Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 Miðborg Seattle að nóttu. Þarna er af mörgum talin miðstöð fjármála og viðskipta á Kyrrahafsströnd- inni. Sérfræðingar telja að ört vaxandi viðskipti við Austurlönd muni gera borgina að miðstöð bandarísks fjármálalífs á tuttugustu og fyrstu öldinni. íslenskir sjómenn á Kyrrahafi: Seattíe útgerðarbær ekki fiskveiðibær Geimnálin, tákn heimssýningarinnar 1962, teygir sig rúma 200 metra til lofts. Efst er matsölustaður sem snýst og geta gestimir notið 360 gráða stórbrotins útsýnis á meðan þeir snæða. Óli Skagvík og Lilla. Brunch í hádeginu var eina samverustundin þessa vikuna vegna mikilla anna beggja. 4. grein Búseta hvítra manna á þeim slóð- um þar sem borgin Seattle stendur nú hófst ekki að ráði fyrr en í byrj- un nítjándu aldar. Fyrstu straum- amir vom frá Illinoifylki og var megin tilgangur fólksins að stunda skógarhögg. Indíánamir vom flest- ir vingjamlegir en hjálpsamastur og traustastur var þó höfðingi Duw- amish-ættbálksins að nafni Seattle. Fyrsta byggðin var á Alki-höfða suðvestur af Elliot-flóa en þegar fyrsta formlega þorpið var stofnað fékk það nafn índíánahöfðingjans vinsamlega. Það var árið 1851 og enn fámennt og ró yfir mannlífinu. En friðsæld skógarhöggsins var skyndilega rofín sjö ámm síðar þeg- ar gull fannst í Bresku Kólumbíu í Kanada. Mercer-stúlkurnar Seattle varð strax aðalhafnar- borg gullgrafaranna og síðan hefur byggðin verið í stöðugum og oft mjög ömm vexti og er nú um ein og hálf milljón manna búsett þar og í úthverfum. Gullæðið lagðist að mestu á karl- menn og varð því mjög alvarlegur skortúr á kvenfólki þarna. Það olli meðal annars mikilli nemendafæð í bamaskóla bæjarins. Varð það til að einn kennarinn Asa Mercer tók sig til 1864 og hélt til New York, þar sem hann auglýsti eftir ástrík- um konum sem vildu flytjast í auðsældina í Seattle. Heim sigldi hann svo suður um Hornhöfða með yfir eitt hundrað konur. Eins og að líkum lætur fylltist svo skólinn af frísklegum börnum fáum ámm síðar. Síðan munu ástamálin hafa stað- ið í óvenjulegum blóma þar um slóðir, en hvort það hefur verið aðalkveikjan að því að fjöldi íslenskra sjómanna hefur leitað þangað eða ekki skal ósagt látið. Hinsvegar vakti það athygli mína að langflestir þeirra sem ég hitti áttu að minnsta kosti tvö hjónabönd að baki auk ótaldra sambanda um lengri eða skemmri tíma. Ekki fiskibær En ástamálin vom ekki það eina sem var mér framandi í þessari stór- skemmtilegu borg. I raun má segja að allt hafi komið á óvart. Nánast allar húgmyndir mínar um borgina vom rangar og það sem mér þótti athylisverðast var að þessi stóri fiskibær er alls ekki fískibær heldur útgerðarbær. Borgin stendur alls ekki við Kyrrahafið eins og ég hélt heldur 170 mílum austar, innan eyja og sketja við svokallað Pudg- et-sund. Sjómennirnir sem ég hélt að ég gæti hitt þegar þeir kæmu inn að landa vom að veiðum við vestasta hluta Alaska þangað sem er um 9 sólarhringa sigling og koma þeir ekki heim nema með margra mánaða millibili. í Seattle búa sem sagt eigendur krabbabátanna og ijölskyldur sjómannanna og þar fara fram viðgerðir og árlegt við- hald, en þar landa skipin aldrei afla. 200-400 sjómenn Engu að síður mun þarna vera fjölmennasta aðsetur íslenskra sjó- manna erlendis. Viðmælendur mínir vom ekki á eitt sáttir um fjöldann en þó verður að telja að þeir séu á bilinu 200-400 en vegna fjölmennis- ins er oft lítið samband á milli manna. Sá sem gleggstar upplýs- ingarnar hefur væntanlega er Hallgrímur Njarðvík sem hefur búið vestra í yfir 30 ár og verið skip- stjóri og útgerðarmaður. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér ekki að ná sambandi við hann þá fáu daga sem ég stansaði. Ekki bætti það úr skák að á þessum tíma er vertíðin í fullum gangi við Alaska og því flestir sjómennimir úti. íslendingalausir barir En hvað um. það, af nógu var samt að taka. Óli Skagvík var mættur skömmu eftir komu mína til borgarinnar og þar sem laugar- dagskvöld var rétt að byrja var ákveðið að fara á helstu barina þar sem íslendinga væri að finna. Þó að Óli þekkti vel til mála þá fór það nú svo að engan íslending var að finna á öldurhúsum borgar- innar þetta kvöld, en sunnudagur- inn var þegar skipulagður og var því snemma gengið til náða. Ég ætla að sýna þér kærustuna mína, sagði Óli þegar við hittumst um morguninn. Hún er alveg gullfalleg og ísiensk og vinnur hjá Boeing- flugvélaverksmiðjunum, en höfuð- stöðvar þeirra eru í Seattle og vinna þar álíka margir og öll íslenska þjóðin. Síðan förum við heim til Guðjóns Guðjónssonar skipstjóra og horfum á úrslitaleikinn í Super Bowl. Ástarfundur í hádeg-inu Óli keyrði á heljarmiklum pikup um hafnarsvæði borgarinnar, yfir miklar brúarslaufur sem tengja Hafnareyju við land beggja vegna Elliot-flóa og út á Duwamis-höfða. Þama er stórglæsilegur matsölu- staður sem sérhæfir sig í svokölluð- um brunch. En brunch er smáheiti úr orðunum morgunverður og há- degisverður og var hugmyndin að málsverðurinn væri fyllri en árbít- ur, en léttari en hádegisverður. En þarna hafa að líkindum verið á annað hundrað réttir á hlaðborði og allur viðurgjömingur hinn glæsi- legasti. Við höfðum ekki beðið lengi þeg- ar Lilla birtist. Þau Óli hafa þekkst lengi, en vegna fjarlægðar og mik- illar vinnu hittast þau sjaldan. Það var þó greinilega mjög kært með þeim þessa stund sem við áttum þarna saman og gæddum okkur á krásunum. Síðan skildu leiðir, Lilla fór aftur heim, en við Óli héldum á Islendingaslóðir. Fótbolti á sunnudegi Guðjón skipstjóri býr í glæsilegu einbýlishúsi í Ballard-hverfinu. íbú- ar Seattle kalla Ballard Skand- inavíuhverfið, enda búa margir Norðurlandabúar þarna í glæsileg- um og frekar dýrum húsum. Okkur var strax boðið í afþrey- ingarherbergi í kjallaranum þar sem nokkur hópur manna sat og fylgdist með úrslitaleiknum í banda- ríska fótbojtanum. Þótt flestir þama væru íslendingar var þó eng- inn þeirra starfandi sjómaður nema Guðjón. Sjóveikur og hætti Guðjón er sonur Guðjóns Angan- týssonar, sem um fjölda ára starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum sem leið- beinandi við fiskveiðar. Var Guðjón mikið erlendis vegna þess framan af ævi. Hann kláraði þó skyldunám- ið á íslandi og var hálfan vetur í Verslunarskólanum. Honum leidd- ist skólavistin og hætti um áramót og réð sig á netabát frá Grindavík. Hann var þá svo sjóveikur að hann hætti því fljótlega og hét því að fara aldrei út á sjó aftur. En þá kom hálfbróðir hans Gunn- ar í heimsókn eftir margra ára veru í Ameríku. Guðjón hlustaði hug- fanginn á þennan bróður sinn þegar Hlaði af krabbagildrum á báti sem er að leggja upp í siglingu á miðin við Aludin-eyjar, suðvestur af meg- inlandi Alaska. Agnar John Milner var við að hífa inn slíkar gildrur þegar hann klemmdist milli borðstokks og kranabómu með þeim afleiðingum að mjaðmagrindin brotnaði á 27 stöðum og gallhlaðran sprakk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.