Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 1
80 SIÐUR B
189. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Prentsmiðja Morgainblaðsins
Fundur Arababandalagsins í Túnis:
Verður sambandi
við írana slitið?
Túnis, Washington, Reuter.
HAFT var eftir fulltrúum á fundi
ráðherra Arababandalagsins,
sem haldinn er í Túnis, að í gær
hefði verið lögð fram tillaga um
að slíta stjórnarsambandi við ír-
ana þar til stjórnin í Teheran
hefði fallist á áskorun öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna um
vopnahlé.
Sljórn S-Afríku:
Kynblend-
ingur seg-
ir af sér
Höfðaborg, Reuter.
ALLAN Hendrickse, eini kyn-
blendingurinn í stjórn Suður-
Afríku, sagði af sér í gær og
lýsti yfir því að P.W. Botha for-
seti væri tilfinningalaus og
gersneyddur umburðarlyndi.
„Augljóst er að þú vilt ekki taka
tillit til tilfinninga og sjónarmiða
annarra, ef þú ert á öndverðum
meiði," sagði ráðherrann fyrrver-
andi í bréfi til Bothas. Forsetaemb-
ættið tilkynnti að afsögn
Hendrickses hefði verið tekin til
greina og tæki gildi tafarlaust. Var
ekki harmað að hann skyldi segja
af _sér.
í stjórn Suður-Afríku er nú að-
eins einn ráðherra, sem ekki er
hvítur, Indveijinn Amichand Raj-
bansi.
Hendrickse reyndi að beijast fyr-
ir endurbótum á kynþáttalögum
Suður-Afríku, en Botha snupraði
hann í hvert skipti fyrir að fylgja
ekki stefnu stjómarinnar. Á síðasta
ári var Hendrickse látinn biðjast
afsökunar opinberlega þegar hann
virti aðskilnaðarlögin að vettugi og
sjmti við strönd, sem aðeins er ætl-
uð hvítum mönnum.
Bandarísk herskip skutu viðvör-
unarskotum að tveimur smábátum
og sigldu í veg fyrir íranskt herskip
á siglingu niður Persaflóa, að því
er bandarísk yfirvöld greindu frá í
gær.
Herskipin eru í skipalest með
olíuflutningaskipum frá Kuwait,
sem sigla undir bandarískum fána,
og fór hún um Hormuz-sund í gær.
Sögðu Bandaríkjamenn að engan
hefði sakað er skotið var á veiðibát-
ana tvo, en þeim hefði samstundis
verið siglt á braut.
Bretar ákváðu í gær að ganga í
lið með Bandaríkjamönnum og veita
olíuskipum frá Kuwait vemd.
Bandaríkjamenn fögnuðu ákvörðun
Breta en ekki var vitað hversu
mörg skip frá Kuwait myndu sigla
undir merkjum bresku krúnunnar.
Ali Khameini, forseti írans, sagði
á bænafundi í Teheran í gær að
íranar gætu þurrkað „pappírstígra"
Bandaríkjamanna á Persaflóa út á
sekúndubroti og átti hann þar við
herskip þeirra.
Slökkvið ísígarettum og spennið sætisólar
Reuter
Bjöminn Misha frá Síberíu hirti lítt um að
spenna sætisólar þegar hann flaug með sovéska
flugfélaginu Aeroflot til Prag fyrir helgi, enda var
hann upptekinn af útsýninu. Að sögn Lyudmilu
Borisovu flugfreyju kunnu farþegar vel að meta
þessa nýbreytni í sovésku farþegaflugi. Kvörtuðu
þó sumir undan hrotum bjamdýrsins þegar á leið
flugið. Veiðimaður nokkur fann Misha í skógum
Síberíu fyrir fjórum mánuðum, tamdi hann og
kenndi honum meðal annars að drekka úr undir-
skál. fbúar í heimabæ veiðimannsins óttuðust aftur
á móti að bjöminn myndi reynast jafnt bömum
sem fullorðnum skeinuhættur þegar hann stækk-
aði. Keyptu þeir handa honum flugmiða aðra leið
frá Krasnoyarsk til Prag, þar sem hann mun dvelj-
ast framvegis í dýragarði.
Hess grafinn á laun af
ótta við ólæti nýnasista
Wnnnipflpl. Vpfltnr-b^nknlnnHi. Rputpr.
Wunsiedel, Vestur-Þýskalandi, Reuter.
RUDOLF Hess, fyrrum stað-
gengill Adolfs Hitlers, var
jarðsettur í ómerkta gröf í gær.
Sagði fjölskylda Hess að jarðar-
förin hefði farið fram í kyrrþey
til þess að koma í veg fyrir að
nýnasistar létu að sér kveða.
Fulltrúar Breta, Frakka og
Bandaríkjamanna tilkynntu í gær
að Hess hefði hengt sig í raf-
magnssnúru í Spandau-fangelsinu
í Vestur-Berlín.
Greint var frá því á blaðamanna-
fundi í Wunsiedel í Vestur-Þýska-
landi í gær að Hess hefði verið
grafínn á laun. Boðað var til þessa
fundar til að skýra frá því hvenær
útför hans færi fram. Karl Walter,
bæjarstjóri í Wunsiedel, las upp
yfírlýsingu fjölskyldu Hess. Þar
sagði að vegna atburða undanfar-
inna daga í Wunsiedel, þar sem
lögregla lokaði af kirkjugarðinn og
vegum að bænum til að koma í veg
Lettland og Litháen:
Fjörutíu og átta ára
undirokun mótmælt
Viinius, Sovétríkjunum, Reuter.
RÚMLEGA fimm hundruð Lithá-
ar söfnuðust saman, sungu
ættjarðarsöngva og hrópuðu
„frelsi, frelsi“ á sunnudag af því
tilefni að þá voru 48 ár liðin frá
þvi að nasistar og Sovétmenn
gerðu með sér sáttmála þann,
sem leiddi til þess að Litháen var
innlimað í Sovétrikin ásamt Eist-
landi og Lettlandi. Um tvö
þúsund manns mótmæltu i Riga,
höfuðborg Lettlands, að þvi er
haft var eftir sovéskum heimild-
armönnum. í dagblaðinu Izvest-
ia, málgagni sovésku stjórnar-
innar, sagði að fáir hefðu tekið
þátt i mótmælunum í Litháen og
væri það vísbending um að áróð-
ursherferð vestrænna fjölmiðla
hafi mistekist.
í dagblöðum var varað við því
að hart yrði tekið á mótmælum, en
fólkið hafði þær viðvaranir að engu
og kom saman við kirkju heilagrar
Ónnu í Vilnius, höfuðborg Litháens.
Margir mótmælendanna báru sorg-
arbönd á upphandleggjum í minn-
ingu fómarlamba Jósefs Stalíns,
sem var leiðtogi Sovétríkjanna þeg-
ar Vyacheslav Molotov, utanríkis-
ráðherra hans, og Joachim von
Ribbentrop, utanríkisráðherra
Þýskalands, undirrituðu sáttmálann
23. ágúst 1939.
Sjónarvottur, sem kvaðst vera
félagi í kommúnistaflokknum, sagði
að mótmæli sem þessi hefðu verið
óhugsandi áður en Mikhail Gorbac-
hev Sovétleiðtogi hóf að framfylgja
stefnu sinni um opnari fjölmiðlun.
Haft var eftir sovéskum heimild-
armönnum í Moskvu að tvö þúsund
manns hefðu safnast saman í Riga,
höfuðborg Lettlands. Hundrað lög-
regluþjónar hefðu verið viðstaddir
en ekki hefði skorist í odda.
Sjá „Letta dreymir um . . .“
á miðopnu.
fyrir að nýnasistar flykktust að,
hefði verið útilokað að jarða Hess
þar.
Nokkrum klukkustundum áður
hafði Alfred Seidl, lögfræðingur
fjölskyldunnar, greint frá því í
Munchen að Wolf-Riidiger, sonur
Hess, hefði fengið hjartaáfall og
lægi í gjörgæslu. Seidl kvaðst enn
efast um að Hess hefði framið
sjálfsmorð. Sagðist hann ætla að
bíða úrskurðar lækna, sem krufðu
Hess öðru sinni að ósk fjölskyldu
hans.
Nýnasistar hafa gert þessar efa-
semdir að sínum og saka banda-
menn um að hafa myrt Hess. Seidl
neitaði aftur á móti alfarið að reynt
hefði verið að gera Hess að píslar-
vætti hægri öfgamanna: „Ef
goðsögn verður til um Rudolf Hess
eða hann verður gerður að píslar-
vætti, þá er hvorki við ijölskyldu
hans, né Vestur-Þjóðveija að sak-
ast. Þá eru hemámsveldin fjögur
sek vegna þess að þau vildu ekki
láta Rudolf Hess lausan og leyfa
honum að deyja hjá fjölskyldu
sinni," sagði Seidl, sem varði Hess
í Numberg-réttarhöldunum árið
1946.
Mörg hundrað lögregluþjónar og
verðir höfðu verið sendir til Wunsie-
del til að gæta laga og reglu þegar
Hess yrði jarðaður. Hafa axir,
hnífar, kylfur og byssur verið gerð-
ar upptækar og fyöldi manna var
handtekinn.
Presturlnn Peter Zeisler, sem átti að jarðsetja Rudolf Hess, þurrkar
svita af brúnum sér á blaðamannafundi, þar sem Karl Walter, bæjar-
stjóri Wunsiedel í Vestur-Þýskalandi, tilkynnir að Hess hafi verið
grafinn á laun í kirkjugarði í öðrum bæ. Reuter