Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 38

Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna Garðabær Blaðbera vantar í Flatir, Silfurtún, Kjarrmóa og Mýrar. Upplýsingar í sími 656146. Aðstoð Hver vill taka að sér að vera með 8 ára gömlum dreng á morgnana og hjálpa til við heimilisstörf? Uppl. í síma 76233 eftir kl. 17.00. Kennarar Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi vantar kennara til almennrar kennslu. Upplýsingar veita Haukur Sveinbjörnsson í síma 93-56627 og Höskuldur Goði í síma 93-56600 eða 93-56601. Rafvirki Fyrirtæki okkar vill ráða rafvirkja til af- greiðslustarfa í heildsöludeild okkar sem fyrst. Leitað er að röskum og snyrtilegum manni með vöruþekkingu og áhuga á við- skiptum og þjónustu. Þeir sem áhuga hafa á starfi þessu, eru vin- samlegast beðnir að senda okkur eigin- handarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 1. september nk. í pósthólf 519, 121 Reykjavík. SMÍTH& NORLAND Pósthólf 519, 121 Reykjavlk ■ Nóalúni 4 ■ Simi 28300 RÍKISSKIP SKIPAUTGERÐ RÍKISINS Hafnarvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk í almenna verkamannavinnu og á lyftara. Unnið eftir ábataskiptakerfi. Upplýsingar hjá verkstjóra í vöruafgreiðslu við Grófarbryggju eða í síma 17656. Pípulagningamaður eða maðurvanur pípulögnum óskast til verslunarstarfa. Reynsla af verslun- arstörfum ekki nauðsynleg en heiðarleiki, reglusemi og stundvísi skilyrði. Upplýsingar um starfið gefur verslunarstjóri á staðnum. B.B. byggingavörurhf., Suðurlandsbraut 4. Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar í Setbergshverfi strax. Upplýsingar í síma 51880. Vinaleg bygginga- vöruverslun óskar eftir að ráða fólk í eftirtalin störf: Afgreiðslustarf Við leitum að karli eða konu sem hefur lipra framkomu og ánægju af að umgangast fólk. Lagerstarf Þetta starf krefst dugnaðar og hæfileika til að vinna sjálfstætt. Upplýsingar gefurverslunarstjóri á staðnum. B. B. bygginga vörur hf., Suðurlandsbraut 4. Verslunin Víðir Fólk vantar í eftirtalin störf: 1. Fólk í kjötafgreiðslu. 2. Almenn afgreiðslustörf. Til greina kemur að vinna hálfan eða allan daginn. Upplýsingar eru gefnar í versluninni í Austur- stræti 17 í dag, eftir kl. 16.00. Verslunin Víðir Sjúkraþjálfarar Kristnesspítali óskar eftir að ráða sjúkra- þjálfara að nýrri endurhæfingardeild. Öll aðstaða er nýstandsett og tæki eru ný. Mik- il uppbygging á endurhæfingarstarfsemi fer nú fram við spítalann. íbúðarhúsnæði og barnagæsla á staðnum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Afgreiðslustörf Okkur vantar starfsfólk á kassa. Um er að ræða bæði hlutavinnu og fullt starf. Hafið samband við starfsmannastjóra í síma 689070 kl. 14.00-17.00. blémeiuol Sigtúni 40. Mötuneyti Starfskraft vantar til að sjá um mötuneyti á dagheimili í Austurbænum. Upplýsingar í síma 31325. Framleiðslustörf Okkur vantar fólk í eftirtalin störf: 1. Konu til starfa við sjálfvirka saumavél. Vinnutími frá 12.00-17.00. 2. Konu til starfa við vettlingaframleiðslu. Vinnutími frá 8.00-16.00. 3. Konu til starfa við saumaskap. Vinnutími 8.00-16.00. Upplýsingar í síma 12200. Sjókiæðagerðin hf., Skúiagötu 51, Reykjavík. St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi vill ráða sjúkraþjálfara til starfa við sjúkrahúsið hið allra fyrsta. Góð íbúð er til staðar og einnig leikskóli. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. Hótel Stykkishólmur vill ráða fólk til hótel- starfa Framreiðslumann, í gestamóttöku, veitinga- sal og til ræstinga. Við bjóðum örugga atvinnu allt árið og mikla aukavinnu. Hótel Stykkishólmur er nýtískulegt hótel staðsett í Stykkishólmi sem er einn snyrtileg- asti kaupstaður landsins í aðeins 214 km fjarlægð frá Reykjavík. Góðar samgöngur og gott vegakerfi. Góður grunnskóli með góðum kennurum eru á staðnum. Allt þetta gerir Stykkishólm áhugaverðan til búsetu. Ef þið hafið áhuga á vinnu og fallegu umhverfi þá hafið samband við Sigurð Skúla í síma 93-81330. Hótel Stykkishólmur Lagermaður Fyrirtæki okkar vill ráða starfsmann til lager- starfa sem fyrst. Starfið felur í sér pökkun og upptekt á vörum, aðstoð við útakstur á vörum og heimkeyrslu úr Tollvörugeymslu o.fl. Við leitum að röskum og reglusömum manni, sem er reiðubúinn að vinna nokkra eftir- vinnu. Umsækjandi hafi bílpróf. Þeir sem áhuga hafa á starfi þessu, eru vin- samlegast beðnir að senda okkur eigin- handarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 1. september nk. í pósthólf 519, 121 Reykjavík. SMÍTH& NORLAND Póslhólf 519, 121 Reykjavlk ■ Nóalúni 4 • Simi 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.