Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 45

Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 45 Ljómarall 1987: Heimsmeistara- titill raunhæfur möguleiki VÉL úti á gólfi, gírkassinn laus, yfirbygging nýmáluð með nýja fjöðrun á réttum stað, dekkjastæður við hlið bílsins, stéypuhrærivél, fjórhjól, buggy-bíll og allskyns varahlutir á tjá og tundri og klesstur bíll undir plasti. Allt þetta og fleira til var til staðar í bílskúr Porsche-rallkappanna Jóns S. Halldórssonar og Guðbergs Guðbergssonar, þegar Morg- unblaðið leit inn hjá þeim á sunnudaginn. Þeir eru á leiðinni í Ljómarallið, með nýyfirfarinn og sigurstranglegan Porsche 911-keppmsbil. Jón var ekki til staðar þegar blaða- maður mætti á svæðið en kom skömmu síðar blaðskellandi. „Þetta var rosalegt, ég var nýbú- inn að sækja mótorhjólið mitt úr viðgerð, tók tvær beygjur og datt, fleytti svo kerlingar ásamt hjólinu eftir malbikinu. Það var þó ekkert mál“, sagði hann. Dæmigert fyrir Jón, sem alltaf hefur verið með mestu hörkutólunum í aksturs- íþróttum og einn grimmasti keppnismaðurinn. Hann ásamt Guðbergi vann fyrstu rallkeppni ársins á Porsche-bílnum, en féll úr leik í þeirri næstu eftir topp- baráttu á síðustu leiðinni. Þriðja keppnin var áfall, honum var vísað frá keppni af skoðunar- mönnum keppninnar fyrir að vera með ólöglegt veltibúr. Síðar kom í ljós að það var ólögmæt frávís- un. „Þetta skemmdi fyrir mér, ég ætlaði að keppa til íslandsmeist- ara, en þessi frávísun gerði vonir mínar að engu auk þess sem ég varð foxillur," sagði Jón. „Nú mæti ég vel undirbuinn í Ljóma- rallið og ætla mér sigur. Titillinn er fokinn lönd og leið og í framtíð- inni verða menn að gera sér grein fyrir því að það eru miklir pening- ar og meiri alvara hjá mönnum í þessu. Stjórnendur verða að skilja það. Margir sem stjóma eru líka enn hræddir við almenningsálitið, við megum alveg við því að ein- hver kerling i vesturbænum sé að röfla. Stjómvöld hérlendis átta sig heldur ekki á því hve mikil tekju- lind Ljómarallið getur verið, með komu útlendinga. Hveijum keppn- isbíl fylgir fjöldi fólks, ekki síst ef frægum ökumönnum yrði boðið hingað." Porsche Jóns hefur unnið fimm sigra í hinum ýmsu akstursíþrótt- um í ár. Eina rallkeppni, tvo sigra í rally cross og sprett-ralli og svo kvartmílu og Jón ætlar sér fleiri sigra. „Verst er hve aftarlega ég er í rásröð í Ljómarallinu, númer 21. Það þýðir að ég þarf að fara framúr mörgum aflminni bílum. Ég ætla fram úr tveimur á Uxa- hryggjum, fjómm á Kaldadal, tveimur á Uxahryggjum tilbaka og svo tveimur á Lyngdalsheiði sem ekin er í tvígang. Það þýðir tíu bílar. Ég ætla að keyra þetta eins og stutta keppni, fara greitt. Það þýðir ekkert annað, hraðinn verður mikill í þessari keppni“, sagði Jón, og meinar þetta fylli- lega, yfirlætislaust. „Helstu keppninautana tel ég verða nafna minn Jón Ragnarsson, sem alltaf er gaman að keppa við, Hjörleifur er góður en ég veit ekki með hann í svona langri keppni. Guðmundur á Nissan verður góður og lærir mikið núna, með öruggum akstri gæti hann náð toppsæti. Finnunum hef ég ekki áhyggjur af. Porsche-bíllinn hefur eitt um- fram hina bílana, hann er lítið Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Unnið af kappi. Jón S. Halldórsson hamast í vélinni á meðan Guðni Guðnason og Guðbergur Guð- bergsson eiga við yfirbyggingu bílsins. Þeir Jón og Guðbergur stefna á sigur í Ljómarallinu og ekkert annað. breyttur. Við höfum yfirfarið allt sem skiptir máli og bíllinn verður í góðu ástandi." „Sigur í Ljómarallinu skiptir mig verulegu máli, ég hyggst keppa erlendis á næsta ári og sigur yrði gott veganesti. Ég er kominn með mikla reynslu í rallakstri og er á besta aldri til að reyna fyrir mér. Ég gæti vel hugsað mér að verða heimsmeistari, heimsmeistaratitill er alveg raunhæfur möguleiki. Ég ætla að láta reyna á það. Því skyldi ég ekki trúa því eins og aðrir sem keppa erlendis? Mér finnst að fleiri íslendingar ættu Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! að keppa á erlendum vettvangi, á dagskrá hjá mér er að vinna það er kominn tími á það. En fyrst Ljómarallið," sagði Jón. Leikfimi: Tímar 2x í viku ásamt frjálsri mætingu íþolþjálfun, allt að 5xíviku. 3vikurkr. 1.600. Þolþjálfun: Tímar fyrir konur og karla. Mætingallt að 5xíviku. Mánaðarkort kr. 2.100. Innritun í síma 13880, 84758,13512

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.