Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 29

Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 29 Bretland: Hugðust nema Hitler á brott London, Reuter. ÁRIÐ 1941 ráðgerði breski flug- herinn (RAF) að ræna Adolf Hitler, að því er Lundúnablaðið Sunday Times skýrði frá á sunnudag. Leyniþjónustumenn komust á snoðir um að einkaflug- maður Hitlers væri reiðubúinn til að flýja land og hugðust fá hann til að ræna honum. Að sögn blaðsins voru skjöl um áætlun þessa gerð opinber árið 1972 og eru þau geymd í skjala- safni breska ríkisins. Talsmaður breska vamarmálaráðuneytisins kvaðst ekki vita um skjöl þessi en sagði hugsanlegt að ránið hefði verið ráðlagt. Að sögn Sunday Times setti Búlgari nokkur, Kiroff að nafni, sig í samband við breska embættis- menn í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Kvaðst hann vera tengdafaðir Hans Baur, einkaflugmanns Adolfs Hitl- er. Sagði Kiroff að tveir bræður Baurs hefðu fallið í bardögum og hann væri reiðubúinn til að svíkja „Foringjann" og flytja hann nauð- ugan til Bretlands. I frétt blaðsins sagði að háttsettir menn innan breska flughersins hefðu verið reiðubúnir til að taka á móti flug- manninum og Hitler á flugvelli nærri Folkestone við suðaustur- strönd Bretlands frá því í febrúar og fram í maí árið 1941. Var þeim tjáð að „þýskur liðhlaupi" væri væntanlegur. Mun Kiroff hafa verið fengið bréf þar sem flugmanninum voru gefnar skipanir um hvemig hann skyldi bera sig að í aðflugi og lendingu. Að sögn blaðsins var hvorki Winston Churchill forsætis- ráðherra né öðmm háttsettum breskum embættismönnum sagt frá ráðabmgginu. Flugvélin kom aldrei og áætlunin var lögð á hilluna í maímánuði þeg- ar Rudolf Hess, nánasti aðstoðar- maður Hitlers, kastaði sér út í fallhlíf yfir Skotlandi og hugðist ná friðarsamningum við Breta. Svo sem kunnugt er af fréttum framdi Hess sjálfsmorð í Spandau-fangelsi í Vestur-Berlín fyrir skömmu. Blaðið hafði samband við nokkra sagnfræðinga sem hafa sérhæft sig í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Töldu þeir hugsanlegt að upplýsing- ar þær sem Kiroff veitti bresku lejmiþjónustumönnunum hafí í raun átt við fyrirhugaða ferð Rudolfs Hess. Hans Baur, einkaflugmaður Adolfs Hitler, er enn á lífí og býr nærri Miinchen. Reyndu blaðamenn Sunday Times að ná af honum tali en að sögn eiginkonu hans er hann fársjúkur og má ekki mæla. Grænfriðungar mótmæla Sex meðlimir samtaka grænfriðunga fóru um borð í hollenska skipið Vesta á laugardag en skipið er notað til að flytja efnaúrgang. Fólkið sigldi upp að skipinu á gúmbátum og hlekkjaði sig fast við skorstein skipsins er um borð var komið. Lögregluþjónar þurftu að beita valdi til að koma fólkinu frá borði. Það tókst að lokum en skipið tafðist um tvær klukkustundir af þessum sökum. Vesta var á leið til staðar um 125 mUur norðvestur af hafnarborginni Den Helde þar sem efnaúr- gangurinn var brenndur. í gær reyndu síðan nokkrir grænfriðungar að hlekkja sig fasta við skorstein hoUenska skipsins Vulcanus II, sem einnig er hollenskt, en mistókst. Fyrir teimur vikum tilkynntu grænfriðungar að þeir hefðu hafið fjögurra mánaða herferð gegn eyðingu eiturefna á hafi úti. Sovétmenn hefja olíu- vinnslu í Barentshafi MÁLGAGN sovéska kommún- istaflokksins, Pravda, greindi frá því í siðustu viku að Sovétmenn hefðu í júní fundið olíu við eyna Kolgujev í Barentshafi og að nú væri hafin vinnsla og flutningur á oliunni. Frétt Pravda hefur vakið mikla athygli í Noregi, þar sem Norðmenn hafa um árabil deilt við Sovétmenn um yfirráð á Barentshafi. Norska dagblaðið Aftenposten segir að af sjónarhóli Norðmanna séð sé mjög athyglisvert að olíu- Suður-Afríka: Verkfallsátök- um linnir ekki Welkom í Suður-Afríku, Reuter. ÞRÍR svertingjar létust í verk- fallsátökum námamanna i Suður-Afriku um helgina. Náma- eigendur hvöttu eindregið til þess að verkfallsmenn gengju til samninga svo afstýra mætti frek- ara blóðbaði. Nokkur átök hafa verið milli þeirra, sem vilja snúa aftur til vinnu og þeirra, sem halda vilja verkfallinu til streitu. fallsmenn krefjast 30% launahækk- unar, betri vinnuskilyrða og annarra hlunninda. Hagfræðingum reiknast svo til að tap Suður-Afríku af völdum verkfallsins nemi um einu tonni af gulli á dag (jafnvirði um 600 milljóna ísleuskra króna). Meira en helmingur útflutnings- tekna Suður-Afríku kemur frá kola- og gullnámum. framleiðsla skuli nú hafin við Kolgujev. Eyjan sé reyndar ekki á svæði því, sem deilt er um, en á svæði sem jarðfræðilega séð til- heyri Barentshafs-dældinni og sé álíka gamalt og hafsbotnssvæði þau sem norsk fyrirtæki leita nú olíu á. í leiðara Aftenposten segir að olíufundur Sovétmanna kalli á að fundin verði sem allra fyrst lausn á því, sem blaðið kallar „mesta óleysta utanríkisvandamál Norð- manna,“ það er skipting land- grunnsins í Barentshafí milli Norðmanna og nágrannans í austri. Þar segir einnig að báðum ríkjum hljóti nú að verða enn meira í mun en áður að fá sem stærst hafsvæði í sinn hlut, og því hljóti deilan að magnast eftir því sem tíminn líður án þess að fundin sé lausn á Bar- entshafs-deilunni. Leiðarahöfundur Aftenposten telur að þokast kunni í samkomu- lagsátt er Nikolai Ryshkov, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Noregs í jan- úar, enda hafí Gro Harlem Brund- tland, forsætisráðherra Norð- manna, látið í ljós vilja sinn til að Barentshafs-deilan verði rædd þar. Blaðið segir að lokum að Norðmenn hafí lengi viljað slá af kröfum sínum til þess að lausn megi fínnast á málinu, nú sé það Sovétmanna að eiga frumkvæðið. Kort sem sýnir eyna Kolgujev, þar sem oliuvinnsla er nú hafin, og svæðið sem Norðmenn og Sovétmenn deila um. Um helgina voru tveir náma- menn, sem ganga vildu til samn- inga, myrtir af verkfallsvörðum og talið er að einn svertingi hafí látist af völdum gúmmíkúlu, sem öryggis- vörður námaeiganda skaut á hann. Ljóst er að tap námaeigenda eykst dag frá degi og hafa forsvars- menn þeirra sagt að nauðsynlegt sé að semja hið allra fyrsta — að öðrum kosti þurfí að loka einm- hveijum námum og á því tapi allir hlutaðeigendur. „Við skorum á verkalýðsfélag námumanna (NUM) að snúa aftur til samningaborðsins áður en fleiri láta lífíð,“ sagði Bobby Godsell, talsmaður Anglo-American námafyrírtækisins. Um 300.000 námamenn NUM hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur og hefur vinna í um helmingi kola- og gullnáma Suður-Afríku legið niðri af þeim sökum. Verk- Náttúrulegt mótefni kemur í leitirnar: Leyndardómur afríska frosksins OFT er það þannig með vísinda- legar uppgötvanir, að þær verða til fyrir skyndilega hug- (jómun en þó ekki fyrr en eftir margra ára rannsóknir og strit. Hvað dr. Michael Zasloff varð- ar birtist hugljómunin í líki afrísks frosks, sem virtist láta sér á sama standa um ýmis meginlögmál náttúrunnar. í froskinum fann hann mjög öflugt, náttúrulegt mótefni, sem líklegt þykir til að valda byltingu í meðferð alls kyns sýkinga. Zasloff, yfírmaður erfðafræði- deildar bandarísku bamasjúk- dómastofnunarinnar, hefur í fímm ár reynt að grafast fyrir um til- vist baktería í lungum bama, sem haldin eru tilteknum, arfgengum lungnasjúkdómi (cystic fibrosis). í fyrrasumar þegar hann var að vinna að þessu verkefni fór hann að velta fýrir sér froski, sem hafði verið skorinn upp og saumaður saman og synti nú um í gmggugu vatni, sem ólgaði af bakteríu- gróðri. Zasloff fannst sem skepn- an ætti að vera helsjúk en jafn augljóst var, að hún kenndi sér einskis meins. Zasloff lét sér detta í hug, að froskurinn gæti gróið sára sinna í pollinum vegna þess, að hann nyti vemdar eggjahvítuefna, sem kallast cecropins en vitað er, að þau veija sum skordýr fyrir bakt- eríum. Þau höfðu þó aldrei fundist í neinum æðri dýrum. Við tilraun- ir kom í ljós, að eggjahvítuefnin, sem eru peptíð, réðust gegn bakt- eríunum án þess að vinna öðmm frumum tjón og við frekari rann- sóknir fundust tvær nýjar tegund- ir þessara efna. Þessi eggjahvítuefni hafa nú verið framleidd á rannsóknastofu samkvæmt einkaleyfí og er nú verið að kanna áhrif þeirra á ýmsar veirar og krabbameins- frumur. Zasloff telur, að enn sem komið er muni nýju mótefnin koma að bestu haldi við meðferð branasára en sjálfur hefur hann nú snúið sér að öðram verkefnum. „Við erum ekki svo forspáir," seg- ir hann gjama, „að við vitum hvort það, sem við fáumst við nú, hefur einhveija þýðingu fyrir framtíðina." (Heimild: U.S. News & World Report)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.