Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Stoltur nýliði Hinn sautján ára gamli Grant Stokes (annar f.v.) í réttstöðu er nýliðar í úrvalsherdeildinni Household Division voru út- skrifaðir við hátíðlega athöfn í gær. Hann mun verða einn þeirra lífvarða sem gæta eiga Elísabetar drottningar og standa vaktir fyrir utan Buck- ingham-höll, klæddir rauðum frökkum og svörtum bjamar- skinnshúfum, túrhestum (og ljósmyndaverslunum) til óbland- innar ánægju. Nokkur ár eru síðan blökkumanni veittist sá heiður sem Stokes hlotnast nú. Reuter [ Verðbréfamarioður Iðnaðaitankans kynnir ný verðtiyggð skuldabréf Glitnis hf. Nýtt lek- andaafbrígði sem mótefni vann ekki á Boston. Reuter. LEKANDAAFBRIGÐI, sem mót- efnið spectinomycin vinnur ekki á, hefur fundist á hersjúkrahúsi i Suður-Kóreu, að þvi er haft var eftir bandariskum læknum i gær. Þeir vöruðu við þvi, að alvarlegir sjúkdómar, sem yrðu ónæmir fyr- ir mótefnum, bærust veqjulega fljótt á milli heimshluta. Læknamir, sem starfa undir stjóm dr. John Boslego á Walter Reed- rannsóknastofnuninni í Washington, komust að raun um, að spectomycin hreif ekki á 8% lekandatilfellanna, sem vom til meðferðar. Hins vegar kváðu þeir sjúkdóminn hafa látið undan síga fyrir öðmm mótefnum. Viðnám gegn mótefnum er vax- andi vandamál í baráttunni við sjúkdóma eins og lekanda, sem bakt- ería veldur. Þegar ónæmi gagnvart einhveiju móteftii þróast hjá ákveðinni tegund baktería, grípa læknar til annarra mótefna, en flótt sækir í sama horf- ið og bakterían verður ónæm á nýjan leik. Mörg afbrigði lekanda em t.d. ónæm fyrir penisillíni. Þó að vitað hafi verið um lekanda- afbrigði, sem vom ónæm fyrir spectomycini, er þetta í fyrsta sinn, sem sagt er frá útbreiddu ónæmi fyrir lyfinu. ávöxtun umfram verðbólgu Japanir skila hatti Napóleons Tokyo. Reuter. LEÐURHATTI, sem talið er að Napóleon Bonaparte hafi borið, verður skilað heim til Frakklands frá Japan, Frökkum að kostnaðar- lausu, að því er embættismenn Oskaborgar og franska sendiráðs- ins í Japan sögðu i gær. Þeir sögðu, að eigandi hattsins, Heiji Tomioka frá Osaka, mundi af- henda gripinn Jean-Pierre Samoy- ault, forstöðumanni Þjóðminjasafns Frakklands í Fontainebleau, í Osaka í dag. Embættismenn Osaka sögðu, að Tomioka hefði sagt borgarstjóran- um, að með afhendingu hattsins væri hann að framkvæma vilja föður síns heitins, Tokutaro Tomioka. Tomioka eldri kejrpti hattinn fyrir 30 milljón jen (tæplega 8 millj. ísl. kr.) í verslun í Osaka 1972. valið á milli Glitnir hf. er fjármálafyrirtæki sem stofnaö var i október 1985 og er nú stærsta fjármögnunarleigufyrirtækið á innlendum markaði (fjármögnunar- leigufyrirtæki sjá um kaup á vélum og tækjum fyrir önnur fyrirtæki fyrir eigin reikning og leigja þau síðan endan- legum notendum til ákveðins ára- fjölda). Stofnendur og eigendur Glitnis hf. eru norska fjármálafyrirtækið A/S Nevi í Bergen, Iðnaðarbanki íslands hf. og Sleipner Ltd. í London. Gert er ráð fyrir aö eigið fé og áhættufé Glitnis hf. verði yfir 200 milljónir króna í árslok 1987 en niðurstaða efnahagsreiknings um 2.000 milljónir króna. Nú getur þú 13 mismunandi gjalddaga. Með nýjum skuldabréfaflokki Glitnis hf., 1. flokki 1987, geta kaupendur valið á milli alls 13 mismunandi gjalddaga. Öll skuldabréfin eru eingreiðslubréf (greið- ast með einni greiðslu í lok lánstímans) og bera nú 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu eða jafngildi 36% ársvaxta síðustu þrjá mánuðina. Þrír skulda- bréfaflokkar Glitnis hf. hafa nú verið skráðir á Verðbréfaþingi íslands. Verð- Gjalddagar skuldabréfa Glitnis hf. eru nú Ávöxtun 15. október 1988 11,1% 15. janúar 1989 11,1% 15. apríl 1989 11,1% 15. október 1989 11,1% 15. janúar 1990 11,1% 15. apríl 1990 11,1% 15. október 1990 11,1% 15. janúar 1991 11,1% 15. apríl 1991 11,1% 15. október 1991 11,1% 15. janúar 1992 11,1% 15. apríl 1992 11,1% 15. október 1992 11,1% Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. ÁRMULA7, REYKJAVÍK 68-10-40 bréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. sér um endursölu skuldabréfanna þurfi eigendur að selja þau fyrir gjalddaga. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg veita allar nánari upplýsingar. Kaupmannahöfn: Tekinn ölv- aður með pylsuvagn PYLSUSALI var tekinn fastur af lögreglunni, af þvi að hann þótti grunsamlega reikull í spori, þar sem hann var á ferð með vélknúinn pylsuvagn sinn í Holm- bladsgade í Kaupmannahöfn um eftirmiðdaginn á þriðjudag. Lögregluþjónamir voru á því, að ilmurinn af manninum væri fremur ættaður úr vertshúsi en pylsu- vagni. Var vagninum lagt við gangstéttarbrúnina, á meðan pylsu- salinn blés í blöðruna. Þar sem útkoman var mjög svo Jákvæð", var farið með manninn á stöðina í blóðpróf. Reynist vínandaprósentan of há samkvæmt prófinu, á pylsusalinn von á að verða dæmdur til sektar- greiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.