Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 19 Annað opið bréf til KÍ eftir Gústaf Gústafsson Ég vil byrja á að þakka Svan- hildi Kaaber (form. KÍ) fyrir þá kurteisi að svara grein minni, sem birtist í Morgunbl. 15.08. síðastlið- inn. Þó get ég ekki orða bundist og vil skrifast á við hana einu sinni enn, vegna þess að mér virðist gæta örlítils misskilnings hjá henni um innihald greinar minnar. Ég ber fram fleiri spurningar en hún svarar og það eru spumingar varðandi framkomu yfírvalda við leiðbeinendur (réttindalausa kenn- ara) sem ég gjaman vil fá svör við. Það er enginn misskilningur að KÍ sé að koma í veg fyrir ráðningu réttindalausra kennara. Það liggja fyrir undanþágunefndinni margar umsóknir frá leiðbeinendum, með mismikla reynslu að vísu. Ráðningu þeirra hefur verið frestað, þó svo ráðningartímabilið sé hafíð og þrátt fyrir að engir réttindakennaranna hafí sótt um tilteknar stöður. Enda fæm skólastjórar ekki fram á að réttindalaust fólk yrði ráðið ef ann- að stæði til boða. Vandræðaástand er fyrirsjáanlegt. Ég geri ráð fyrir að flestir hugsi örlítið fram í tímann, ekki síst kenn- Kennaraskortur kennararáðnin •tabáa- •k-vTTrííi'a-r * ul arar, enda skilst mér að ráðning- artíminn hafí áður verið frá 1. sept., en verið færður fram um mánuð svo hægt væri að gera við- eigandi ráðstafanir (t.d. að ráða réttindalaust fólk) ef með þyrfti. Með þetta að leiðarljósi þykir mér þetta því sérlega undarleg fram- koma við leiðbeinendur. Fáist engir réttindakennarar verða hinir rétt- indalausu ráðnir. Eða á að loka skólunum? Vill KÍ frekar láta loka skólunum en ráða leiðbeinendur? Hversu lengi eiga þeir að bíða eftir svari? Þar til skóli hefst, eða mán- uði eftir að ráðningartímabilið hófst? Er ekki fullséð eftir 1. ágúst að komið er í óefni og að réttinda- fólk vill ekki þessar stöður? Eiga þeir umsækjendur sem sótt hafa um og ekki verið ráðnir (ekki feng- ið svar) að líta svo á að þeir fái ekki stöðuna (atvinnuna, því þetta er atvinnuumsókn) og fá sér aðra atvinnu? Hvar yrðu skólamir stadd- ir þá 1. september? Þetta er einfald- lega dónaskapur við þá umsækjend- ur sem í hlut eiga. í Vestfírska fréttablaðinu frá 13. ág. sl. segir í viðtali við Pétur Bjamason fræðslustjóra, „að enn vanti 30 kennara á Vestíjörðum“. Pétur segir: „Nú ríkir áberandi áhugaleysi um auglýstar stöður og minna _er um fyrirspumir en verið hefur. í kjarasamningum í vor bötn- uðu laun kennara vemlega, en ekki sér þess neinn stað í umsóknum um stöður á Vestfjörðum." Ég spyr: Sjáið þið ekki að komið er í óefni? Dylst það nokkmm? Eft- ir hveiju er undanþágunefndin að bíða? Ég vildi sem sagt í fyrri grein minni, og einnig hér, vekja athygli KÍ og undanþágunefndarinnar á að þessi framkoma er yfírvöldum ekki til sóma. Sé sótt um starf, er sjálf- sögð kurteisi að gefa svar innan ákveðins tíma. Það tíðkast held ég í flestum atvinnugreinum. Að lokum vil ég varðandi klaus- una um laun leiðbeinenda sem ég minntist á, og Svanhildur kannast ekki við, benda á Sérkjarasamning fyrir Gmnnskóla, sem gildir til 21.12.86 og framlengist til 31.12.88, með þeim breytingum sem í nýja samningnum felast. Þar segir: I. Röðun í launaflokka 1.1. Kennarar. 1.1.1. Kennumm skal raðað í launaflokka skv. gr. 1.1.1. í aðal- kjarasamning fjármálaráðh. og BK sem hér segir: 1.1.2. Próf og nám kennara skal metið til stiga af menntamálaráðu- neyti og skal þeim raðað í launafl. þannig: Stig/starf sheiti Launaflokkur 132: Starfsmaður m/ færri en 115 stig að námsmati. Launaflokkur 133: Starfsmaður m/ 115-134 stig að námsmati. Launaflokkur 135: Kennari með 135-159 stig. Kennari með BA, BS, eða B-ed. próf (90 einingar). Kennari sem fullnægir skilyrðum laga til skipunar í kenn- arastarf á gmnnskólastigi. o.s.frv. Þarna er gerður greinilegur mun- ur (launamunur) á kennara og réttindalausum kennara (starfs- manni). Sé þetta rangt hjá mér, vænti ég að formaðurinn leiði mig í allan sannleikann. Með vinsemd og virðingu. Höfundur hefur atarfað sem kenn- ari við Grunnskóla Patreksfjarð- Samtök um byggingn tónlistarhúss: Aðalfundur haldinn í kvöld Stórtónleikar ráðgerðir í haust AÐALFUNDUR Samtaka um byggingu tónlistarhúss verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 25. ágúst, og hefst hann kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Á fundinum verða kynntar leiðir til fjáröflunar fyrir tónlistar- húsið, en meðal annars er ráðgert að efna til stórtónleika í haust auk happdrættis í tengslum við þá. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa mun Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Bergþór Páls- son söngvari koma fram ásamt fleiri listamönnum. Samtökin um byggingu tónlistarhúss vom stofnuð fyrir tveimur ámm síðan. Hugmyndin átti mikinn hljóm- gmnn og áður en varði vora risin samtök 1.400 manna og kvenna, segir í fréttabréfí frá SBTH. Þá segir að allar meginákvarðanir undirbúningsins liggi að baki svo sem staðsetning, stærð, hlutverk og hönnun, og því sé komin tími til að hefjast handa. Garðyrkjuvörur 30% afsláttur af garðyrkjuvörum svo sem hrífum, skófl- um, slöngutengjum o.fl., meðan birgðir endast. Sleppið ekki einstæðu tækifæri. Vatnsvirkinn hf.r Armúla 21, s. 685966/686455 Lynghálsi 3, s. 673415/673416 HEFUR ÞU RAD A ÖÐRU EN GÓÐUM HUGBÚNAÐI Einu gildir hversu fullkomin tölvan er, án hugbúnaðar gerir hún ekkert. Gæði hugbúnaðar ráðast af því hversu vel hann hentar því verki sem honum er ætlað. Víkurhugbúnaður býður búnað sem sérstaklega er hannaður með tilliti til íslenskra aðstæðna og byggir á víðtækri þekkingu á þörfum íslensks atvinnulífs. Þegar þú kaupir skó velur þú þá sem falla að fætinum. það sama ætti einnig að gilda um hugbúnað, of stór eða of lítill fer illa og borgar sig ekkí. Hafðu samband við okkur-við eigum hugbúnað í þínu númeri. Eftirtaldir aðilar selja RÁÐ hugbúnað: Einar J. Skúlason, Skrifstofuvélar, Fjölkaup, Digital vörur, Penninn og Bókabúð Braga. Y VÍKURHUGBÚNADUR Hafriargata 16, 230 Keflavik, Tel. (92) 14879

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.