Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 17
1 4 H- TP MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 17 Samgömmraunir Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins eftirHelga Ólafsson í viðtali fyrir all nokkru sagði Svavar Gests, sá vinsæli fjölmiðla- maður, að hann hótaði oft að skrifa Velvakanda þegar eitthvað færi fyrir bijóstið á honum sem gæfi tilefni til slíkrar umfjöllunar en léti hótunina eina saman oftast nægja. Undirritaður verður að játa að hann er oft sama sinnis og hefur einnig látið sitja við orðin tóm, eins og vafalaust mikill fjöldi lands- manna gerir, enda varla mikið bætandi ofan á þá mælgi sem stunduð er í fjölmiðlum síðan þeir galopnuðu síður sínar til brúks fyr- ir hvern þann sem telur sig eiga erindi við alþjóð. Út yfír flóði þó sunnudaginn 16. ágúst þegar Morgunblaðið birti þriggja síðna umfjöllun um jarð- gangagerð á Vestfjörðum með tilheyrandi fyrirsagnaskrúði, mynd- skreytingum og svo að sjálfsögðu viðtölum við stjórnendur þeirra sveitarfélaga sem hagsmuna hafa að gæta við aðgerðir sem þessar. Ekki verður fjallað hér um greinina sem er býsna fróðleg lesning og lærdómsrík, ekki síst fyrir þær sak- ir hversu mótsagnakennt mat er lagt á árangurinn af þvílíkum stór- framkvæmdum. Þar eru m.a. í stafni dansleikjaraunir, kóræfingar, leikstarfsemi, sorpakstur menning- arviðburðir á haustum og vetrum, sýslumannaplögg og fleira í þeim dúr að ógleymdri þeirri frómu at- hugasemd að alltof langt sé að bíða þess til aldamóta að klippt verði á borðann því fólkið sé að gefast upp og eru þó ekki nema rúm tólf ár til aldamóta. Og kostnaðurinn. Hann er áætlaður 0,9—1,5 milljarð- ar króna og trúi þeir sem trúa vilja. Það er ekki ætlun undirritaðs að agnúast út í endurbætur á sam- göngumálum Vestfírðinga og situr síst á honum sem hefur talið sig hlynntan byggðastefnu þó oft hafí verið með öðrum áherslum en öldur vinsælda hafa borið uppi á hveijum tíma. Þar ber samgöngumál einna hæst og ekki leikur vafi á að framtíð byggðar umhverfis landið á allt sitt undir varanlegri vegagerð, þar með talin jarðgöng á Vestfjörðum og reyndar Austfjörðum einnig. Allar ættu þessar framkvæmdir samt að hlíta einhveijum lágmarksreglum um arðsemi nema til komi óvéfengj- anlegar öiyggisforsendur eða aðrar neyðarráðstafanir. Þegar arðsöm- ustu vegir hafa verið byggðir upp munum við svo teygja okkur lengra og lengra í bættri vegagerð hvað sem arðsemi líður. Ef við hins veg- ar höldum enn áfram að hundsa arðsemisforsendur mun það aðeins leiða til áframhaldandi fjármunasó- unar sem ella hefði nýst til vega- gerðar og teíja uppbyggingu vegakerfisins eins og reyndin hefur orðið. Menn virðast ekki átta sig á því að röng niðurröðun fram- kvæmda tefur fyrir vegagerð á þeim svæðum þar sem arðsemi er lítil. Þótt stungið sé upp í gagnrýnis- raddir þar með bútum hingað og þangað kemur allur vegurinn seinna í endanlegri mynd en ef arðsemis- forsendur hefðu fengið að njóta sín. Þá er komið að tilefni þess að út úr flóði. Þennan sama sunnudag ók undirritaður Þingvallaveginn frá Grafningsvegi áleiðis til Reykjavík- ur og mætti hvorki meira né minna en um 400 bílum á leiðinni niður að Vesturlandsvegi (24 km) og get- ur þessi umferðarþungi varla talist einsdæmi í sumar á vissum tímum dags um helgar. XJöfóar til iJL fólks í öllum starfsgreinum! Þrátt fyrir þá gífurlegu umferð sem er á Þingvallaveginum hefur uppbygging hans staðið yfir frá því fyrir þjóðhátíð 1974 eða í um 14 ár a.m.k. og er ekki lokið enn. Á síðastliðnu hausti var þó að nafninu til lokið við allt nema rúma 4,5 kíló- metra. Miðað við framkvæmdir síðustu ára var fastlega reiknað með að þessum spotta yrði lokið á yfírstandandi ári enda varla til skiptanna. En hvað skeði? Kaflinn sá arna var aldeilis til skiptanna. Ekki var unnt að vinna við nema 1,5 kílómetra eða þar um bil. Af- ganginum verður sjálfsagt að skipta á einhver ár af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til að hægt sé að gera eitthvað fyrir alla alls staðar án til- lits til nokkurs arðsemismats og í öðru lagi þá eru engir kjósendur á Mosfellsheiði og í því liggur mikil ógæfa. Útilegumenn eru engir á heiðinni og atkvæðisvon eftir því. Kannski væri reynandi við Vonar- skarð. Þeir gætu Ieynst þar því umferð er svo lítil. Undirritaður hefur oft átt mikið og gott samstarf við ýmsa starfs- menn Vegagerðar ríkisins bæði hér í Reykjavík og úti á landi og nú síðast á nýliðnum vetri. Þegar talið berst að ákvörðunum um vegafram- kvæmdir er lítið um svör og maður verður þess vísari að ráðandi fram- kvæmdaafl er utan Vegagerðar og ráðuneytis samgöngumála í of mikl- um mæli. Vegagerðarmenn eru þjónar en húsbændur eru aðrir og Helgi Ólafsson þeir kunna margir ekki við sig í hinum „harða heimi“ arðsemi og samkeppni. Þetta telst varla til fyr- irmyndar nema einhveijir átti sig ekki enn á að við búum í samfélagi við aðrar þjóðir sem hafa verður í huga við stjóm landsins enda er almenningur í landinu farinn að taka mið af þessari staðreynd. Framlög til vegamála hafa farið síminnkandi sem hlutfall af ríkisút- gjöldum undanfarin ár og undirrit- aður væntir þess að verða fyrirgefin sú tregða að geta ekki áttað sig á hvemig unnt sé að msla af jarð- göngum upp á nokkra kflómetra þegar smávegarspotti á Mosfells- heiði vefst álíka mikið fyrir mönnum og kvótakerfisraunir í landbúnaði en telst þó í arðsamara lagi. Best er að sleppa því að minnast á Hvalfjörðinn enda mun áreynsluminna að hugsa um einn spotta í einu en tvo eða fleiri. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Aætlanadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Fyrir þá sem vilja ávaxta peninga á öruggan og áhyggjulausan hátt... Verðbréfamaricaðs Iðnaðaitankans: 11 -11,5% ávöxtun umfram verðbólgu. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem eru að safna og ætla að nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum einhvern tíma síðar. Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lifa af vöxt- unum en þeir eru greiddir út í mars júní, september og desember á ári hverju. Sjóðsbréf 1 og 2 er hægt að innleysa hjá Verð- bréfamarkaðinum þegar á þarf að halda en munur á kaup- og sölugengi er 1 %. Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og Sjóðsbréfa 2 er nú 11- 11,5% umfram verðbólgu sem jafngildir um 35-36% ársvöxtum. Með þeim vöxtum óbreyttum tvöfaldast fjárhæðin að raunvirði á liðlega sex árum og fjórfaldast á tæplega þrettán árum. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg eru reiðubúin að veita allar nánari upplýsingar. 1 = Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.