Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Forsetinn til Færeyja Fréttir frá Færeyjum herma, að í blaði þar, 14. septem- ber, hafí verið gert veður út af formsatriðum vegna fyrirhug- aðrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til þessara góðu granna okkar. Veltir þetta blað því fyrir sér, hvort heimsókn forsetans sé „op- inber“ eða „óopinber“. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að þar sem Margrét Danadrottning verður ekki í Færeyjum, þegar Vigdís Finnbogadóttir kemur þangað, hljóti heimsókn hennar þangað að vera óopinber og er helst að skilja vangaveltumar á þann veg, að með þessu sé for- seta íslands og þar með íslensku þjóðinni sýnd einhver óvirðing, og að færeysk yfírvöld hafí ekki staðið rétt að boðinu til forseta íslands. í samskiptum rílga og þjóð- höfðingja fyrir þeirra hönd er sjálfsagt að gæta viðtekinna siðareglna. Koma þær mjög til álita í heimsóknum þjóðhöfð- ingja; heimsóknum sem geta skipt vemlegu máli. Nægir í því efni að minna á vandræði aust- urríska forsetaembættisins, eftir að Kurt Waldheim var Iqorinn til þess. Vill engin ríkisstjóm á Vesturlöndum verða fyrst til að bjóða honum heim og Waldheim hefur ekki leyfí til að koma til Bandaríkjanna í einkaerindum. Ástæðan er þátttaka hans í síðari heimsstyijöldinni og full- yrðingar um að hann hafí gengið erinda nasista á þann veg að ámælisvert sé. Ef svo ólíklega hefði viljað til að Færeyingar hefðu boðið for- seta Austurríkis að heimsækja sig, hefði hann vafalaust gert það að úrslitaatriði að um opin- bera heimsókn yrði að ræða. Þegar Færeyingar bjóða forseta íslands að heimsækja sig, em mönnum annað en formsatriði efst í huga eða eins og Atli Dam, lögmaður Færeyja, sagði á forsíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag: „Landstjómin bauð einfaldlega Vigdísi til landsins til að staðfesta og styrkja vináttutengsl þjóðanna. Formsatriði heimsóknarinnar skipta okkur engu máli í því sambandi." Þetta er kjami máls- ins. Auk þess sagði Atli Dam, að færeyska landstjómin hefði í samræmi við sambandslögin við Dani og siðareglur innan danska ríkisins látið danska utanríkis- ráðunejdið um að bjóða forseta íslands til Færeyja. Sagði lög- maðurinn, að Margréti drottn- ingu hefði verið kunnugt um boð landstjómarinnar og verið því mjög hlynnt. Forseti íslands fer til Færeyja í því skyni að staðfesta gamla og góða vináttu, sem hefur þroskast og eflst af aldalöngum samskiptum. Það vakir hvorki fyrir forsetanum né öðmm ís- lendingum að blanda sér í deilur meðal Færeyinga eða valda ágreiningi milli stjómvalda í Færeyjum og Kaupmannahöfn. Skrifín í 14. september em til þess eins fallin að vekja tor- tryggni í hugum íslendinga; ef eitthvað getur varpað skugga á för forseta íslands til Færeyja em það tilraunir einhverra stjómmálaafla þar til að nota hana í flokkspólitísku skyni. Embætti forseta íslands er hafíð yfír flokkadrætti jafnt hér á landi sem erlendis. Væri óskandi að aðstandendur 14. september áttuðu sig á því í tæka tíð fyrir komu Vígdísar Finnbogadóttur til Færeyja. Skyndi- kosningar í Danmörku Poul Schluter, forsætisráð- herra ríkisstjómar borgara- flokkanna í Danmörku, sló sér upp á því fyrir réttri viku að boða óvænt til kosninga hinn 8. september næstkomandi eða þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hinn skammi frestur frá þing- rofí til kosninga á vel við í landi, þar sem flokkar em nær 20 eins og í Danmörku og Qórir flokkar eiga aðild að ríkisstjóm. Þar geta langvinn stjómmálaátök milli einstakra flokka fyrir kosn- ingar beinlínis orðið til þess að kalla á stjómleysi að kosningum loknum. Við þekkjum þetta úr íslenskri stjómmálabaráttu, þar sem kosningaslagurinn hefst mörgum mánuðum fyrir kosn- ingar með því að flokksbræður beijast hatrammlega innbyrðis í prófkjömm. Ejöldi stjómmálaflokka og margbrotið kerfí við ákvörðun á framboðslistum er til þess fallið að draga úr markvissri stjóm- málabaráttu og forystu í þjóð- málum. Til að spoma gegn upplausn af þessum sökum valdi Poul Schluter þann skynsamlega kost að boða til skyndikosninga í Danmörku. Letta dreymir um frelsi og endurheimt sjálfstæðisins Tilvera þjóðarinnar er í hættu vegna aðflutnings Rússa og menningarlegrar kúgunar Riga, höfuðborg Lettlands. Þar búa nú fleiri Rússar en Lettar og lettneska er annars flokks mál. eftirÁke Sparring í miðborg Riga, höfuðstaðar Lettlands, stendur stytta, frelsis- stytta, reist á Qórða áratugnum til minningar um þá Letta, sem á heimsstyrjaldarárunum fyrri börðust jafnt við Rússa sem Þjóð- verja fyrir sjálfstæði landsins. Fyrir tveimur mánuðum tilkynnti Helsinki-nefndin í borginni Li- epaja, að hún ætlaði að efna til mótmæla- og minningarfundar við styttuna kl. þijú eftir hádegi þann 14. júní. Þar skyldi minnst þeirra 15.000 Letta, sem aðfarar- nótt 14. júní árið 1941 vom fluttir í gripavögnum til Síberíu, og mótmælt „rússneskjun“ Lett- lands, menningarlegri kúgun og aðflutningi rússneskumælandi fólks. Yfírvöldin komu í veg fyrir, að stofnendur og frammámenn Helsinki-nefndarinnar gætu stað- ið fyrir mótmælunum en þá tók Roland Silaraup við stjóminni ásamt Evu Bitenieks, 19 ára gamalli dóttur eins stofnandans. Silaraup, sem er aðeins 21 árs gamall, hefur áður verið dæmdur í fimm ára fangelsi og tveggja ára útlegð innanlands fyrir „andsovéska starfsemi" en var þó sleppt eftir eitt ár. Eva Biteni- eks og faðir hennar reyndu fyrir nokkrum ámm að flýja til Svíþjóðar í litlum báti en þegar þau vora komin rétt að sænsku lögsögumörkunum við Gotland bilaði vélin. Vom þau tekin um borð í sovéskt skip og flutt til Lettlands þar sem faðirinn var dæmdur fýrir að hafa reynt að komast úr landi á ólöglegan hátt. „Leng'i lif i Lettland“ 13. júní tilkynntu yfirvöldin, að svæðið í kringum frelsisstytt- una yrði girt af daginn eftir vegna hjólreiðakeppni, sem fram átti að fara í borginni, en að henni lokinni yrði svo efnt til danssýningar á torginu. 14. júní söfnuðust mótmælendumir sam- an í garði skammt frá styttunni og biðu þar með blóm og borða þar til danssýningunni var lokið. Tóku þeir þá að ganga í átt til styttunnar og bættust strax í hópinn mörg hundmð manns auk þúsunda annarra, sem stóðu með- fram götunni og hylltu göngu- menn. Ræðumenn á fundinum vom þrír fyrmm pólitískir fangar en að honum loknum flykktist fólk að styttunni til að lesa á borð- ana, sem skildir höfðu verið eftir. Lét þá lögreglan loksins til sín taka og stjakaði fólkinu burt en þó ekki með neinum þjösnaskap að sögn útlendra ferðamanna. Næstu þijá dagana safnaðist fólk á öllum aldri saman við stytt- una og söng og dansaði og hlýddi á ræður. Óll kvöldin og fram undir morgun gátu útlendir ferðamenn á nærliggjandi hótel- um heyrt hrópin „lengi lifí Lett- land“ og sagt er, að jafnvel Rússar hafí tekið þátt í þessu. Yfirvöldin á báðum átt- um Eftir ýmsum Lettum er haft, að fundurinn við frelsisstyttuna sé mestu mótmæli, sem nokkm sinni hafí átt sér stað í Sovétríkj- unum, og vissulega er það merkilegt, að smáþjóð skuli leyft að mótmæla innlimun í Sovétrík- in. Það er líka eftirtektarvert, að: Mótmælin hafa ekki verið for- dæmd. Blöðin hafa bæði birt lesendabréf og greinar þar sem mótmælin em ýmist studd eða gagnrýnd og vikuritið Literatura um Maksla hefur birt myndir af mótmælunum þar sem vel má lesa það, sem letrað er á mót- mælaborðana. Er það tæplega nokkur tilviljun. Nokkrir menn hafa verið hand- teknir. Einn af stofnendum Helsinki-nefndarinnar, Linnards Grantints, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þá sök að hafa reynt að komast hjá að gegna herþjónustu í annað sinn, svokallaðri framhaldsþjónustu, en lágmarksrefsing við því er eins árs fangelsi. Þess var þó getið í dómnum, að Grantints er ófær um að gegna herþjónustu af heilsufarsástæðum. Silaraup hefur sagt, að mót- mælin hafí verið möguleg vegna umbótastefnu Gorbachevs og einnig, að stefna yfírvalda í Lettl- andi gangi þvert á stefnu Gorbachevs. Svo virðist sem stjómvöld í Lettlandi viti ekki í hvom fótinn þau eiga að stíga. Þau þora ekki að bæla niður öll mótmæli og þau þora heldur ekki að leyfa þau. Útkoman verður því sú, að fram- ganga þeirra ergir fólk fremur en hræðir. Lenin hefði trúlega fundist ríkja hálfgert byltingar- ástand í Lettlandi. Annars konar Hels- inki-nefnd Þegar Kanada, Bandaríkin og langflest ríki í Evrópu höfðu und- irritað lokaályktun Helsinki-sátt- málans vom stofnaðar víða í Austur-Evrópu Helsinki-nefndir, sem tóku að sér að fylgjast með því hvemig viðkomandi stjóm- völd stæðu við hann. í fyrstu fengu nefndimar að starfa nokk- uð óáreittar en þegar tók að fjara undan slökunarstefnunni var úti um það. Margir félagar í Moskvu- nefndinni vom handteknir og fengu þunga dóma, þar á meðal nóbelsverðlaunahafínn Andrei Sakharov. Félagar rússnesku Helsinki- nefndarinnar nutu þess, að þeir bjuggu í Moskvu því að þar era samankomnir langflestir erlendu fréttamannanna og Kremlarherr- unum er ekki alveg sama um hvaða fréttir þeir flytja þaðan. Öðm máli gegnir um lettneska hafnarbæinn Liepaja rétt við landamæri Liháens því að þangað fá engir útlendingar að koma. Engin mannabyggð er jafn ein- angmð frá umheiminum og lokaðar borgir í Sovétríkjunum. Sumarið 1986 vom stofnuð í Liepaja samtökin „Helsinki ’86“ og það er eftirtektarvert, að stofnendumir vom iðnverkamenn en ekki menntamenn eins og víðast annars staðar. Allir em þeir fæddir á stríðsámnum eða skömmu síðar og enginn þeirra veit hvað það er að búa í lýðræðis- legu samfélagi. Ekki er heldur að sjá, að þeir hafí haft nein sam- skipti eða tengsl við útlendinga. Eins og aðrar Helsinki-nefndir í Austur-Evrópu hefur „Helsinki ’86“ sín sérstöku baráttumál og má ráða það af skjölum eða drei- fímiðum, að samtökin beijist fyrir sjálfstæði Lettlands. Auk mót- mælanna við Frelsisstyttuna í Riga hafa samtökin vakið á sér athygli með því að birta bréf, sem þau hafa t.d. sent Gorbachev, Sameinuðu þjóðunum, Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna, páfan- um og miðstjóm kommúnista- flokksins. Aö gera sig skiljanleg- an á lettnesku í Lett- landi í bréfínu til Alþjóðasambands jafnaðarmanna sagði, að Sovét- Lettland væri aðeins afleiðing griðasáttmálans, sem Stalín og Hitler gerðu með sér, Molotov- Ribbentrop-samningsins (sem vissulega er rétt), að ríkinu væri stjómað beint frá Moskvu og að rússneskjunin væri sérstök teg- und nýlendustefnu. í öllum bréfunum er lögð áhersla á, að rússneskjunin sé beint tilræði við framtíð lettnesku þjóðarinnar. (Það er athyglisvert, að í sumum bréfanna kemur fram, að tug- þúsundir Rússa hafí verið fluttar til Lettlands eftir kjamorkuslysið í Chemobyl vegna þess, að þeirra fyrri heimkynni hafí verið orðin óbyggileg. Ef rétt er hljóta afleið- ingar slyssins að vera miklu meiri en frá hefur verið sagt). Miðstjóm kommúnistaflokks- ins var m.a. spurð eftirfarandi spuminga: Er óeðlilegt að ætlast til, að unnt sé að gera sig skiljan- legan á lettnesku í Lettlandi? Er rétt, að allar nýjar íbúðir í Lettl- andi séu ætlaðar Rússum en gamlar og niðumíddar íbúðir Lettum? í bréfínu til páfa er vakin at- hygli á bágum lífskjömm og ömurlegu heilsufarsástandi og af Gorbachev var krafíst, að hann auðveldaði Lettum að fara eftir 69. grein stjómarskrárinnar en þar segir, að öll lýðveldin geti gengið úr sambandinu. Þar er að vísu ekki tekið fram hvemig eigi að fara að því. Sameinuðu þjóðimar em minntar á, að fijálst Lettland hafí átt aðild að Þjóða- bandalaginu og aldrei gengið úr því og einnig, að nú fari með völdin menn, sem aðeins tala rússnesku og stjóma illa að auki. Bamadauði í Lettlandi er einhver sá mesti, sem um getur, og meða- lævin ein sú stysta, sem þekkist í hinum iðnvædda heimi. Bréfritaramir efast að vísu um, að Gorbachev muni greiða fyrir brottför Letta úr Sovétsam- bandinu og þess vegna fara þeir fram á það við Sameinuðu þjóð- imar, að þær skipuleggi þjóðarat- kvæðagreiðslu í Lettlandi um sambandið við Sovétríkin. Þessari kröfu um sjálfstæði Lettlands fylgir, að rússneskir innflytjendur verði á brott; að lettneskan verði aðalmálið; að lettneski herinn verði endurreist- ur og landamærin færð í sama horf og þau vom í árið 1938. Við upptökuna í Sovétsambandið tók Stalín væna sneið að austan- verðu Lettlandi og kallaði rúss- neska. Rússneskjunin Af þessu má sjá, að „Helsinki ’86“ berst gegn hvomtveggja, sovéskri kúgun og rússneskjunni. Gagnkvæm andúð Letta og Rússa hefur farið vaxandi á und- anfömum ámm og biýst æ oftar út með átökum og ofbeldi, eink- um hjá unga fólkinu. Hefur opinberlega verið frá því skýrt, að einu sinni hafí 2.000 ungling- ar barist með hnífa og kylfur að vopni. Rússneskjunin er ekki ný af nálinni í Lettlandi, hennar gætti einnig á 19. öld þegar Rússakeis- ari lagði landið undir sig. Þá vakti hún mikla andstöðu meðal lands- manna og varð m.a. til að auka áhuga þeirra á eigin tungu og lettneskum þjóðfræðum. Um rússneskjunina eftir inn- limunina í Sovétríkin má lesa í uppsláttarritinu Latvijas Pa- domja Enciklopedija. Árið 1930 vora landsmenn 1,9 milljónir tals- ins, þar af 73,4% Lettar. 1959 hafði íbúatalan aukist í tvær milljónir en hlutfall Lettanna lækkað í 62%. Þá hafði þeim raunar fækkað beinlínis af völd- um heimsstyijaldarinnar; flóttan- um undan Sovétmönnum í stríðslok og nauðungarflutningi 150.000 Letta eftir stríð. 1979 var mannfjöldinn kominn í 2,3 milljónir og hlutfall Lettanna í 56%. Samkvæmt síðustu fáan- legu tölum em íbúamir 2,5 milljónir og Lettamir þar af 53,7%. í þessari sömu bók segir, að Rússum í Lettlandi hafí fjölgað úr 10,6% í 32,8% og flestir em þeir í borgunum. Riga er nú rúss- nesk borg. Sumir Lettar segja raunar, að opinbem tölumar séu lygi, að í landinu búi 3,5 milljón- ir manna, ekki 2,5 milljónir, og milljónin, sem vanti, sé Rússar. í landi þar sem enginn treystir orðum yfírvaldanna er betra að fara varlega með upplýsingar af þessu tagi. Þagað um sögfuna Utanríkisstefnan er eitt af því, sem bannað er að gagnrýna í Sovétríkjunum, hún hefur alltaf verið „rétt“. Þótt Gorbachev hafí haft endaskipti á mörgu í henni og öðmm málum breytir það engu, hvorki í augum hans né annarra talsmanna sovétstjómar- innar. Sumir hafa orðið til að gagn- rýna stefnuna í málefnum minnihlutahópa og einstakra þjóða innan Sovétríkjanna ann- arra en Rússa en það hafa þeir yfírleitt gert í óþökk yfírvald- anna. Þegar Gorbachev var á ferð um Eystrasaltslöndin fyrr á árinu hafði hann ekkert að segja um það, sem veldur þessum þjóð- um mestum áhyggjum, rússn- eskjunina. Honum tókst hins vegar að særa margan manninn með ókunnleika og fávíslegum athugasemdum um innlimun landanna í Sovétríkin. Þar sem ekki leyfíst að ræða um söguna verður að þegja hana í hel. Þegar engum sögubókum er til að dreifa hvar á þá æska þessa lands að leita fróðleiks? Þannig var spurt í Literatura um Maksla, 25. tölublaði þessa árs, og svarið er: í hinni munnlegu geymd. Fjórði áratugurinn, sem var ekki bara dans á rósum, „lýs- ir sem leiftur um nótt“ í hugum Letta, þá vom „góðu árin“, þegar þjóðin réð sér sjálf og Lettland var hluti af Evrópu. Það er ekki síst unga kynslóð- in, sem sér söguna í þessu ljósi. Nauðungarflutningamir, þeg- ar 150.000 Lettar hurfu og flestir sporlaust, em meðal svörtustu atburðanna í sögu þjóðarinnar. Hún taldi innan við tvær milljón- ir manna og því má ætla, að önnur hver fjölskylda hafí misst einhvem ástvin eða ættingja. Nauðungarflutningamir em við- kvæmt mál og eldra fólkið á bágt með að tala um þá. Einmitt þess vegna er erfítt að ímynda sér hvemig unnt er að gera upp sak- imar við stalínstímann án þess að sýna innlimun Eystrasaltsríkj- anna í réttu ljósi; sem framhald á heimsveldisstefnu keisaranna en aðeins miklu ómannúðlegri. Ef þessum sannindum er játað hvað stendur þá eftir af lögmæti Sovét-Lettlands? Ef menn taka þann kostinn að þegja áfram hvemig verður þá unnt að koma á sættum milli Letta og Rússa? Verður Lettland próf- steinninn á Gorbachev? í Lettlandi ríkir að vísu ekkert byltingarástand en undir niðri ólgar samt og kraumar. Ríkis- stjómin í Riga er augljóslega á báðum áttum en hvað með „Hels- inki ’86“? Eiga þau að halda áfram að mótmæla og senda opin bréf? Samkvæmt stjómarskránni hafa þau rétt til að krefjast úr- sagnar Lettlands úr Sovétsam- bandinu en sovéska stjómarskrá- in hefur löngum verið sitthvað í orði og á borði. Eins og andófsmenn í Austur- Evrópu vitnar „Helsinki ’86“ gjama í Gorbachev í stríðinu við stjómvöld. Óvíst er þó hve lengi þeim helst það uppi. Þegar allt kemur til alls ber Gorbachev sjálf- ur ábyrgð á ástandinu í Lettlandi og það er ekki trúlegt, að hann hafí verið valinn aðalritari kom- múnistaflokksins til að bæta • hlutskipti þjóðanna, sem Rússar hafa undirokað. Gorbachev vill hins vegar hafa fólkið með sér við umsköpun efnahagslífsins og hann má ekki beita of mikilli harðneslqu til að glata ekki því, sem áunnist hefur á Vesturlöndum. Svo langt hefur hann náð, að Vesturlandabúar vilja gefa hoiium tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Lettland getur orðið einn af þessum próf- steinum. Víst er, að hann verður ekki talinn mikils trausts verður ef hann treður á eðlilegum kröf- um lettnesku þjóðarinnar. Vesturveldin hafa aldrei viður- kennt innlimun Eystrasaltsland- anna í Sovétríkin og því má segja, að vandamál, sem þar koma upp, séu alþjóðleg vanda- mál. í Evrópuráðinu hefur verið rætt um mannréttindamál í Eystrasaltslöndunum og þau verða tekin fyrir aftur síðar og 17 áhrifamiklir, bandarískir öld- ungadeildarþingmenn hafa sent Gorbachev bréf og gert honum ljóst, að meðferðin á Lettum sé ekki til marks um, að honum sé treystandi. í áróðri sínum fyrir friðvænlegri heimi leggur Gorbachev sjálfur mikla áherslu á mannréttindi en það er svo annað mál hvort hann skilur þau sama skilningi og Vesturlanda- menn. Eftir öll þessi ár á bak við sovéska jámtjaldið fínnst líklega flestum sem Lettland sé langt í burtu og á Norðurlöndum verður mönnum yfírleitt ekki tíðrætt um Eystrasaltslöndin. Við verðum samt að halda vöku okkar. Lett- land er í raun ekki fjær en svo, að ratsjár sænska hersins sjá langt inn yfír landið. Höfundur er fyrrverandi forstjóri sænsku utanríkismálastofnunar- innar. Æðstu ráðamenn Sovétrikjanna: I ræðustól er Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra, en að baki honum silja Yegor Ligachev, Mikhail Gorbac- hev og Andrei Gromyko.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.