Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
170. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987________________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Friðarsamningur á Sri Lanka:
Indverskir hermenn
embættismenn sögðu að enginn
þyrfti að óttast illvirki af hálfu
FVakka, skipin væru þama til þess
að tiyggja að frönskum skipum
væri sýnd tilhlýðileg virðing.
Forsætisráðherra íran, Mir-
Hossein Muravi, var ekki á sama
máli. „Bandaríkin og bandamenn
þeirra, Bretar og Frakkar, ættu
ekki að skapa meiri spennu á svæð-
inu. Þeir eiga í höggi við byltingar-
sinnaða þjóð og þó að þeir eigi skip
og flota höfum við ýmislegt annað
í pokahominu."
Franska flugmóðurskipið Clemenceau lætur úr höfn í Toulon, en ættingjar skipveija veifa þeim frá landi.
Persaflói:
Bandaríkjamenn leita
aðstoðar við slæðingu
tranir segjast hafa ýmislegt í pokahorninu
Bahrain, Reuter.
BANDARÍKJAMENN leituðu í
gær aðstoðar Evrópuríkja vegna
skakkafalla, sem þeir hafa orðið
fyrir á Persaflóa í viðleitni sinni
við að halda skipaleiðum þar
opnum. íranir, sem hafa ráðist á
skip á vegum Kuwait-manna á
flóanum, vöruðu Bandaríkja-
menn, Breta og Frakka hins
vegar við frekari aðgerðum. Þá
sendu Kuwait-búar Javier Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, bréf þar
sem þeir sögðust óttast innrás
írana og óskuðu íhlutunar SÞ.
Meðan á þessu stóð reyndi Yuli
Vorontsov, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, að fá
íraka til þess að hlíta samþykkt
Öryggisráðs SÞ um vopnahlé í
Persaflóastríðinu. Að ioknum
viðræðum við ráðamenn í Bag-
dað mun hann halda tii Teheran,
en forsætisráðherra írans varaði
við þvi í dag að i striði gæti
fleira haft sitt að segja en her-
styrkur.
Breska utanríkisráðuneytið
skýrði frá því að sendiherra Banda-
ríkjanna, Charles Price, hefði óskað
eftir fundi með Sir Geoffrey Howe,
utanríkisráðherra Bretadrottning-
ar. Talið er að á fundinum muni
sendiherrann fara fram á aðstoð
Breta við tundurduflaslæðingu á
flóanum. Áður höfðu embættis-
menn í Washington sagt að aðstoð-
ar Frakka yrði líklega æskt, en
vamarmálaráðherra Frakklands,
André Giraud, er í heimsókn í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
Þrátt fyrir að Bandaríkjafloti sé
annar öflugasti floti í heimi er hann
ekki vel búinn til tundurduflaslæð-
ingar. Bretar og Frakkar eru hins
vegar mjög þjálfaðir í slíku.
Frakkar, sem slitu stjómmála-
sambandi við írani hinn 17. þessa
mánaðar, sendu í dag flugmóður-
skipið Clemenceau og tvo tundur-
spilla til Persaflóa. Franskir
aðstoða sljórnvöld
Colombo, Reuter.
MIKIL óánægja virðist ríkja meðal sinhalesa á Sri Lanka með
samkomulag Jayewardenes, forseta landsins, og Gandhis, forsæt-
isráðherra Indlands, um frið milli uppreisnarmanna tamíla annars
vegar og stjórnvalda hins vegar. Tamilar una aftur á móti flest-
ir sæmilega sínum hlut.
Jóhannesarborg:
68 særast
í sprengju-
árás
Jóhannesarborg, Reuter.
SPRENGJA sprakk í miðborg
Jóhannesarborgar í gær og særð-
ust 68 manns, þar á meðal.
nokkrir hermenn og lögreglu-
menn, en sprengjunni var komið
fyrir undir bU skammt frá her-
búðum. Sprengjuárásin var hin
öflugasta, sem beint hefur verið
gegn hernum frá 1983. Þá létust
19 manns.
Lögreglan vildi ekki vera með
neinar getgátur um það hver hefði
komið sprengjunni fyrir, en hún
olli töluverðum skemmdum. Enn
hefur enginn lýst yfir ábyrgð sinni
á tilræðinu, en Afríska þjóðarráðið
(ANC) hefur að undanfömu hert
mjög sprengjuherferð sína í borgum
og bæjum.
Tugir manna hafa fallið í óeirð-
um á Sri Lanka síðustu sólar-
hringa vegna friðarsamningsins.
Reiðir sinhalesar ásaka Jayeward-
ene um að kljúfa ríkið í tvennt
en samkvæmt skilmálunum fá
tamílar, sem einkum búa á
Jaffna-skaga á norð-austurhluta
eyjarinnar nokkra sjálfstjóm. Auk
þess verða tungumál þjóðahlut-
anna nú jafn rétthá.
Jayewardene skýrði frá því í
gær að hann hefði beðið stjómir
Indlands, Bandaríkjanna, Pakist-
ans, Bretlands og Kína um
hemaðaraðstoð til að bæla niður
uppreisn gegn lýðræðislega kjör-
inni stjóm sinni.
Um 3.000 indverskir hermenn
komu til Jaffna-skaga í gær og
jafnframt tilkynntu stjómvöld að
skæruliðahreyfingar tamfla hefðu
samþykkt að afhenda Indveijum
vopn sín.
Það vakti athygli í gær þegar
Gandhi hélt heim á leið til Ind-
lands var hann sleginn af heiðurs-
verði úr flota Sri Lanka, en
Jayewardene bað hann margfald-
legrar afsökunar á þessu.
Sjá síðu 26, „Sjóliði
réðst . . .“
Verdens Gang
Valeri I. Rechetnikov, einn
KGB-mannanna fjögurra, sem
rekinn var úr Noregi fyrir njósn-
ir.
upp og í yfírlýsingu frá honum kem-
ur fram að hann hafí heilshugar
stutt aðgerðir stjómarinnar. „Brott-
rekstur mun ekki stöðva njósnir
Sovétmannanna á norskri grund,
en hann takmarkar þær og gerir
samskiptin erfíðari," sagði Willoch
meðal annars.
Með þessum síðustu atburðum
hefur alls 35 Sovétmönnum verið
vísað úr landi í Noregi fyrir njósnir
frá árinu 1976. Sovétmenn hafa
yfírleitt alltaf svarað fyrir sig, og
þannig komið flestum sérfræðing-
um Norðmanna í málefnum Sov-
étríkjanna úr landi.
Noregur:
4 KGB-menn reknir
úr landi fyrir njósnir
Ósló, frá Torc Johansen, fréttaritara Morgunblaðsins.
FJÓRUM starfsmönnum sovéska
sendiráðsins var í gær vísað úr
landi í Noregi eftir að sannað
þótti að þeir félagar væru allir
KGB-menn. Fjórmenningamir
höfðu ítrekað reynt að festa
kaup á margs konar vöru, sem
Norðmenn mega ekki selja tii
kommúnistaríkja samkvæmt
samkomulagi vestrænna rikja
þar af lútandi. Það var utanríkis-
ráðherra Noregs, Thorvald
Stoltenberg, sem upplýsti þetta
á blaðamannafundi í Ósló. Hann
sagði ástæðuna fyrir brottrekstr-
inum vera þá að mennimir fjórir
hefðu stundað athæfi á sviði iðn-
aðar og tækni, sem ekki væri
sæmandi mönnum í þeirra stöðu.
Sovésk stjómvöld svöruðu þessu
með því að lýsa tvo norska stjórn-
arerindreka óvelkomna í
Moskvu.
„Viðbrögð Sovétmanna eru ekk-
ert annað en hefnd og ekki á
nokkrum grunni byggð. Þessir tveir
stjómarerindrekar okkar hafa ekki
stundað neitt sem kallast gæti
njósnir í Sovétríkjunum," sagði
Stoltenberg. Um leið og ráðherrann
tilkynnti um brottvísunina skýrði
hann frá því að forsætisráðherra
Sovétmanna, Nikolai Ryzhkov,
muni koma í opinbera heimsókn í
janúar á næsta ári. Þetta atvik mun
heldur ekki hafa nein áhrif á ætlaða
heimsókn Nikolais Kotliar, sjávar-
útvegsráðherra Sovétríkjanna,
11.-15. ágúst næstkomandi.
Meðal hinna fjögurra KGB-
manna, sem reknir voru úr landi
var Valentin Viktorovich Korpusov,
2. sendiráðsritari. Hinir fjórir, þeir
Valery Ilich Rechetnikov, Alexand-
er Ivanovich Sergienko og Vladimir
Mikhailovich Vetrov, vom í við-
skiptasendinefnd Sovétríkjanna í
Ósló.
Fram kom að KGB-mennimir
hefðu reynt að ráða Norðmenn til
starfa fyrir sig og ítrekað reynt að
koma á fundum með starfsmönnum
iðnaðarfyrirtækja, sem framleiða
hátæknibúnað ýmiskonar. Þó var
tekið fram að málið tengdist Kongs-
berg-málinu á engan hátt.
Til þess að svara þessu vísuðu
Sovétmenn þeim Rune Aasheim og
Áge Gmtle úr landi og var Gmtle
tilkynnt að hann væri óvelkominn
til Sovétríkjanna um alla framtíð.
Báðir sendiráðsmennimir vom í
sumarleyfí heima í Noregi, svo þeir
urðu ekki fyrir jafnmiklum óþæg-
indum og ella.
Ákvörðunin um brottrekstur
Rússanna var tekin fyrr í júlí, en
hinn 15. þessa mánaðar kallaði
Stoltenberg sovéska sendiherrann,
Alexandar Teterin, á sinn fund og
skýrði honum frá því að mennimir
fjórir yrðu að hverfa af landi brott.
Ákvörðun Sovétmanna um brottvís-
un Norðmannanna kom 12 dögum
síðar, hinn 27. júlí.
Norska stjómin reyndi í lengstu
lög að halda málinu leyndu til þess
að það yrði ekki til þess að spilla
fyrir sambúð ríkjanna, en þegar
Kremlarbændur ákváðu að svara
fyrir sig á mánudaginn varð ut-
anríkisráðuneytið að skýra frá
málavöxtum.
Formanni utanríkismálanefndar
Stórþingsins og fyrrverandi forsæt-
isráðherra, Káre Willoch, var skýrt
frá málavöxtum um leið og það kom