Morgunblaðið - 31.07.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÖLÍ 1987
55
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
iur U^\ iltné'U 1F
Þessir hringdu . . .
Hla búið að öldr-
uðum
Ekkja á áttræðisaldri hringdi:
„Við eram héma þrír ellilífeyr-
isþegar sem eram ekki sáttar við
þennan aukna skatt sem á að
taka af okkur fyrir að nota
símann. Við eram allar á áttræðis-
aldri og þurfum því oft að nota
símann á daginn til að ráðfæra
okkur við lækna og sérfræðinga.
Þetta eitt kostar okkur auðvitað
skildinginn og því þykir okkur
hart ef við eigum nú ekki lengur
að geta notað símann á kvöldin
án þess að símreikningurinn fari
upp úr öllu valdi.
Það er ekki of vel búið að öldr-
uðum fyrir. Við eram allar eklqur
eftir starfsmenn ríkis eða bæjar
og höfum þvf úr litlu að spila.
Við búum í blokk og þurfum því
að taka þátt í því með nágrönnum
okkar að halda sameigninni við
en höfum ekki efni á nauðsynlegu
viðhaldi innanhúss. Við borgum
alla okkar skatta og há fasteigna-
gjöld þótt tekjumar séu rýrar en
fáum engar ívílnanir. Þvi þykir
okkur hart ef nú á að gera okkur
ókleift að nota símann eins og við
þurfum."
Ur týndist á tón-
leikum
Linda hringdi. Hún týndi úri á
tónleikum sænsku hljómsveitar-
innar Europe fyrir nokkra. Þetta
er svart og gulllitað kvenúr og
fínlegt. Ef einhver hefur rekist á
úrið er hann beðinn að hringja í
síma 83967.
Týndur tref ill
Hermann Ragnar Stefánsson
hringdi. Hann týndi uppáhaldst-
reflinum sínum fyrir um það bil
mánuði. Trefíllinn er græn— og
bláköflóttur af gerðinni Boss. Ef
einhver veit um trefílinn er hann
beðinn að hringja í síma 36141.
Flögg í land-
græðslupokana
Lesandi hringdi:
„Ég er einn þeirra sem hef
keypt poka landgræðslunnar með
grasfræjum og áburði og ég hef
verið að velta því fyrir mér hvort
ekki væri tilvalið að setja eins og
tvö flögg, þau þurfa ekki að vera
merkileg, ofan í pokana. Síðan
gæti sá sem dreifír innihaldi po-
kanna merkt svæðið á eftir með
þessu. Það getur nefnilega hæg-
lega komið fyrir að tveir eða fleiri
dreifí áburði og fræjum á sama
staðnum ef það sést hvergi að
þegar hefur verið dreift. Það þarf
ekki að koma nema ein dugleg
regnskúr eftir að sáð hefur verið
og þá sjást þess engin ummerki."
Betri
bréfalúgnr!
Vinkona mín er að bera út blöð
í Seljahverfi og um daginn hjálpaði
ég henni. Það kom mér mjög á
óvart hve bréfalúgumar vora stirð-
ar og þungar í flestum húsunum.
Við áttum fullt í fangi með að koma
dagblöðunum í gegn. Og ekki nóg
með það. Á sumum lúgunum var
hlemmur fyrir innan þannig að
maður þurfti að troða hendinni inn
í lúguna og opna. Það er ekki beint
auðvelt því að flestar bréfalúgur
era svo þröngar að það liggur við
að maður festi hendina í lúgunni.
Því skoram við á alla húseigend-
ur að smyija að minnsta kosti
bréfalúgumar með smurolíu til þess
að auðveldara verði að opna lúgum-
ar fyrir blað— og póstburðarmenn.
Tvær reiðar
Minn Jesú þess ég beiði
Eitt síðasta embættisverk Sverris
Hermannssonar sem menntamála-
ráðherra, ef ekki hið síðasta, var
að birtast á skjánum og flytja al-
þjóð lofsöng séra Hallgríms Péturs-
sonar til íslenskrar tungu. Var það
við hæfí enda sýnt að honum er
gengi hennar hjartans mál. En ráð-
herra varð á í messunni. Það sem
séra Hallgrímur orðar: Minn Jesú
þess ég ég beiði varð í munni
Sverris: Minn Jesús þess ég beiði.
Sverrir er skýrmæltur og kveður
fast að. Virtust þijú ess þar sem
séra Hallgrímur hefur ekkert.
Engin afsökun er það fyrrverandi
menntamálará’herra þótt ritstjórar
síðustu sálmabókar hafí umtumað
þessum sálmi og fleiram á þennan
veg. Þess er að vænta að í nýrri
útgáfu verði þessir agnúar sniðnir
af, enda þá þjálli til söngs.
Bjöm gamli í Grafarholti orti
Jónas Hallgrimsson upp. Jónas
kvað: Látum því vinir, vinið and-
Það sem
á vantaði
í Velvakanda þriðjudaginn 21.
júlí var innrömmuð smágrein sem
bar yfirskriftina: „Kann einhverþað
sem á vantar?" Þetta var frá Guðr-
únu H. Kristjánsdóttur. Mér skilst
að hana vanti aðeins lokalínu í eina
vísu. Hjá mér era hæg heimatökin
að upplýsa þetta og línan er einfald-
lega þannig:
Heyrðu mig nú, Gróa!
Guðrún segir að þessar vísur í
Morgunblaðinu hafí verið níu, en
ég hef þær undir höndum og þar
era þær ellefu. Ef Guðrún vill fara
nánar út í þetta, þá hef ég síma
52656. '
Hafnfirðingur
ann hressa. Bjöm breytti í: Vatnið
andann hressa, svo að sönghæft
yrði á fundum templara. Bjöm hafði
jpví skiljanlegan tilgang með breyt-
ingu sinni en sálmabókarritstjórar
engan því að fánýt er sú tylliástæða
að ekki sé unnt að kenna öllum
verðandi prestum að beygja nafn
frelsarans sem þeir ætla þó að
þjóna.
Þá er hér skot til Stöðvar 2 úr
annarri átt.
Lamb er ekki brúnt heldur mó-
rautt. Sami litur húsdýra ber
mismunandi heiti eftir tegund dýra,
ekki síst ef um tvílit er að ræða.
Kýr er skjöldótt, hryssa skjótt en
ær flekkótt þótt um sama litaraf-
brigði sé að ræða. Sama máli gegnir
um ýmsa líkamshluta, þeir bera
mismunandi heiti eftir tegundum.
Ungir borgarbúar kunna lítil skil
á þessum fjölskrúðugu nafngiftum
og það að vonum, margir hafa aldr-
ei komist í kallfæri við þessi húsdýr
nema þá helst í erlendum dýragörð-
um. Hins vegar verður að gera
aðrar og meiri kröfur til frétta-
manna Stöðvar 2.
Að öðram kosti megum við vænta
úr munni þeirra hala á þorski og
sporð á kúm.
Jón Á. Gissurarson
HEILRÆÐI
Til ferðafólks á öræfaslóð:
Skjótt skipast veður í lofti
1. Gerið ferðaáætlun og látið
aðstandendur eða vini vita
um fyrirhugaða ferðaleið
og viðkomustaði.
2. Grannskoðið allan búnað
ykkar og vandið hann af
stakri umhyggju.
3. Fylgist með veðurhorfum
og leggið ekki upp í öræfa-
ferð ef spáð er slæmu veðri.
4. Á öræfaslóðum er allra
veðra von. Klæðist vel og
vandið fótabúnaðinn.
5. Aflið ykkur ávalt sem
bestra upplýsinga um það
landsvæði sem þig hyggist
fara um.
Skatt á fisk í gámum
Mér fínnst að það ætti að ræða
um togarasjómenn í allri þessari
umræðu um skatta á hátekjufólk.
Þeir fá sjómannafrádrátt og nú er
fískverð fijálst sem ætti að auka
tekjur þeirra. Enda þarf klíkuskap
til að komast á sjó núna í góðær-
inu. Það era alltaf vinir og vanda-
menn látnir ganga fyrir. Þetta er
alla vega skoðun mín eftir að hafa
verið töluvert á sjó.
Það er mun léttara að vinna á
skuttogara en víða annars staðar.
Þá fínnst mér rétt að setja hátekju-
skatt á þá sem selja físk í gámum
og söluskatt á allt hráefni sem selt
er óunnið. Það er skömm að því
hvemig farið er með fiskverkunar-
fólk sem er búið að sérhæfa sig svo
áram skiptir. Það á líka rétt á góð-
ærinu.
J.G.
„Byrgjum
Að gefnu tilefni er vert að minna
á hina miklu slysahættu sem skap-
ast þar sem heitir pottar í görðum
era hafðir án loka eða hlífa milli
notkunar.
brunninn“
Lítil böm geta hæglega farið sér
að voða, falli þau ofan í þá. Því er
nauðsynlegt að setja tryggilegt lok
eða segl yfír til að koma í veg fyr-
ir slys.
Töflur 790
Tegund: 3083 lux
Litur: hvítt
Stærð: 35-42
Efni: Skinn -i-
innlegg.
Tegund: 3079
Litur: Hvítt
Stærð: 38-42
Efni: Skinn +
innlegg.
5% staðgreiðsluafsláttur. TOY$ji
Póstsendum ^áttR'Oni
rubibenaum. veltusundi 1
Póstsendum.
Tökum Visa og Euro credit. 21212
P
fyrir verslunarmannahelgina
Opið til kl. 19 föstudag og
til kl. 13 laugardag