Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Getraun „Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég heiti eða hvar ég bý, enda er það mitt einkamál. En ef þið viljið reyna að geta til um það hver ég er þá er það velkomið. Hiö dularfulla Ég hef gaman af því að lesa leynilögreglusögur og horfa á glæpamyndir. Því meira blóð því betra. Þið afsakið en ég hef alltaf þótt hafa töluverðan gálgahúmor. Mér finnst líka gaman af því að lesa minningargreinar í dag- blöðunum. Dauðinn heillar mig. Allt sem er dularfullt heillar mig og ég hef gaman af því að rannsaka alls konar dularfull fyrirbrigði. Ég hef t.d. gaman af því að horfa á fólk og hugleiða hvað liggur að baki hegðun þess. Af hverju skyldi þessi maður vera eins og hann er? Þegar ég fer á kaffihús sest ég t.d. alltaf út í hom þar sem ég get séð yfir salinn og get horft á lífíð, án þess að aðrir sjái mig. Fá viöfangsefni Ég vil kafa djúpt í viðfangs- efni mín. Ég er alltaf að reyna að fækka áhugamálum mínum til að ná betri árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vil komast dýpra og vera laus við yfirborðs- mennsku. Einvera Ég sækist í einveru. Ég þarf í raun ekkert á ykkur að halda. Mér fínnst oft gott að vera einn heima og dunda mér. Oft á ég beinlínis erfitt með að fara út og horfast í augu við ykkur. Nœmur Astæðan fyrir þessari þörf fyrir einveru er svo sem ekki sú að mér sé illa við fólk. Ég er bara það næmur að ég tek fólk inn á mig. Ég þoli t.d. ekki að vinna með hveijum sem er. Ég verð stundum reiður út í fólk, þó ég segi fátt. LeiÖist hrcesni Og svo sé ég alltof vel í gegn- um yfirborðsmennskuna og hræsnina í mannlífínu. Mér leiðist t.d. að hitta gamla kunningja og tala við þá um ekki neitt. „Sæll, hvað segir þú.“ „Ég segi allt fínt, en þú,“ o.s.frv. eða þetta venjulega algjöra bull um ekki neitt. Ég vil tala um það sem skipt- ir máli og því vil ég eiga fáa en góða vini. RáÖríkur Auk þess fer oft í taugarnar á mér þegar fólk er að skipta sér af mínu lífí. Ég vil ráða yfír mínu lifi sjálfur. Ég þoli ekki afskiptasemi. Sjálfur er ég ekki frekur. Ég er kannski ráðríkur ef ég sé hvað best er að gera. Konan mín fyrr- verandi segir hins vegar að ég sé launfrekasti maður sem hún hafí hitt. Hún sagði einn- ig að ég væri afbrýðisamur og hafí viljað eiga hana með húð og hári, að ég hafí ætlað að gleypa hana. Svo sagði hún að stærsti galli minn væri sá að ég segði aldrei neitt. Að ég væri of lokaður. En hún á nú til að segja svo margt." SendiÖ inn svar Þeir sem telja sig þekkja merkið og hafa áhuga á glæsilegum verðlaunum ættu að senda inn bréf, stílað á Stjömuspekiþátt, Morgun- blaðið, Aðalstræti 6. Dregið verður úr réttum svörum. GARPUR GRETTIR GRETTlK-1 HVAÐ \ ERTU AÐ GERA 7» ' J DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK U)E PIP PA55 A 50UVEMIR STAMPÍ Hvað? Hvar? Heyrið! Hvað eruð þið að gera? Komið aftur! Þetta var rangt hjá mér ... Við fórum framhjá minja- gripabúð! BRIDS* Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Stundum er nauðsynleg^^S yfírtaka slag makkers til að koma í veg fyrir að hann spili vöminni í óhag. Þegar þetta er gert í annarri hendi með því að stinga upp óeðlilega háu spili er spilamennskunni gefið sérstakt heiti, „krókódílabragð". Mjög viðeigandi nafn, því bragðið felst í því að kokgleypa háspil makk- ers. Þetta bragð birtist í mörgum myndum, og hér er ein, óvenju snotur: — Suður gefur; allir á hættu. - Norður ♦ ÁK62 ¥85 ♦ 643 ♦ K976 Vestur Austur ♦ 1074 ♦ D983 VÁ9743 II ¥ G106 ♦ G ♦ D109 ♦ D1082 ♦ G53 Suður ♦ G5 ¥ KD2 ♦ ÁK8752 ♦ Á4 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 1 spadi Pass 2grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass^^^ Vestur spilar út hjartafjarka og suður drepur tíu austurs með kóng. Sagnhafi hefur efni á að gefa slag á tígul, svo fremi sem aust- ur kemst ekki inn til að spila í gegnum D2 í hjarta. Hann spilar því blindum inn á spaða í öðrum slag og tígli úr borðinu. Setji austur hugsunarlaust níuna getur suður dúkkað í þeirri öruggu vissu að vestur lendi inni. Tían er erfíðara spil að eig^vío? því vissulega getur austur átt G10 eða D10 og því haldið slagn- um. Svo kannski er rétt að taka ÁK. En eina leið austurs til að tryggja innkomu á tígul er að stinga upp drottningunni. Glenna upp skoltinn og gleypa gosa makkers, sem hann verður hvort sem er að eiga. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Það gerist ekki oft að stór- meistari þurfí að gefast upp eftir aðeins þrettán leiki, en það henti þó ungverskan stórmeistara á opna mótinu í Kaupmannahöfn í júní: Hvftt: Lukacs (Ungverjalandi), Svart: Bartels (Hollandi), Chig- orin vöm, 1. d4 — d5, 2. c4 — Rc6, 3. Rc3 - Rf6, 4. Bg5 - Re4, 5. Bh4 — g5, 6. Bxg5!? — Rxg5, 7. cxd5 — e5!, 8. dxe5 — Rxe5, 9. h4 — Bc5, 10. hxg5 — Dxg5, 11. Da4+?! - Bd7, 12. Rh3?? Nú standa báðar drottnhígt amar { uppnámi og eftir 12. — Bxa4?t 13. Rxg5 mætti hvítur vel við una. Svartur á hins veg- ar mjög sterkan millileik: 12. - Bxf2+!, 13. Kxf2 - Rg4+ og hvítur gafst upp, því hann tapar drottningunni eftir 14. Kel - Dh4+.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.