Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Héðinsfjörður:
Um tvö hundruð manns við messu í eyðifirði
TÆPLEGA tvö hundruð manns
sóttu messu í eyðifirðinum Héð-
insfirði sunnudaginn 23. ágúst
s.l. Sr. Vigffús Þór Ámason
sóknarprestur á Siglufirði
predikaði.
Vigfús sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hugmyndin að þessari
útimessu hefði komið fram fyrir
þremur árum síðan þegar Siglfirð-
ingar voru boðaðir til messu á
Siglunesi þar sem fyrsta kirkja
Siglfirðinga stóð.
„Kirkjur Siglufjarðarpre-
stakalls hafa staðið á fjórum
stöðum og í Héðinsfírði var svo
kölluð hálfkirkja eða bænahús
fram til ársins 1712. Einnig er
talið að grafreitur hafi verið þar
til 1760“ sagði Vigfús.
Varðskipið Óðinn sigldi með-
messugesti frá Siglufírði til
HéðinsQarðar en þar tóku með-
limir úr björgunsveitinni Strákar
á Siglufírði við gestunum og fluttu
þá síðasta spölinn í gúmbátum
þar sem engin höfn er við Héðins-
flörð.
Sr. Vigfús Þór predikaði,
kirkjukórinn söng og lúðrasveitin
lék nokkur lög.
Að lokinni messu lentu tvær
litlar flugvélar á ströndinni og var
annarri þeirra flogið af Omari
Ragnarssyni sem, ásamt félaga
sínum, hélt flugsýningu fyrir við-
stadda.
Að sögn Vigfúsar heppnaðist
messuferðin vel í alla staði og
áður en heim var haldið gafst
fólki tími til þess að tína ber en
í Héðinsfirði er, að sögn Vigfús-
ar, allt krökkt af beijum.
Vigfús Þór Árnason sóknarprestur á Siglufirði predikaði.
Að lokinni messu var flugsýning fyrir messugesti.
Varðskipið Óðinn og félagar úr björgunsveitinni Strákar sáu um að feija fólk til
messu.
Um tvö hundruð manns voru við útimessu í Héðinsfirði s.I. sunnudag.