Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 INNFJARÐARÆKJUSTOFNINN A HUNAFLOA: getur hörpudiskurinn þó aldrei komið í stað rækjunnar. Hann er hins vegar góð uppbót og ég bind vonir við að brátt fari sala að glæðast. Það er ekki loku fyrir það skotið að verð hækki með haustinu. Maður verður að vona það besta." Jón sagðist einnig gera sér vonir um auknar línuveiðar frá Hólmavík. „Tímabilið frá nóvember til febrúar er aðeins reiknaður hálfur kvóti af því sem aflast til að hvetja menn til línuveiða. Við höfum fremur lítinn fiskkvóta og það tekur mörg ár að breyta því, nema einna helst með skipakaupum. Hátt verð á skip- um og lítið framboð gerir það að verkum að erfíðara er en ella fyrir okkur að hrinda þeim möguleika í framkvæmd. Rækjan hefur verið uppistaðan hér í öllu atvinnulífi í yfir 20 ár og það tekur langan tíma að skipta yfir,“ ságði Jón Alfreðs- Ástandið væri hörmu- legt ef við hefðum ekki stækkað bátana - segir Sveinn Gunnars- son, skipstjóri á Hvammstanga Á HVAMMSTANGA hafa verið gerðir út allmargir bátar á rækju. Þar sem annars staðar var rækju- veiði dræm í vetur og heimamenn eru ekki bjartsýnir á að úr rætist í vetur. Sveinn Gunnarsson er skipstjóri á Guðmundi Einarssyni, sem gerður er út af Meieyri h.f. Síðasta vetur voru 4 bátar frá Hvammstanga á innQarðarækju en veturinn áður voru þeir 5. Sveinn sagði að ef ekki hefði ver- ið brugðist við og Hvammstangabát- amir stækkaðir væri ástandið hörmulegt. Er talið beindist að veið- um vetrarins sagði hann að rækjan hefði veiðst á fremur óvenjulegum stöðum síðasta vetur. „Nær öll veiði var í Hrútafirði og Miðfirði, en áður var innfjarðarækjan dreifð um allan flóann, allt norður fyrir Ingólfsgrunn og á Steingrímsfirði. Veiðin datt al- veg niður á Ófeigsfírði og Reykja- firði." Sveinn kvaðst þeirrar skoðunar að aukin þorskgengd væri skýringin á hvarfí rækjunnar úr Húnaflóa og sagði að er rækjuveiðin var hvað mest hefði enginn þorskur verið á á rækjumiðunum þar. „Er þorskurinn kom var hann úttroðinn af rælq'u og það segir sína sögu. Þorskurinn fælir líka rækjuna frá. Fyrir fímm árum var mikil rækja inni í Miðfírði, Hrútafirði og Stein- grímsfírði en mikill þorskur fyrir Seglbretti Seglbretti Einstaklega gott verð. Greiðslukjör sem allir ættu að ráða við. Gullborg hf., Nýbýlavegi 24, Kópavogi. Sími 46266. Sveinn Gunnarsson:„Það væri gott ef þeir frá Hafrannsókna- stofnun gætu farið með okkur út einu sinni eða tvisvar í mán- uði..“ utan. Hann virtist fæla hana inn í fírðina og þjappa henni saman. Um áhrif hækkandi sjávarhita skal ég ekki segja, en sumir fískifræðingar munu vera þeirrar skoðunar að rækj- an hafí flutt sig norðar í kaldari sjó er sjávarhiti á Húnaflóa hækkaði," sagði hann er rætt var um hugsan- legar skýringar á hvarfí rækjustofns- ins. Sveinn kvaðst ekki álíta að um ofveiði hefði verið að ræða. Hann sagðist ekki hafa trú á að betur aflað- ist ef rækju næsta vetur og tók þá mið að reynslu síðasta vetrar. „Menn eru ekki búnir að rétta sig vel eftir hrunið í fýrra gagnvart sköttum og fleiru. Það er ekki hægt að segja að útlitið sé bjart framundan fyrir litlu bátana með rækjuveiðar í vetur.“ „Til að varpa ljósi á það hversu hrunið er mikið get ég nefnt að á Nökkva veturinn 1985' byrjaði ég á rækju eftir áramót. Við vorum með 300 tonna skammt, sem var allur Blönduósskammturinn þann vetur og vorum búnir að veiða upp þetta magn um mánaðarmótin apríl/maí. Við vorum á veiðum 3-4 daga úti í viku en aldrei undir 18 tonnum.- Þegar ég kom hingað 1976 var rækjuveiðin hins vegar svipuð og í vetur. Þótti gott að ná einu tonni á dag og róið alla daga.“ Sveinn sagði að bót væri í máli að vel hefði gengið í djúprækjunni þetta árið. Aflinn væri farinn að síga í 500 tonn það sem af væri sumars. Ágúst og sept- ember væru yfírleitt góðir mánuðir. „Það er ekki ólíklegt að djúprækjan verði á milli 80 og 90% af heildar- rækjuaflanum." Sveinn sagði að margir rækjusjó- menn á Hvammstanga hefðu löngum verið óánægðir með að fá ekki menn frá Hafrannsóknastofnun til að fara einu sinni til tvisvar á manuði til að fara út með bátunum á rækju. „Það væri gott ef þeir frá Hafrannsókna- stofnun gætu farið með okkur út einu sinni eða tvisvar í mánuði til að leggja mat á það sem við sjáum. Við höfum stundum haldið því fram að veiða mætti miklu meira en aðra tíma minna." Þegar Sveinn var spurður hvað væri til ráða fyrir rækjusjómenn á Hvammstanga kvað hann lausina ef til vill nærtækari þar en á Hólmavík og Skagaströnd. „Héðan verða stundaðar úthafsrækjuveiðar í vetur þannig að þetta er ekki eins mikið mál nú og það hefði getað orðið. í kjölfarið fylgir hins vegar þörf á meira bryggjuplássi. Höfnin hér var dýpkuð í fyrra en hins vegar vantar stærri bryggjur." Hann sagði að þess þyrfti að gæta að úthafsrækjan hyrfí ekki líka. „Það verður að hafa stjórn á veiðunum og helst að láta þá er stunda aðrar veiðar hætta rækjuveið- um með á vertíð stendur. Til að mynda fínnst mér ekki óeðlilegt að loðnuflotinn hætti rækjuveiðum er loðnuvertíðin hefst, þeir hafa kvóta þar og eiga að nota hann. Hins veg- ar tel ég ekkert því til fyrirstöðu að þeir veiði djúprækju fyrir og eftir loðnuvertíðina. Við mættum ekki fara á loðnu þótt við vildum,- megnm ekki veiða neinn gúanófisk. Er ekki eðlilegt að einhveijar takmarkanir séu settar á veiðar loðnuflotans að sama skapi? “ Er Sveinn var spurður að því hvort hann væri hlynntur því að kvóti yrði settur á djúprækjuna, sagðist hann vera mótfallinn kvóta á skip. „Mér fínnst að setja megi heildarkvóta og enn fremur tak- marka sókn loðnuflotans. Mikilvægt er að skilið verði eftir handa litlu bátunum sem eru alltaf á úthafs- rækju og hafa ekki að neinu öðru að hverfa, - að þeir þurfí ekki að hætta veiðum um leið og aðrir. Aukn- ing á atvinnu hér í plássinu getur að minni hyggju ekki byggst á neinu öðru en sjávarútvegi. Það er stað- reynd að uppbygging bæjarfélagsins hér og sjávarútvegsins hefur farið saman. Rækjan hefur haldið þessum stað við, ef hún hefur þá ekki beinlín- is byggt hann upp, svona seinni árin.“ Texti og myndir: Magnús Gottfreðsson Ibfeilniíjí í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! ||UMFEROAR Stórútsala í Sportval Vegna breytinga á versluninni Sportval viö Hlemm, seljum viö allar vörur í versluninni meö 10-80% afslætti í nokkra daga. Þetta er einstætt tækifæri til aö versla ódýrar sportvörur. Sportval opnar síöan stórbætta og glæsilega sportvöruverslun viö Hlemm. 13. ágúst opnar Sportval einnig stórglæsilega verslun í Kringlunni. Komiö á útsöluna. Margir þekkja okkar frábæra útsöluverö, en slær ekki þetta öllu viö? Dæmi:—- Joggínggal lar Áðurkr. =| 2.980- - Núkr.=j 1.490- Jogginggallar 1.980- 980- Háskólabolir 1.680- 890- Snjóþvegnargallabuxur 2.490- 1.290- Sportval VHIemm. Sími 26690 & 14390 í Kringlunni (eftir 13. ágúst)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.