Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Atlantshaf sbandalagið: Ný eftirlitsstöð á Miðnesheiði Keflavfk. EFTIRLITSSTÖÐ á vegum Atl- antshafsbandalagsins mun verða reist á Miðnesheiði innan fárra ára og er henni ætlað að koma í stað „Rockville-stöðvarinnar" sem þá verður lögð niður. Þorsteinn Ingólfsson hjá Vamar- málanefnd sagði að nýja stöðin yrði nær Keflavíkurflugvelli eða nokkru sunnar við Sandgerðisveg. Að sögn Þorsteins hafa engar dag- setningar verið nefndar. Nú stæðu yfir byggingar á eftirlitsstöðvum fyr- ir norðan sem ættu að verða tilbúnar árið 1989. Síðan væri ný stöð við Stokksnes á dagskrá áður en röðin kæmi að stöðinni á Miðnesheiði. BB Grillpakkinn ■ 5 kg. grillkol, grillkveikilögur, diskar, glös og hnífapör mn fyrir 5 ........... kr.599 Tilbúinn matur Pakkað í tilbúna bakka eða í kílóavís eftir óskum. ■ Heil lambalæri, kótelettur, lærissneiðar, kjúklingar, kalt hangikjöt, soðin svið o.fl. o.fl. Beint á grillið: ■ Ekta nautahamborgari ~ ~ meðbrauði .......... kr.OOj" kr.297j" .. kr.29j" I Goða pylsur, pr. kg. ... i Myllu pylsubrauð, 5 stk. Svínakjöt, nautakjöt, tilbúnir grillpinnar, kryddlegnar lambalæris- sneiðar, kótelettur, rif og framhryggs- sneiðar. Öl og gos ■ Seven-up, Grape, DietPepsi, Pepsi ogAppelsín, 1V2 lítri... kr. 78,- ■ Prippsbjór, 1/2lítri... kr. 35,80 ■ Dauer bjór, 1/2 lítri... kr. 35,50 Grænmeti og ávextir —allt nýtt og ferskt. Vínber, kiwi, melónur, plómur, jarðarber, bláber, epli, appelsínur, ferskjur, bananar, hvítkál, blómkál, tómatar, agúrkurog nýjar íslenskar kartöflur. Ómissandi í ferðina: Yfir 20 tegundir af tilbúnum salötum, dósamaturog niðursoðið kjöt í úrvali, kextegundir í hundraðatali, einnota hnífapör, glös og diskar, reyklaus grillkol, grillbakkar, kveikilögur, allar tegundir af Maarud snakki, Maggi súpur og skyndidrykkir, úrval af harðfiski og bitafiski o.fl., o.fi. Opið á fimmtudag til kl. 18:30 og á föstudag til kl. 21:00 Hjá okkur færðu fyrír ferðina! KAUPSTADUR Sími: 73900 í MJÓDD úr böndunum Þau Jeff Daniels (The Purple Rose of Cairo) og Melanie Griffith, (Into the Night) eru óborganleg í einni líflegustu mynd um langt skeið, Something Wild. Brandari fer Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Something Wild ★ ★ ★ 1/2 Leikstjóri Jonathan Demme. Handrit E. Max Frye. Kvik- myndatökustjóri Tak Fujimoto. Klipping Craig McKaye. Aðal- leikendur Melanie Griffith, Jeff Daniels, Ray Liotta. Bandarísk. Orion 1986. U.þ.b. 110 min. Þau Jeff og Melanie hittast af til- viljun á matstofu í New York, ólík eins og hvítt og svart, a.m.k. í fljót- heitum. Hann dæmigerður kaup- sýslumaður „á uppleið“ ( stífpressuð- um jakkafotum með bindi og hugann rígbundinn við verðbréfamarkaðinn, blásaklaus í framan. Hún bæði fríkuð, sexí og frekjuleg, hálfóður, vand- taminn villiköttur í leit að leikfélaga sínum, músinni. Og þar sem hún ígrundar Jeff á matsölustaðnum sér hún í honum eðlisþætti sem eru henni að skapi, hann stingur nefnilega af á lunkinn, þaulæfðan hátt frá reikn- ingnum. Ekki allur þar sem hann er séður. Og Melanie býður honum í bíltúr. Gabbar hann með sér hvetja míluna á eftir annarri. Eftir nokkra klukkutíma er hann farinn að hafa gaman af hlutum sem hans bljúga fyrirtækissál hefði aldrei vogað sér að dreyma um. Tilgangur Melanie með því að ræna þessum sakleysingja var að taka hann með sér til gamans á 10 ára útskrift- arafmæli í skólanum hennar gamla, niður í Virginíu. En þar kemur babb í bátinn, því þar er fyrir raunveruleg- ur eiginmaður Melanie, illvígur tugthúslimur, nýsloppinn út og nú breytist gamanið í jökulkalda alvöru. Demme (Melvin and Howard, Stop Making Sense) er einn forvitnilegasti og persónulegasti hinna yngri banda- rísku leikstjóra í dag ásamt mönnum eins og Jarmusch, Alex Cox og Spike Lee. Það er hreint með ólíkindum hvað maðurinn er kraftmikill. Hér hellir hann yfir okkur viðstöðulaust öllu í senn, gamanmynd, drama, farsa og þriller og gerir allt jafn íjári vel! Þá er maðurinn einkar laginn við að notfæra sér að lífga myndina með stórskemmtilegum smáatriðum, glæða rammana meira lífí en við eig- um yfir höfuð að venjast. Söguþráð- urinn er skemmtilega fáránlegur hrærigrautur um gaman sem breytist í martröð. Um leið ádeila á tryggt líf þess sem engu hættir, engu þorir heldur þraukar steindauðu lífí. Hér fær rolan umbun fyrir manndómss- nefilinn. Þá er leikhópurinn snilldarlega valinn. Jeff Daniels er fæddur í hlut- verk skrifstofuþrælsins sem fer óvart, en um síðir ánægður, út í smá tjútt í tilverunni. Ray Liotta gefur honum lítið eftir í hlutverki skúrksins og reyndar minnisstæð uppgötvun. Ann- ars er varla hægt að fínna að einu einasta leikaravali, litlu sem stóru. En fyrst og fremst er Somethig Wild vettvangur geislandi hæfileika Mel- anie Griffith, hvort sem hún er í útfríkuðum kynham eða komin niður á jörðina. Hun sýnir hér að minnis- stæður leikur hennar í Into the Night var engin tilviljun. En eitt er víst, að ekki erfír hún hæfileikana frá móður sini, Tippi Hedren, þeirri gjör- samlega hæfíleikasnauðu Hitchcock- leikkonu. Kvikmyndatakan er fjörleg og oft hressilega undirstrikuð af líflegri rokkmúsik af slóðum sem Demme gjörþekkir. Vafalaust er Something Wild ekki að allra skapi, sjálfsagt mislíkar ein- hveijum stílbrotin í myndinni. En þau eru þama einfaldlega sökum þess að þar eiga þau heima, þetta er villt mynd. Hún er líka örugglega kær- komin öllum þeim sem vilja fá ferskar, líflegar myndir sem ekki eru steyptar í gömlu mótin. Something Wild er borðleggjandi skemmtileg- asta uppákoma sem maður hefur upplifað lengi í kvikmyndahúsi, mað- ur mun fylgjast með þeim Demme og Griffith enn nánar í framtíðinni. Canalis Afar einfalt og fIjótlegt í uppsetningu Sérlega hentugar fyrir verslanir. RAFSKINNUr RENNURFRA I Telemecanique til dreifingar á rafmagni ^OTLJMN!1 HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 AGFA+3 Alltaf Gæðamwdir Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.