Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 ;> Páfinn og fanginn: Frá svipuðum slóðum. Jóhannes Páll II og Marcin- kus: Páfavernd. Fangimi í Páfa- garði loks laus Marcinkus erkibiskup: Gamall lífvörður. BANKASTJÓRI og fyrrverandi lífvörður páfa, Paui C. Marcinkus erkibiskup, þarf ekki lengur að óttast að verða handtekinn, ef hann hættir sér út fyrir múra Páfagarðs. Æðsti dómstóll Italíu heiur úrskurðað að tilskipanir, sem voru gefnar út um handtöku hans og tveggja annarra yfírmanna bankans 20. febrúar sl., séu ekki réttmætar lögum samkvæmt. Þar með er lokið alvarlegustu deilu ítala og Páfaríkisins síðan Mussolini gerði við það frægan samning 1929 og við- urkenndi fullveldi þess. *3r rkibiskupinn er 65 ára Banda- ríkjamaður og forstöðumaður Páfa- sem undir Istituto (Trúar- lc I ^ banka ■ I garðs, gengur nafninu per le Opere di Religione verkastofnunin; IOR). Hann og samstarfsmenn hans, Luigi Mennini og Pelligrini de Strobel, voru sakað- ir um „þátttöku í misferli" í sambandi við gjaldþrot Ambros- iano-bankans 1982 og þegar handtökuskipunin hafði verið gefin var þess krafizt að þeir yrðu fram- seldir. Hæstiréttur virðist hafa tekið til- lit til þeirrar röksemdar kaþólsku kirkjunnar að páfaríkið sé fullvalda og Italir geti ekki skipt sér af innri málum þess samkvæmt samningn- um frá 1929. I samningnum er ákvæði um framsal flóttamanna, sem hafa gerzt brotlegir á Ítalíu, en Italir hafa ekki gert samning við páfaríkið um framsal afbrota- manna og því var haldið fram að embættismenn þess nytu friðhelgi. Málið hefur valdið meiri spennu í sambúð ítala og Páfagarðs en dæmi eru um. Jafnvel í stríðinu gerði stjóm Mussolinis enga tilraun til að fá framselda hundruð Gyðinga og flóttamanna, sem Píus páfi XII skaut skjólshúsi yfir. Engu að síður var aldrei talið líklegt að Marcinkus yrði leiddur burtu í handjárnum. Páfavernd Jóhannes Páll páfi II hefur alltaf verið sannfærður um sakleysi Marc- inkusar og neitaði að framselja hann því að þá gat litið út fyrir að hann viðurkenndi að erkibiskupinn væri sekur. Talsmaður hans sagði í vor: „Marcinkus hefur ekkert til saka unnið. Hann hefur gerzt sekur um það eitt að hafa verið of auð- trúa ... Enginn hefur í raun og veru umsjón með reikningum Páfagarðs. Jafnvel páfinn skilur þá ekki.“ Marcinkus erkibiskup hefur fengið að halda bankastjórastöð- unni á hverju sem hefur dunið síðan Ambrosiano-hneykslið komst í há- mæli fyrir fimm árum og verið í eins konar stofufangelsi í einni höll Páfagarðs síðan handtökuskipunin var gefin út. Þar sem hann hefur alltaf fyrirlitið hefðbundna miðdeg- ishvíld ítala hafði hann fyrir sið að laumast út á nálægan golfvöll í hádeginu, en hann varð að hætta því og hefur heldur ekki getað skroppið í kaffihús á Via Veneto, „götu hins ljúfa lífs,“ eins og hann var vanur. Ef hann hefði hætt sér út fyrir Páfagarð hefðu ítalskir lög- reglumenn handsamað hann við útgangana. Sagt er Marcinkus hafi fyllzt eirðarleysi og beiskju í stofuvarð- haldinu. Um tíma leit úr fyrir að efnt yrði til réttarhalda gegn honum að honum fjarstöddum. Það vakti ugg í Páfagarði og rætt var um þann möguleika að skipa hann stjórnarerindreka í íjarlægu landi. Marcinkus er sonur fátækra for- eldra, sem fluttust til Banda- ríkjanna frá Litháen og settust að í Cicero, einni útborg Chicago. Hann ólst því upp í fæðingarbæ glæpamannsins Als Capone. For- eldrar hans voru úr héraði skammt frá landamærum Póllands og hann talar mállýzku, sem líkist pólsku. Á yngri árum var hann snjall í hnefa- leik, fótbolta og homabolta. Hann var vígður prestur 1947. Fimm árum síðar mælti Francis J. Spellman kardináli, áhrifamikill bandarískur kirkjuleiðtogi, með honum í starf í utanríkisþjónustu Páfagarðs. Vopnaður Marcinkus er óvenjulegur erk- ibiskup. Hann gengur alltaf vopnað- ur skammbyssu af gerðinni Magnum 357, hefur yndi af áflog- um og fer ekki dult með aðdáun sína á fögrum konum. Hann er kallaður „górillan“, því að hann er 1.90 á hæð og sterklegur. Kraftar hans komu í góðar þarfir 1964 þeg- ar þáverandi páfi, Páll VI, tróðst undir múg manna, sem ærðist af hrifningu í fátækrahverfi í Róm. Páfinn varð felmtri sleginn, en Marcinkus ruddi honum braut gegnum mannQöIdann. í þakklætis- skyni gerði páfi hann að lífverði sínum. Um 1970 bjargaði Marcinkus lífi Páls VI þegar reynt var að ráða hann af dögum í Manila. Árið 1971 var hann skipaður í hið mikilvæga embætti forstöðumanns páfabank- ans, IRO, sem hefur starfað síðan 1942 og stjórnað fjármálum ka- þólsku kirkjunnar um allan heim. Bankinn hefur aldrei verið bundinn af gjaldeyrisákvæðum ítalskra bankalaga. Þegar Marcinkus tók við starfinu hafði hann aldrei kynnzt bankastarfsemi eða bók- haldi. Marcinkus gerði sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að auka fjárfestingar kaþólsku kirkjunnar erlendis og virðist fljótlega hafa flækzt í vafasama fjármálastarf- semi. Margir kirkjunnar menn kvörtuðu brátt yfir óvenjulegum aðferðum hans í Qármálum, m.a. kaupum á hlutabréfum í Beretta- hergagnafyrirtækinu, spilavítinu í Monte Carlo og kandadísku fyrir- tæki, sem framleiddi getnaðarveij- ur. Hann svaraði þeirri gagnrýni á þessa leið: „Kirkjan getur ekki lifað á fyrirbænum einum." Jóhannes Páll II hefur verið góð- Michele Sindona: Eitur i kaffinu. ur vinur Marcinkusar síðan hann tók við páfadómi 1978. Marcinkus komst strax í þröngan hóp trúnað- arvina páfa, „pólsku mafíuna", sem svo er kölluð. Samkvæmt óstað- festum fréttum kunni „pólski páfinn" vel að meta að hann lét IOR styrkja starfsemi óháðu verkalýðs- hreyfíngarinnar Samstöðu í Póll- andi. Hann var lífvörður páfa á ferðum hans erlendis til 1982 þegar „fjandinn varð laus.“ „Bankastjóri Guðs“ Marcinkus virtist eitthvað hafa verið viðriðinn fjársvik Mafíu- bankastjórans Michele Sindona, sem var um skeið fjármálaráðgjafi Páfagarðs og varð gjaldþrota 1974. Gjaldþrotið kostaði páfastól 80 milljónir líra. Sindona lézt í fangels- inu í Voghera í marz 1986. Hann virðist hafa drukkið kaffi, sem sý- ankalíum hafi verið blandað saman við. Sindona kynnti Marcinkus fyrir Roberto Calvi, sem varð yfirmaður Banco Ambrosiano í Mílanó, stærsta einkabanka Ítalíu, 1975. Með þeim tókst náin samvinna, sem var báðum til góðs í fyrstu. Bank- inn í Páfagarði fékk rífleg umboðs- laun og Marcinkus komst í mikið álit í æðstu stjórn kirkjunnar vegna tengsla við kaþólska banka á Norð- ur-Italíu. En þessi samvinna kom erkibiskupnum í koll og svo fór að hann vildi slíta öllu sambandi við Calvi, sem fékk viðurnefnið „banka- stjóri Guðs“. Ákæruvaldið hefur einnig kann- að meint samband Marcinkusar við samsæri svokallaðrar P-2- frímúrarastúku, sem vann að því að koma á laggirnar einræðsstjórn hægri manna á Ítalíu á síðasta ára- tpg. Marcinkus sást oft snæða með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.