Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 9
o 9 T8PI llfTl. 9& íPTDMrJVTMTTVj QJQAlílVTTTOJIOl/ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 HUGVEKJA < Að láta rótt eftir séra JÓN RAGNARSSON „Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea komist þér aldrei inn í himnaríki.“ Þessi orð draga fram hlutverk og markmið lærisveina Krists í lífi veraldarinnar. Þeir eiga að standa öllum til sýnis, sem réttlát- ir menn. Réttlæti hlýtur alltaf að miðast við einhvern tiltekinn mælikvarða. Menn láta rétt, haga sér í sam- ræmi við einhvern tiltekinn mælikvarða. Tiltekna, viður- kennda viðmiðun. Sú viðmiðun, sem gilti í um- hverfi Jesú og fyrstu lærisvein- anna, var hið gyðinglega lögmál. Boðorðin tíu og Spámannaritin. Réttlæti samfélagsins fólst í hegð- un eftir þessu lögmáli í smáu sem stóru, eins og hver og einn hafði einurð og getu til. Fræðimennirnir og faríseamir eru menn, sem okkur, kristnum seinni tíma mönnum, þykir gott að hnýta í. Reyndar þykir okkur þverúð þeirra við Krist furðuleg, eins og frá henni er greint í Nýja Testamentinu. Hér ættum við samt að fara með nokkurri gát. Fræðimennirn- ir og farísearnir voru mjög virtir menn í sinni samtíð. Þeir nutu virðingar vegna réttlætis síns. Vegna kunnáttu sinnar og grand- varleika og hlýðni við Lögmálið í öllu sínu dagfari. Það er oft mis- skilið af kristnum mönnum, hvernig Kristur tekur á þessum málum. Okkur finnst stundum, að hann hafi strikað út Lögmálið og sett sínar reglur í staðinn. Þegar betur er að gáð, þá kem- ur í ljós, að ekkert er brott fallið. Kristur vill hins vegar skyggnast bak við bókstafinn. Hann vill draga fram það „Lögmál lífsins anda“ sem að baki orðanna býr. Þau skila til okkar þekkingu á skikkan skaparans, sem ekki fjötrar, heldur veitir líf og leið- beinir, þar sem villugjarnt er. Kristur leitar til róta Lögmáls- ins. Flysjar utan af því hvern vafninginn af öðrum af dempandi dagfarsnotkun. Þangað til innsti kjaminn er ljós og engin tvímæli á erindinu. Jesús í samkomuhúsinu í Nazaret. 16. sd. e. Trin Mt. 5:20.-26. Við sem einstaklingar og við sem samfélag höfum tilhneigingu til að alhæfa broddana, sem það óþolandi nærgöngula erindi otar að sljóleika okkar. Kristur grípur á kviku manneðlisins og skyggn- ist inn í eðli Lögmálsins. Hann birtir okkur kærleika Guðs til sköpunar sinnar og til mannsins, alveg sérstaklega. Kærleikur Guðs til mannsins er ekki væmin fleða og máttlaus blíðmæli við öll tækifæri. Guð krefst þess af manninum, að hann hlusti eftir orði sínu. Krefst þess, að maðurinn víki sér ekki undan skilja, hvað í því orði felst. Það er ekki tilgangur Lögmálsins, að geta þulið upp Guðsorð, en gera sér enga grein fyrir róttækni þess og leyfa því ekki að hafa áhrif í daglegu lífi, er ekki uppeldistil- gangur hans með lögmálinu. Guð birtir kærleika sinn ljoslif- andi í Jesú Kristi. Vitnisburður þess kærleiks er afdráttarlaus. Hann lætur okkur ekki í friði með okkar allsnægtalíf og þægilega dægurþras. Við reynum að forð- ast áreitni þess og bregðum skildi fyrir eigið skinn gagnvart réttlæt- iskröfunni. Viljum brynja okkur með bókstafnum. Viljum sjá í Guðs orði snotrar sögur, fallegar dæmisögur og forn ævintýri. Þannig víkjum við frá okkur sáttaboði Guðs. Hann hefur fyrir sitt leyti kom- ið til móts við mannkyn og boðið því heim. Fyrst með því að gefa okkur lögmálið, og síðar í Jesú Kristi. Kristur er kærleikstilboð Guðs til manna. Hann birtir okkur kær- leikann allan, með því að gefa okkur Lögmálið, og síðar í Jesú Kristi. Kristur er kærleikstilboð Guðs til manna. Hann birtir okkur kærleikann allan, meðan við göngum okkar veg hér í heimi. Guð hefur borið fram sína fóm. Við eigum líka fómargjafir fram að færa. Fóm kristins manns er játning hans. Það að viður- kenna Krist í orði, verki og öllu dagfari. Taka við honum sem sátt- argerð Guðs, og leggja sjálfan sig á móti í þjónustu við samferðar- mennina. Páll Postuli segir: „Því áminni ég yður, bræður, að þér vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt Guðsdýrkun af yðar hendi.“ Gengi: 24. júlí 1987: Kjarabréf 2,179 - Tekjubréf 1,185 - Markbréf 1,088 - Fjölþjóðabréf 1,030 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Peir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Pú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum. Pað margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á skrifstofunni í Hafnarstræti 7, Reykjavík. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. Pú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Pjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson FJARFESI IMCjARFELACjI'Ð Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg Hafnarstræti 7 101 Reykjavík @ (91) 28566 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa OSASIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.