Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 21 Dr Snunith Shoham ffa ísrael. Dr Sigrún Klara Hannesdóttir. Þegar kennarinn gleymir sér í tölvuleik Frá Bandaríkjunum var mætt á ráðstefnuna June Johnson. Hún er bókavörður í grunnskóla fyrir fímm til nfu ára böm í New Jersey fylki. Aðspurð hvað það væri helst, sem hún fengi út úr því að sækja slíka ráðstefnu, nefndi hún fyrst sam- kenndartilfínningu. Hún upplifði sig ekki sérstaklega sem Bandaríkja- mann á ráðstefnu sem þessari. Hún sæi að á allt öðrum stað í heiminum væri fólk að fást við það sama og hún og það gæfí þessa tilfínningu; að maður tilheyrði hópi fólks um allan heim. Þrátt fyrir að skólinn sem June vinnur við sé eingöngu fyrir yngstu bömin er ein tölva inni á sjálfu bókasafninu fyrir þau og átta á hjólum sem notaðar eru við kennslu f kennslustofunum. Sagðist June rúlla þeim af stað í stofumar á mánudagsmorgni og væri þeim yfír- leitt ekki skilað til baka fyrr en á föstudegi þar sem þær væru notað- ar svo mikið. Mikilvægast af öllu f tölvunotkun við kennslu svo ungra nemenda sagði June vera val á hugbúnaði. Hann yrði alltaf að velja af kost- gæfni. Vel heppnað forrit kenndi bömunum mikið þótt þeim fyndist þau bara vera að leika sér. Bestu forritin í sínum skóla væm til kennslu í ensku, stærðfræði og fé- lagsfræðum. June sagði að enn væm til kenn- arar sem segðust hafa kennt í 30 ár, þá hefði ekki vantað tölvu fram að þessu og þeir þyrftu hennar ekki með nú. Hún sagðist halda að yfírleitt stafaði þessi afstaða af ótta við að tölvumar væm of flókin tæki fyrir kennarann og hann myndi ekki geta lært almennilega á þær. Þennan beyg sagðist hún hafa yfímnnið hjá mörgum kennar- anum með því að bjóða honum að koma á bókasafnið þegar honum hentaði. Hún hefði þá allt tilbúið fyrir hann, kveikt væri á tölvunum og búið væri að hlaða forritunum inn í þær. Viðkomandi kennari þyrfti ekki að gera annað en að setjast og leika sér í kennsluforrit- unum eins og bömin. Þegar svo kennarinn liti f fyrsta skipti á úrið og sæi að hann hefði gleymt sér í leikjunum, talaði hann strax um hvenær hann gæti komið næst. Og í næsta skipti spyrði hann af ein- lægum áhuga hvemig ætti að kveikja á tölvunum, hlaða inn forrit- unum og svo framvegis. Og þar með væri bjöminn unninn. Viðtöl: Jóhann Viðar ívarsson Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þessi Saab hafði verið skilinn eftir og auðsjáanlega staðið í nokk- urn tíma. Suðurnes: Heilbrig'ðiseftirlitið með átak í hreinsun Keflavík. Heilbrigðiseftiriitið á Suður- nesjum hefur að undanförnu staðið að hreinsun á ýmiskonar drasli sem menn eru oft svo gjarnir á að safna að sér. Átak þetta er í samráði við sveitarfé- lögin og lögregluna og sagði Jóhann Sveinsson hjá heilbrigðis- eftirlitinu að þessi aðgerð hefði mælst vel fyrir og viða haft góð áhrif á útlit. Jóhann sagði að atvinnurekendur hefðu verið heimsóttir og þeim bent á það sem betur mætti fara í útliti fyrirtækja þeirra. Árangur hefði oftast orðið góður, en alltaf væm einhveijir sem létu sér ekki segj- ast. Ætti þetta sérstaklega við um fískverkendur sem margir hveijir hefðu ekki verið til viðræðna um snyrtilegt útlit húsa sinna og um- hverfís. Þetta er gamall fólksvagn sem breytt hefur verið í einskonar torfærubíl og skilinn eftir úti á víðavangi. Töluvert virðist vera um bflhræ á svæðinu og hafa tugir bfla sem skildir hafa verið eftir á opnum svæðum verið fjarlægðir að undan- fömu. Jóhann sagði að áfram yrði haldið á þessari braut á næstunni og veitti áreiðanlega ekki af. - BB Verslunarmannahelgin Ætlarðu að ferðast á láði eða legi eða ætlarðu bara að dytta að? Pú færð úrvals sjó-ferða-vinnufatnað hjá okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.