Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Minning:
Skúli Ingvars-
son húsvörður
Fæddur 5. sept. 1926
Dáinn 22. júlí 1987
Í dag fylgjum við Skúla á Snæ-
landi síðasta spölinn. í vor og sumar
glímdi hann í hógværð sinni og
æðruleysi við krabbameinið sem
heltók hann. Hann vissi að sú glíma
gat ekki endað nema á einn veg
og var sannfærður um að hann
myndi ekki sjá sól rísa 23. júlí. Slík
vitneskja er ekki öllum gefín og það
þarf sérstakt sálarþrek til að bera
hana með æðruleysi. Flestum þykir
nóg að vita að einhverntíma kemur
kallið.
Skúli var borinn og bamfæddur
Hafnfirðingur, þriðji af fimm böm-
um hjónanna Ingvars Bjömssonar,
trésmiðs, sem nú er látinn og Val-
gerðar Brynjólfsdóttur, sem nú
dvelst í hárri elli á Hrafnistu í Hafn-
arfírði.
Tvítugur kynntist skúli bílfreyju
í Hafnarfjarðarstrætó, Elísabetu
Sveinsdóttuur frá Geitavík í Borg-
arfírði eystra, dóttur Sveins og
Guðnýjar er þar bjuggu, en fluttu
að Snælandi í Kópavogi 1943 og
búa þar enn.
Skúli og Stella, en svo er Elísa-
bet frænka mín jafnan nefnd meðal
kunningja, vom í hópi þeirra Kópa-
vogsbúa sem bösluðu við að koma
þaki yfír höfuðið um 1950. Að sjálf-
sögðu byggðu þau í landi Snælands,
sem varð byggðarhverfí ættar
Stellu, því þar bjuggu Halldór og
Runólfur Péturssynir, móðurbræð-
ur hennar, Pétur, bróðir hennar, og
síðar tveir synir, Sigurður og
Sveinn.
Á þessum ámm var framvinda
húsbygginga mjög komin undir
hjálp og greiðasemi vina og ná-
granna. Mannlífíð í Kópavogi var
þá ekki ólíkt því sem við Stella ól-
umst upp við austur á Borgarfírði,
illvígar pólitískar deilur grassemðu,
en hurfu eins og dögg fyrir sólu
þá daga sem í nauðimar rak. Þá
urðu menn undantekningarlítið vin-
ir og vandamenn sem vom óðfúsir
að hlaupa undir bagga hvors ann-
ars.
Sumarið 1951 lenti ég í flokki
þeirra aflsleysingja sem vom að
byggja í Kópavogi og þótt ég hefði
nokkmm sinnnum hitt þennan
spengilega mann hennar Stellu
frænku hafði ég lítið kynnst honum.
Þá leitaði ég til hans með viðvik
og ekki stóð á góðum undirtektum
— þetta var nú bara sjálfsagt.
Það kom sem sé í ljós þá og síðar
að tengdasonur Snælandshjónanna
var enginn eftirbátur þeirra í
greiðasemi og góðum siðum.
Á þeim 40 ámm sem Skúli átti
heimili í Kópavogi vann hann tæp
30 ár hjá Kópavogsbæ, fyrst sem
vagnstjóri strætisvagna og síðar
húsvörður í íþróttahúsi Kópavogs-
skóla. Hann átti auðvelt með að
sinna þessum störfum því bæði var
hann hagleiksmaður og í erli slíkra
starfa kom honum vel meðfædd
snyrtimennska til orðs og æðis.
Þeim Skúla og Stellu varð þriggja
mannvænlegra sona auðið. Þeir em
Sigurður, skógarvörður á Vöglum,
hans kona er Margrét Guðmunds-
dóttir og eiga þauu 3 böm; Sveinn
yngri á Snælandi, verkstjóri, hans
kona er Steinunn Pétursdóttir og
eiga þau 3 böm og Skúli yngri,
trésmiður á Gmndarfírði, hans kona
er Bima Guðbjartsdóttir og eiga
þau 2 dætur.
Ég gat þess áður að Skúli Ingv-
arsson var hagleiks- og snyrti-
menni. Skal þeim orðum fundinn
staður.
Þeir sem koma til Bakkagerðis í
Borgarfirði eystra komast ekki hjá
því að taka eftir gömlum torfbæ
neðan við Svínalækinn, einasta ein-
takið austanlands af húsi tómthús-
manns frá öndverðri þessari öld,
byggt úr torfí, gijóti og timbri 1912
og ber sitt uppmnalega nafn, Lind-
arbakki.
Eins og áður sagði er Stella frá
Borgarfírði eystra. Hún á það sam-
eiginlegt með flestum sem þar hafa
slitið bamsskónum að bíða þess
aldrei bætur. Þótt flúið sé á heims-
enda slitnar ógjaman einhver taug
sem togar mann og teygir þangað
aftur. Stella teygði Skúla sinn inn
í borgfírskt samfélag og áður en
nokkur vissi var hann orðinn einn
af oss.
1979 keyptu þau tómthúsið Lind-
arbakka, löguðu það sem lúið var
og færðu húsið til eldra horfs. Er
Lindarbakki nú að mínu mati ein
merkasta bygging austanlands og
mun lengi vitna um handbragð
Skúla. Verður þeim Skúla og Stellu
seint fullþökkuð björgun Lindar-
bakka. Hvert sumar hafa þau dvalið
þar og hefur mmarguur haft
ánægju af að líta þar inn. Innan-
húss er ekkert prjál, þar ríkir
einfaldleiki hins liðna án keims af
mannlausu varðveisluhúsi.
í vor og sumar hefur Lindar-
bakki staðið auður. Þegar kona mín
heimsótti Skúla á spítalann fyrir 2
vikum gat hún ekki annað en dáðst
að þeirri ró sem yfír honum var,
þótt kvalinn væri og hann vissi að
endalokin voru örskammt undan.
Er þau kvöddust sagði hann að
skilnaði: „Jæja, Gína mín, nú kem
ég ekki aftur á Lindarbakka."
Má vera að hann hafí séð fyrir
sér grasið bærast á veggjunum og
þaki Lindarbakka og minnst ljóðs-
ins „Grasið mitt græna“ eftir
fyrrum nágranna í Kópavogi, Þor-
stein Valdimarsson.
Grasið mitt græna,
gott er að vera til
og finna þig hjúfra
hlýtt sér við il.
Mjúkt muntu strjúka
mér yfir höfuð brátt,
sofnum frá öllu’ í sátt,
grasið mitt mjúka.
Stella frænka og þið öll. Nú er
sú stund þegar orð stoða ekki mik-
ið, en við Gína sendum ykkur kveðju
með orðum Þorsteins Valdimars-
sonar:
Lát því verða’ að lind
ástvin þinn,
álfadrottning —
gerðu hann að lind
í garði þínum.
Ánii Halldórsson
Ágætur kunningi er látinn, að-
eins rúmlega sextugur að aldri. Þar
var sá sjúkdómur að verki, sem
óviðráðanlegur er, takist ekki að
uppgötva hann á byrjunarstigi. Það
var magakrabbamein, sem varð
Skúla vini mínum að aldurtitla,
þessum létta og lífsglaða manni.
Þannig man ég hann einungis. Létt-
lyndi hans og ljúfmennska voru
honum innvaxnar, ef svo má segja.
Skúli var fæddur í Hafnarfirði.
Voru foreldrar hans hjónin Ingvar
Júlíus Bjömsson og Valgerður
Brynjólfsdóttir. Hann sleit barns-
skónum í bænum í hrauninu, og
dvaldist þar allt til þess tíma, að
hann stofnaði heimili í Kópavogi
fyrir fjórum áratugum. Þá gekk
hann að eiga konu austan af landi,
nánar tiltekið frá Geitavík í Borgai -
fírði eystra. Konan heitir Elísabe,
Sveinsdóttir, kölluð Stella af öllun
sem henni eru kunnugir. Faðii
hennar, Sveinn, ólst upp í Geitavík
hjá sómafólki og fóstraði listamann-
inn fræga, Jóhannes Sveinsson
Kjarval. Ekki ólust þeir þó upp
samtímis á þessum fræga bæ, því
að Sveinn var tólf árum yngri en
Kjarval.
Skal nú vikið að ævistarfi Skúla.
Hann var starfandi hjá Kópavogs-
bæ í þijá áratugi, fyrst sem strætis-
vagnastjóri en þar til hann veiktist
af sjúkdómi þeim er dró hann til
dauða, var hann húsvörður íþrótta-
hússins á Kársnesi. Man ég hann
þar fyrst. Ég kenndi á neðri hæð
þessa húss nemendum úr Þing-
hólaskóla. Skúla sá ég þá svo að
segja daglega. Röbbuðum við
stundum um daginn og veginn.
Alltaf var Skúli þægilegur og laus
við önuglyndi, þó að hann ætti oft
annríkt.
Næst bar fundum okkar Skúla
saman austur á landi allmörgum
ámm eftir að við kynntumst í Kópa-
vogi. Þau hjón keyptu gamlan bæ
í Bakkgerðisþorpi og gerðu honum
allmikið til góða. Bærinn heitir
Lindarbakki. Þama dvöldu þau hjón
oftast á sumrin og undu vel hag
sínum. Stella er, eins og fyrr grein-
ir, Borgfírðingur. En það var líkt
og Skúli væri einnig innfæddur
þama. í fyrrasumar vom þau hjón
í þijá mánuði á Lindarbakka. Að
lokinni dásamlegri sumardvöl, var
haldið suður í Kópavog, eins og
venja þeir var, en þá tók Skúli að
kenna þessa sjúkdóms, sem venju-
lega fer sínu fram.
Eins og fyrr greinir heitir sumar-
hús Skúla og Stellu Lindarbakki.
Vekur það athygli allra sem til
Bakkagerðis koma, svo stingur það
í stúf við aðrar byggingar þar. Þeg-
ar forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsótti Borgaríjörð,
leit hún inn í Lindarbakka og birt-
ust myndir af heimsókn hennar
þangað í blöðum. Eitt sinn sem oft-
ar komum við hjónin í heimsókn
að Lindarbakka. Færði ég þá Skúla
og Stellu tvö erindi, er ég hafði ort
um bæinn þeirra. Veit ég, að þeim
þótti vænt um þessi erindi, sem
ekki birtast hér, af augljósum
ástæðum.
Ég er ekki í neinum vafa um
það, að sumarhúsið þeirra Skúla
og Stellu hefur orðið þeim upp-
spretta mikillar hamingju, eftir að
þeim tókst að ná á því eignarhaldi.
Og ekki spillir afsalsbréfið, sem
hangir þar uppi á vegg innrammað.
Er það í kímilegum anda, og höf-
undur þess mun vera sá þjóðkunni
’ júristi Árni Halldórsson frá Bakka-
gerði, nú á Egilsstöðum. Gat ég
ekki annað en velst um af hlátri,
er ég las plagg þetta.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR
Ijósmóðir,
frá Gjögri,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 26. júli 1987. Jarðarförin veröur
auglýst síðar.
Pétur Sörlason,
Kristmundur Sörlason,
Erla Sörladóttir,
Elín Sörladóttir,
Friðgeir Sörlason,
Þorsteinn Sörlason,
Lýður Sörlason,
Lilja Sörladóttir,
Sigrfður Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Karlsson,
Einar Gunnarsson,
Sigurborg Þórðardóttir,
Ebba Aspelund,
Elisabet Matthíasdóttir,
Sigurður Sigurðsson.
t
Eiginmaður minn, faöir, sonur, tengdafaðir, tengdasonur og afi,
PÉTUR GEORGSSON
netagerðarmaður,
Grundartúni 1,
Akranesi,
lést föstudaginn 24. júlí sl. Jarðarförin ákveðin siðar.
Emilía Jónsdóttir,
Ragnheiður Jóh. Pétursdóttir, Gunnar Einarsson,
Vilborg Pétursdóttir, Hafþór Harðarson,
Margrét Pétursdóttir, Hörður Haröarson,
Petrea Emilia Pétursdóttir
og barnabörn,
Vilborg Ólafsdóttir, Ragnheiður Þórðardóttir.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÁSGRÍMS HÓLM KRISTJÁNSSONAR,
Pálmholti 9,
Þórshöfn.
Helga Haraldsdóttir,
Auður Ásgrimsdóttir, Angantýr Einarsson,
Guðrún Ásgrimsdóttir,
Kristján Ásgrímsson, Ingunn Árnadóttir,
Henrý Ásgrímsson, Guðrún Helgadóttir,
Sverrir Ásgrfmsson, Borghildur Stefánsdóttir,
Erla Ásgrímsdóttir, Gísli Marinósson,
Linda Ásgrfmsdóttir, Bessi Bjarnason,
Kári Ásgrfmsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
ÞÓRÐARJÓNSSONAR
frá Látrum.
Sérstakar þakkir fœrum við Slysavarnafélagi Islands fyrir þann
heiður sem það sýndi minningu hans.
Haukur Þórðarson,
Hrafnkell Þórðarson,
Ragna Þórðardóttir,
Sigrún Huld Jónsdóttir,
Helga Stefánsdóttir,
Kristján Þorkelsson
og barnabörn.
Skammt frá Lindarbakka rennur
lækur, er Svínalækur heitir. Tún-
blettur er allt í kringum þennan
gamla bæ. Mikið höfðu þau Skúli
og Stella gert litla bænum til góða.
Þannig höfðu þau endumýjað
hleðslur og byggt bílskúr. Þilið er
hárautt. Ferðamannastraumur er
allmikill til Borgarfjarðar eystri á
sumrin og líta þá margir á litla
bæinn hans Skúla og hennar Stellu.
Skúli lætur eftir sig þijá syni,
sem allir eru á lífi. Þeir eru: Siguð-
ur, fæddur 1947, skógarvörður að
Vöglum í Fnjóskadal. Sveinn, fædd-
ur 1954, selur lyf hjá G. Ólafsson
í Reykjavík. Skúli, fæddur 1957,
smiður, búsettur í Grundarfírði.
Eftir lifír minning mæt, þótt
maðurinn deyi. Ég sendi aðstand-
endum Skúla innilegar samúðar-
kveðjur.
Áuðunn Bragi Sveinsson
Vinur okkar frá bemskuárum til
dauðadags, Skúli Ingvarsson, var
fæddur 5. september 1926. Foreldr-
ar hans vom Ingvar Bjömsson,
trésmiður, sem lést fyrir mörgum
ámm, og Valgerður Brynjólfsdóttir,
sem dvelur á Hrafnistu í Hafrtar-
fírði, háöldmð. Við félagamir
ólumst upp að segja má á sömu
torfunni undir Hamrinum í Hafnar-
fírði. Þegar við fluttumst þaðan var
samt aldrei langt á milli okkar.
Skúli kvæntist Elísabetu Sveins-
dóttur, bónda á Snælandi í Kópa-
vogi. Þar reistu þau sér af miklum
dugnaði einbýlishús, sem þau
bjuggu í þar til fyrir tveim ámm
að þau fluttu á Nýbýlaveg 50 í
Kópavogi. Marga gleðistundina átt-
um við hjá þeim hjónum að
Snælandi, þar sátu hlýjan og gleðin
jafnan í fyrirrúmi. Fyrir nokkmm
ámm eignuðust þau gamlan torfbæ
í Bakkagerði í Borgarfírði eystra á
æskuslóðum Stellu, en svo nefndum
við Elísabetu jafnan. Torfbæinn
byggðu þau upp af miklum myndar-
skap og undu sér þar vel í sumar-
leyfíim.
Vinahópurinn var stór og gesta-
komur tíðar á heimilum þeirra
eystra og syðra. Böm þeirra em
Sigurður, skógarvörður að Vöglum
í Fnjóskadal, Sveinn, sölumaður í
Kópavogi, og Skúli, trésmiður í
Gmndarfirði. Skúli Ingvarsson var
laghentur mjög. Gagnaðist heimil-
inu það vel og starfí, en hann
starfaði meðal annars við bíla-
klæðningar á verkstæði Egils
Vilhjájmssonar, var bifreiðarstjóri
hjá SIS, ók strætisvögnum Kópa-
vogs um árabil og var hin síðustu
ár húsvörður í íþróttahúsi Kársnes-
skóla í Kópavogi.
Þegar við hugleiðum lífshlaup
Skúla fyllumst við aðdáun yfír því,
sem hann fékk áorkað. 10 ára að
aldri slasaðist hann illa á fæti, þeg-
ar fiskverkunarhús á íjömkambin-
um í Hafnarfirði hmndi í miklu
hafróti. Þá hófst fyrsta sjúkrahús-
legan hans, sem tók 9 mánuði. En
þær áttu eftir að verða yfír 20, flest-
ar vegna slyssins og vom margar
svo vikum eða mánuðum skipti. Um
miðjan júní síðastliðinn fór Skúli í
rannsókn á Borgarspítalanum og
gekkst undir uppskurð skömmu
síðar. Heilsu hans hrakaði uns hann
andaðist snemma morguns 22. júll
síðastliðinn.
Skúli reyndist sannspár að hann
næði sextugsaldri, hann reyndist
einnig sannspár að hann lifði ekki
að sjá sól rísa 23. sama mánaðar.
Á hveiju sem gekk heyrðist aldrei
æðmorð frá Skúla, hann hélt alltaf
ró sinni og lífsgleðina missti hann
aldrei. Undir það síðasta vissi Skúli
að hveiju dró og hafði búið fjöl-
skyldu og vini undir andlát sitt.
Hann hafði reyndar löngu áður
gert þær ráðstafanir, sem hann
taldi nauðsynlegar áður en hann
kveddi þennan heim. Á þessari
stundu em okkur efst í huga þakk-
ir fyrir allar samvemstundimar.
Við biðjum Skúla guðs blessunar
og brautargengis á leiðinni, sem
nú er hafín. Eiginkonu, sonum,
móður og tengdaforeldmm Skúla,
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Minningin um góðan dreng lifír.
Donni og Haddi