Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 54 Hrunamannahreppur: Syðra-Langholti. HJÁ g-arðyrkjubændum hér í sveit lítur mjög’ vel út með upp- skeru á grænmeti sem er mest að þakka hinni góðu og hlýju veðráttu sem verið hefur í vor og sumar. Var farið að senda grænmetið á markað snemma í > þessum mánuði um tveim vikum fyrr en á meðalári. Fréttaritari leit til nokkurra garðyrkjumanna. Örn Einarsson í Silfurtúni var að stússa í gróður- húsi en hann er með fjölbreytta ræktun úti og inni. Hann kvað upp- skeru á tómötum mjög góða í ár en kannski ekki metuppskeru á þeim. Aftur á móti liti út fyrir af- bragðs uppskeru á útiræktuninni, t.d. væri hann farinn að senda blóm- kál á markað fyrir nokkru. Mark- aðsmálin bar allmikið á góma við Öm en þau eru alltaf vandamál og offramleiðslan væri alltaf einhver. Nú væri hjá sumum neytendum hamrað á fijálsum innflutningi á grænmeti. Hann vildi benda á að erlendis væri grænmeti sem flutt væri úr landi mikið niðurgreitt en hérlendis væri það ekkert greitt niður. Hægt væri að keppa við inn- Björn Einarsson í Garði á einum kálakrinum ásamt syni sínum Einari. flutt grænmeti um verð ef báðir aðilar sætu við sama borð. Ekkert væri óeðlilegt við það þó að ein- hveiju af tómötum og öðrum afurðum frá garðyrkjumönnum væri hent, það tíðkaðist um alla Evrópu og hefði lengi verið gert. Enda geymdust þessar afurðir ekki lengi og sjálfsagt væri að hafa þær alltaf sem ferskastar á markaðin- um. Bjöm Einarsson í Garði er bróðir Amars, en hann er einnig með fjöl- breytta framleiðslu. Hann kvað líta mjög vel út með uppskeruna og væri farinn að senda grænmeti á markað fyrir nokkm. Jafnvel það sem inni væri ræktað eða undir akrýldúk væri ekkert betra, veðr- áttan hefði verið svo hagstæð. Það stefndi í metuppskeru. Hitinn hefði svo mikið að segja í garðyrkjunni. Þurrkamir í vor hefðu að vísu verið miklir, einkum hefði verið bagalegt þar sem ræktað væri í sandjarð- vegi. En flestir hefðu vökvunarkerfi og það gerði gæfumuninn. Helga Halldórsdóttir í Áslandi var að skera kínakál þegar fréttarit- ara bar að. Það væri snemma á ferðinni sagði hún og uppskeruhorf- ur góðar. Það væri nýlega farið að rækta kínakál hér á landi og þetta væri fyrsta árið sem það væri gert af verulegu magni. Þessu káli hefði verið plantað um miðjan maí og það skipti miklu máli að vera snemma á ferðinni með það vegna markaðs- ins. Sumir væm að planta því út um þetta leyti og ættu þá von á uppskem langt fram á haust. Þessi káltegund væri viðkvæm í ræktun og vandmeðfarin. Þau Helga og maður hennar, Guðmundur Sig- urðsson, em aðallega með tómata- rækt og eiga eitt stærsta gróðurhús landsins. - Sig. Sigm. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Helga Halldórsdóttir á Áslandi að skera upp kínakál í akri sínum. Flakkarinn send- ur frá Húsavík Húsavik. NÝ stafræn simstöð hefur verið tekin í notkun á Húsavík, með 1.280 númerum, sem gerir tölu- vert meira en að fiillnægja eftirspurn. Þá er komin varanleg góð lausn á símamálum hér, en ástandið hefiir verið gott síðan svonelhdur fiakkari kom fyrir ári síðan, en hann hefiir þjónað notendum vel. Flakkarinn er fullkomin hreyfan- leg stafræn símstöð, sem notuð er á meðan verið er að taka niður eldri stöðvar og setja nýjar í staðinn í sömu húsakynni. Sparar hann því alveg viðbyggingar, sem annars’ hefðu þurft að gera við stöðvamar. Hingað kom flakkarinn frá Sauð- árkróki og fer næst til Egilsstaða. Símstöðvarstjórinn á Húsavík, Ragnar Helgason, sagði að til stæði að fjölga línum til Reykjavíkur, og yrði það eina verulega breytingin nú, því síðan flakkarinn kom hefðu menn lítið þurft að kvarta, enda hefur ástandið í símamálum okkar verið gott sl. ár. Fréttaritari Verið er að koma flakkaranum fyrir á fhitningavagni. Lítur út fyrir met- uppskeru á grænmeti raöauglýsingar raöauglýsingar raðauglýsingar Einbýlishús — raðhús Fjársterkur aðili óskar eftir einbýlis- eða rað- húsi til leigu frá 1. sept. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Upplýsingar í síma 91 -75970 eftir kl. 17.00. íbúð óskast 1-2ja herb. íbúðtil leigu. Viðerum tvö nýkom- in úr háskólanámi erlendis og vantar tilfinn- anlega húsnæði. Uppl. í síma 92-11625. Fiskvinnsla Óskum eftir til leigu eða kaups aðstöðu til fiskvinnslu á Stór-Reykjavíkursvæðinu eða Reykjanesi. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast leggið inn upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. ágúst merktar: „Fiskur 87 — 4070“. Húsnæði óskast til leigu Einbýli eða sérhæð óskast til leigu í Hlíðum eða nágrenni. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 1429“. Húsnæði óskast Ung hjón með börn óska eftir góðri íbúð. Reglusemi, góð umgengni og skilvísi heitið. Upplýsingar í síma 75185. Leiguíbúð óskast Ungur námsmaður, nýkominn frá Banda- ríkjunum óskar eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í símum 52197 eða 23739. Húsnæði óskast Óskum að taka á leigu 2-4ra herb. íbúð í ca. 1 ár fyrir 1 starfsmanna okkar. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Prentsmiðjueigendur ath! Til sölu er DoverStar SuperNova 201 tölvu- pappírsprentvél og DoverStar SuperCorona 301 samlagningarvél ásamt fylgihlutum. Vél- arnar eru báðar nýlegar og mjög lítið notaðar. Þeir sem áhuga hefðu vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „P — 4516“. Vél til sölu Getum útvegað frá Þýskalandi MAN tegund g 6 v 23.5/33 atl hp 795 við 600 rpm byggð 1978 keyrð aðeins 2000 klst. Vélin lítur út sem ný. Prófun: Germ. LLoyd. Þyngd: 10.2 tonn. Afar hagstætt verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 16980. Vestfjarðakjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Vestfjarðakjördæmi verður haldinn á Bíldudal föstudaginn 21. ágúst nk. og hefst kl. 21.00. Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi, Matthias Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, mæta á fundinn. Laugardaginn 22. ágúst kl. 13.30 heldur formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, ræðu. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki og honum lýkur með skoðunarferð siðdegis og sameiginlegum kvöldverði kl. 20.00. Upplýsingar um gistingu og fleira er fundinn varöar gefur Guðmundur Sævar Guðjónsson á Bildudal I sima 94-2136. Nánar auglýst síðar til kjördæmisfulltrúa. Stjórn kjördæmisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.