Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 35

Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 35 RÚMGÓÐUR & ÞÆGILEGUR BIFREIOAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sfmi 38600 10 línur VERKSMIÐJU ÚTSALA Við rýmum til fyrir nýjum vörum. Meiriháttar ÚTSALA á alls konar vörum úr keramiki og steinleir. 30-60% afsláttur Matarílát, drykkjarkönnur, diskar, skálar, krúsir, vas- arog blómahlífar. Einnig lítið gallaðar vörur með miklum afslætti. PVC skolprör Eigum fyrirliggjandi PVC skolprör í stærð- um 110 mm, 160 mm og 200 mm. Hagstætt verð. VATNSVIRKINN /f Ármúlí 21, sími 686455. Lynghálsf 3, síml 673415. Blúsinn er meira en þríhljómur Hans Blues and Boogie í viðtali Hans Blues and Boogie í Hótel Reynihlfð. Morgunblaðið/Sverrir Þýski tónlistarmaðurinn Hans, sem kallar sig Hans Blues and Boogie, er hér á landi í stuttri heimsókn. Hans hefur verið á flakki um Evrópu síðastliðin fimmtán ár spilandi blús á ótölulegum fjölda knæpa og tónleikasala. Hans er kominn hingað til land fyrir atbeina Jassklúbbs Norður- lands og hefur haldið fimm tónleika nyrðra, en síðustu tón- leikamir verða á Dalvík í kvöld. Fyrstu tónleikar Hans hér á landi vora á Hótel Reynihlíð sl. fimmtu- dag. Þar lék hann framsamin lög sem byggð era á eigin reynslu, en einnig tók hann lög eftir aðra, t.d. Trouble in Mind, og endur- gerði með framúrskarandi „slide“gítaleik með flöskuhálsi. Blaðamaður náði tali af Hans að loknum tónleikunum. Hvað hefur þú verið lengi á ferðinni að spila blús og hvað varð til þess að þú tókst upp þá iðju? Síðan ég var 32 ára, eða í fimmtán ár. Um það leyti gekk ég í gegnum breytingar og varð þá sá sem ég er í dag. Reyndar er ég enn að breytast. Ég spilaði dixieland-tónlist fram til þess að ég gifti mig, þá 23 ára, en þá hætti ég að spila tónlist. Síðan skildi ég er ég var 32 og fór þá að leika tónlist aft- ur, en nú var það blús. Ég var þá búinn að ganga í gegn um tímabil sem gerði mér kleift að lifa mig inn í blúsinn og spila hann. Þá skildi ég blúsinn en hafði þó haft áhuga á honum frá því ég var 17 ára. Ég vissi þó þá að ég var fær um að spila hann, enda er blúsinn meira en þríhljóm- ur. Nú er það nær viðtekin sann- indi að hvítir menn geti ekki spilað blús og Leadbelly sagði eitt sinn að hvítir menn gætu ekki sungið blús þar eð þeir hefðu ekkert til að hafa áhyggj- ur af. Hvað f innst þér um það? Blúsinn er að vísu fyrst og fremst svört tónlist og hefðin er fyrir hendi þar, en samt er þetta þjóðsaga. Það hafa alltaf verið til hvítir tónlistarmenn sem hafa getað leikið blús og sem hafa gert það vel. Ég er kannski ekki einn af þeim fremstu, en ég veit það þó að ég er fullfær um að spila blús og semja blúslög. Þau ár sem ég hef verið á ferðinni hef ég kynnst öðram blústónlistar- mönnum litum sem hvítum og við höfum alltaf náð saman í tónlist- inni. Því má þó ekki gleyma að ég get látið klippa mig og keypt mér jakkaföt og þóst vera fínn maður, en svertinginn getur ekki breytt húðlit sínum. Það er aftur á móti þegar ég vil vera ég sjálfur að ég lendi í vandræðum og meðal annars af því sprettur flakkið enda kýs ég að lifa á annan hátt en flestir aðrir. Því get ég sagt að það er ekki nóg að vera hvítur til að losna við áhyggjumar. Um leið og maður reynir að Iifa utan við lífsgæðakapphlaupið þá lendir maður í vandræðum. Langar þig til að segja eitt- hvað um blúsinn að lokum? Eina leiðin til að spila blús er að lifa hann. Viðtal: Arni Matthíasson Morgunblaðið/Sverrir Hans framan við „Bluesmoblie" sinn sem hann hefur ekið á um alla Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.