Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 12

Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Að ráða í framtíð- ína og ráða henní Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Gróandi þjóðlíf: Framkvæmdanefnd um framtíð- arkðnnun á vegum forsætisráðu- neytis 1987 „Eigum við að læra alla framtíð- ina fyrir næsta tírna?" var spuming, sem eitt sinn var lögð fyrir tungu- málakennara. Það em fleiri en skólanemendur, sem þurfa að læra framtíðina, þótt þeir læri hana ekki alla. Samt er framtíðin þannig, að í rauninni getum við ekkert vitað um hana. Það eina, sem í rauninni er hægt að gera, er að ráða í hana, hvað telst vera líklegt og hvað ólík- legt, hvað æskilegt og hvað óæski- legt. Þótt vitneskjan takmarkist af því, sem er mögulegt, þá er samt mjög mikilvægt að átta sig á hvað sennilega gerist, læra framtíðina. Um áramótin fyrir þremur og hálfu ári samþykkti þáverandi ríkis- stjóm að gera víðtæka könnun á hvað teldist sennilegast um þróun þjóðlífs á íslandi í allra nánustu framtíð. Þetta var gert að undirlagi Steingríms Hermannssonar, þáver- andi forsætisráðherra. Tilgangur verksins var að „vekja umræður um langtímasjónarmið í þjóðmálum og auðvelda fólki, fyrirtækjum og stjómvöldum að móta stefnu til langs tíma", eins og segir í frétta- tilkynningu, þegar fyrsta ritið af fimm kom fyrir almenningssjónir. Þessi fimm rit eru afrakstur þeirrar könnunar, sem ríkisstjómin sam- þykkti. Það fyrsta þeirra, sem hér verður fjallað um, er Gróandi þjóðlíf. Einnig mun koma út yfir- litsrit um könnunina og viðauka- skýrslur. í þessu fyrsta riti eru fjórar skýrslur. Þær fjalla um mannflölda- spá til ársins 2020, heilbrigði og lífshætti, byggð og umhverfi og framtíðarsýn ungs fólks. Eins og þessir almennu titlar gefa til kynna, þá er farið yfir mikið efni í hverri skýrslu og þær eru ólíkar og misjafnar. I fyrstu skýrslunni er gero grein fyrir manníjöldaspá næstu þijátíu árin rúmlega. Í henni eru raktar forsendur fyrir spánni og hvaða breytingar lækkandi fæðingartíðni mun hafa á til dæmis aldurssam- setningu þjóðarinnar. Aðalspáin um mannfjölda gengur út á að mjög dragi úr fjölgun landsmanna á næstu áratugum og eftir 2020 muni hún stöðvast, en tekið er fram að varasamt sé að treysta spám svo langt fram í tímann. Miðað við þessa spá verða íslendingar 276.000 árið 2020. Einnig setja höfundamir fram háspá og lágspá Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson. Meðal efiiis í nýútkomnum Ferðafélaga er umfjöllun um hesta í umferðinni og því ekki nema sjálfsagt að fulltrúar þeirra aðstoði lögregluna við dreifingu bæklingsins. Ferðafélaginn kominn út FERÐAFÉLAGINN er kominn út fjórða sumarið í röð. Hann er gefinn út af íþróttasambandi lög- reglumanna í samvinnu við Þrír inn- brotspiltar gómaðir ÞRÍR piltar voru handteknir á mnnudagskvöld, fyrir innbrot og þjófiiað i fyrirtækin Volta hf. i Sundagörðum og Sól hf. í Vatna- görðum. Lögreglumenn sáu til piltanna am kl. 20.20 á sunnudagskvöld inni i Volta hf. og tóku þá höndum. Þeir voru færðir á lögreglustöðina og síðan á Upptökuheimilið. sem byggist er á hærri eða lægri fæðingartíðni en í aðalspá. Þessi þróun þarf ekki að koma neinum á óvart, því að það sama hefur verið að gerast í Vestur- Evrópu og öðrum löndum þar sem velmegun er mikil, en breytingamar verða svolítið seinna á íslandi. í skýrslunni er sagt, að félagslegar aðgerðir virðist hafa lítil áhrif á það, hvort konur bæti við sig einu bami eða ekki. Þessi skýrsla er sérlega vönduð og vel og skýrlega samin. Mér hefði þótt fróðlegt að sjá fjallað um nokkrar tilgátur um breytingar á fólksfjölgun. Manni gæti virst, að aukin velmegun ætti að fjölga fæð- ingum en ekki öfugt. En það er ekki allt sem sýnist. Næsta skýrsla nefnist „Heilbrigði og lífshættir“. í henni er farið yfir aðalatriði í heilbrigðisþjónustu samtímans og hvemig telja má líklegt, að hún þróist. Hugað er að stærra samhengi heilbrigðisþjón- ustunnar, forvömum, manneldis- og matvælastefnu íslendinga og gagmýni á nútíma læknavísindi og heilbrigðisþjónustu. Það er komið víða við í þessari skýrslu og hún er hin læsilegasta. í upphafi er farið nokkmm orðum um, hvað heilbrigði sé og reynist nokkuð margslungið að gera grein fyrir því. Það kom mér á óvart hve gagnrýnislítið var tekið undir skil- greiningu Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar á heilbrigði sem bestu mögulegu líðan á hverjum tíma. En ég held að hún sé alls- endis ótæk. Það má sjá með því að spyija sijg, hvert sé sambandið á milli heilsu og líðanar? Er það óhugsandi, að manni geti liðið illa og verið við góða heilsu? Það sjá allir í hendi sér, að það hendir iðu- lega. Af þessu má draga þá ályktun, að þessi skilgreining er ótæk. Það þýðir hins vegar ekki að ekkert samband þurfí að vera á milli Iíðan- ar og heilsu. Annað atriði í þessari skýrslu skiptir miklu. Heilsa er öðruvísi en dauðir hlutir, því að hún er alltaf heilsa einhvers. Af þessu held ég að megi draga þá ályktun, að heilsa sé á ábyrgð einstaklinganna sjálfra, þótt til þess þurfi frekari rökstuðn- ing en hér er mögulegur. Ef þetta er rétt, þá hefur það ýmsar afleið- ingar fyrir samband einstaklinga og heilbrigðisþjónustu. Til að átta sig betur á þessu efni er rétt að taka tvær tilvitnanir úr þessari skýrslu. Á bls. 70 stendur: „Fyrst og síðast ber hver einstakl- ingur ábyrgð á eigin heilsu enda kemur það mest við hann sjálfan, ef heilsan bilar." Á bls. 98 segir: „Meðan samfélagið samkvæmt lög- um og hefð ber ábyrgð á heilsu og velferð einstaklinga þá er nauðsyn- legt að reynt sé að koma í veg fyrir að þeir stofni heilsu sinni í hættu." Hér er bæði sagt, að heilsufar sé á ábyrgð einstaklings og samfélags og það er rétt að taka það fram, að höfundar skýrslunnar gera sér grein fyrir, að hér er um marg- brotnara mál að ræða en þessar tilvitnanir gefa til kynna. En ef það er rétt, að heilsa sé fyrst og fremst á ábyrgð einstaklinga, þá er ekki réttlætanlegt að ganga langt í því að koma í veg fyrir að þeir hætti heilsu sinni. Það er til að mynda ekki réttlætanlegt að banna bjór af heilsufarsástæðum. En það væri líka hægt að krefja þá um greiðslu, sem hætta heilsu sinni af fijálsum vilja eins og bjórdrykkjumenn eða reykingamenn, þegar þeir þurfa á lækningu að halda af þeim sökum. Sterkustu rökin fyrir því, að sam- félagið eigi að sjá einstaklingum fyrir heilbrigðisþjónustu, eru þau, að sumir sjúkdómar eigi sér nátt- úrulegar orsakir, sem enginn getur ráðið við, og það virðist óréttlátt að þeir, sem þjást af þeim, þurfi að kosta þjónustuna vegna slikra veikinda. Þetta hafa mér virst vera sterkustu rökin fyrir opinberri heil- brigðisþjónustu í hnotskurn. Eitt af því, sem læknar, heim- spekingar, stjómmálamenn og aðrir þeir, sem áhuga hafa á að hugsa um heilsu og heilbrigðisþjónustu, þurfa að gera, er að skýra sæmi- lega hvert sambandið er á milli samfélags og eintaklings á þessu sviði. Slík rökræða hefði kannski ekki átt heima í þessari bók, en hún þarf að fara fram. í þriðju skýrslunni er fyallað um byggð og umhverfí. Eins og orðin gefa til kynna er efnið vítt. Farið er nokkrum orðum um náttúrufar, mannfjölda, hvemig búseta hefur þróast í landinu, atvinnu- og fjöl- í hefndarhug Umferðarráð og dreift til öku- manna og annarra ferðalanga fyrir verslunarmannahelgina. í fréttatilkynningu frá íþrótta- sambandi lögreglumanna segir að Ferðafélaginn eigi að vera ferða- iöngum til fróðleiks og afþreyingar um mestu ferðahelgi ársins. f Ferðafélaganum er töluvert af bamaefni og að þessu sinni fylgir bæklingnum lítill poki af bitafíski frá Bóasi Emilssyni á Selfossi. Tannvemdarráð leggur til góðgætið og er það aðallega ætlað bömunum. Þau böm sem em spennt í belti eða stól í bflnum fá afhentan límmiða í viðurkenningarskyni og gildir miðinn sem happdrættismiði. Meðal efnis í Ferðafélaganum að þessu sinni er umíjöllun um hesta í umferðinni, veltibfl Almennra trygginga, fyórhjól og fleira. Lögreglumenn sjá um að dreifa Ferðafélaganum til þeirra sem fara um þjóðvegi landsins á næstu dög- Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ted Allbury: Hævnens engel Dönsk þýðing: Sören Madsen Útg. Peter Asschenfeldts Forlag 1984. HAFI maður lesið eina tvær bækur eftir Ted Albeury er maður kominn á bragðið og leitar ósjálfr- átt að bókum hans. Allbeury er spennubókahöfundur af beztu gráðu, en á hinn bóginn ætti auðvit- að að lesa bækumar hans á tungumáli hans í stað þess að sækja í þýðingar. Þessi danska þýðing er að minnsta kosti dálítið fjarri Ted Allbeury, þótt það væri kannski of mikið sagt að segja, að hann skrifí stórbrotinn stíl. En þýðingin sannar eina ferðina enn, að það er afleitt þegar kastað er til höndum við verk- ið af því að þetta telst afþreyinga- bók. Raunar er hún meira, þótt þráð- urinn sé í stfl sakamálasögunnar, er verið að skrifa um töluvert dýpra mál, sem sé hefndina. Hvaða máli hún skiptir og hvað gætum við hugsanlega grætt á að ala á hefnd- arhug, eða hvort við tortímumst . Ted Allbeury kemst að harla fysi- legri, ég mætti kannski segja lærdómsríkri niðurstöðu, þar að lút- andi. Þýzk stúlka Anna Woltmann giftist frönskum gyðingi. Hann ferst í sprengjutilræði og tengda- faðir hennar hlýtur óhjákvæmilega að skýra út fyrir henni, hvað liggi að baki. Áður hafði hún, að því er virðist, lítið velt því fyrir sér, hvaða máli það skipti eiginmann hennar að hann var gyðingur. En hún verð- ur margs vísari og sektarkennd hennar sem Þjóðveija kemur þar við sögu líka. Henni tekst að grafa upp, hveijir það voru sem lögðu á ráðin að fyrirkoma eiginmanni hennar. Hún skipuleggur sig síðan út í yztu æsar og hún ákveður að hefjast ekki handa, fyrr en hún hefur lært að fara með skotvopn. Því að hún hefur nefnilega í hyggju að drepa mennina §óra, sem að til- ræðinu stóðu. Skotkennarinn Hank fyllist á áhuga á Önnu og hann brýtur ákaft heilann um, hvað fyrir henni vaki með því að koma langar leiðir að til að læra að skjóta.Hann tekur ekki góða og gilda söguna sem hún býr til um hvað vaki fyrir henni. Anna reynist fyrirmyndar- nemandi og innan skamms tíma getur hún byijað á verkinu. Hún er búin að myrða tvo og hefur sloppið frá þessu, en hin al- ræmdu Odessa samtök komazt á slóð hennar og þykjast sjá, hvað fyrir henni vaki. Fómarlamb hennar númer þijú er sendur til að verða fyrri til. Hún dvelur þá hjá tengda- föður sínum og á sér einskis ills von. Hank skotkennari hefur ekki getað gleymt henni og hann leitar skyldumál, náttúruvernd, bygg- ingamál, vemd menningarminja og íbúabyggð. Ýmislegt fróðlegt má fínna í þessari skýrslu, en mér virð- ist, að höfundarnir hafi aldrei fylli- lega náð tökum á viðfangsefninu. Það getur bæði stafað af því, að aldrei var ljóst, hvað átti að fjalla um og líka af sífelldum pólitískum málamiðlunum, sem eru óhjá- kvæmilegar í svona nefndum. Mér sýnist þetta sérstaklega áberandi í þessari skýrslu. Á einum stað er verið að ijalla um byggingu leigu- húsnæðis út á landsbyggðinni og sagt: „Verkefni af þessu tagi gætu allt eins verið á ábyrgð byggða- stefnu eins og húsnæðisstjómar.“ (bls. 175.) Hvort er verið að tala um tvær ríkisstofnanir eða tvær stefnur, sem gætu réttlætt fram- kvæmdimar? Oftrú á mátt opinberra aðgerða einkennir flest í þessari skýrslu. Á bls. 188 segir um skipulagningu byggðar: „Við skipulagningu byggðar og umhverfís í framtíðinni þarf einmitt að hafa i huga að gera umhverfið aðlaðandi fyrir böm og bamafjölskyldur frekar en að skil- greina umhverfíð út frá lækkandi fæðingartíðni." Þessi setning og sumar fleiri í þessari skýrslu eru á svokölluðu stjómmáli, sem hefur þau einkenni að vera nánast óskilj- anlegt fyrir venjulegt fólk, en sýnist samt láta í ljós mikilsverð sann- indi, en þegar nánar er að gáð er ekkert nema haldlaus mglandi eða tóm. Hvað skyldi það til dæmis þýða að „skilgreina umhverfíð út frá lækkandi fæðingartíðni"? Hefði ekki verið ráð að velta fyrir sér af hveiju opinberar aðgerðir virðast áhrifalausar til að auka fæðingar- tíðni, eins og kemur fram í fystu skýrslunni, í stað þess að gefa sér að það væri bæði mögulegt og æskilegt? Síðasta skýrslan er könnun á við- horfum unglinga til framtíðarinnar og er fjöldamargt hnýsilegt þar. Mikið var gert úr ýmsum upplýsing- um í skýrslunni á sínum tíma og ekki ástæða til að rekja efni hennar hér. En það kemur í ljós, að ásetn- ingur þessara unglinga í fjölskyldu- málum er annar en mannfjöldaspáin gerir ráð fyrir. Þeir ætla sér að eiga fleiri böm en þar segir. Það verður fróðlegt að sjá hvort reynist réttara, spáin eða ásetningurinn. Það er full ástæða til að hvetja alla þá, sem hugsa um íslensk þjóð- félagsmál, að kynna sér efni þessarar bókar. Þar er ýmislegt fróðlegt og margt umdeilanlegt. Kápusiða haná uppi. Með þeim takast náin kynni og þó svo hann skelfist heift- ina sem ólgar í stúlkunni og sjái fram á að gjörðir hennar hljóti að eyðileggja hana, í óeiginlegri merk- ingu að minnsta kosti, getur hann ekki annað en dáðzt að henni. Það verður svo Hank sem ræður niður- lögum morðingja númer þtjú og síðan fara þau til Portúgals, þar sem sá §órði og síðasti hefur hreiðr- að um sig I Algarve. Hann hefur um sig mikla varðsveit, enda hafa fregnimar um aðgerðir Önnu borizt honum. Niðurlag bókarinnar er hagan- lega gert og þó svo, að þýðingin sé í slappara lagi má hafa ágæta ánægju af lestrinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.