Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. AGÚST 1987 46 Við skeljasölu i Keelung Landslagið við Keelung er eins og höggmyndasýning Vörusýningarhöllin i Tapei Eins konar bros hins mikla leiðtoga, Chiang Kai sjek Taiwan: Hræðslan við „rauðu hættuna“ stórlega ýkt Hugleiðingar eftir tvær vikur í töfralandi DAGINN áður en ég fór frá Taiwan las ég í erlendum biöð- um, að skoðanakönnun hefði verið gerð á Taiwan um afstöðu til meginlandsins, þar sem vald- aránsmenn kommúnista búa í bili . Þetta var merkur atburður, en blöð á Taiwan höfðu ekki birt niðurstöður, þegar ég vissi síðast. Þessi skoðanakönnun var hin athyglisverðasta fyrir margra hluta sakir, og full ástæða til að víkja að henni nokkrum orðum. Hún sýnir svo að ekki verður um villzt, að ótt- inn við rauðu hættuna, sem stjórnvöld gera mikið úr, er hreinlega ekki fyrir hendi, að minnsta kosti ekki hjá yngra fólki. Og þótt hans gæti er hann stórlega ýktur í opinberum frá- sögnum. Niðurstöður voru einfaldlega þær að einungis sjö prósent þeirra, sem fengust til að svara, töldu að vanda- mál Taiwan og meginlandsins væru „alvarlegs eðlis.“ Tuttugu og þijú prósent álíta, að það séu yfírleitt ekki nokkur vandamál í spilinu og og 55 prósent, að þessi vandamál væru að vísu fyrir hendi, en ekki mjög alvarleg. Þessar skoðanir eru í rauninni svo róttækar, að þeim hefði verið jafnað við landráð á Taiwan, fyrir aðeins fáeinum mán- uðum. Þar hefur hin opinbera stefna alla tíð verið að hálfgildings stríðsástand ríkti milli Taiwan og meginlandsins og hamrað hefur verið á innrás kommúnista í 38 ár og alltaf öðru hveiju gefnar út skynditilkynningar, þar sem beinlínis hefur verið sagt, að innrás- in væri yfírvofandi. í skoðnanakönnuninni var spurt um fleiri viðkvæm mál, þar á með- al var leitað álits manna á, hvort mállízku Taiwana ætti að gera jafn- hátt undir höfði og hinni opinberu mandarin kínversku. Fjörutíu og sjö prósent voru þeirrar skoðunar, að mandarin ætti að vera áfram opin- ber tunga, og 33 prósent töldu að málin ættu að vera jafn rétthá. Það atriði, sem kannski er eld- fimast af öllu því, sem er að gerast á eynni er spumingin um framtí- ðina. I könnuninni var leitað álits á því, hvort Taiwan ætti að verða formlega sjálfstætt ríki. Þeirri spumingu neituðu 26% að svara, sjö prósent voru því fylgjandi og 51% voru hugmyndinni andnsúnir. Raunar einkenndi það þessa könnun í heild, að menn voru tregir til að gefa svör. Sum erlendu blaðanna töldu, að sú tregða stafaði af hræðslu við stjómvöld; ég er ekki viss um, að það sé öldungis rétt. Það er svo djúp óvissa í hugum manna, hvað framtíðina snertir, að skýringin getur fullt .eins verið sú, að menn hafi hreinlega ekki haft afdráttarlaus svör á reiðum hönd- um. Eins og komið hefur fram í grein- um um Taiwan í Morgunblaðinu undanfarið eru stjómvöld þar fyrir löngu farin að taka þátt í að leika tveimur skjöldum, varðandi meginl- andið. Þó að ferðir þangað séu bannaðar, að viðlagðri fangelsisvist, leita árlega eins margir Taiwanar þangað í heimsókn og framast geta veitt sér það. Þó dugir það ekki alltaf til, þar sem utanferðir eru háðar ýmsum skilyrðum og maður fær næstum á tilfínninguna, að lagðir hafí verið hálfgildings átt- hagafjötrar á menn. Ferðalög úr landi kosta ekki bara peninga, held- ur og fyrirhöfn og skriffínnsku og ekki nema fáir af þeim, sem sækja um leyfi til utanferða hafa fengið það. Eyjarskeggjar hafa ekki mátt fara til Hong Kong, fyrr en nú og verða að greiða sérstakt aukagjald fyrir. Taiwanar sem leyft er að fara utan og ætla til meginlandsins, hafa flestir farið um Tókíó og það- an til Hong Kong. Þar ríkir um það þegjandi samkomulag að setja enga stimpla í vegabréfin. Síðan er næsta einfalt að skreppa yfír til Kína. Með því að aflétta banni við Hong Kong- ferðum, virðast stjómvöld því ætla að horfast í augu við frægasta leyndarmál eyjarinnar. Það eru meiri tíðindi en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Þá er ekki síður íhugunarvert, að Taiwanar, sem hafa varið gríðar- legum fjárupphæðum til varnar- mála, einmitt með hliðsjón af „rauðu hættunni" ætla að taka þann útgjaldalið til endurskoðunar innan tíðar, þó að ekki hafí verið nánar tilgreint um það. Allt þetta boðar breytingar. Það kynni meira að segja að vera að fleira væri á döfínni. Til dæmis að þingmenn landsins, sem sitja þar aldraðir og sumir elliærir fyrir kjör- dæmi uppi á meginlandinu, tækju sig til og létu endurskoða það líka. Allar breytingar af þessu tagi eru þó æði vandmeðfamar, einkum og sér í lagi vegna þessa undarlega samblands af harðstjóm og bama- legum blekkingarleik, sem hefur staðið yfir í landinu í 38 ár. Gestir sem koma til Taiwan, þeirra erinda að reyna að skoða sig um og velta fyrir sér pólitíkinni, hljóta að fyllast áhuga á því sem þama er að gerast, Og eftir að hafa staðnæmzt um stund í þessu undurfallega landi.þar sem allir sýna gestum alúð og vinsemd, gleðst maður yfir því, hversu vel þeim virðist ganga að laga sig að breytingunum, sem er þó dengt yfir þá nánast á hveijum degi. Taiwanar em ugglaust einna iðn- astir allra íbúa Suðaustur-Asíu, enda hefur uppbyggingin í efna- hagslegu tilliti varla átt sér hlið- Allir segjast vera svo hamingjusamir Taiwansku kunningjarnir mínir Huan, Andrew, Emely Lin og Ann stæðu, þótt upp í huga komi önnur lönd í álfunni. Hagur manna al- mennt er góður, atvinnuleysi er opinberlega ekkert, en 2 prósent óopinberlega, og árið 1986 vom meðaltekjur einhveijar þær hæstu í þessum heimshluta. Það er óum- deilanlegt, að það hefur ekki verið lýðræði í landinu. En á því sviði em að verða allar þessar margumtöluðu umbreytingar, sem em ákaflega spennandi og gera að verkum, að menn hljóta að fylgjast grannt með Taiwan á næstunni. Gjaldmiðlill þeirra, nýdollar hefur átt í vök að veijast og hefur lækk- að töluvert og eru 30 í einum Bandaríkjadollar. Ég tók fljótlega eftir því, að Taiwanar töluðu aldrei um mynt sína sem nýdollar, þeir kölluðu hana anti-dollar. Skríktu síðan, án þess að sjáanlegt væri, að þeim þætti málið fyndið. Dagar á Taiwan, þótt á heitasta árstímanum sé, geta verið fullir af athafnasemi og ævintýmm. Svo framarlega, sem maður beri sig aðeins eftir þeim. Ég fór að vísu upphaf lega af skyldurækni að horfa á Minnismerkið um Chiang Kai sjek, en því svo sem ekki, þeg- ar allt kom til alls. Þarna trónaði hann í miklu hásæti og horfði lands- föðurlegur yfír. Og þótt safnaskoð- un þurfi langan tíma, eigi að vera gagn að henni.væri fáránlegt að vera á Taipei í nokkrar vikur og fara ekki á Þjóðminjasafnið. Skoða gersemar, sem Taiwanar segjast hafa bjargað undan ránshendi Jap- ana og síðan kommúnista og æsa sig yfír því, að kommúnistamir heimta að fá eitthvað af þessum dýrgripum aftur. Mér finnst skiljan- legt, að þeir vilji halda þeim. Og jafn eðlilegt að meginlands- Kínveijir líti gripina góðu hým auga. Það var líka lærdómur að reika um salarkynni Listasafnsins og skoða sérstaklega nokkrar sýningar á nútímamyndlist. Þangað rölti ég einn morguninn og stúlkan, sem tók á móti mér og byijaði á að gefa mér gullfallega bók um safnið, sagði, að í einum salnum stæði yfír fréttaljósmyndasýningin alþjóðlega og þar væm meðal annars nokkrar myndir eftir íslenzkan ljósmyndara. Svo að ég sá sem sagt Reagan og Gorbasjev við Höfða og Reagan og forseta íslands úti að labba, eftir RAX í Taipei.Ég var upp með mér af vinnufélaga mínum. Það er nánast endalaust, hvað er hægt að nota tímann í. Taipei er „brosmild borg“ og litskrúðug og allir em þekkilegir í viðmóti. Og þótt liðnir séu að sinni taiwan skir dagar, fínnst mér eftir á að hyggja, að þeir hafi vakið langtum fleiri spurningar en svör. Þó að ég hafí einlægt verið að spyija. Ég veit ekki heldur, hvort Taiwan er tímaskekkja. Það er að minnsta kosti töfraland. texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.