Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 Plnrgiw Útgefandi ttlilafrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Púðurtunna í Persaflóa Fyrsta þætti í flotavemd Bandarílqamanna á Persa- flóa lauk á föstudaginn þegar tvö olíuflutningaskip frá Kuwait, er vemdar nutu, sigldu í heimahöfn, þar sem þau munu lesta olíu. Sem kunnugt er rakst annað olíuskipið á tundurdufl á leiðinni og laskaðist lítillega. Atvikið átti sér stað skammt frá Farsi-eyjum, en þar hefur her írana bæki- stöðvar, og telja má fullvíst að duflið sé af írönskum upprana. Ólíklegt er þó að það hafi verið lagt sérstaklega vegna þeirrar skipalestar, sem þama fór um, og í ljósi þess að engan sakaði og skipið komst á leiðarenda vom það skynsamleg viðbrögð Bandaríkjastjómar að gjalda ekki fyrir atvikið með árás á ír- an. Þessi atburður sýnir hins vegar, hve litlu getur munað að Bandaríkin dragist með beinum hætti inn í stríð Irana og íraka. Ákvörðun Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í vjkunni að fyrirskipa írönum og írökum að gera hlé á vopnaviðskiptum og draga heri sína inn fyrir alþjóð- lega viðurkennd landamæri hefur enn sem komið er lítil áhrif haft á stríðsaðila. íranir hafa samþykktina að engu og írakar, sem fagna henni, segjast^ ekki geta lagt niður vopn nema íranir geri slíkt hið sama. Þó er talið sennilegt að þeir muni um sinn að minnsta kosti hætta árásum á írönsk skip á Persaflóa. Það er mjög mikilvægt að írakar taki fmmkvæðið að þessu leyti og raunar má segja að það sé próf- steinn á friðarvilja þeirra, því það em þessar árásir sem orðið hafa tilefni til árása írana á skip frá rílgum, sem vinveitt em írak. Klerkastjómin í Teheran segir til að mynda að hún muni ekki fyrirskipa árás á skip, er njóta bandarískrar flotavemdar, með- an írakar láta írönsk skip á Persaflóa í friði. Samþykkt Öryggisráðsins um vopnahlé í Persaflóastyijöldinni markar að því leyti tímamót að hún er gerð án hlutdeildar stríðsaðila. Svo virðist sem stjómvöld í Bagdað og Teheran geti hreinlega ekki bundið enda á styijöldina, sem staðið hefur í sjö ár og orðin er óhemju mann- skæð og kostnaðarsöm. í samþykkt Öiyggisráðsins er sérstaklega tekið fram að ráðið muni koma saman á ný til að taka afstöðu til þess hvemig bregðast eigi við ef íranir og írakar hafa fyrirmælin að engu. í því sambandi er ekki líklegt að bein hemaðaríhlutun Samein- uðu þjóðanna komi til greina, en vopnasölubann væri rökrétt sem næsta skref. Slíkt bann myndi hugsanlega beinast gegn frönum einum í upphafí, þar sem þeir hafa beinlínis hafnað samþykkt Öryggisráðsins. Það er svo annar kapítuli, hvemig Sameinuðu þjóðimar geta framfylgt vopna- sölubanni þegar, og ef, það nær fram ganga. Saga síðustu miss- era sýnir að á þessu sviði ríkir mikill tvískinnungur. Sovétmenn hafa boðið Banda- ríkjamönnum að koma á tvíhliða viðræðum stórveldanna um leiðir til að ljúka Persaflóastyijöldinni. Því boði hefur verið hafnað með þeim rökum að Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna sé hinn rétti vettvangur málsins. Formlega séð hafa Bandaríkjamenn rétt fyrir sér, en naumast þarf það að spilla fyrir starfí Öryggisráðs- ins ef sérfræðingar stórveldanna setjast á rökstóla um málið. Sov- étmenn hafa mikil ítök í araba- heiminum og það liggur í augum uppi að þeir munu ekki sætta sig við að stríði írana og íraka ljúki með hætti sem þeim er vemlega óhagstæður. Með það í huga og eins hitt, hve ráðamenn í Moskvu hafa verið fúsir til að fara nýjar leiðir í alþjóðamálum upp á síðkastið, hefði ef til vill verið skynsamlegt af Bandaríkja- mönnum að taka boðinu. Flotavemd Bandaríkjamanna er svo nýtilkomin að ómögulegt er að spá um til hvers hún muni leiða. Hún er umdeild í Banda- ríkjunum en ljóst er að ráðamenn í Washington hafa ekki stigið þetta skref nema vegna þess að þolinmæði þeirra gagnvart uppi- vöðslu írana á Persaflóa var þrotin. Klerkamir í Teheran tala digurbarkalega um að þeir muni hafa í fullu tré við stórveldið og ekki hika við að ráðast á olíu- skip er sigla undir bandarískum fána. Telja verður þó ólíklegt að þeir muni láta til skarar skríða, enda hefur árás Bandaríkja- manna á Líbýu sýnt að þeir em til alls vísir. Það þýðir þó ekki að til átaka milli Bandaríkja- manna og írana geti ekki komið, því eins og atvikið á föstudaginn sýnir em aðstæður með þeim hætti við Persaflóa að neisti get- ur kviknað án ásetnings. Og það getur verið tilviljun háð hvort neisti verður að báli eða ekki. Það er því orðið eitt mikilvæg- asta aiþjóðamálið að stöðva styijöldina við Persaflóa. Framkvæmdir við lagningu varanlegs slitlags á þjóð- vegi hafa gengið ótrúlega vel á undanförnum ámm. Nú er svo komið, að það er ekki lengur spuming um það á helztu vegum hve langir kaflar hafa ver- ið lagðir með malbiki eða olíumöl heldur hversu margir vegakaflar em enn ófrá- gengnir. I liðinni viku var höfundur Reykjavíkurbréfs á ferð milli Akureyrar og Húsavíkur og kom sannast sagna mjög á óvart hve mikill hluti þeirrar leiðar hefur verið lagður með varanlegu slitlagi. Áhrif þessarar vegagerðar em margvís- leg. Fyrst ber að nefna, að hún hefur breytt landinu. Það er nú allt annað að ferðast um ísland en var fyrir aðeins nokkmm ámm. En áhrifin em líka önnur. Ferð milli byggða tekur nú skemmri tíma en áður. Þetta hefur leitt til stóraukinna samskipta miili byggðarlaga. Þannig má t.d. ganga út frá því sem vísu, að í mörg- um byggðum í Þingeyjarsýslum þyki það ekki tiltökumál að fara til Akureyrar t.d. í verzlunarleiðangur eða í öðmm erinda- gjörðum. Það eykur viðskiptin á Akureyri, en getur um leið dregið úr þeim á Húsavík, svo að dæmi sé nefnt. Á hinn bóginn hafa hinar bættu sam- göngur og staðan í málefnum landbúnað- arins orðið til þess, að það færist í vöxt að fólk dragi saman seglin í búskap, en haldi áfram búsetu á jörðum sínum og sæki vinnu daglega til nærliggjandi þétt- býlis. Ferð til og frá vinnustað er þá ekki lengri en daglegar ferðir íbúa höfuðborgar- svæðisins í sama skyni. Hinar miklu samgöngubætur geta þann- ig stuðlað að aukinni þéttbýlismyndun með því að örva viðskipta- og athafnalíf t.d. á Akureyri um leið og þær auðvelda fólki að aðlaga sig breyttum aðstæðum í at- vinnu- og lífsháttum. Sagt er að í sumum byggðarlögum hafí betri vegasamgöngur leitt til þess að fólk ferðist öðm vísi en áður. íbúar Sauðárkroks t.d., sem þurfa að leita til höfuðborgarsvæðisins, aki gjaman þessa leið í stað þess að fara með flugvél. Það þykir ekki lengur tiltökumál að aka milii Reykjavíkur og Akureyrar, sem í eina tíð þótti meiriháttar ferðalag. Hitt er svo annað mál, að betri vegir kunna að leiða til þess að hættan á um- ferðarslysum eykst. Nú er búið að auka hámarkshraða í 90 km á þjóðvegum með varanlegu slitlagi. Það þýðir að í raun aka bílar á 100 km hraða eða rúmlega það. í Bandaríkjunum t.d. er hámarkshraði á þjóðvegum um 95 km og hart eftir því gengið, að hann sé haldinn, en þá er þess að gæta að jafnan er um tvær aðskildar akreinar að ræða, þannig að tæpast er nokkur hætta á að bílar, sem koma úr gagnstæðri átt, rekist á. Hér gegnir öðru máli. Hér er einungis um eina akrein að ræða. Meðan menn óku eftir malarvegum þótti sjálfsagt að hægja á ferðinni, þegar bílar mættust. Nú er ljóst, að ökumenn sjá ekki sömu ástæðu til þess og áður. Þess vegna mætast bílar oft á miklum hraða. Þá þarf ekki mikið að fara úrskeið- is til þess að illa fari. Ökumaður, sem er á ferð, getur ekki einn ráðið örlögum sínum í þessum efnum. Það gerir ekki síður sá, sem á móti kemur. Hinar gömlu hraðareglur þóttu fráleitar eftir að vegimir bötnuðu svo mjög, en þá koma upp önnur vandamál, eins og þau, sem hér eru nefnd, sem full ástæða er til að íhuga. Ef til vill á reynslan eftir að leiða í ljós, að þetta séu óþarfa áhyggjur. Það er vel ef svo verður. Sveitirnar í sjálfheldu Fyrir nokkrum mánuðum kom höfundur þessa Reykjavíkurbréfs í byggðarlag, sem fyrir nokkrum áratugum taldist til blóm- legustu sveitahéraða landsins. En nú eru tímamir breyttir. Á bæjunum býr að mestu leyti gamait fólk. Unga fólkið hefur leitað annað. Sú mikla uppbygging, sem áður einkenndi þessar byggðir, þegar nýtt land var ræktað upp sumar eftir sumar, ný útihús byggð og búskapur aukinn á allan hátt, er fyrir löngu úr sögunni. Hnignunar- merkin má sjá á nánast hveijum einasta bæ. Kvótakerfíð setur bændur í spenni- treyju. Þetta er ekki einungis vandamál land- búnaðar á íslandi heldur er þetta vandi þessarar atvinnugreinar í nánast öllum vestrænum löndum. Ný tækni og aukin notkun áburðar og fóðurmjöls hefur leitt til þess að framleiðni landbúnaðar í þessum löndum hefur stóraukizt. Nú geta margf- alt færri bændur framleitt sama magn og fleiri gerðu áður. Afleiðingar af offramleiðslu í land- búnaði eru margvíslegar og ekki bara þær, sem snúa að skattgreiðendum, sem verða að greiða óhóflegar upphæðir af þeim sökum. Söluverð vel búinna jarða er hlægilega lágt, þegar miðað er við verð á eignum í þéttbýli. Það er því alls ekki auðvelt fyrir sveitafólk, sem vill hætta búskap og taka upp nýja lífshætti, að selja eignir sínar og festa kaup á öðru í stað- inn. Að auki er þetta fólk auðvitað bundið sterkum tilfinningaböndum við sín heima- héruð og jarðir, sem kunna að hafa verið í eign sömu fjölskyldu mann fram af manni. Þá hlýtur það einnig að hafa niðurdrep- andi áhrif á fólk í sveitum, að vinna hörðum höndum við landbúnaðarframleiðslu og standa svo frammi fyrir því, að verða að hella mjólkinni niður eða fylgjast með fréttum um, að framleiðsluvörunni hafí verið hent á öskuhaugana í Reykjavík, eftir að margvíslegir milliliðir höfðu haft tekjur af geymslu vörunnar um langan tíma. Hver vill vinna fyrir öskuhaugana? Sá vítahringur, sem landbúnaðarfram- leiðslan er komin í, felst svo í því, að þegar neytendur í þéttbýli fylgjast með fréttum um að lambakjöti sé hent á haugana segja þeir sem svo, að úr því að þetta sé hauga- matur sé ekki ástæða til þess að kaupa það dýru verði eða úr því að hægt sé að selja það til Japan fyrir 56 kr. kílóið sé ekki ástæða til þess að kaupa það í búðum fyrir margfallt hærra verð. M.ö.o. þessar fréttir leiða til þess að enn dregur úr sölu lambakjöts þannig að það magn, sem henda þarf á haugana, eykst að sama skapi. Fram að þessu hafa umræður um land- búnaðarmálin fyrst og fremst snúizt um offramleiðsluna og kostnað skattgreiðenda af henni. Hin félagslegu vandamál, sem af þessu leiða í sveitum landsins, era hins vegar smátt og smátt að koma upp á yfír- borðið. Það er orðið tímabært að taka þau til umræðu og leita leiða til þess að auð- velda fólki í sveitum landsins þau umskipti, sem era að verða í þessari atvinnugrein. Vel má vera, að ef grannt er skoðað komi í ljós, að hægt sé að taka þessi vandamál öðram og skynsamlegri tökum en nú er gert. Er Gorbachev alvara? Fólk á Vesturlöndum fylgist með vax- andi athygli með því, sem nú er að gerast í Sovétríkjunum. Höfundur Reykjavíkur- bréfs hlýddi fyrir skömmu 'a samtal tveggja erlendra manna, sem höfðu ger- ólíkar skoðanir á framvindu mála austur þar. Telja má víst, að þau skoðanaskipti sýni í hnotskum mismunandi viðhorf manna til Gorbachevs og stefnumála hans. Annar þessara manna sagði sem svo: Það era stórmerkilegir hlutir að gerast í Sovétríkjunum. Gorbachev er að breyta þessu höfuðríki sósíalismans. Hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að útilokað sé annað en að bæta lífskjörin i landinu verulega. Forsenda þess að það sé hægt er sú að draga úr kostnaði Sovétríkjanna við vopnaframleiðslu. Þess vegna verði að ná samningum við Vesturlönd, sem dragi úr vígbúnaði, og geri Sovétmönnum kleift að beina auðlindum landsins til þess að bæta lífskjör fólksins. Þessi þróun í Sov- étríkjunum leiðir til þess að viðskipti milli þeirra og Vesturlanda munu stóraukast og þar með stuðlar hún að líflegra atvinnu- lífí og enn betri lífskjöram vestrænna þjóða. Það kemur í ljós á næstu tveimur áram, hvort Gorbachev tekst þetta, en mín trú er sú, sagði þessi erlendi maður, að honum takist að breyta Sovétríkjunum og við stöndum þá frammi fyrir nýjum tímum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. júlí Viðhorf hins útlendingsins, sem hlýtt var á, var á þessa leið: Það er ekkert nýtt að gerast í Sovétríkjunum. Við höfum séð svona tilraunir áður og þær hafa farið út um þúfur. Krúsjeff reyndi þetta og honum mistókst. Það má vel vera, að Gorbachev vilji vel, en kerfíð mun sjá til þess, að hann kemst ekki hænufet. Þess vegna verður engin breyting í Sovétríkjun- um. Þetta er blekking og við á Vesturlönd- um verðum að gæta þess, að láta Sovétmenn ekki blekkja okkur svo mjög, að við sýnum ekki nægilega varkámi í samskiptum við þá. Tæpast munu nokkrir einstaklingar á Vesturlöndum búa yfír þeirri þekkingu á innri málum Sovétríkjanna, að þeir geti kveðið upp úr með það, hvor þeirra tveggja manna, sem hér hefur verið vitnað til, hafi rétt fyrir sér. Hitt er ljóst, að þjóðir Vesturlanda eiga töluvert mikið undir því komið hver framvinda mála verður í Sovét- ríkjunum. Saga byltingarinnar í Sovét- rílqunum sýnir hins vegar, að of oft hafa Vesturlandaþjóðum verið mislagðar hend- ur í samskiptum við Sovétmenn og of oft hefur niðurstaðan orðið sú, að vestrænar þjóðir hafa verið notaðar í innbyrðis átök- um hinna ýmsu þjóðfélagsafla austur þar. Engu að síður væri illa farið ef tilraun Gorbachevs til þess að bylta þjóðfélags- háttum í Sovétríkjunum strandaði á því, að Vesturlandaþjóðir brygðu fyrir hann fæti. Varasöm viðskipti Hitt er svo annað mál, að reynsla lið- inna áratuga sýnir, að viðskipti við Sovétmenn geta verið ákafíega varasöm fyrir Vesturlandaþjóðir, sem hafa brennt sig á þeim oftar en einu sinni. Nokkram áram eftir byltinguna austur þar, á þeim tíma þegar Stalín var að treysta völd sín sem óumdeilanlegur leiðtogi Sovétríkj- anna, sóttust Sovétmenn mjög eftir samstarfí við einstaklinga og fyrirtæki á Vesturlöndum til þess að byggja upp iðnað sinn á skömmum tíma. í fyrstu beindist athygli þeirra mjög að Þjóðveijum, sem tóku mikinn þátt í þessari uppbyggingu snemma á þriðja áratugnum. Þegar þýzk Qárhags- og tækniaðstoð þótti orðin of mikil vora nokkrir þýzkir sérfræðingar dregnir fyrir rétt í Sovétríkjunum, sakaðir um njósnir og skemmdarstarfsemi! Réttar- höldin leiddu að sjálfsögðu til þess, að Þjóðveijar drógu saman seglin, en þá komu Bandaríkjamenn í þeirra stað. Næstu árin á eftir nutu Sovétmenn mikillar aðstoðar Bandarílqamanna, Breta og Kínveija við að byggja upp iðnaðar- veldi í Sovétríkjunum. Bandarískur sagn- fræðingur hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að 95% af atvinnuuppbyggingu í Sovétríkjunum á þessum áram hafí byggzt á fjárhagslegri og tæknilegri að- stoð frá Vesturlöndum. Fyrirtæki á Vesturlöndum áttu í harðri samkeppni sín í milli um að ná þessum viðskiptum austur þar. Jafnframt áttu þau ríkan þátt í að móta vinsamlegt almenningsálit á Vestur- löndum í garð Sovétmanna. Sagt er að þegar eitt stærsta olíufyrirtæki í Banda- ríkjunum, Standard Oil, sem var í eigu hins fræga Rockefellers, tók að sér að byggja olíuhreinsunarstöð fyrir Sovétmenn hafí sérfræðingur í almannatengslum verið ráðinn til fyrirtækisins til þess að sann- færa Bandaríkjamenn um ágæti hins sósíalíska þjóðskipulags og stuðla að því að Bandaríkjastjóm viðurkenndi Ráð- stjómina! Þetta mikla framlag Vesturlandaþjóða til þess að byggja upp iðnað Sovétríkjanna var ekki einskorðað við atvinnustarfsemi. Samhliða tóku þessar þjóðir að sér að sjá Rauða hemum fyrir vopnum! Margir sér- fræðingar era þeirrar skoðunar, að þessi þátttaka Vesturlandaþjóða í uppbyggingu Sovétríkjanna hafí ráðið úrslitum um það, að byltingin í Sovétrílqunum tókst, að ekki varð efnahagslegt hran í kjölfar henn- ar. Þegar svo Sovétmenn töldu sig geta staðið á eigin fótum snera þeir við blað- inu, þeir ráku hina erlendu auðjöfra á brott. Við þekkjum vel þá sögu, hvemig þessi iðnaðaruppbygging var síðan notuð til þess að ógna frelsi þjóða á Vesturlönd- um. Þrátt fyrir þessa reynslu hafa Vestur- landaþjóðir lítið lært í samskiptum við Sovétmenn. Enn era fyrirtæki á Vestur- löndum, sem beijast um að hagnast á viðskiptum við Sovétríkin. Nýjustu dæmin um þetta era norsku og japönsku fyrirtæk- in tvö, sem seldu hátæknibúnað til Sovét- manna, sem gerir þeim kleift að smíða kafbáta, sem fara svo hljóðlega, að hlust- unarbúnaður Vesturlanda nær ekki að fylgjast með þeim. Japanska fyrirtækið hefur birt auglýsingar i bandarískum dag- blöðum til þess að biðjast afsökunar á framferði sínu og óvíst er hvort norska fyrirtækið lifir þetta af. Afleiðingin er hins vegar sú, að það mun kosta marga millj- arða dollara að bæta fyrir það tjón, sem þessi tvö fyrirtæki hafa valdið, með því að bijóta settar reglur um útflutning á hátæknibúnaði til Sovétrílqanna. Þegar þessi saga er höfð í huga er full ástæða til varkámi í samskiptum við Sov- étmenn. Það er full ástæða til þess að gleypa ekki við þeim viðskiptum, sem þar er boðið upp á, og það er ástæða til að varast þau stórfyrirtæki á Vesturlöndum og þá fjármálamenn, sem sjá sér hag í að hagnast persónulega á viðskiptum við Sovétmenn, en hirða ekkert um hið stærra samhengi þeirra viðskipta. Þegar þetta er haft í huga er ekki ósennilegt, að hin eðli- legu viðbrögð við framvindu mála í Sovétríkjunum nú séu einhvers staðar mitt á milli þeirra tveggja sjónarmiða, sem áður var vikið að. Meðan menn óku eftir malarvegum þótti sjálfsagt að hægja á ferðinni, þegar bílar mætt- ust. Nú er ljóst, að ökumenn sjá ekki sömu ástæðu til þess og áður. Þess vegna mæt- ast bílar oft á miklum hraða. Þá þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að illa fari. Okumaður, sem er á ferð, getur ekki einn ráðið örlögum sínum í þessum efhum. Það gerir ekki síður sá, sem á móti kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.