Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Magnús I. Sigurðs- son viðskiptafræð- ingur — Minning Fæddur 5. september 1961 Dáinn 23. júlí 1987 Mig setti hljóðan er mér bárust fregnir af sviplegu fráfalli vinar míns, Magnúsar Inga Sigurðssonar. Erfítt er að trúa því að þetta hafí raunverulega gerst. Hver er til- gangurinn með því, þegar ungur maður í blóma lífsins er kvaddur á brott? Kynni okkar Magga, eins og hann var oftast kallaður, hófust í gagnfræðaskóla, en nokkrum árum síðar skildu leiðir. Leiðir okkar lágu aftur saman er við hófum nám við viðskiptadeild háskólans haustið 1982. Allan námstímann áttum við mjög gott samstarf og það var svo í fyrravor sem við lukum námi þar og útskrifuðumst. Maggi reyndist mér vel allan námstímann, enda var hann góður námsmaður og gæddur miklum hæfíleikum. Eftir nám hóf hann störf við endurskoðun og stefndi hann að löggildingu á því sviði. Maggi var góður vinur sem gott var að eiga og mun hans verða sárt saknað. Eg sendi fjölskyldu hans og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur í þessari miklu sorg. Carl H. Erlingsson Við viljum minnast góðs drengs og vinar með nokkrum línum. Maggi fæddist í Vestmannaeyjum þ. 5. september 1961, en fluttist til Reykjavíkur ásamt flölskyldu sinni eftir gos. Þau fluttu upp í Breiðholt og gekk Maggi í Fellaskóla. Þar voru okkar fyrstu kynni sem urðu að vin- áttu sem entist til hins síðasta dags. í Vestmannaeyjum stundaði Maggi hinar ýmsu íþróttir, en þegar til Reykjavíkur kom varð knattspyman ofan á. Leiðin lá fljótlega í knatt- spymufélagið Fram. Ha,nn þótti harður leikmaður og gaf aldrei eftir, enda hraustur bæði á sál og líkama. Maggi æfði og keppti með Fram þar til kom að meistaraflokki, en þá hætti hann eins og oft vill verða. En þó hann hætti knattspymuiðkun að mestu var áhuginn enn fyrir hendi og var hann ætíð gallharður Framm- ari. Úr grunnskóla fór Maggi í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófí. Eftir eins árs hvíld frá námi hóf hann nám við við- skiptadeild Háskóla íslands og lauk þaðan kandidatsprófí vorið 1986. Samhliða háskólanámi kenndi hann nokkrar annir í sínum gamla skóla, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Eft- ir nám starfaði Maggi sem endur- skoðandi og var ætlun hans að gera það að ævistarfí sínu. Það voru margar góðar stundir sem við áttum með Magga og munu þær seint gleymast. Við vinimir höfðum gaman af að skemmta okkur eins og gengur og yfírleitt var Maggi manna hress- astur. Þá áttum við margar gleði- stundir á vellinum þegar Fram var að spila, en eins og áður var getið um, þá var Maggi mikill Frammari. Hann reyndi að sjá sem flesta leiki með liðinu og til þess var ferðin far- in sem reyndist vera hans síðasta. Samskipti okkar við íjölskyldu Magga hafa ætíð verið mjög góð og stóð heimili hans okkur ávallt opið. Það er einkennilegt til þess að vita að við munum ekki sjá vin okkar Magga oftar á lífí. Hans verður sárt saknað af okkur, sem og mörgum öðrum. En sú trú styrkir okkur að nú dvelji Maggi í góðu yfírlæti í öðrum og betri heimi. Móður hans, bræðrum og öðrum skyidmennum vottum við okkar dýpstu samúð. Gísli, Dabbi, Einar, Kristján, ÓIi og Bylgja. „Þeir deyja ungir sem guðimir elska," segir máltækið. Það er þó erfítt að sætta sig við þessi orð þeg- ar í hlut á vinur minn og frændi, Magnús Ingi Sigurðsson. Það gætir ekki nokkurrar sanngimi í því að góður, glæsilegur og vel gefinn drengur skuli þurfa að yfírgefa þenn- an heim svo skyndilega. Magnús Ingi Sigurðsson, eða Maggi eins og hann var kallaður, á meðal vina, var fæddur í Vestmanna- eyjum 5. september 1961. Hann ólst þar upp til 12 ára aldurs en í Heima- eyjargosinu fluttist hann ásamt móður sinni og bræðrum til Reykjavíkur. Fljótlega fór Maggi til liðs við knattspymufélagið Fram og kom þá í ljós hversu góður knattspymumað- ur hann var. Hann var löngum fyrirliði í yngri flokkum Fram enda góður leikstjómandi og vinsæll með- al félaganna. En skólanámið krafðist sinna fóma og Maggi gaf alvöru knattspymunnar eftir en til að hafa áfram gaman af knattspymunni stofnaði hann ásamt félögum sínum knattspymudeild við Ungmennafé- lagið Víkveija. En auðvitað var hann alltaf Frammari og var einn af þeirra hörðustu stuðningsmönnum. Það er því grátlegt að hann skuli hafa látið lífíð í flugslysi eftir að hafa stutt liðið til sigurs á Ólafs- fírði, ásamt félögum sínum, sem fórust með honum. Blessuð sé minn- ing þeirra. Það er ósk mín að stjóm knattspymudeildar FVam haldi minn- ingu Magga og félaga hans á lofti með einhverjum hætti. íþróttir væru ekki það sem þær eru án slíkra manna. Maggi var afburða námsmaður alla sína skólatíð. Hann fékkst við kennslu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti með námi í viðskiptadeild Háskóla íslands. Þaðan lauk hann svo mjög góðu prófí í fyrra og hóf þegar störf á endurskoðunarskrif- stofu hér í borg. Oft þurftum við félagamir að leita til Magga með óleysanleg dæmi úr skólanum og að sjálfsögðu lá hann ekki á liði sínu. Svo alvarlega tók Maggi námið að stundum þurfti hann að fá frið frá okkur. Þá hélt hann upp á Akranes til afa síns og ömmu og naut þar góðrar umönnunar og námsfriðar. Þrátt fyrir góðan árangur í skóla hafði Maggi tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Mér er minnisstætt hvemig hann lék á als oddi f fertugsafmæli Helga frænda síns, en hann átti ekki í vanda með að koma fólki í gott skap. Kynslóðabil þekkti hann ekki í samskiptum við fólk. Glæsilegri mann var vart hægt að fínna. Nei, það er engin sanngimi í því að vinur minn, Maggi, skuli nú kall- aður af sjónarsviðinu, svo fullur af lífsþrótti og hugmyndum, enda nýút- skrifaður og farinn að starfa á sínu sviði. Fyrir framan mig er eintak af lokaritgerð Magga sem hann gaf mér. Hún fjallaði um fjármögnunar- leigu og var mjög vel unnin en þvi miður gat hann ekki uppfyllt áform sín um frekari vinnu á þessu sviði. Ég veit að margir vinir Magga eiga erfítt með að hugsa sér þjóð- hátíð í Eyjum án hans og er skarð fyrir skildi í góðum vinahópi hans í Éyjum. Maggi missti föður sinn ung- ur að ámm og saknaði hans sárt í uppvexti sínum. Hver veit nema leið- ir þeirra liggi nú saman. Og hver veit nema þrátt fyrir allt leynist ein- hver birta í þessum hryggilega atburði. Megi guð blessa minninguna um þennan góða dreng og megi guð styrkja Árnýju, Guðjón, Odd og önn- ur skyldmenni í sorg þeirra og söknuði. Gylfi Sigfússon Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Magnús Ingi Sigurðsson við- skiptafræðingur var einn þeirra, er létust í hinu hörmulega flugslysi fímmtudaginn í síðustu viku, aðeins 25 ára að aldri. Magnús lék knattspyrnu í yngri flokkum Fram um árabil í glaðvær- um hópi skemmtilegra félaga, sem hafa verið kunningjar og góðir vin- ir allar götur síðan. Magnús fylgdist vel með starfí félagsins og var það sem kallað er traustur Frammari. Hann var dómari í knattspymu um skeið og vonir stóðu til, að hann kæmi til frekari starfa á næstu árum. Magnúsi hafa önnur örlög verið ætluð. Vinir hans í FVam og annars staðar eiga ekki eftir að hitta hann glaðan og reifan eins og venjulega. Þeir sakna góðs félaga og eiga um hann hugljúfar minningar. Knattspyrnufélagið Fram flytur móður hans og öðrum vandamönn- um innilegar samúðarkveðjur á erfíðri stundu. Halldór B. Jónsson Meðal nemenda í einum fyrsta hópnum sem ég kenndi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, var renglulegur sláni. Ég man enn er ég fór yfír fyrstu úrlausn hans, að mér þótti hann ekki líklegur til af- reka í námi. En þar skjátlaðist mér heldur betur. Hann var afbragðs- nemandi og hefí ég fyrir satt, að betri bókfærslunemandi hafí vart komið í FB. Svo hagaði til, að ég kenndi þessum hópi óvenju marga tíma og kynntist hópnum því betur en mörgum öðrum. Ekki sakaði það heldur, að í hópnum voru nokkrir mjög ötulir stuðningsmenn Knatt- spymufélagsins Fram, og reyndar leikmenn, eins og Magnús þá. Við hittumst oft á leikjum Fram og vildu synir mínir þá ætíð vera með „nem- endunum", því þar var fjör og gaman. Úr þessum hóp nemenda fóm nokkrir í viðskiptafræði við HÍ og fylgdist ég nokkuð með gengi þeirra þar og var stoltur af þessum fyrrverandi nemendum FB. Er líða tók að námslokum hjá þeim, fékk ég nokkra þeirra, og þar á meðal Kveðjuorð: HALLMAR FREYR BJARNASON Fæddur 21. nóvember 1931 Dáinn 21. júlí 1987 Seint gleymist sá dagur síðsumars í fyrra þegar úrslit í knattspymuleik sem leikinn var í Reykjavík milli Víkinga og Siglfirðinga bárust til Húsavíkur. Leiknum lauk með jafn- tefli og þar með hafði áralangur draumur knattspymuunnenda á Húsavík orðið að veruleika. íþrótta- félagið Völsungur var komið í hóp hinna bestu, í fyrstu deild. Hvar- vetna sem farið var um götur bæjarins féllust menn í faðma, bílflautur vom þeyttar og jafnvel fólk sem ekki gerði það að venju sinni að fylgjast með fótbolta tók þátt í gleðinni. Og í henni miðri var formaður félagsins, Hallmar Freyr Bjamason. Þessi laugardagur verður öllum knattspymuunnendum á Húsavík minnisstæður. Þegar við Hallmar Freyr hittumst í miðbænum tókst þessi stóri maður nánast á loft og í bamslegri gleði og hrifningu sagði hann „þetta er stærsta stund- in í lífi mínu“. Hallmar Freyr Bjamason og íþróttafélagið Völsungur verða ekki skilin að, svo náin vom tengslin eft- ir stjórnunarstörf í hálfan fjórða áratug og þar af síðustu níu árin sem formaður. íþróttamálin áttu hug hans allan og þær vom ófáar stund- imar sem hann varði í störf í þágu félagsins. Eftir síðasta leik íslands- mótsins í fyrra þegar Ijóst var að Völsungur hafði ekki aðeins náð þeim árangri að komast í fyrstu deild heldur einnig að verða sigur- vegari í annarri deild, sagðist formaðurinn ætla að taka sér vikufrí úr vinnu og opna hús sitt upp á gátt fyrir stuðningsmenn félagsins. Hallmar Freyr stóð við orð sín. A hvetjum degi komu menn saman til þess að ræða unninn áfanga og fót- boltann í fyrstu deild að ári. Formanninum bámst heillaóska- skeyti og blómvendir frá stuðnings- mönnum, gömlum Húsvíkingum hvaðanæva af landinu. Sjálfsagt hefur Húsavík aldrei fengið eins góða kynningu eins og þessa dýrðar- daga síðsumars í fyrra. Það var við hæfi að Hallmar Freyr væri í hring- iðunni miðri. Hann unni alla tíð Húsavík og var kjörinn í bæjarstjóm árið 1962 þá liðlega þrítugur að aldri og þar átti hann sæti næstu tvo áratugina. Hann hélt á lofti gildi íþrótta og var ötull baráttumaður félagsmála í bænum. Því verður ekki á móti mælt að myndarlega hefur verið staðið að íþróttamálum á Húsavík en óvíst er hvort þannig væri ástatt ef krafta Hallmars Freys hefði ekki notið við. íþróttafélagið Völsungur hélt fyrir skömmu upp á 60 ára afmæli sitt. Knattspymu- mennimir höfðu gefið formanni sínum glæsilega gjöf með frammi- stöðu sinni í annarri deildinni eins og fyrr er lýst. En það var fleira sem gladdi. Landsmót Ungmennafélags Islands var haldið á afmælisári Völs- ungs og því hafði verið ráðist í miklar framkvæmdir, m.a. byggingu nýs íþróttahúss. Þegar það var vígt fyrr í sumar bættist enn einn merkis- atburðurinn við sögu bæjarfélagsins við Skjálfandaflóa. Hallmar Freyr veiktist í lar.dsmótsvikunni og gat því ekki tekið þátt í sjálfu móts- haldinu eftir að hafa unnið ötullega við skipulagnmgu fram á síðasta dag meðan kraftar hans voru óskiptir. Þegar ég heimsótti hann í Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri að loknu landsmóti og sýndi honum myndir frá mótinu varð honum að orði: „Ég vissi alltaf að þetta myndi takast vel.“ Þessi setning lýsir Hallmari Frey betur en mörg orð. Hann var ódeigur bjartsýnismaður og svo mik- ill Völsungur að hann spáði liðinu ætíð sigri og skipti þá engu hver andstæðingurinn var. Við vorum nágrannar í mörg ár og það var hægt að sjá það á leið- inni upp Reykjaheiðarveginn á laugardagseftirmiðdögum þegar Völsungar áttu leik á útivelli hvort liðið hefði sigrað eða tapað. Ég held að Hallmar Freyr hafi aldrei verið eins duglegur að vökva og slá lóðina en eftir sigurleiki á útivöllum. Alltaf var hann reiðubúinn með þessa gull- vægu setningu ef sigur vannst í kappleik. „Ég vissi alltaf að við myndum vinna." Hallmar Freyr var mikill húmoristi og var gæddur mik- illi frásagnargáfu. Alveg fram til hinstu stundar var húmorinn til stað- ar. Hallmar Freyr Bjarnason fæddist 21. nóvember 1931 í Hallgrímsbæ á Húsavík, fjórði í röð sjö sona hjón- anna Bjama Asmundssonar og Kristjönu Hólmfríðar Helgadóttur. Ungur fór hann til sjós og stundaði ýmis verkamannastörf og vann með- al annars við byggingu Laxárvirkj- unar. Upp úr 1960 lærði hann múraraiðn og lauk sveinsprófí árið 1963. Ásamt fleirum stofnaði hann byggingafyrirtækið Varða hf. og vann þar við verkstjóm. Eftir það réðst hann til Fiskiðjusamlags Húsavíkur og starfaði fyrst við ný- byggingar en síðustu árin sem verkstjóri í fiskverkun Fiskiðjusam- lagsins. Hallmar Freyr Bjamason andaðist í Landspítalanum þriðju- daginn 21. júlí eftir skamma sjúkra- húslegu á 56. aldursári. Við andlát hans er fallinn frá góður drengur sem skilur eftir sig stórt skarð. Sár- astur er söknuður eiginkonu hans, Guðrúnar Ingólfsdóttur, og barn- anna þeirra fimm og annarra ást- vina. En við íþróttaáhugamennimir höfum misst vin og félaga. Aldrei eigum við eftir að sjá Hallmar Frey í brekkunni á íþróttavellinum þar sem hann arkaði um svæðið veifandi hægri hendinni í þéttum takti og hrópaði „áfram". Þá vorum við stuðningsmennirnir vanir að taka undir og hrópa „Völsungur". Ungír og gamlir Völsungar munu standa þétt saman og beijast fyrir því að félagið haldi sæti sínu í fyrstu deild. Barátta Hallmars Freys fyrir þeim áfanga var löng og hörð. Megi minn- ingin um góðan dreng lifa. Við Didda sendum Rúnu, bömunum og öðmm ástvinum kveðjur í þeirri von og trú að vættir komi til hjálpar í sárri sorg. Arnar Björnsson Freyr Bjamason er látinn. Hann lést í sjúkrahúsi í Reykjavík 21. júlí sl. Hann fæddist 21. nóvember, 1931 og var því aðeins á 56. aldurs- ári þegar kallið kom. Það eru ekki ýkja mörg æviár, en á þeim ámm skapaði hann mjög iifandi sögu í huga okkar sem þekktum hann. Hann lét til sín taka og varð þekkt- ur maður fyrir störf að félags- og æskulýðsmálum. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík og á Húsavík átti hann heima alla sína ævi. Hann unni sinni heimabyggð og Húsavík og æsku hennar vann hann það sem hann vann. Hann var knúinn til starfa sinna af mjög heitum huga og því var hjarta hans mikið bæði í fögn- uði og mótbyr. Hann gladdist innilega þegar Völsungum vegnaði vel og tók nærri sér þegar miður gekk. Hallmar Freyr varð félagsmaður í íþróttafélaginu Völsungi árið 1947 og í félaginu vom honum snemma falin trúnaðarstörf. Hann var kos- inn í knattspymuráð félagsins 1952 og í aðalstjóm ÍF Völsungs var hann kosinn á aðalfundi 6. október 1954 og var síðan stjómarmaður samfellt allt til æviloka. Hann gegndi þannig stjórnarstörfum í félagi sínu í 35 ár og var formaður þess frá árinu 1978. I þann tíma, er Hallmar Freyr var að alast upp á Húsavík, var flest fólk á íslandi fátækt af ver- aldarauði. Fólk á Húsavík fór ekki varhluta af þeirri fátækt. Samt sem áður kemur fram í nýlegu blaðavið- tali við Frey, að honum var Húsavík mjög fallegur heimur á æskuámn- um. Þann fallega heim vildi Freyr varðveita með æskufólki á Húsavík og að því vann hann með starfi sínu í Iþróttafélaginu Völsungi næstum alla starfsævi sína. Hallmar Freyr Bjarnason er horf- inn af vettvangi, en íþróttafélagið Völsungur hefur notið verka hans og mun enn njóta þeirra um langa framtíð. ÍF Völsungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.