Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 13 Á kvennadegi Bókmenntir Erlendur Jónsson 19. JÚNÍ. Ársrit Kvenréttindafé- lags íslands. 98 bls. Ritstj. Jónina Margrét Guðnadóttir. 37 árg. 1987. Konur gerast nú atkvæðamiklar og ryðja sér til rúms víða í opin- beru lífi. Ársrit þeirra ber merki þess. Fremst er viðtal við forseta Islands, skráð af Rannveigu Jóns- dóttur. Eðlilegt er að konur skuli halda því á loft að æðsta embætti þjóðarinnar skuli nú skipað konu. Það eykur öðrum konum sjálfs- traust, gefur fordæmi; hvetur til að sækja á brattann. Viðtalið er létt og persónulegt en auðvitað með þeim virðuleika sem vera ber þar sem þjóðhöfðingi á í hlut. Að öðru leyti er 19. júní að þessu sinni helgaður íþróttum mest, og þá að sjálfsögðu íþróttum kvenna. Fram kemur að konur leggja nú stund á flestar greinar íþrótta, einn- MEIRA EN VEMULEG MÁLNING STEINAKRÝL___ hleypir raka mjög auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veöurheldin málning og hefur frábært alkaliþol og viöloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sínu. ÖSA/SIA ig þær sem krefjast áræðis og harðfengi og áður voru taldar hæfa körlum einum. Kvartað er undan að íþróttafréttamenn segi minna frá konum en körlum. »Konur eni 30% af íþróttaiðkendum innan ÍSÍ. Hlut- fall íþróttaskrifa um konur í fjöl- miðlum er um 4%. Hvers vegna?« Svo er spurt í þætti sem ber yfir- skriftina Ef Bjarni Fel værí kona . . . Viðtal er við Hrafnhildi Guðmundsdóttur en hún var »fyrr- um afrekskona í sundi og tvívegis 01ympíufari.« Hrafnhildur rilpar upp sundferil sinn og er frásögn hennar fróðleg fyrir margra hluta sakir. Kannski má rekja það til metnaðar kvenna um þessar mund- ir — segjum ekki ofmetnaðar — að Hrafnhildur telur að íþróttakonum V' '7 Jónína Margrét Guðnadóttir veitist nú þungbærar en fyrrum að taka ósigri. Þær komi sér fyrir úti í homi »í stað þess að taka í hend- ina á þeirri sem vann og strengja þess heit að gera betur næst.« Bókmenntir og listir eru líka á dagskrá í riti þessu. Kemur Nóra heim aftur? heitir t.d. þáttur um útvarpsleikrit systranna Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, eftir Hlín Agnarsdóttur. Hlín fer ofan í leik- ritið og rekur fagmannlega kosti þess og galla. Hún segir að höfund- amir megi una glaðir við sitt. En »nú er bara spurningin hvort sú „Nóra“ sem fór út í leikriti þeirra systra komi aftur heim og þá hvort og hvemig hún er breytt eftir úti- veruna!« Og kvenréttindabaráttan — ekki gleymist hún alveg þó bein umræða um þau mál skipi ekki mikið rúm í riti þessu, en víðar sé að þeim vikið í framhjáhlaupi, óbeint. Konur hafa unnið margan sigurinn síðan þær hófu að berjast fyrir rétti sínum. En sigrar kosta oft tíma- bundnar fómir. Og það munu konur hafa fengið að reyna. Ætli Lovísa Einarsdóttir komist ekki næst raun- vemleikanum þar sem hún segir i grein sem raunar fjallar um kvenna- íþróttir: »Efnahagslegar og hug- myndalegar þjóðfélagsbreytingai hafa gert það að verkum að konur hafa í auknum mæli farið út á vinnumarkaðinn, en samt sem áður gengur mun hægar að jafna vinnu- byrðinni inn á sjálfum heimilunum.« Þama sannast sem endranær: að það þarf meira en eina byltingu til að breyta aldagömlum venjum. Það gerist ekki með einni kynslóð hvað sem öðm líður; jafnvel ekki á heilli öld. Óhætt er að segja að hressilega gusti af riti þessu. Pilsaþytur hefði það einhvem tíma verið kallað. Sóknarhugurinn leynir sér ekki. Þetta er eins og að heyra frá þjóð í miðri sjálfstæðisbaráttu. Ekkert hafa konumar heldur til sparað að rit þeirra mætti verða sem glæsileg- ast útlits. Verðbréfamarioður Iðnaðarbankans kynnir ný verðtiyggð skuldabréf Glitnis hf. ávöxtun umfram verðbólgu Nú getur þú valið á milli 13 mismunandi gjalddaga. Glitnir hf. er fjármálafyrirtæki sem stofnaö var í október 1985 og er nú Stærsta fjármögnunarleigufyrirtækið á innlendum markaöi (fjármögnunar- leigufyrirtæki sjá um kaup á vélum og tækjum fyrir önnur fyrirtæki fyrir eigin reikning og leigja þau síðan endan- legum notendum til ákveðins ára- fjölda). Stofnendur og eigendur Glitnis hf. eru norska fjármálafyrirtækið A/S Nevi í Bergen, Iðnaðarbanki (slands hf. og Sleipner Ltd. í London. Gert er ráð fyrir að eigið fé og áhættufé Glitnis hf. verði yfir 200 milljónir króna í árslok 1987 en niðurstaða efnahagsreiknings um 2.000 milljónir króna. Gjalddagar skuldabréfa Glitnis hf. eru nú Ávöxtun 15. október 1988 11,1% 15. janúar 1989 11,1% 15. april 1989 11,1% 15. október 1989 11,1% 15. janúar 1990 11,1% 15. april 1990 11,1% 15. október 1990 11,1% 15. janúar 1991 11,1% 15. aprfl 1991 11,1% 15. október 1991 11,1% 15. janúar 1992 11,1% 15. apríl 1992 11,1% 15. október 1992 11,1% §jj Verðbréfamarkaður = Iðnaðarbankans hf. ÁRMÚLA7, REYKJAVÍK 68-10-40 Með nýjum skuldabréfaflokki Glitnis hf., 1. flokki 1987, geta kaupendur valið á milli alls 13 mismunandi gjalddaga. Öll skuldabréfin eru eingreiðslubréf (greið- ast með einni greiðslu í lok lánstímans) og bera nú 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu eða jafngildi 36% ársvaxta síðustu þrjá mánuðina. Þrír skulda- bréfaflokkar Glitnis hf. hafa nú verið skráðir á Verðbréfaþingi íslands. Verð- bréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. sér um endursölu skuldabréfanna þurfi eigendur að selja þau fyrir gjalddaga. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg veita allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.