Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 3 Kraft- og blýminna bensín Leiðir til 2% hækkunar á útsöluverði Á laugardag var væntanlegur til landsins fyrsti farmurinn af blýminna bensíni en selt hefur verið hingað til. Blýmagn í bensíni mun nú lækka úr 0,40 g/1 í 0,15 g/1. Einnig mun oktan- tala venjulegs bensíns lækka úr 93 oktan í 92 oktan. Þessar breytingar munu koma til framkvæmda jafhóðum og birgðir bensínstöðva endurnýj- ast. í samningi um olíukaup sem Islendingar gerðu við Sovétmenn síðastliðið haust eru ákvæði þess efnis að Sovétmenn geti ákveðið að selja okkur blýminna bensín þegar þeim hentar á árinu og verði bensínið þá eftirleiðis með sama blýmagni. Þetta er fyrsti farmurinn samkvæmt þessu ákvæði samningsins. Jafnframt breytist oktanmagn bensínsins og var sú breyting ekki að ósk íslend- inga. Olíufélögin mótmæltu þessari lækkun en sú lækkun var ekki tekin til greina og borið við tæknilegum ástæðum, að sögn olíufélaganna. Ennfremur var svo kveðið á í samningnum að 0,4 g/1 bensín yrði keypt á sama grunnverði og 0,15 g/1 bensín, en vegna meira blýinnihalds var veittur afsláttur frá því verði. Sá afsláttur fellur nú niður og hækkar innkaupsverð bensínsins af þeim sökum um 5%. Hækkun útsöluverðs er þó minni vegna vægis innkaupsverðs. Að óbreyttum öðrum þáttum verð- lagningar mun því verð á þessu nýja bensíni verða u.þ.b. 2% hærra en núverandi útsöluverð. Jón Páll sá sterk- asti JÓN PÁLL Sigmarsson varð sig- urvegari á mótinu Sterkasti maður sem uppi hefúr verið, er haldið var við miðaldakastala í Skotlandi. Jón Páll fékk 28 stig af 30 mögulegum og vann í átta keppnisgreinum af tíu. Jón Páll setti einnig á mótinu nýtt heims- met í réttstöðulyftu aflrauna- íþrótta. Hann lyfti léttilega 1.153 pundum, sem er rúmlega hálft tonn. i Tveir keppendur voru á mótinu, auk Jóns Páls, þeir Capes frá Bret- landi og Kazmaier frá Bandaríkjun- um, en þessir þrír hafa oftast unnið titilinn Sterkasti maður í heimi. Kazmaier fékk 16 stig í keppn- inni og vann í tveimur greinum af tíu mögulegum, en Capes varð í þriðja sæti í öllum greinum og lauk keppninni með 10 stigum. Þetta er í fýrsta skipti sem Kazmaier tapar í keppni. Trésmiðja Stykkishólms býður 17,3 milljónir í íþróttahús Stykkishólmi. TILBOÐ í fyrsta áfanga íþróttamiðstöðvar í Stykkis- hólmi voru nýlega opnuð í skrifstofú Stykkishólmsbæjar. I þessum fyrsta áfanga felst uppsteypa hússins og frágang- ur að utan. Lægsta tilboð var frá Trésmiðju Stykkishólms hf. tæplega 17,3 milljónir króna sem er 86,8% af kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Næst- lægsta tilboðið var frá trésmiðj- unni Ösp hf. tæplega 17,9 milljónir sem er 89,8% af áætlun. Tvö önnur tilboð bárust í verkið sem bæði voru yfir kostnaðaráætl- un. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 19,9 milljónir. Framkvæmdir eiga að hefjast strax og á verkinu að ljúka fyrir 15. júlí 1988. Ekki er búið að semja við verktaka en eftir að búið er að fara yfir tilboðin verður samið við lægstbjóðanda. Arni Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Vie ERUM BYRJUÐ AÐ TAKA VIÐ PÖNTUNUM í HAUST-OG VETRARFERÐIRNAR LÚXEMB0RG Sérstaklega ódýrar helgar- ferðir til Lúxemborgar október og nóvember. GLASGOW: Viku- og helgarferðir. Þægileg hótel íhjarta borgarinnar. LONDON: Viku- og helgarferðir. Hagstæð innkaup, fjölbreytt leikhús- og tónlistarlíf. Heimsins mesta úrval matsölu- og skemmtistaða. Betri hostur Forvitnilegt mannlíf, þverskurð- uralheimsins. íþróttaviðburðir, listasöfn og heimsfrægar byggingar. Vinsælu, þægilegu Lundúna- ferðirnar með þaulkunnugum fararstjóra Útsýnar. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.