Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Dalton sem „hinn sanni Bond“ Erfið ákvörð- un að leika Bond -segir Timothy Dalton Timothy Dalton var lengi á báðum áttum um hvort hann ætti að taka að sér hlutverk James Bond, enda ekki auðhlaupið að því að feta í fótspor þeirra Sean Connery og Roger Moore. „Ef mér mistekst, þá verða það heimsfræg mistök", segir Dalton í nýlegu viðtali. Dalton hefur áður verið orðaður við hlutverk Bonds, fyrst árið 1971, eftir að Connery hætti, og aftur árið 1979. Honum var svo aftur boðið hlutverkið í fyrra, og ákvað að taka því eftir að framleiðendur myndarinn- ar „Logandi hræddir" fullvissuðu hann um að ætlunin væri að „hverfa aftur til anda Ian Flemings". Dalton líkar best við fyrstu Bond-myndimar - eins og „Dr. No“ sem hann sá 15 ára gamall. „Þær voru spennandi, æsilegar og alvarlegar myndir“, segir Dalton, „síðan færðust Bond-mynd- imar í átt að vera ofhlaðnar og alvörulausar. Nú höfum við aftur farið að túlka hinn sanna Bond“. Dalton undirbjó sig fyrir að leika „hinn sanna Bond“ með því að lesa upp á nýtt allar 12 skáldsögur Ians Flemings um njósnarann 007, auk tveggja smásagnasafna hans. Hann komst að þeirri niðurstöðu að „Bond hefur hæfileika til að til að hegða sér eins og vél sem svífst einskis til að ná settu marki, en samtímis er hann viðkvæmur og tilfmningaríkur.“ Timothy Dalton er enginn nýgræð- ingur í leiklistinni. Hann hefur leikið . . í kvikmyndum eins og „The Lion in Winter“ með Katharine Hepbum, „Wuthering Heights", og „Agatha", með Dustin Hoffman og Vanessu Redgrave. Hann hefur einnig leikið mikið á sviði í London, og nú síðast lék hann á móti Redgrave í Shakespe- are-leikritunum „Antony og Cleop- atra“ og „Skass skal tamið". Næsta hlutverk Daltons er á móti Brooke Shields í kvikmyndinni „Brenda Starr"; og svo heldur hann auðvitað áfram að leika James Bond. Blíða á Blönduósi | síðustu viku var haldinn útimarkaður á Blönduósi, og mætti þangað fjöldi manns í blíðskaparveðri, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á markaðinum var boðið upp á margs konar vörur og þjón- ustu; þar var hægt að kaupa kál og keramikpotta, og jafn- vel að fá klippingu. En meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð um stemn- inguna á útimarkaðinum. Morgunblaðið/Jón Sig. Sumir notuðu tækifærið og fengu sér klippingu undir beru lofti í blíðunni. UOMA 1ALLÝ BALL , fi®ll®\ Hu! fciMpk 181 MMSfi Söngvarinn ▼ og dansarinr) Minnum Ljómarallý ballið laugardaginn 29. ágúst nk. ÉtÉtlá d Skemmtiatriði og verðlauna afhending. Ný og upprennandi stjarna frá Bandaríkjunum 'skemmtir í Broadway í kvöld Missið ekki af einstöku tækifæri til að sjá stórkostlega sýningu. • JÉj -V ■. • • • í Hin frábæra hljómsveit litÍIÉll llii mmmm fteasáMgslj hefur sett saman meiriháttar stuðdagskrá fyrir gesti BROADWAY A NÆSTUNNI Skelltu þér í Broadway Húsiðopnaðkl. 22.00. 18 ára aldurstakmark. Munið smáréttahornið! Ýmsir léttirréttir ásíðkvöldi. I KVOLD f ERDASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Mö®£-/y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.