Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÖAGUR 25. ÁGÚST 1987 47 ÖRYGGI Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Portúgal. inTlJIMIMF HÖFÐABAKKA 9 REYKJAvk SÍMI: 685656 og 84530 66° N flot-vinnugallinn er ómet- anlegt öryggisatriöi í starfi og leik viö vötn eöa sjó, hannaður meö tilliti til fjölda atriöa, sem gera gæfumuninn í þægindum og nota- gildi viö erfiö skilyrði og geta skilið á milli lífs og dauöa í háska. • Gallinn viðheldur hita í sjó eða vatni á sama hátt og blaut- búningur. * Einstaklega sterkt efni « Gott snið truflar ekki hreyfingar NÝJUNG FRA SEXTÍU OG SEX NORÐUR * Hlý einangrun * Einangruð, innfellanleg hetta * Flúrljómandi (fluorescent) litur og endurskinsborðar auka öryggi við slæm birtuskilyrði og auðvelda björgun. * Belti með björgunarkrók, vatns- verjandi franskir rennilásar á vösum og miðstykki, vörn gegn ágjöf, vasi fyrir neyðar- Ijós o.fl. o.fl. Með 66°N flot-vinnugallanum ertu aldrei einn (á báti.) SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skulagötu 51 — Reykjavik - Símar 1-15-20 og 1-22-00 Fæst á eftirtöldum stöðum: Verslun O. Ellingsen, Reykjavík. Verslun Axels Sveinbjarnarsonar, Akranesi. Oljufélag útvegsmanna, ísafirði. Verslunin Eyfjörð,Akureyri. Kaupfélag N. Þingeyinga, Kópaskeri. KASK, Hornafirði. SÚN, Norðfirði. H. Sigurmundsson, Vestmannaeyjum. Verslun Sveinbjarnar Sveinssonar, Stykkishólmi. Verslun Sigurðar Fanndal, Siglufirði. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. Verslunin Aldan, Sandgerði. Afmæliskveðja Gísli Tómas- í dag er Gísli Tómasson á Melhól í Meðallandi níræður, hann er fædd- ur á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 25. ágúst 1897. Faðir hans var Tómas, f. 1864, trésmíðameistari í Vík í Mýrdal, son- ur Gísla bónda að Norður-Götum, Einarssonar hreppstjóra í Þórisholti, Jóhannessonar hreppstjóra í Norður- garði. Kona Tómasar var Elín, f. 1874 í Langholti í Meðallandi, dóttir Odds Bjamasonar, Gissurarsonar, bónda þar og síðar á Syðri-Steinsmýri og konu hans Ingveldar Guðbrands- dóttur af Víkingslækjarætt. Að Gísla standa sterkir ættar- stofnar, sem rekja má langt aftur í ættir allt til Oddveija opg Hrafnistu- manna, sem e.t.v. áttu ættir að rekja til Pétta hinna herskáu víkinga og miklu sægarpa og þaðan væri hin rómaða siglingarlist Hrafnistumanna komin. En hvort þaðan sé sjómennska þeirra Gísla, Eldeyjar-Hjalta og ann- arra þeirra frænda, er sjóinn sóttu stíft, komin læt ég ósagt, en trúlega eiga péttneskar-norskar ættir ekki lítinn þátt í landnámi íslands. Á Kirkjubæjarklaustri er einn elsti, ef ekki elsti og helgasti kirkjustaður íslands, e.t.v. voru þar norsk-péttn- eskir vestmenn að verki, enda menn kristnir. Ekki finnst mér trúlegt, Ketill ffflski hafi komið að Kirkjubæjar- klaustri til að ræna sauðfé og drepa munka, nei, írar voru ekki frekar drepnir en Norðmenn. Ekki var Grímur á Búrfelli írskur og drepinn var hann og þrælamir hann Hjörleifs voru ekki síður norrænir en írskir. Hér unnu norrænir menn og vest- rænir menn friðsamlega í byijun sögu okkar, þar sem meiri hlutinn var meira eða minna kristinn, þ.e. að þeir þekktu til kristninnar og margir höfðu e.t.v. Hvíta Krist sem einn af heimilisguðum sínum, kristnitakan var því rauninni lítið annað en skipta um heimilisguð. Landnám Islands virðist hafa verið vel skipulagt, o.e.t.v. var Ingólfur Amarson eins konar skipulagsstjóri er skipulagði landnámið og til þess var Reykjavík rétt valinn aðseturs- staður. Hinir norrænu höfðingjar ruku ekki í augnabliks bræði til íslands, drápu fátæka munka til að auðga sig, nei, ferð þeirra var vel undirbúin. Fyrst var aðsetursstaðurinn val- inn, bær reistur og búsmali fluttur til landsins og að þvf loknu kom land- námsmaðurinn og settist í öndvegi á stórbúi með fullri reisn. Þegar þess er gætt, að margir niðja Bjamar bunu voru kristnir og meðal þeirra voru skriftlærðir klerk- ar, t.d. hafði Örlygur gamli byggt kirkju í nágrenni Ingólfs og margt bendir til að ættmenn Bjamar bunu hafí staðið að landnáminu og valið Ingólf til að stjóma því, ekki er þá ósennilegt að Ingólfur hefði skriflega skrá um þá sem land áttu að nema, og þessir minnispunktar Ingólfs hafa síðar orðið uppistaða Landnámu. Þessir sagnfræðilegu staðlausu stafír eru einskonar bergmál minn- inganna, frá þeim tíma er Gísli var að fræða mig sem strákling um fom- sögur okkar og fomhetjur, en Gísli er fróður vel í fomum fræðum. Kynni mín af Gísla byijuðu um 1915, þegar hann fluttist að Sanda- seli til hins mæta manns Magnúsar Oddssonar, móðurbróður síns. Gísli var þá tíður gestur á Rofabæ og allt- af kærkominn, hann fræddi mig um ýmsar hliðar tilverunnar sem ég hafði ekki kynnst áður og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, t.d. að hemja hana Skjónu mína, sem enginn gat setið nema hann. Ég stend alltaf í mikilli þakkai-- skuld við Gísla síðan faðir minn dó, því að þá var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa og aðstoða, enda er Gísli óvenju hjálpfús og greiðvikinn mað- ur. Meginhluta ævi sinnar hefur Gísli búið á bökkum Kúðafljóts og horfst daglega í augu við Kötlu og verið tilbúinn að hrifsa bráð úr klóm henn- ar eins og í gosinu 1918, þegar hann fór á móti Sandafólkinu út í Fljót, en Katla æddi fram farveginn. Enginn núlifandi maður mun þekkja Kúðafljótið eins vel og Gísli og þá list að velja Fljótið og skaft- fellsk jökulvötn. Að velja jökulvötn er list og þá list kann Gísli manna best, það er list sem öllum er ekki gefin, og ég gæti trúað að Gísli sé síðasti maður- inn sem kann þá gömlu skaftfellsku list. Á yngri árum stundaði Gísli sjó á vertíðum og meðal annars var hann fískikapteinn á þýskum togurum, buðu Þjóðvetjar honum framtíð- arstöðu, en hann kaus heldur að hverfa heim til heitkonu sinnar og síðar lífsförunauts, Guðnýjar Run- ólfsdóttur. 2. ágúst 1925 gengu þau Gísli og Guðný í hjónaband og reynist hún honum góður og traustur lífsföru- nautur, enda unni Gísli henni mjög og mat mikils, hún andaðist á Mel- hól 1953. Þeim Gísla og Guðnýju varð 6 bama auðið: Guðrún f. 1926, Elín f. 1927, Tómas f. 1930, dáinn, Ragn- ar f. 1932, Sigrún f. 1934 og Magnús f. 1937. Fýrsta búskaparárið voru þau í húsmennsku í Sandaseli, 1926 flutt- ust þau að Lága-Kotey, en 1928 fluttust þau að Melhól í Meðallandi og þar hefur Gísli átt heima síðan. Úm margra ára skeið var Gísli meðhjálpari í Langholtskirkju í Með- allandi, en hann sagði því starfí af sér um leið og sr. Valgeir Helgason ' hætti prestskap, en Gísli hafði verið meðhjálpari alla hans preststíð. Allt frá dögum Njáls hafa sandar og melgresi verið í Meðallandinu, en frá því er sagt í Njálu að Kári skæri mel handa hestum þeirra Bjöms í Mörk. Á seinni árum hefur Sandgræðsla ríkisins látið skera mel í Meðal- landinu og hafði Gísli Tómasson lengi á hendi umsjón með því starfí fyrir hönd Sandgræðslunnar og á hann því dijúgan þátt í uppgræðslu lands- ins. En Gísli lét sér það ekki nægja, í ofviðri 1944 fór Leiðvöllur í Meðal- landi í sand og hið óvenju fagra bæjarstæði varð eyðileggingu sands- ins að bráð. Um sjötugt, þegar flestir taka sér hvíld frá brauðstriti hins daglega lífs, hófst Gísli handa að rækta upp hinn sandiorpna Leiðvöll og nú blasa við græn og víðáttumikil tún, þar sem áður var sandauðnin ein. Gísli á Melhól er níræður og óðum styttist í hundrað ára afmælið og ekki kemur mér það á óvart að hann haldi hundrað ára afmæli sitt há- tíðlegt á höfuðbólinu Leiðvelli, það er að segja, ef nútímatækni og stjómspeki hefur ekki lagt allan landbúnað í auðn. Ingimundur Stefánsson son á Melhól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.