Morgunblaðið - 31.07.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
Ný sending.
Sundbolir, bikini og bolir.
TESS
X
Opið
9-18.
NEÐSTVIÐ DUNHAGA.
Sími622230.
Þetta er stutt frá fyrirhuguðum öskuhaugum
A að gera fólkvang
að öskuhaugnm
eftir Svein Björnsson sér detta Þetta' hug- ÞekkJa Hafn-
J fírðingar ekki Krýsuvík. Vita
Það er óskiljanlegt að bæjar- Hafnfirðingar ekki að þetta land
stjóm Hafnarfjarðar skuli hafa látið er eitt stórkostlegasta útivistar-
SKANDINAVIA
: S.
38 sinnum í hverri viku
Danmörk, Noregur og Svíþjóð taka þér ávallt opnum örmum, allt árið um kring.
Þegar um er að ræða menningarlíf, náttúrufegurð og vinalegt andrúmsloft eru fá lönd
sem taka Norðurlöndunum fram - svo mikið er víst. Taktu þér ferð á hendur,
til góðra granna, og þú munt njóta þess.
Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til fimm borga í Skandinavíu,
38 sinnum í viku.
3xBERGEN
PEX kr. 15.850
3xGAUTAB0RG
PEX kr. 17.200
17xKAUPMANNAHÖFN
PEX kr. 17.010^
8x0SL0
PEX kr. 15.850
7xST0KKH0LMUR
*
PEX kr. 19.820
* Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, M Mf*M CM^^M^^
hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. M M i \jLEMKJM^m
FLUGUEIDIR
. fyrír þíg.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100
svæði hér á landi og í heiminum.
Bæjarstjóm Grindavíkur hefur látið
frá sér fara mótmæli, en ekkert
hefur heyrst frá Hafnfirðingum.
Hvað er eiginlega að ske. Erum við
Hafnfirðingar ekki búnir að fá nóg
af óþverranum í nánd við öskuhaug-
ana í hrauninu okkar. Sorpið hefur
fokið um allt hraun og haft í för
með sér rottugang og alið veiðibjöll-
una. Þessi vargfugl kemur svo á
Lækinn okkar og tekur andarung-
ana og étur þá lifandi. Enginn hefur
sagt neitt við þessum óverra í
hrauninu og allt um kring. Nú á
að færa ruslið til og fara með það
inn á Fólkvanginn okkar, Krýsuvík.
Að láta sér detta í hug að fara með
öskuhauga inn í það land þar sem
Hafnfirðingar fengu ekki einu sinni
að byggja sér sumarbústaði fyrir
um það bil 40 árum. Þá voru fram-
sýnir menn í stjóm í Hafnarfirði.
Landið var þá í raun friðað. Það
er mikið af fólki sem kemur til
Krýsuvíkur á sumrin. Það er um-
hugsunaratriði hvort ekki þyrfti að
koma upp lágmarksaðstöðu fyrir
ferðamenn í Krýsuvík til að tryggja
góða umgengni um svæðið. Þama
er ekki einu sinni salemisaðstaða
fyrir fólk sem er að veiða eða veiði-
hús sem var þó hér áður fyrr við
hið yndislega fallega vatn, Kleifar-
vatn. Stangaveiðifélag Hafnarfjarð-
ar hefur staðið sig slælega í því
efni. Enga þjónustu veitt.
Af hverju haldið þið, Hafnfirðing-
ar, að Einar skáld Benediktsson
hafi keypt Krýsuvíkina? Hann sá
fegurðina og hitann. Já, fyrir margt
löngu. Margir hafa séð fegurðina í
Krýsuvík. Kjarval málaði þar mikið
og Ásgrímur og fleiri og fleiri.
Kannski hafa aðrir en Hafnfirðing-
ar séð fegurðina betur en þeir. Að
minnsta kosti var landið gert að
Fólkvangi 1975.
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar virð-
ist ekki hafa séð fegurðina í
Krýsuvík fyrst henni hefur dottið
þessi vitleysa (hug að flytja þangað
öskuhauga fyrir Hafnarfjörð, Kópa-
vog og Reykjavík. Krýsuvík á
nefnilega að vera algjörlega friðað
land og reyndar alveg frá Vatns-
skarði og að Krýsuvíkurbergi. Þetta
á að vera griðland handa fólki sem
vill njóta náttúmnnar.
Hafnfirðingar, stöndum nú sam-
an og vemdum það sem við eigum
og keyptum, sem betur fer, af
skáldinu Einari Benediktssyni, sem
vissi hvers virði Krýsuvík er.
Höfundur er listm&lnri.