvalið verður í 11 nætur á hinu glæsilega 5 stjörnu Royal Cliff lúxushóteli. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Hægt er að fylgjast með fílum við vinnu í Auk tímatalsins, sem miðað er við Búdda, ermargt í Thailandi gjörólíktþví sem við eigum að venjast; matargerð, siðir og lífshættir fólksins. Veður er ákjósanlegtáþessum tíma, hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú geturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærid til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. I þessari lúxusferð hjálpast allt til við að gera þér hana ógleymanlega -þú lofarþér örugglega að fara einhverntímann aftur. 66.900.- Miðað er við flug og gistingu í 2jananna herbergi. Innifalið í verði er íslensk fararstjórn og allur akstur í Thailandi. Aukagjald fyrir eins manns herbergi kr. 14.900,- Brottför: Sunnudaginn 1. nóvember. Heimkoma: Fimmtudaginn 19. nóv. trjáiðnaði, heimsækja Nong Nooch þorpið og sjá bardagaíþróttir og dýragarð eða sigla út til kóraleyju, skoða sjávarbotninn og bragða grillaðan fisk eins og Thailendingarelda hann einir. Auðvitað áttu kost á því að taka það rólega á gullinni ströndinni, njóta veðursins, hreins sjávarins eða nýta hin endalausu tækifæri tii afþreyingar og skemmtunar sem þér bjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91-28899 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-27200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.