Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 17
V8er rf: TmnArmTSö'í fTirTA.TíTVjnngnM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JUU 1987
Sól — snyrting
og megrun
Greiðið hárið frá
Gott er að láta sólina og goluna
leika um húðina hjá þeim sem
hafa fituga húð. Fitan í húðinni
safnar óhreinindum sem oft valda
bólum. Það er því gott, sérstaklega
á sumrin, að halda hárinu ftá and-
litinu, og láta það ekki liðast niður
á bert bakið. Hárið verður fitugt
og ósnyrtilegt ef það liggur á fit-
ugri húðinni — og húðin losnar
ekki við fituna sem frá henni kem-
ur. Getur það valdið bólum og
bólgum. Þessvegna er réttast að
greiða hárið frá enni og andliti
þegar verið er úti undir berum
himni í sumarsólinni.
Ummegrun
Þeir sem leggja sér til munns
of mikið af sætindum, eins og
súkkulaði, ís og kökum, gjalda
þess oftast með því að bæta við
sig kílóum. Það getur verið erfítt
að neita sér um góðgætið, en hvað
gerum við ekki til að halda línun-
um?
Til eru sykursneyddar og hita-
einingafáar sælgætistegundir, en
það er léleg lausn fyrir þá sem eru
í megrun að japla á svoleiðis sæt-
indum. Það sem þeir þurfa að gera
er að losa sig við þörfina fyrir
sætindin. Ef við erum stöðugt að
háma í okkur eitthvað sem er
sætt á bragðið getur verið stutt í
það að sykrað sælgæti leysi það
sykursneydda af hólmi. Og þá er
Slípið húðina
Flestir fagna því innilega þegar
sumarsólin er orðin það hlý að hún
er farin að gefa líkama þeirra
þennan eftirsótta brúna lit. Þeir
sem hafa haldið við brúnkunni ftá
fyrra ári undir sólarlömpum njóta
þess að láta geisla sólarinnar taka
við á ný. En sumir verða fyrir
vonbrigðum þegar húðin tekur á
sig grábrúnan lit í stað þess gullin-
brúna, sem beðið var eftir. Þegar
svo fer er ágætt að slípa húðina —
bæði á líkama og andliti — einu
sinni eða tvisvar í viku, en til þess
eru notuð sérstök slípikrem sem
til eru í ýmsum gerðum. Flestir
framleiðendur snyrtivamings
bjóða svona hreinsikrem bæði fyrir
líkamann og andlitið. Þessi slípikr-
em hreinsa mjúklega burt örþunnt
yzta lag húðarinnar, sem bæði
gefur húðinni gráleitan blæ og
gerir hana grófa viðkomu. Þau
breyta þó engu um brúnkuna, held-
ur þvert á móti gefa húðinni
fallegri lit, auk þess sem hún verð-
ur sléttari og silkimjúk.
þess skammt að bíða að keppimir
komi á ný.
Flestar uppskriftir af megrunar-
fæði heimila neyzlu ávaxta — í
mismunandi miklu magni. Það er
upplagt að skipta þessu magni í
smá skammta og nota þá til að
fullnægja sykurþörfínni.
Styrkið magavöð-
vana
Hér kemur svo góð æfing til að
styrkja magavöðvana. Liggið á
bakinu með handleggina niður með
síðunum. Kreppið knén upp að
maganum. Réttið svo úr fótleggj-
unum, teygið úr þeim eins og þið
getið án þess að sveigja hrygginn,
og látið fætuma síga niður. Krepp-
ið svo knén upp að maganum á
ný og endurtakið æfinguna 5-10
sinnum í byijun. Seinna, þegar
magavöðvamir em famir að
styrkjast, má gera þetta oftar.
HÚSAFKLI
1987
VERZLUNARMANNAHELGIN 31. júlí - 3. ágúst
MARAÞON TÓNLISTARFLUTNINGUR ÖLL KVÖLD OG ALLAR NÆTUR
Forsala aðgöngumiða fyrir Húsafellshátíðina '87
Reykjavík.......................BSÍ, c/o Sæmundur.
Borgárnes.................Sérleyfisbílar Sæmundar.
Snæfellsnes.............Sérleyfi Helga Péturssonar.
Akureyri.........................Öndvegi c/o Gylfi.
Suðurnes......Víkingaferðir Holtsgötu 49, Njarðvík.
Selfoss..............Sérleyfisbílar Selfoss c/o Þórir.
1 WttptiiW
Metsölublað á hvetjum degi!