Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Við höfum áður skrifað þér en tilgreindum þá ekki fæðing- artímana. Við viljum nú bæta úr því og vonumst eftir svari. Ég er fædd 2.4. 1960 kl. 19 í Keflavík og sambýlismaður minn er fæddur 7.6. 1961 kl. 5 í Reykjavík. Okkur lang- ar að vita hvemig við eigum saman. Með fyrirfram þökk. Hrútur og Tvfburi." Svar: Þið virðist eiga prýðilega saman. Þú hefur Sól í Hrút og Tungl í Tvíbura en hann hefur Sól í Tvíbura og Tungl í Hrút! Lífsorka og grunneðli ykkar fellur því saman við tilfinningar og daglegan lífsstíl. Ykkur á því alveg tvímælalaust að geta liðið vel saman. Lík merki Önnur merki ykkar eru þau að þú hefur Merkúr, Venus og Mars í Fiskamerkinu, Vog Rísandi og Krabba á Mið- himni. Hann hefur Merkúr og Rísandi í Krabba, Venus í Nauti, Mars í Ljóni og Júpít- er á Miðhimni í Vatnsbera. Ást krefst vinnu Þó þið eigið vel saman er ekki þar með sagt að þið getið hallað ykkur á koddann og lifað hamingjusamlega það sem eftir er. Öll sambönd krefjast vinnu og þess að lögð sé rækt við þau. T.d. er mikil- vægt að þið lifið lífi sem á við ykkur bæði. Ef ykkur leiðist eða emð á einhvem hátt þvinguð getur farið svo að þið kennið hvort öðru um leiðann og snúist gegn hvort öðm: „Það er leiðinlegt að vera með honum, ef ég fer lagast þetta ömgglega." Frelsi Það sem þarf að einkenna samband ykkar er frelsi og svigrúm í daglegu lífi. Þið þurfið að stunda félagslíf, geta ferðast og séð ykkur um. Þið em ekki „stein- steyputýpur", þ.e. það á ekki við ykkur að festast í húsa- kaupum og vinnuþrælkun. Það má kannski segja að agi sé ykkar veikleiki, eða a.m.k. að of mikil sjálfsafneitun getur farið verr með ykkur en marga. Fjölbreytileg vinna Það er varla hægt að búa á íslandi án þess að vinna mik- ið eða kaupa sér húsnæði fyrr eða síðar. Lausn fyrir ykkur gæti verið sú að vinna við störf sem em fjölbreytileg og lifandi, þar sem margt fólk er í umhverfinu. Ef flöl- breytileiki er í vinnunni ættuð þið að þola betur mikla vinnu og fjárfestingar. Óþolinmóö í kortum ykkar beggja má sjá tilhneigingu til að vera óþolinmóð og uppstökk ef ailt gengur ykkur ekki í hag- inn. Þið emð einnig viðkvæm og getið átt til að ijúka upp og móðgast. Reiði ætti hins vegar að renna fljótt af ykk- ur. Glaðlynd Það jákvæða við samband ykkar er að þið emð bæði að upplagi glaðlyndir og já- kvæðir persónuleikar og emð lítið fyrir að búa til vandamál. Feröalög Það má sjá þörf fyrir ferðalög í kortum ykkar. Hún þarf að hafa meiri trú á sjálfa sig. í korti hans bendir Júpíter á Miðhimni og Satúmus í 9. húsi til hæfileika í lögfræði. Þegar á heildina er litið eigið þið eins og áður sagði vel saman. GARPUR GRETTIR DÝRAGLENS UOSKA FERDINAND SMÁFÓLK Ég skammast mín fyrir ykk- ur, strákar. UUE P0NT6O ON A NATURE MIKE JU5T TO 5PENP ALL OUKTIME ATA 50UVENIR 5TANP' Við förum ekki í náttúru- skoðun til þess eins að liggja yfir minjagripabúðum! I LL BET HARRIET PIPN'T 5TUFF HER BACRPACK UUITH A LOT OF USELES5 50UVENIR5... Ég þori að veðja að Hall- dóra hefúr ekki troðið bakpokann sinn út af gagns- lausum minjagripum . . . Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Héraðssambands Skarphéðins (HSK) vann 12 veita bridsmót, sem haldið var á Húsavík landsmótsdagana. Þar sem þetta var fyrsta brid- skeppnin á landsmóti var um sýningargrein að ræða, sem taldi ekki með í heildarútreikningi mótsins. En vafalaust verur bridsinn gildandi hluti lands- mótsins í framtíðinni. Tólf sveitir mættu til leiks, 11 frá hinum ýmsu svæðasam- böndum og ein gestasveit frá Reykjavík. Spilaðar voru fimm umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigursveitina skipa: Sigfús Þórðarson og Guðjón Einarsson; vilhjálmur Pálsson og Kristján Gunnarsson; og Brynjólfur Gestsson og Þráinn Svansson. SVeitin hlaut 94 stig. í öðru sæti varð sveit frá Borgamesi (UMSB) með 91 stig, en gesta- sveitin varð þriðja með 86. , Spilið hér að tióðan kom upp í leik sigurvegarann við gesta- sveitina: Vestur ♦ 54 Norður ♦ ÁG109 V KG875 ♦ 3 ♦ 842 Austur ♦ KD876 ¥D2 ♦ ÁD5 111 ♦ - ♦ K109842 ♦ ADG1075 ♦ 96 Suður ♦ 32 ♦ Á109643 ♦ Á109643 ♦ G76 K3 Sigfús og Guðjón héldu á spil- um NS í opna salnum. Með austur sem gjafara og alla á hættu gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 spaði 2 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Snaggaralegur samningur á lítil spil, en óhnekkjandi þar sem tíglamir liggja 3—3 og trompin 2—2. Pyrir spilið fengu NS 620, en á hinu borðinu létu NS sér nægja bút í spaða. AV eiga reyndar mjög góða fómí fimm lauf — svo góða að hún dugir á bútinn, því spilið fer aðeins einn niður, nema vömin taki tvær stungur hjarta. HSK-menn græddu 10 punkta á spilinu og unnu leikinn 22—9. resiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.