Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
AF INNLENDUM
VETTVANGI
- EFTIR ÓLA BJÖRN KÁRASON
Utvegsbanki Islands hf.
HVERS VEGNA
EKKISAMBANDIÐ?
ÞEGAR ljóst var að Sambandið og dótturfyrirtæki þess
ætluðu sér að kaupa Útvegsbankann, tóku forustumenn
fyrirtækja í sjávarútvegi og fleiri starfsgreinum við sér.
Frá því í vor hafði Kristján Ragnarsson formaður Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna, unnið að því að fá aðila
í sjávarútvegi til að kaupa hlutabréf í bankanum, en ekki
gengið sem skyldi. En á einni helgi tókst að safna loforðum
fyrir 760 milljónum króna eða fyrir öllu hlutafé í eigu ríkis-
ins.
„Einkaframtakið var tekið í ból-
inu," sagði forstjóri stórs einkafyr-
irtækis þegar rætt var við hann um
tilboð SÍS. Þetta er lýsandi fyrir
viðhorf margra og benda sumir á
að vegna þess hve tregir menn voru
til að kaupa hlutabréf í Útvegs-
bankanum, sitji ríkisstjómin og ekki
síst Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, uppi með erfitt
úrlausnarverkefni.
„Margir, sem hafa átt góð við-
skipti við Útvegsbankann þrátt
fyrir erfiðleika hans, horfa með
kvíða til þess að inn í bankann
komi forustulið samvinnuhreyfing-
arinnar úr Samvinnubankanum eða
Sambandinu til þess að fylgjast með
og eiga viðskipti við t.d. frystihúsin
og útgerðina í Vestmannaeyjum,"
sagði Guðmundur H. Garðarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
benti á að aðeins einn banki væri
í Vestmannaeyjum, Útvegsbankinn:
„Þar með væri sambandsmaður far-
inn að fylgjast með viðskiptum
fyrirtækja sem eru í harðri sam-
keppni við SÍS, bæði um hráefni frá
skipunum og um viðskipti erlendis.
Þetta er óeðlilegt og ekki sam-
keppni."
Þetta viðhorf Guðmundar H.
Garðarssonar lýsir vel þeim áhyggj-
um sem einkaframtaksmenn hafa
og skýrir vel hvers vegna þeir
brugðust jafnskjótt við þegar ijóst
var að Sambandið ætlaði sér að
kaupa Útvegsbankann. Engum
hefði átt að koma á óvart að aðilar
í sjávarútvegi og öðrum starfsgrein-
um leggðust á eitt að koma í veg
fyrir að höfuðandstæðingur þeirra,
SÍS, kejrpti Útvegsbankann. Það
hefði þótt frétt til næsta bæjar ef
þeir sætu hjá aðgerðarlausir. Jafn-
reyndir menn í viðskiptum og Valur
Amþórsson,_ stjómarformaður og
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS
gátu ekki reiknað með öðru en að
tilboð SÍS mætti harðri andstöðu.
Beðið eftir tölum
En hvers vegna buðu fulltrúar
einkaframtaksins ekki fyrr í hluta-
bréfin? „Við vildum bíða eftir
tölum,“ sagði einn þeirra. Sam-
kvæmt reglum eiga bankamir að
gera upp á fjögurra mánaða fresti.
Utvegsbankinn hf. tók til starfa 1.
maí síðastliðinn og ekki liggur fyrir
endanlegt uppgjör fyrir gamla
bankann. 31. ágúst næstkomandi
eru Ijórir mánuðir frá því að hluta-
félag um rekstur bankans tók við
og menn vildu bíða eftir að niður-
stöður um rekstur bankans lægju
fyrir áður en þeir tækju ákvörðun
um hlutabréfakaup. Samkvæmt
heimildum mínum hefur Útvegs-
bankinn verið rekinn með hagnaði
það sem af er.
Það em ekki aðeins forráðamenn
sjávarútvegsins sem óttast hugsan-
leg yfírráð Sambandsins yfir
Útvegsbankanum. Iðnfyrirtæki og
heildsalar í samkeppni við Sam-
bandið og kaupfélögin fagna því
ekki ef Útvegsbankinn lendir í
meirihlutaeigu SÍS. Bankastjóri
sem hefur fylgst með þróun þessara
mála undanfama daga sagði: „Það
kemur upp mikill kurr _ meðal
margra viðskiptamanna Útvegs-
bankans ef SÍS kaupir hann.“ Þessi
maður telur ljóst að fyrirtæki reyni
að hætta viðskiptunum og komst í
aðra banka: „En sumir em illa sett-
ir hvað þetta varðar vegna skulda
við bankann." Það verður að teljast
líklegt að velstæð fyrirtæki t.d.
Skeljungur hf. skipti við fyrsta
tækifæri um banka eignist Sam-
bandið meirihlutann í Útvegsbank-
anum.
Þeir sem unnu að því að fá aðila
í sjávarútvegi til að kaupa hlutabréf
í Útvegsbankanum vom greinilega
andvaralausir. Eins og bent hefur
verið á hér að ofan vildu menn fá
að sjá hvemig rekstur bankans
gengi áður en þeir tækju ákvörðun
um hlutabréfakaupin. I útboðsskil-
málum viðskiptaráðuneytisins segir
að sérstök greiðslukjör gildi til 15.
nóvember næstkomandi. Kristján
Ragnarsson hefur sagt að talið
hefði verið að tíminn væri nægur.
í úboðsskilmálunum segir einnig
að leita verði samþykkis ráðherra
ef einn aðili, móður- og dótturfélag,
óski að kaupa hlutabréf fyrir 50
milljónir króna eða meira. Sam-
bandið og dótturfyrirtæki þess vilja
kaupa 670 milljónir króna. Og eftir
að tilboð 33 einstaklinga og fyrir-
tækja var lagt fram lýsti Valur
Amþórsson því yfír að SÍS væri
tilbúið til að kaupa allan hlut ríkis-
ins.
Af skilyrði um samþykki ráð-
herra fyrir hlutabréfakaupum að
fjárhæð 50 milljónir króna eða
meira má vera ljóst að það var
ásetningur stjómvalda að hluta-
bréfaeign í Útvegsbankanum yrði
dreifð. Vissulega hefði mátt hafa
þetta ákvæði mun strangara og
heimila einum aðila aðeins kaup upp
að vissu hámarki. Hljóta menn að
taka mið af þessu, þegar og ef
Búnaðarbankinn verður seldur.
Búnaðarbankinn
Hugmyndin um að breyta Búnað-
arbankanum í hlutafélag og selja
Sambandinu meirihluta hlutafjár
kviknar þegar Jón Sigurðsson gerir
sér grein fyrir hversu flókið og er-
fítt Útvegsbanka málið er orðið.
Hugmyndinni var fyrst hreyft opin-
berlega í Alþýðublaðinu miðviku-
daginn 19. ágúst.
Sala Búnaðarbankans til Sam-
bandsins kann við fyrstu sýn að
virðast þokkaleg lausn fyrir alla
aðila, bæði viðskiptalega og
pólitískt. En þegar betur er að gáð
mæla sömu röksemdir gegn meiri-
hluta Sambandsins í Búnaðarbank-
anum og í Útvegsbankanum.
Búnaðarbankinn stendur vel. Á
síðasta ári var 21,5 milljón króna
hagnaður af rekstri bankans og
1985 var hagnaðurinn liðlega 109
milljónir króna. Um síðustu áramót
var eigið fé bankans alls 1.056
milljónir króna og niðurstöðutala
efnahagsreiknings var 13.143 millj-
ónir króna. Um langt árabil hefur
bankinn verið vel rekinn, um það
eru þeir sem til þekkja sammála.
Það er ljóst að verðmæti bankans
er mun meira en Útvegsbankans.
Hversu mikið meira er ógjömingur
að segja. Lífeyrisskuldbindingar
Búnaðarbankans eru eins og hjá
öðmm bönkum vanmetnar en á
móti kemur að ýmsar fasteignir em
vanmetnar í ársreikningi. Fyrir ut-
an þetta verður erfitt og flókið að
meta viðskiptavild bankans. Það
má þó gera ráð fyrir að það kosti
a.m.k. 1.000 milljónir króna að
eignast meirihluta í bankanum.
90% útlána í
Vestmannaeyjum
Útvegsbankinn er með um 90%
útlána í Vestmannaeyjum, sam-
kvæmt upplýsingum Guðmundar
Haukssonar, bankastjóra og er þá
ekki reiknað með endurlánuðu er-
lendu lánsfé. Hlutur _ bankans í
innlánum er um 70%. Útvegsbank-
inn er eini bankinn í Eyjum en
Sparisjóður Vestmannaeyja starfar
þar einnig. Það er því skiljanlegt
að útgerðarmenn séu hræddir við
ítök SIS í Útvegsbankanum.
í Siglufirði er Útvegsbankinn
einnig eini bankinn en þar er einnig
sparisjóður. Á ísafirði er Útvegs-
bankinn með útibú, og þar e_r
Landsbankinn einnig starfandi. Á
Akureyri em Landsbankinn, Al-
þýðubankinn, Iðnaðarbankinn og
Búnaðarbankinn, auk Útvegsbank-
ans. í Keflavík em auk Utvegs-
bankans, Landsbankinn, Verzlunar-
bankinn, Samvinnubankinn og
öflugur sparisjóður, Sparisjóðurinn
í Keflavík. Það em því fyrst og
fremst Siglufjörður og Vestmanna-
eyjar sem þurfa að bera kvíðboga
vegna hugsanlegra kaupa Sam-
bandsins.
Hugsanleg sala Búnaðarbankans
snertir mun fleiri byggðarlög en
sala Útvegsbankans, ekki síst ef
Sambandið eignast meirihluta hans.
Búnaðarbankinn er eini bankinn í
eftirtöldum byggðarlögum: Stykk-
ishólmi, Búðardal, Hólmavík,
Hofsósi, Reyðarfirði, Hellu og
Hveragerði. Og einu bankamir í
Gmndarfirði, á Sauðárkróki, í Vík
í Mýrdal og á Egilsstöðum era
Búnaðarbankinn og Samvinnu-
bankinn. Auk þess er Búnaðarbank-
inn með útibú á Blönduósi og þar
er Alþýðubankinn einnig nýlega
búinn að stofna útibú.
Samvinnubankinn er einn á
Króksfjarðarnesi, Svalbarðseyri,
Kópaskeri, Vopnafirði og á Stöðvar-
fírði.
Af þessu má sjá að Búnaðarbank-
inn er að mörgu leyti vænlegri
kostur fyrir Sambandið en Útvegs-
bankinn, en mun dýrari. Og ótti
emkaframtaksins við meirihluta
SÍS í síðamefnda bankanum ætti
ekki að vera minni vegna Búnaðar-
bankans. Ummæli Guðmundar H.
Garðarssonar um að „sambands-
maður væri farinn að fylgjast með
viðskiptum fyrirtækja sem em í
harðri samkeppni við SÍS,“ ef Sam-
bandið eignaðist meirihluta í
Útvegsbankanum eiga ekki síður
við um Búnaðarbankann. Mörg
einkafyrirtæki em viðskiptavinir
Búnaðarbankans, þar á meðal Hag-
kaup, sem hefur verið nokkurskon-
ar samnefnari baráttu einkafram-
taksins við Sambandið. Þá má
einnig nefna fyrirtæki eins og
Heklu hf. og Globus hf. sem bæði
taka þátt til tilboði einkaframtaks-
ins í Útvegsbankann. Auk þessa em
mörg iðnfyrirtæki og innflutnings-
fyrirtæki, s.s. Fálkinn sem eiga í
harðri samkeppni við Sambandið,
viðskiptavinir Búnaðarbankans.
Mikil áhrif
Fyrir utan fyrirtækin eiga mörg
byggðalög mikið undir Búnaðar-
bankanum. Það gæti haft afdrifarík
áhrif, ekki síst pótitískt ef Sam-
bandið eignaðist Búnaðarbankann.
Gott dæmi um það er Skagafjörður
og Snæfellsnes.
Einn BúnaðarbanHamaður sem
ég talaði við benti á að öll útibú
bankans úti á landi, fyrir utan úti-
búið á Akureyri, hefðu verið stofnuð
með sammma við sparisjóði: „Og
hverjir hafa staðið að sparisjóðun-
um? Það em sjálfstæðismenn.“ Með
þessu var hann að benda á að allt
tal um að Sambandið hefði mikil
áhrif innan Búnaðarbankans væri
vitleysa. Það er greinilegt að Bún-
aðarbankamenn taka allt tal um
áhrif SÍS nærri sér og telja að það
skaði bankann. Þetta sjónarmið er
athyglisvert.
Stærsti hluti útlána Búnaðar-
bankans er til landbúnaðar eða
2.182 milljónir króna um síðustu
áramót. Heildarútlán námu þá
8.031 milljón þannig að hlutur land-
búnaðar var 27%. Hlutur iðnaðar
og byggingarstarfsemi var 14,6%,
verslunar 16,5%, sjávarútvegs
5,9%.
Andstaða við að selja Búnaðar-
bankann er mikil, ekki síst innan
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins.
Flestir fagna því hins vegar að
hreyfing skuli vera komin á sölu
ríkisbankanna. En um leið er varað
við því að einum ákveðnum aðila
sé tryggður meirihluti hlutagár.
Mögnleikarnir
Eins og komið hefur fram hafa Iðn-
aðarbankinn og Verzlunarbankinn
ákveðið að leggja 50 milljónir króna
hvor banki í Utvegsbankann. Jafn-
framt þessu undirrituðu Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, fyrir
hönd tilboðsgjafanna og Davíð Sch.
Thorsteinsson, formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans, fyrir hönd bank-
Hvaða fyrirtæki?
SAMBAND íslenskra
samvinnufélaga lagði
fram tilboð í Útvegs-
bankann ásamt
þremur dótturfyrir-
tækjum eða samstarfs-
fyrirtækjum, eins og
sagt er í fréttatilkynn-
ingu Sambandsins.
Samkvæmt tilboðinu
eignast SÍS, Jötunn hf.
og Samvinnusjóður ís-
lands hf. hvert 20%
hlutafjár og Dráttar-
vélar 7%.
En hvaða fyrirtæki
em þetta? Jötunn hf. og
Dráttarvélar em nær
alfarið í eigu Sambands-
ins og er stjómað af
því. Um 54% hlutafjár
Samvinnusjóðsins er í
höndum SÍS. Það verður
því að teljast rétt, sem
haldið hefur verið fram
að væri lilboði þessara
aðila tekið komist Út-
vegsbankinn undir
stjóm eins aðila. Tals-
menn Sambandsins
segja þegar bent er á
þetta atriði að öll fyrir-
tækin séu sjálfstæð að
lögum.
í þessu sambandi er
einnig rétt að birta eftir-
farandi orðrétt úr
útboðslýsingu viðskipta-
ráðuneytisins frá því í
júní síðastliðinn, vegna
sölu á hlutabréfum í
Útvegsbankanum:
„ Varðandi sölu á hluta-
bréfum að andvirði kr.
50.000.000- eða meira
til eins aðila (eða móður-
og dótturfélaga) skal
afla samþykkis við-
skiptaráðherra áður en
kaup eru gerð. “ Tilboð
Sambandsins hljóðaði
upp á 670 milljónir
króna.
Dráttarvélar var
stofnað árið 1949 til
þess að annast innflutn-
ing á landbúnaðarvélum
og -tækjum. Árið 1984
yfírtók Búnaðardeild
Sambandsins allan
rekstur fyrirtækisins. í
stjóm Dráttarvéla em:
Jón Þór Jóhannsson,
formaður og fram-
kvæmdastjóri Búnaðar-
deildar SÍS, Gunnar
Gunnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri
Búnaðardeildar og Þor-
steinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Samvinnusjóðs.
Jötunn hf. var stofnað
árið 1942 og Sambandið
keypti félagið árið 1947.
Fyrirtækið framleiðir
rafvélar og flytur inn
margs konar raftæki.
Einnig rekur Jötunn við-
gerðar- og varahluta-
þjónustu.
í stjóm em: Þorsteinn
ólafsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnusjóðs,
Axel Gíslason, aðstoðar-
forstjóri Sambandsins,
og Jón Þór Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Bún-
aðardeildar.
Samvinnusjóður ís-
lands hf. var stofnaður
árið 1982. Hlutverk
sjóðsins er að beita sér
fýrir þátttöku sam-
vinnuhreyfíngarinnar í
nýjum greinum atvinn-
ulífsins. Sjóðurinn veitir
fjárfestingarlán, kaupir
hluti í nýjum og starf-
andi fyrirtækjum, veitir
ábyrgðir o.fl.
í stjóm sjóðsins em:
Þorsteinn _ Ólafsson,
formaður, Ámi Jó-
hannsson, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags
Húnvetninga, Benedikt
Sigurðsson, íjármála-
stjóri Samvinnutrygg-
inga, Finnur Kristjáns-
son, og Þorsteinn
Sveinsson kaupfélags-
stjóri Kaupfélags
Héraðsbúa.