Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
59
Mílanó-blaðið Corriere della
Sera hermdi í vor að Jóhannes
Páll II hefði spurt helztu fjármála-
ráðgjafa sína haustið 1982 hvort
þeir teldu að Marcinkus hefði gerzt
sekur um siðlaust athæfi. Meirihlut-
inn svaraði því neitandi. Þá tók
páfaríkið þá afstöðu að ítalir hefðu
engan rétt til að skipta sér af mál-
efnum þess og ákvað að veita litla
sem enga aðstoð við rannsókn máls-
ins.
Blaðið telur að páfí hafi haldið
verndarhendi yfir Marcinkusi vegna
ákvörðunarinnar frá 1982 og þar
sem hann hafi ekki viljað viður-
kenna opinberlega að hafa skipt um
skoðun. Þar með hefði hann einnig
orðið að viðurkenna að Casaroli
kardináli hefði haft rétt fyrir sér
1982 og auk þess hafi hann samúð
með Marcinkusi. Blaðið bendir einn-
ig á að páfi hafi búið mestalla ævi
í kommúnistaríki og eigi erfitt með
að skilja frelsi fjölmiðla og dóms-
yfirvalda og segir hann sífellt leita
að duldum ástæðum eða skýring-
um.
Italski þjóðbankinn krafðist þess
að páfastóll tæki þátt í að grynnka
á skuldum Ambrosiano-bankans,
þar sem hann væri meðeigandi í
honum. Samningaviðræður fylgdu
í kjölfarið og bankinn var endur-
skipulagður (hann er nú rekinn með
hagnaði. Þótt páfastóll viðurkenndi
aldrei að hann bæri lagalega ábyrgð
á skuldum bankans lauk viðræðun-
um með því að hann greiddi
skuldunautum hans 244 millj.
Bandaríkjadala 1984. Þessi
greiðsla, sem var fímm sinnum
hærri en útgjöld Páfagarðs sama
ár, var kölluð skaðabætur og „vin-
áttvottur". Þar með var málinu talið
lokið.
„Fall englanna*4?
Þótt banki Páfagarðs sé strangt
tekið sjálfstætt fyrirtæki varð gjald-
þrot Banco Ambrrosiano til þess
að verulega dró úr árlegum sam-
skotum meðal 800 milljóna kaþól-
skra manna í heiminum til að
standa straum af rekstri páfastóls
— svokölluðum „Péturspeningum".
Páfagarður á nú við alvarlega
fjárhagserfiðleika að etja. Árlegur
greiðsluhalli nemur tugmilljónum
dollara. Kirkjuleiðtogar í Vestur-
Þýzkalandi og Bandaríkjunum,
þeim tveimur löndum sem páfastóll
hefur aðallega fengið fé sitt frá,
hafa hvatt páfa til að birta ná-
kvæmar upplýsingar um tekjur og
gjöld. Áskoruninni hefur ekki verið
svarað, en skipuð hefur verið nefnd
15 kardinála til að kanna fjárreiður
páfastóls.
Völd Casaroli kardinála hafa
aukizt stöðugt og hann er nú eins
konar „varapáfi." Þegar Sindona
lézt í fyrra krafðist Casaroli þess á
ný að Marcinkus yrði látinn víkja,
en páfi hélt enn vemdarhendi yfir
honum.
Marcinkus hefur orðið fyrir
skakkaföllum. Fyrir nokkrum árum
setti páfínn hann í stöðu forseta
stjómarnefndar Páfagarðs, en skip-
aði síðan annan mann í embættið.
Hann varð því ekki kardináli eins
og búizt hafði verið við. Bretar
neituðu að samþykkja að hann yrði
sendiherra páfa í London. En hann
fékk að halda bankastjórastöðunni.
Blaðamenn í Róm telja að hann sé
auk þess yfirmaður leyniþjónustu
páfans, hinnar svokölluðu „Hvítu
Gestapo".
Roberto Calvi sagði einhveiju
sinni: „Ef mér verður steypt tek ég
alla englana með mér í fallinu."
Blaðið „La Reppublica" taldi að
með þessu hefði hann einkum átt
við Marcinkus, þótt páfínn hafí ekki
farið varhluta af gagnrýni. Nú er
Marcinkus ekki lengur „fangi í
Páfagarði", þar sem tilskipunin um
handtöku hans hefur verið aftur-
kölluð. „Ég hef aftur fengið trú á
ítalskri réttvísi," sagði hann þegar
hann heyrði fréttina. Allur sannleik-
urinn er ugglaust ekki kominn í ljós,
en spádómur Calvis hefur ekki
rætzt.
GH
Robert Calvi: Fannst hengdur.
Licio Gelli: P2 kom víða við.
leiðtoga P-2, Licio Gelli, á Hotel
Exelsior i Róm. Gelli kom við sögu
allra helztu fjármálahneyksla á It-
alíu um árabil og fékk leynilán í
Banco Ambrosiano. Hann fer nú
huldu höfði í Suður-Ameríku.
Hrun Ambrosiano
Árið 1978 fékk ítalski þjóðbank-
inn veður af því að Banco Ambros-
iano stundaði gjaldeyrissmygl og
fyrirskipaði rannsókn. „Ambros-
iano-hneykslið“ olli Páfagarði sífellt
meiri vandræðum. Allt frá þeim
tíma hefur hópur manna í Páfa-
garði undir forystu Agostino
Casaroli kardinála verið sannfærð-
ur um að Marcenkus hafi verið
viðriðinn hneykslið. Árið 1981 bað
Casaroíi ítölsku leyniþjónustuna,
SISMI, að rannsaka samband Marc-
inkusar og Calvis. Um svipað leyti
var reynt að ráða páfa af dögum
og Casaroli réð lögum og lofum í
Páfagarði um skeið.
Calvi hafði komizt yfir fyrirtæki
í Luxemborg, sem rak útibú í Róm-
önsku Ameríku. Hann notaði þau
til að fá stór lán í evrópskum bönk-
um og veita fjármagninu um
Nassau á Bahamaeyjum og Lima í
Perú til 10 gervifyrirtækja í Pa-
nama. Þessi fyrirtæki voru að
nafninu til í eigu IRO. sem ábyrgð-
ist lánin. Marcinkus fékk sæti í
stjórn Ambrosiano-bankans í Nas-
sau. Verulegur hluti lánanna var
notaður til að kaupa eignarhluta í
Ambrosiano og Calvi eignaðist 20%
hlutabréfa bankans.
Samkvæmt ákærunum gegn
Marcinkusi og aðstoðarmönnum
hans tveimur voru þeir viðriðnir
„sviksamlegt gjaldþrot" og voru
„ómissandi meðeigendur“ Banco
Ámbrosiano. Marcinkus var sakað-
ur um að hafa látið Calvi fá
„stuðningsbréf", sem hafí opnað
honum margar dyr erlendis.
Fannst hengdur
Marcinkus hefur alltaf neitað
ásökunum yfírvalda um að hann
hafí leyft Calvi að nota bankann í
Páfagarði sér til framdráttar. Því
var ekki haldið fram að Marcinkus
hefði hagnazt sjálfur á þessum við-
Jóhannes Páll páfí: „Innanríkis-
mál“.
skiptum. Hann hefur alltaf neitað
því að bankinn í Páfagarði hafí átt
gervifyrirtækin og verið þar með
viðriðinn íjársvik. Hann segir að
bankinn hafí aðeins átt veð í þeim.
Hins vegar telja rannsóknardóm-
aramir Antonio Pizzi og Renato
Briccnetti, sem hafa haft rannsókn
málsins með höndum, að þeir hafí
komizt yfír sönnunargögn, sem sýni
að banki páfa hafi ráðið yfír Banco
Ambrosiano með tilstyrk fjármála-
félags í Lúxemborg, Serafin. Því
er haldið fram að það sanni að
Marcinkus hafí notað Calvi, en ekki
öfugt, eins og oftast hefur verið
álitið.
Samkvæmt þessum heimildum
sýna reikningar dótturfyrirtækja
Ambrosiano- bankans í Luxemborg,
Sviss og á Karíbahafí að í tíu ár
hafí verið um það leynilegt sam-
komulag milli Calvis og Marcinkus-
ar að ítalska bankakerfíð yrði
sniðgengið og fjármagn flutt milli
landa í ríkum mæli. Bankinn í Páfa-
garði á að hafa tekið við upphæðum
í lírum og fært dollara á reikninga
á Bahamaeyjum og í Luxemborg
og Suður-Ameríku og Marcinkus
er sagður hafa fengið umboðslaun.
í júní 1982 fannst Calvi hengdur
undir „Syartmunkabrúnni" í Lund-
únum. Á honum fundust 13,000
dollarar og falsað vegabréf. Enn
er ekki ljóst hvort um morð eða
sjálfsmorð hafi verið að ræða, þótt
margir hallist að hinu síðarnefnda.
Dauði hans vakti mikið uppnám í
ítölskum íjármálaheimi og tveimur
mánuðum síðar varð Ambrosiano-
bankinn gjaldþrota.
Tapið nam um 400 milljónum
punda og ekki tókst að gera grein
fyrir 1,3 milljarði dollara. Calvi fékk
yfirlýsingu frá Marcinkusi um að
treysta mætti dótturfyrirtækjunum
í Panama. Narcinkus gat lagt fram
skjal undirritað af Calvi, sem leysti
IOR undan allri ábyrgð.
„Skaðabætur“
Erfítt gat reynzt hrekja ásakan-
imar gegn Marcinkusi og sam-
starfsmönnum hans fyrir rétti og
e.t.v. var það þess vegna að ákveð-
ið var að reyna það ekki.
Lighnin’ Slim var eini sveitablúsmaðurinn sem Jay Miller tók upp.
Interstate blús,
jass og rythmablús
Blús
Ámi Matthíasson
Siðastliðið ár hefur orðið
mikil breyting á höguin blús-
áhugamanna á íslandi. Ekki
hefur alltaf verið um auðugan
garð að gresja i blúsrekkum
plötubúðanna, en þar hefur
mikið breyst. Á síðasta ári var
mikið flutt inn af plötum frá
Ace, Demon/Edsel, Red Lightn-
in’ og Charly, en á þessu ári
hefur bæst við útgáfufyrirtæk-
ið sem, að fyrmefndum
merkjum ólöstuðum, hefur
skarað fram úr í útgáfu á
gæðablús.
Interstate er breskt fyrirtæki
og skiptist plötuútgáfa fyrirtækis-
ins niður á merkin Travelin’ Man,
Magpie, Heritage, Harlequin,
Flyright og Krazy Kat.
Fyrirstríðsblúsinn er á Travelin’
Man merkinu, þar á meðal plötur
með Buddy Moss, Tommy
McClennan með viskíröddina og
Memphis Minnie sem spilaði á
gítar „eins og karlmaður". Mag-
pie er helgað einni útgáfuröð,
sögu pínaóblúsins. Þegar þetta er
skrifað eru Magpieplötumar orðn-
ar tuttugu og ein, sem spanna
söguna frá 1925 til 1945, en
síðustu fragnir herma að þijár séu
væntanlegar innan skamms. Á
Heritage merkinu er mikið af
mergjaðri gospel tónlist, en þar
eru þó einnig plötur með t.d. Miss-
issippi John Hurt og Mississippi
Fred McDowell. Merkast á
Harlequin er aftur stórskemmtileg
sería sem nefnist einfaldlega jass:
sagan; „The History of Jass“. í
þeirri útgáfuröð eru plötur með
jasstónlist frá Trinidad, Ungveija-
landi, Argentínu, Sviss, Sovétríkj-
unum, Indlandi, Finnlandi o.fl.
Flestar eru upptökurnar frá því
1910 til 1940/50 og allar stór-
skemmtilegar.
Einna áhugaverðast fyrir
blúsáhugamenn eru merkin Fiy-
right og Krazy Kat. Helsta
útgáfuröð Fiyright er samansafn
af því efni sem Jay Miller tók upp
í hljóðveri sínu í Crowley í Louis-
iana. Nú eru komnar út, af því
efni sem hann tók upp, einir fjöru-
tíu titlar og allar plötumar yfir
meðallagi að gæðum. Ekki geta
margir hljómplötuútgefendur
státað af því að hafa getað haldið
eins háum tónlistarlegum gæða-
staðal og Jay Miller. Helstu
blúsarar sem Jay Miller hafði á
sínum snæmm vom þeir Slim
Harpo, Lazy Lester, Lonesome
Sundown og Lightnin’ Slim. Einn-
ig tók hann upp mikið af zydeco-
og cajuntónlist. Annar blús sem
er á Flyright er yngri. Þar em
plötur með Otis Rush, Cobra upp-
tökur, Magic Sam, einnig Cobra
upptökur, Johhny Shines, sem er
Slim Harpo var feikna söngvan
og góður munnhörpuleikari.
einn af mergjaðri gítarblúsumm,
J.B. Lenoir, Snooky Pryor og
Moody Jones, þar sem heyra má
Chicagoblúsinn í mótun, Junior
Wells, John Brim, Mississippi
John Hurt, hinar frægu Library
of Congress upptökur, og fl.
Aðalmunurinn á Flyright og
Krazy Kat er breiddin í tónlistinni
hjá Krazy Kat. Þar er alskyns
tónlist saman komin, blús.
rythmablús, soul, gospel, zydeco^
þoogie woogie og rokk. Af blús-
plötum má nefna plötur með
Jimmy Reed, sem á em upptökur
frá því eftir að Vee Jay fór á
hausinn, Sonny Terry, Rockin’
Sidney, Homesick James og
Snooky Pryor, - Louis Jordan og
Muddy Waters, sem er tónleika-
plata, tekin upp 1958, í hinni
frægu för Muddys til Bretlands,
þegar gagnrýnendur kvörtuðu
sáran yfir því að hann spilaði of
rafmagnaðan blús!
í þeirri sendingu frá Interstate
sem kom hingað til lands var
gott yfirlit yfir alia línuna sem
gefin er út á vegum fyrirtækisiri^
Nefna má plötur með Slim Harpo,
Lightnin’ Slim, Jimmy Reed,
Rockin’ Sidney, Muddy Waters,
Professor Longhair, Champion
Jack Dupree, Big Boy Cmddup,
Mississippi John Hurt, Mississippi
Fred McDowell, Otis Rush, Magic
Sam, Johnny Shines, J.B. Lenoir,
Junior Wells o.fl., og safnplötum-
ar Fort Worth Shuffle, Houston
Shuffle og mergjaða gospel safn-
plötu, Get Right With God. Herma
fregnir að viðtökur hafi verið
slíkar að vísast er lítið orðið eftir.
Nýjustu fregnir herma síðán
að enn eigi eftir að bætast við;
til standi að fara að flytja inn
plötur frá Sonet, sem gefur út
allar Alligator-plötur fyrir Evr-
ópumarkað, og má þá segja að
nútíma Chicagoblúsinn sé innan
seilingar.