Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Sykurmolarnir 1 Efstaleiti Ljósmynd/Ámi Matthíasson Sykurmolarnir héldu tónleika I gær í bíla- var lag Sykurmolanna Ammæli, sem gefið var geymslu rásar tvö og var tónleikunum útvarpað. út á England fyrir skömmu og kom út hér á Hljómsveitin var þar m.a. að vekja athygli á landi fyrir síðustu jól, valið lag vikunnar í einu væntanlegri hljómplötu sinni, en fyrir skömmu stærsta tónlistartímariti landsins. Flóamarkaður FEF þrjá laugardaga FÉLAG einstæðra foreldra held- ur flóamarkað í Skeljanesi 6, í dag, laugardag og næstu tvo laugardaga, 29. ágúst og 5.sept- ember. Markaðurinn hefst í öll skiptin kl 14. eftir hádegi. í frétt frá félaginu segir, að á boð- stólum á markaðnum í dag, 22.ágúst verði meðal annars mikið og gott úrval af bamafötum, göml- um og nýjum tízkukjólum, peysum og blússum og væn karlmannaföt. Þá er að fá glaðlega og fjölbreytta búta, dúka og gardínur, skó og ókjör af bókum. Tvenn sófasett eru til sölu í dag. Næsta laugardag verður bætt við m.a. yfirhöfnum og íþróttafatnaði, leikföngum og skrautvamingi og verður jafnan endumýjað vömúrval fyrir hvern laugardaganna. Eins og fyrri daginn er allt á aldamótaverði og allir geta gert reyfarakaup. i tilkynningu frá FEF segir, að fólki sé bent á á, að koma tímanlega. Strætisvagn númer fimm hefur endastöð við húsið. Ágóði af flóamörkuðunum renn- ur umsvifalaust til að standa straum af afborgunum við annað tveggja neyðarhúsa félagsins. Félagið á og rekur tvö hús fyrir einstæða for- eldra og böm þeirra, í tímabundnum húsnæðisörðugleikum. Húsið í Skeljanesi hefur starfað síðan í apríl 1981 og þar er rými fyrir 11 fjölskyldur. Vegna mikilla hús- næðisvandræða einstæðra foreldra var síðan keypt annað hús, Öldu- gata 11 og tók það til starfa í marz 1986. Þar geta búið 10 fjöl- skyldur samtímis. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar bænastund Fræðslusamvera verður r fund- arsal Þýsk-lslenska, Lynghálsi 10, i dag laugardag kl. 10.00 árdegis. Þorvaldur Halldórssson kennir efnið andi, sál og líkami. Kenning bibliunnar um manninn. Bænastund verður siðan á sama stað kl. 11.00 i framhaldi af kennstunni. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Dagsferðir sunnudag 23. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdags- ferð. Verð kr. 1000. Kl. 13.00 Strompahellar (Blá- fjallahellar). Sérstæöar hella- myndanir. Hafið ljós með. Verð kr. 600. Frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottförfrá BSÍ, bensinsölu. Engin sveppaferð á laugardag. Sveppaferð verður auglýst síðar. Útivist. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 22. ágúst Kl. 10.00 Berjaferð Tint verður í landi Ingunnarstaöa í Brynjudal. Verð kr. 800 (berja- leyfi innifalið). Sunnudagur 23.ágúst Kl. 8.00 — Þórsmörk — dags- ferð. Verð kr. 1000,- Kl. 10.00 — Afmællsganga nr. 6 Gengiö verður yfir hálsinn milii Flókadals og Reykholtsdals. Létt ganga. Þeir sem vilja geta haldið áfram með rútunni að Rauðsgili i Reykholtsdal og gengið þar um, en Rauðsgil er sérstaklega skoð- unarvert. í Reykholti mun Snorri Jóhannesson segja frá sögu staðarins. Verið með í síðustu afmælisgöngunni. Verð kr. 1000,- Ath.: Kl. 13.00 sunnudag verður engin ferð. Miðvikudagur 26. ágúst Kl. 8.00 — Þórsmörk — dags- ferð. Verð kr. 1000,- Þetta verður siöasta miðviku- dagsferðin á þessu sumri. Notið tækifærið og dveljið milli ferða i Þórsmörk. Brottför i dagsferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðarvið bíl. Fríttfyrir börn i fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Krossinn Aurtbrckku 2 — kópnvogi Almenn unglingasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar kennsla FJÚLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti fer fram dagana 24., 25. og 26. ágúst í húsa- kynnum skólans við Austurberg kl. 17.00- 20.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardag- ana. Nemendur eru hvattir til að hafa fæðingarnúmer (kennitölu) sín tiltæk við inn- ritun. Skólagjöld á haustönn 1987 eru kr. 5200,00 og auk þeirra greiðast efnisgjöld í verklegum áföngum. Sími skólans 75600. Skólameistari. þjónusta Málum þök Húsfélög og aðrir húseigendur! Gerum föst verðtilboð. Fagmenn. Sími 54202 eftir kl. 19.00. húsnæöi f boöi | Til leigu í Miðbænum Ca 150 fm húsnæði á 2. hæð í nýju stein- húsi. Hentug fyrir Ijósmynda- eða auglýsinga- stofu. Upplýsingar í síma 24321 á skrifstofutíma og í síma 23989 eftir kl. 20.00. húsnæöi öskast 100-200 f m atvinnuhúsnæði Bráðvantar 100-200 fm atvinnuhúsnæði, helst sem næst gamla miðbænum. Þarf ekki að vera í góðu ástandi en þó þarf að vera i. Ijós og hiti. Upplýsingar í síma 623246 á daginn og 685569 eftir kl. 20.00. Byggðaþjónustan auglýsir eftir 3ja herb. íbúð í Kópavogi, Mos- fellsbæ eða Reykjavík. Reglusemi og góðar greiðslur. Upplýsingar í síma 41021 á skrifstofutíma. Til mjólkurframleiðenda Umsóknarfrestur um aukinn fullvirðisrétt í mjólk á verðlagsárinu 1987/1988, sam- kvæmt 13. og 14. gr., reglugerðarnúmer 291/1987, er til 20. sept. nk. Umsóknir skulu sendar stjórn Búnaðarsam- bands á hverju búmarkssvæði. Framleiðsluráð Landbúnaðarins. Til framleiðenda kindakjöts Bændur Athygli er vakin á því að ærgildi kjöts í full- virðisrétti er 18,2 kg hvort sem kjötið er af dilkum eða fullorðnu fé. Fullvirðisrétturinn nýtist því best með því að leggja inn dilkakjöt í bestu gæðaflokkunum. Minna fer í O flokk sé slátrað snemma í haust. Framleiðsluráð Landbúnaðarins. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi verður haldinn laugardaginn 29. ágúst kl. 13.00 i Fellabæ. Stjórnin. Seltirningar Við viljum vekja athygli á ferð út i Viöey laugardaginn 22. ágúst með sjálfstæöisfélögum úr Reykjavík. Sjá auglýsta dagskrá. Einstakt tæki- færi til að kynnast Viðey og hittast. Með sumarkveðju, Stjórnin. Heilbrigðisnefnd SUS Fundur verður haldinn um ályktun 29. SUS-þings um heilþrigðis-, trygginga- og lífeyrismál á heimili formanns nefndarinnar þriðjudag' inn 25. ágúst kl. 20.30 á Tjarnargötu 30. Áhugasamir SUS-félagar velkomnir. Nefndarformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.