Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI i Allar RING bílaperur bera merkið (g) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. A RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs Pétur Friðriksson - Aldarminning Fæddur 18. júní 1887 Dáinn 9. september 1979 Sú breyting, sem orðið hefur á kjörum og högum íslensku þjóðar- innar síðustu 80—100 árin, er fíma mikil. Fastmótaðar aldagamlar venjur og gróin hefð hafa horfíð á furðu skömmum tíma. í félagslegu tilliti hófst almenn vakning með stofnun bindindissam- takanna undir lok síðustu aldar og að marki með tilkomu ungmennafé- lagshreyfíngarinnar, sem lyfti undir og örvaði þjóðarvitund íslendinga og sameinaði þá til átaka um varð- veislu alls þess, er íslenskt var og glæddi ást og virðingu fyrir landi og þjóð. í upphafí 20. aldarinnar var mikið að gerast í atvinnumálum þjóðarinnar. Iðnbyltingin heldur innreið sína með vélvæðingunni. Gufuknúnir togarar — vélar í róðr- arbáta — verksmiðjur sem byggðu starfsemi sína á vélarafli. Landsmenn lögðu úr léttum sjóði lóð sitt á vogarskál til að stofna skipafélag svo létta mætti þrúgandi ánauð. Það tókst þrátt fyrir fátækt og fámenni. í vitund íslensku þjóð- arinnar varð það óskabarn hennar. Framsókn til menntunar verður markvissari. Sett voru lög um fræðsluskyldu barna, fjölda skóla er komið á fót til að sinna þörfum gróandi jrjóðlífs, þar á meðal er Háskóli Islands. Fast var sótt fram á flestum svið- um af stórhug, björgin færð í grunn framtíðarinnar. Þjóðfélaginu var umbylt, skapað tæknivætt samfélag úr hinni þús- und ára bænda- og höfðingjaþjóð. Aldamótakynslóðin, sem lifði þetta tímaskeið, öðlaðist sérstaka reynslu og skipar að ég hygg ein- stakan sess í sögu íslensku þjóðar- innar. Hún stóð föstum fótum í fortíð og nútíð og hugði að framtíð án þess að ruglast í ríminu. Hugsjónaglóð aldamótaáranna dofnaði ekki þótt árin liðu og tímamir breyttust. Hér verður minnst manns, sem lifði þetta breytingaskeið íslenskrar sögu. Pétur Friðriksson var fæddur í Drangavík á Ströndum 18. júní 1887. Eru því liðin rétt 100 ár frá fæðingu hans. Hann lést 9. septem- ber 1979. Foreldrar hans voru Friðrik Jóhannesson bóndi þar, Sig- urðssonar bónda á sama stað, Alexíussonar bónda, Dröngum, Grímssonar bónda á sama stað, Alexíussonar bónda, Reykjanesi, og kona hans, Guðbjörg Bjömsdóttir, Bjömssonar hreppstjóra, Bæ í Tré- kyllisvík, Guðmundssonar bónda, Stóra-Fjarðarhomi, Kollafírði, Jónssonar hreppstjóra, Steinadal, ættaður úr Skagafírði. Sigríður Jónsdóttir, kona Bjöms á Stóra-Fjarðarhomi, var systur- dóttir Einars Jónssonar danne- brogsmanns á Kollafjarðarnesi, en sonur hans var Ásgeir, kenndur við Þingeyrar í Húnavatnssýslu. Fyrri kona Bjöms hreppstjóra, móðir Guðbjargar, var Sigríður Magnús- dóttir, Illugasonar, Gestssonar, í Tungusveit. Guðbjörg Jónsdóttir rithöfundur, Broddanesi, var systurdóttir Bjöms hreppstjóra. Hún segir lítillega frá þessum sérkennilega frænda sínum í Gömlum glæðum: Mátti hann muna tímana tvenna, var hann vel bjargálna fyrri hluta ævi sinnar, en lenti í mikilli fátækt. Hann tók því hlutskipti sínu með æðruleysi og kjarki. Hann þótti sérvitur og mun hafa verið á undan samtíð sinni í mörgu. Hann hafnaði t.d. útskúfunarkenn- ingunni, var þó trúmaður. Hann taldi hollt að neyta meiri jurtafæðu en þá gerðist, át hrossakjöt í trássi við kristilega siðu og þótti mörgum það athæfi ganga guðlasti næst. Alexíusarættin var á sínum tíma alþekkt um norðanverðar Strandir. Móðurættin átti rætur vítt um inn- anverða Strandasýslu. Friðrik og Guðbjörg munu hafa átt 11 böm. Sex af þeim komust til fullorðins- ára. Pétur var næstyngstur þeirra. Ekki naut hann lengi móður sinnar því hún lést af bamsförum þegar hann var tveggja ára að aldri. Var það mikill missir eiginmanni og ungum bömum. Guðbjörg var talin merkis- og greindar kona, sem bar andstreymi fátæktar og bamamissis með hug- prýði og stillingu. Drangavík var taíin kostagrönn jörð jafnvel á þeirrar tíðar mælikvarða og bama- hópurinn var stór og fátækt mikil. Þá bjuggu á Dröngum, sem er næsti bær við Drangavík, hjónin Guðmundur Péturssonar og Jakobí- na Eiríksdóttir. Þangað var Pétur tekinn í fóstur við lát móður sinnar. Drangahjónin gerðu til hans eins og sinna eigin bama. Þar ólst hann upp í hópi glaðra fóstursystkina og naut góðs uppeldis. Er hann fór þaðan var hann fulltíða maður. Drangar voru um margt menn- ingarheimili. Húsbændumir nutu virðingar. Var þar jafnan margt fólk og efni góð eftir því sem þá gerðist. Haldinn var heimiliskennari fyrir bömin. Virti Pétur fósturfor- eldra sína mikils og var þeim þakklátur. Dáði hann mjög fóstra sinn fyrir fordómaleysi hans og rétt- sýni og hversu athugull hann va_r um ýmis fyrirbæri í náttúrunni. Á þeim tíma höfðu böm og jafnvel fullorðnir beyg af tilvist huldra vera, sem margir töldu sig verða vara við. Guðmundur fóstri Péturs áleit að skýringar mætti fínna á flestum fyrirbærum náttúrunnar ef eftir væri leitað með skynsemi. Eft- ir lát fóstra síns, árið 1910, stóð hann fyrir búi fóstru sinnar um hríð uns synir hennar tóku við bús- forráðum. Næstu árin eftir að Pétur flutti frá Dröngum var hann búsettur hjá bændahöfðingjanum Guðmundi Péturssyni í Ofeigsfirði. Á þessum ámm reri hann á há- karlaskipinu Ofeigi. Hörð mun vistin hafa verið á opnu skipi úti á regin hafi og oft var þungur róður- inn, einkum ef taka þurfti baming- inn utan af miðum á hlöðnu skipi og seglum varð ekki við komið. Vafalaust hafa hákarlalegumar verið ungum mönnum góður skóli í sjómennsku undir stjóm ömggs og æfðs stjómanda. Þátt fyrir vos- búð og erfiði minntist Pétur þessara ferða með ánægju. Fannst honum mikið til um þá glaðværð, jafnvel gáska, sem ríkti jafnan í þessum sjóferðum, ekki síst hjá hinum eldri. Það var eins og þeir losnuðu undan fargi fátæktar og mótlætis, þegar þeir settust á þóftur Ófeigs og stefndu til hafs — til hins ókunna — albúnir til átaka við rismikla sjói og dimmu skammdegisins, stað- ráðnir í að koma að landi færandi hendi. Árið 1915 verða þáttaskil í lífi Péturs. Þá festir hann kaup á Hraundal við ísafjarðardjúp í því skyni að setjast þar að. Þess er að geta að á þessum ámm vom vem- leg kynni milli byggðanna sitt hvom megin Drangajökuls. Að vestan var sótt á Strandir til viðarkaupa. Var fengurinn dreginn á hestum yfír jökulinn þveran, eink- um frá Dröngum. Þetta vom langar og erfíðar ferðir mönnum og hest- um. En frá Ströndum var farið til verstöðvanna við ísaQarðardjup eða í verslunarerindum. Margir vom því þaulkunnugir jökulferðum og óx ekki í augum að fara yfír jökulinn. Svo var einnig um Pétur. Þegar vestur kemur ræður hann til sín ráðskonu og fer að búa. Hraundalur er daljörð, túnið var lítið og ákaflega þýft, engjavegur langur. Heyskapur var því erfíður. Staðhættir allir með öðrum hætti en hann var vanur á Ströndum. Veðrabrigði vom oft snögg og veð- ur hörð. Missti hann bústofn sinn að mestu í fárviðri einn veturinn og erfíð veikindi sóttu að. Hraundalur var talinn allgóð sauðjörð, vetrarbeit kjamgóð, en vandhæfí á um fjárgæslu á vetmm vegna harðviðra og því óhæg ein- yrkja. Næstu bæir við Hraundal em Laugaland og Skjaldfönn. Þar bjuggu þá á báðum býlunum ung hjón. Tókust góð kynni milli grann- anna, sem entust ævilangt. Pétur undi ekki fjarri sjó til lengdar. Hugurinn stefndi norður á Strand- ir, á æskuslóðir, í von um betri afkomu. Þrátt fyrir litla auðsæld í Hraundal sótti hann þangað lífs- hamingju sína. Árið 1917 gekk hann að eiga ráðskonu sína, Sigríði Elínu Jónsdóttur frá Bolungavík á Ströndum, glæsilega og greinda konu. Þau vom skyld. Afi Sigríðar í móðurætt, Þorleifur Einarsson hreppstjóri í Bolungavík, var al- bróðir Guðfinnu, ömmu Péturs í föðurætt. Sigríður reyndist honum traustur lífsfömnautur í 62 ára far- sælu hjónabandi. Stóð hún við hlið manns síns og studdi hann og hvatti til athafna, einkum er þrengst var í búi. Árið 1922 fluttu þau búferlum norður yfir Drangajökul að Skjalda- bjamarvík á Ströndum, sem er nyrsti bær í Strandasýslu. Búferla- flutningar þessir urðu all sögulegir og alkunnir þar um slóðir. Ejár- hagur þeirra var það þröngur að þau höfðu ekki ráð á að greiða flutning með skipi. Kostir vom því tveir, að vera kyrr eða leggja í þá tvísýnu að fara jökul með bú og börn. I Skjaldabjamarvík bjuggu þau í 13 ár. Fyrstu árin í tvíbýli, síðan á allri jörðinni. Átti Pétur Skjalda- bjamarvíkina að hálfu. Þangað komu til þeirra hjón í húsmennsku, Svanfríður Daníelsdóttir og Þor- bergur Samúelsson, gæða mann- eskjur, sem unnu af trúmennsku og tóku ástfóstri við bömin. Þau vom hjá þeim í nokkur ár. Skjalda- bjamarvík er all landstór og fremur góð sauðjörð, snjólétt á vetmm og fjömbeit nokkur, trjáreki mikill og selveiði lítils háttar. Þau komu upp góðu búi miðað við það sem þá gerðist. Hagur þeirra blómgaðist. Byggði Pétur upp flest peningshúsin, gerði upp bæjarhús og byggði við þau. Skjaldabjarnarvík er ein af- skekktasta jörð landsins, hömmm girt, langt til næstu bæja og yfír fjöll að fara. Liðu stundum mánuð- ir að vetrarlagi að ekki bar gest að garði. Leiðir skiptust um Geir- hólm. Þar vom sýslumörk. Allar nauðsynjar varð að draga að á sumrin, sjóveg. Aðalverslunarstað- urinn var Norðurfjörður, einnig var farið í verslunarerindum til Ísaíjarð- ar. Tók hvort tveggja leiðin álíka langan tíma. Eftir að vetur lagóist að varð að bera aðföng á bakinu. Fjallvegir tepptust þegar á haust- dögum svo hestum varð ekki við komið. Oft bám menn á bakinu þungar byrðar dögum saman, þegar sækja þurfti björg í kaupstað að vetrarlagi. Ef vel gekk tók slík ferð 6—7 daga. Aðalverslunarferðimar vom vor og haust. Farið var til Norðurfjarðar. Var sammælst á tveim, þrem nyrstu bæjunum, ef við mátti koma. Þetta vom erfíðar ferðir, enda leiðin löng meðfram skeijóttri strönd. Hætt var við töf t Ástkær eiginmaöur minn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. ÁRNI GÍSLASON, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.30. lést á heimili sínu 23. júlí. Anna S. Lúðvfksdóttir, Ólafur Tiyggvason, Ingibjörg Lúðvfksdóttir, Gunnar Olafs, Þorvaldur Lúðvfksson, Ásdfs Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ester Kláusdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, t SKÚLIINGVARSSON, Móðir okkar og tengdamóöir, húsvörður AÐALHEIÐUR KONRÁÐSDÓTTIR Nýbýlavegi 50, frá Sauðárkróki, sem lést í Borgarspítalanum þann 22. júlí sl. veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. júlí, kl. 13.30. Þeim sem vilja verðurjarðsunginfrá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlíkl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Samband minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö eða minningarspjöld Bakkagerðiskirkju, sem fást í Bókav. Vedu. islenskra kristniboösfélaga. F.h. vandamanna, Gunnar og Konráð Sigurðarsynir, Elfsabet Sveinsdóttir. Herdís Karlsdóttir, Ágústa Álfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.