Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1987 25 vinnslan væri samningsbundin bæði hérlendis og erlendis um sölu á rækju og því kæmi sér afar illa fyrir þá er veiðin dytti svona niður. Til þess að bjarga samningum mætti hugsa sér að taka skip á leigu til úthafsrækjuveiða eða kaupa heil- frysta rækju annars staðar frá. Rækjuverð hjá rússneskum og norskum skipum væri hins vegar óviðráðanlega hátt. Heimir sagði að aflabresturinn kæmi þungt niður á sjómönnum og fólki í landi. Þó bætti úr skák að vel aflaðist af úthafsrækju núna. Heimi bar saman við aðra um að hlýnandi sjór væri líkleg skýring á hvarfi rækjunnar. „Hækkun hita- stigs hefur haft í för með sér aukna þorskgengd í Húnaflóa og þorskur- inn etur rækjuna, auk þess sem rækjan færir sig um set og hverfur af þessu svæði. Eg tel ofveiði ekki líklega skýringu, því rétt áður en sjávarhiti hækkaði var þér allt fullt af rækju.“ Heimir sagði að þetta væru þó ekki einu kenningarnar um orsakir hvarfsins. „Fyrrverandi framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis hefur komið fram með þá kenningu að klak rækjunnar hafi misheppn- ast 1983-1984. Ýmsar tölur um mismunandi stærðarhlutföll renna stoðum undir þá skýringu. Þá var mikið af mjög stórri rækju en lítið af smárækju með,“ sagði Heimir. Tii að varpa ljósi á hversu hrunið væri gríðarlegt sagði hann að 1985 hefði innijarðarækja verið 60-70% af heildarafla, árið eftir hefðu afla- hluföll innfjarða- og úthafsrækju verið nokkurn veginn jöfn, en nú væri hlutdeild innfjarðarækjunnar um 7% af heildarafla ársins. „Af þessum sökum er sókn í úthafsrækj- una nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þróun veiðarfæra er ör og fiskurinn á alltaf minni og minni möguleika á að sleppa lifandi undan. Nú er sótt mikið í smárækjuna svo við verðum að gæta okkar að veiða ekki of mikið úr stofninum. Raunar stendur Hafrannsóknastofnun nú fyrir rannsóknum á rækju við Island sem hófust í júní og standa fram í ágúst. Það hefur verið rætt um að setja kvóta á rækjuvinnslur og/eða skip. Mér finnst það skynsamleg lausn á þessu máli, það er glóru- laust að halda þessum veiðum áfram ef við erum að rífa upp ung- viðið. Það er mín skoðun — ef til kemur að kvóti verði settur á — að vinnslustöðvar á Norðurlandi og Vestfjörðum eigi að ganga fyrir. Það er eðlilegt að tillit sé tekið til þess hversu mikilvægar rækju- vinnsla og -veiðar eru á þessum stöðum. Undanfarið hefur sjávarút- vegsráðuneytið úthlutað rækju- vinnsluleyfum til nokkurra staða, svo sem á Snæfellsnesi og Grindavík. Þar eru stöðvarnar sett- ar upp til að fylla upp annars dauðan tíma. Hér hefur hins vegar stór hluti atvinnulífsins byggst upp á rækjunni síðustu ár og fólk hefur fasta atvinnu af þessu. Til þess að halda hinum nýju rækjuvinnslum gangandi þarf hins vegar að flytja hráefni til þeirra og sú rækja kem- ur að miklu leyti frá Norðurlandi. Þetta fyrirkomulag er auðvitað ekki skynsamlegt, því að nýting stöðv- anna hér er ekki góð fyrir. Hér er unnið úr 2,5 tonnum á sólarhring, en líkiegt er að þessi tala fari niðui' fyrir 2 tonn með tilkomu hinna nýju stöðva. Þetta er slæmt, því rækjuvinnsia er meira hagsmuna- mál almennings hér á Norðurlandi en á Snæfellsnesi og Grindavík." Heimir sagði að síðasta ár hefði afkoma Rækjuvinnslunnar verið góð og ef til vill hefðu einhveijir séð ofsjónum yfir velgengninni. Málið er það að síðan hefur hrá- efnisverð hækkað og launakostnað- ur sömuleiðis, en markaðsverð staðið í stað. Það er því alls ekki útlit fyrir jafngóða útkomu þetta árið og má jafnvel segja að rekstur- inn standi í járnum. Þess vegna finnst mér ekki rétt að úthluta öll- um þessum leyfum til annarra staða þar sem hráefnið verður að miklu leyti aðflutt frá Norðurlandi.“ Er Heimir var spurður hvemig honum litist á veturinn sagði hann að sér litist illa á hann. Hann væri þó þeirrar skoðunar að rækjustofninn ætti eftir að koma upp aftur og þá sterkari en nú. „Það þarf ekki nema eina rækju til þess, þannig að hven- ær stofninn kemur upp aftur er fyrst og fremst tímaspursmál." Erum ágætlega staddir - segir Kári Snorrason, framkvæmdastjóri Sæ- rúnar Á BLÖNDUÓSI starfar eitt fyrir- tæki að rækjuvinnslu og rækju- veiðum. Þetta fyrirtæki er Særún hf. Framkvæmdastjóri þess, Kári Snorrason, sagði að hrun innQarðarækjunnar hefði ekki mikil áhrif á rekstur fyrir- tækisins. ú/ S85 M<25 Kári Snorrason fyrir utan Særúnu h.f.:„Menn þarna í ráðuneytinu hljóta að vera að kaupa sér frið.“ Heimir Fjeldsted: „Ég hef trú á að rækjustofhinn eigi eftir að koma upp aftur og þá sterkari en áður.“ Kári sagði að þeir hefðu fengið um 50 tonn í fyrra, en 280 tonn árið áður, svo hér væri um mikla breytingu að ræða. Fyrirtækið hefði hins vegar fengið eitt af hinum svonefndu raðsmíðaskipum, Nökkva, í marsbyijun og það væri fyrst og fremst á djúprækjuveiðum. Ef áætlanir stæðust og vel veiddist væri þetta í lagi. Kári sagði að nú aflaðist vel af djúprækju, Nökkvi hefði fengið 85 tonn á tæpum þrem- ur vikum. „Það má því segja að við séum ágætlega staddir og einnig flestir á Hvammstanga, því þar eru bátar er geta stundað úthafsrækjuveiðar á veturna." Kári sagði það valda sér töluverðum áhyggjum hversu mikil ásókn væri í djúprækju. „Það er eins og að hún eigi að bjarga öllu. Nú eru margar verk- smiðjur í vanda út af hruni inn- fjarðarækjustofnsins og samt er ekið fleiri hgpdruð kílómetra með hráefni til þeirra vinnslustöðva er liggja fjærst miðunum. Rækjan er því oft orðin 6 til 7 sólarhringa gömul og segir sig sjálft að hún er ekki eins góð vara eftir þann tíma. Orsök alls þessa er auðvitað hin stjórnlausa úthlutun leyfa fyrir rækjuvinnslustöðvar, menn þarna í ráðuneytinu hljóta að vera að reyna að kaupa sér frið. Norðlendingar hafa meiri hagsmuna að gæta í þessu máli en aðrir. Við erum nær miðunum og rækjuvinnsla hefur gegnt stærra hlutverki í atvinnulífi hér en sunnanlands. Vinnslustöðvar þar eru fyrst og fremst hugsaðar til uppfyllingar.“ — Hvað er til ráða? „Mér sýnist það helst vera til ráða að takmarka ásókn í djúp- rækju með einhveiju móti. Láta þá sitja fyrir er hafa engan þorsk- kvóta, eins og raðsmíðaskipin. Þá er sókn loðnuflotans í rækjuna orð- in of mikil að mínu mati, það er glórulaust eftir góðar loðnuvertíðir að leyfa þeim að veiða ótakmarkað af úthafsrækju. Aðalatriðið er auð- vitað að ekki verði leyfð meiri veiði en stofninn þolir. Það mætti til dæmis alveg skrúfa fyrir núna, þannig að engin ný skip mættu stunda rækjuveiðar. Eins og málum er nú háttað geta allir fengið leyfi til djúprækjuveiða. Menn þurfa ekki einu sinni að eiga löndunarstað vísan. Það gengur auðvitað ekki meðan við vitum ekki hversu mikla veiði stofninn þolir. Með þessu áframhaldi tel ég mikla hættu á ofveiði." — Hvernig leggst veturinn í þig? „Hann leggst ekki illa í mig að öðru leyti en því að lágt verð á skelfiski gæti haft slæm áhrif. En ég held að rækjan eigi eftir að ná sér upp. Hún mun jafna sig á þrem- ur til fjórum árum. Það hefur gerst annars staðar svo sem við Eldey og í Djúpinu. Rækjustofninn á Eldeyj- arsvæðinu jafnaði sig enda þótt meiri þorskur væri á þeim slóðum en er nú í Húnaflóa, þannig að ég held að stofninn muni ná sér.“ Kemur sér augljóslega illa fyrir okkur - segir Jón Alfreðsson, kaupfélag'sstjóri Kaup- félgs SteingrímsQarðar HRUN rækjustofnsins á Húna- flóa kemur einna verst við íbúa Hólmavíkur og Drangsness, því þar eru stærstu bátarnir 70 tonn og henta því ekki til djúprækju- veiða á veturna. Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags SteingrímsQarðar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að enn væri nóg vinna í frystihúsinu, en veturinn yrði erfíður ef rækju- veiðin yrði jafhdræm og hún var síðasta vetur. Hann sagði að undanfarið hefði verið næg vinna í frystihúsi Kaup- félagsins, unnið frá morgni til kvölds. „Því hugsa menn kannski ekki mikið um þetta nú í augnablik- inu en þetta á eftir að koma fram í vetur.“ Jón sagði að á Hólmavík hefðu um 100 manns atvinnu af rækjuveiðum og -vinnslu árið um kring. „Við höfum veitt innfjarða- rækju á vetuma, frá október og fram í apríl. Sú veiði hefur skipt flesta bæjarbúa miklu máli, bæði sjómenn og fólk í landi. Sem dæmi get ég nefnt að frá Hólmavík og Drangsnesi eru gerðir út 14 bátar. Af þeim voru tíu gerðir út á inn- fjarðarækjuna síðasta vetur. Fjórir skiptust á línuveiðum og tveir bátar voru á skelveiðum. Veiði og verkun inníjarðarækju hefur verið lang- stærsti atvinnuvegurinn hér svo það kemur sér augljóslega illa fyrir okk- ur að stofninn skuli hrynja svona allt í einu,“ sagði Jón. Hann sagði að erfitt væri að finna viðunandi lausn á þessu máli fyrir bæjarbúa, því þar væri um margháttaðan vanda að ræða. „Nú er verið að ræða áherslubreytingar í rekstri frystihússins. Það sem mér sýnist koma til greina er að end- urnýja búnað þess með tilliti til fiskverkunar. í öðru lagi þurfum við helst að fá hingað stærri báta til að hægt verði að stunda djúp- rækjuveiðar á veturna." Jón sagði að línuútgerð hefði lítt verið stund- uð síðustu árin frá Hólmavík. Línuútgerð byrjaði aftur í litlum mæli hér fyrir þremur árum, en árið 1961, er ég flutti hingað, var hún mikið stunduð. Nokkm síðar, 1964/1965, kom ördeyðuskeið og menn gáfust upp. Árið 1965 hófust rækjuveiðar og þær hafa æ síðan gegnt veigamiklu hlutverki í atvinn- ulífinu hér. Ef við reynum að hefja línuveiðar í auknum mæli þurfum við tvennt. í fyrsta lagi aukinn kvóta fyrir bolfisk og í öðru lagi er skortur á beitingamönnum. Beit- ingamönnum hefur fækkað mjög alls staðar hin síðari ár, en hér eru hæg heimatökin, því að við áttum tvo efstu menn í beitingum á síðasta landsmóti! Þeir eru báðir á fimm- tugsaldri, þannig að eitthvað eimir eftir af kunnáttunni. Kvóti til okkar var aukinn lítillega síðasta vetur í kjölfar aflabrestsins. Menn eru að vona að þeir fái aukinn þorskkvóta og ef kvóti verður settur á djúp- rækju, að tillit verði tekið til hruns inníjarðarækjunnar," sagði Jón. Hann sagðist hlynntur því að ein- hveijar takmarkanir yrðu settar á djúprækjuveiðar. „Þá skiptir auðvit- að máli hvernig það er gert. Mér finnst ekki óeðlilegt að kvótanum verði að hluta skipt til til vinnslu- stöðva og að hluta til báta. Þá finnst mér eðlilegt og sjálfsagt að þau svæði er liggja næst djúprækju- miðunum fyrir Norðurlandi hafi forgang. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sjónarmið mitt er umdeilt og margir eru andvígir öllum kvóta á rækju, sama í hvaða mynd hann birtist. Ég held hins vegar að um síðir hljóti kvóti í ein- hverri mynd að verða lausnin, að minnsta kosti verður að vera ein- hver stjórnun á veiðunum. Ég er þó ekki að segja að kvótakerfið eigi að vera óbreytt í þeirri mynd sem við höfum það nú. Gera þarf ráð fyrir þeim möguleika að aflamenn geti unnið sig upp. Ég er andvígur því að menn geti selt sinn kvóta nema með mjög ströngum skilyrð- um,“ sagði Jón. — Hvemig líst þér á veturinn framundan? „Ég ber töluverðan kvíðboga fyr- ir honum, ef ekki verður töluverð hækkun á verði á hörpudiski. Nær allt sem veiðst hefur af skel eftir áramót er enn til í birgðum svo það er ekki vænlegt að treysta á skel- veiðarnar næsta vetur. Nú er verðið mjög lágt og erfitt að selja. Jafnvel þótt vel veiðist og verð sé hagstætt Jón Alfreðsson: „Mér fínnst ekki óeðlilegt að kvótanum verði að hluta skipt til til vinnslustöðva og að hluta til báta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.