Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 Guðmundur Pétur Guðmundsson frá Melum — Fæddur 22. janúar 1899 Dáinn 6. ágúst 1987 Vinur minn, alnafni, samverka- maður og nágranni um áratugi, Guðmundur frá Melum í Ámes- hreppi er látinn. — Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann hefur dvalist ásamt konu sinni síðustu æviárin, eftir að starfsþrek hans var þrotið. — Andlát hans bar brátt að. Áð morgni fimmtudagsins 6. þ.m. var hann á fótum eins og venjulega, hress að vanda, spjallaði við kunningja og samvistarmenn, ferskur í hugsun og tali. Örstuttri stundu síðar var hann dáinn. Hafði lagt sig útaf í rúm sitt líkt og til hvfldar. Hinn líknsami engill dauð- ans hafði heimsótt hann og leitt hann þjáningalaust yfir landamær- in. — Þannig er gott gömlum og þreyttum að deyja. Þegar ég stend nú frammi fyrir þeirri staðreynd að Guðmundur frá Melum er allur, kemur margt upp í huga mínum frá margvíslegum samskiptum okkar og samstarfi lið- inna áratuga og langri ævi okkar beggja. Verður mér efst í huga þökkin fyrir óteljandi samveru- stundir og samvinnu á liðnum árum og sá hugblær, sem þær skópu mér og öðrum og krydduðu lífíð og til- veruna með þeim hætti að margt varð litríkara og skemmtilegra. Guðmundur var um margt sérstæð- ur maður. Hann var stálgreindur, eins og hann átti kyn til. Stórfróður um menn og málefni, hreinn fræða- sjór og stálminnugur og hélt óvenjulegu minni sínu til hinstu stundar. Það var unun að heyra hann riQa upp gamlar arfsagnir um Minning atburði og tilsvör, stundum meira en aldargömul. Hann var með af- brigðum ættfróður og vissi ótrúleg skil á fjölda fólks víðsvegar um landið þvert og endilangt. Hann hafði þaullesið Strandamenn séra Jóns Guðnasonar og Dalamenn. Öll persónusaga var honum eins og opin bók, sem hann drakk ómældan fróðleik af. Hann las óhemju mikið og aflaði sér þekkingar með þeim hætti. Hann hafði aldrei í skóla komið fremur en flestir samtíðar- menn hans. Aðeins notið lítillega heimiliskennslu í Ófeigsfírði með heimabömum þar hjá Sigurgeiri Ásgeirssyni frá Heydalsá. Honum var líkt farið og sagt var um Guð- mund afa hans á Melum, að hann lék sér með tölur í huganum líkt og aðrir tala mælt mál. Hann var skemmtinn í allri umræðu og snill- ingur í að halda uppi samræðu um margvísleg málefni og orðheppinn svo að við hann var jafnan miðað. Orð og setningar sagðar af honum flugu milli manna sem krydd í til- vemna í gamni og alvöru. Hann var að eðlisfari alvörumaður. Stundum bar það til að honum var ekki bjart fyrir augum og þótti illa horfa um landsins gagn, eigin hag og ann- arra. Kom þá þar til raunsæi hans og eðlislæg hagfræði ásamt víðtækri þekkingu hans á högum manna. Var honum þá þörf á að ræða málin við góðkunningja sína. En aldrei man ég til að þeir skugg- ar væru ekki horfnir áður en þeim viðræðum lauk. Guðmundur Pétur (svo hét hann fullu nafni) var fæddur að Melum í Ámeshreppi 22. janúar 1899. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Melum Jóns- sonar hins gamla, sem Melaættin er rakin til, og kona hans, Elísabet Guðmundsdóttir, Péturssonar í Ófeigsfirði, hins landskunna at- orku- og athafnamanns til sjós og lands, stofnanda og formanns Kaupfélags Strandamanna, eig- anda og formanns hákarlaskipsins Ófeigs, sem nú er geymt á Byggða- safninu á Reykjum. — Móðir Elísabetar á Melum var Elísabet Þorkelsdóttir, bónda í Ófeigsfírði, og konu hans Jensínu Óladóttur hins ríka í Ófeigsfírði. Elísabet í Ófeigsfírði var fyrri kona Guð- mundar Péturssonar. Hún dó ung. Tvær dætur þeirra komust upp: Elísabet á Melum og Jensína á Óspakseyri, kona Sigurgeirs Ás- geirssonar frá Heydalsá. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að Guðmundur á Melum var af merku og dugmiklu fólki kom- inn, enda margt af frændaliði hans harðduglegt gáfufólk, enda kippti honum í kynið. Forfeður hans höfðu búið á Melum mann fram af manni, í beinan karllegg allt frá 1796. Þeir voru dugnaðarmenn og bjarg- álna bændur í þeim harðindum, sem þá gengu yfír land og þjóð, búna litlum tækjakosti. Þeir sáu vel fyrir sínum heimilum, heiðarlegir í öllum viðskiptum við aðra og höfðu aldrei eyrisvirði af öðrum með röngum hætti. Þeirra var ávallt getið að góðu af þeim sem mundu þá. Var Guðmundur Jónsson, afí Guðmund- ar sem hér er minnst talinn sérlega greiðugur og hélt hjú sín vel. Guðmundur var elstur af 12 bömum þeirra Melahjóna, sem öll komust upp og til fullorðinsára. Nú eru aðeins fjögur þeirra á lífí. — Það kom í hlut Guðmundar að leggja snemma fram krafta sína og létta undir með foreldrum sínum að sjá sívaxandi heimili farborða. Minnist ég þess að hann fór ungur að mjólka ær og kýr á heimili sínu. Var orð á því haft, enda ekki til siðs að karlmenn sinntu þeim störf- um á þeirri tíð. Með þessu létti hann störfum af móður sinni, sem hafði ærið að starfa og bam bætt- ist á handlegginn svo að segja með hveiju ári. Þannig vann hann öll sín bemsku- og unglingsár af sér- legri ósperplægni. Annað komst ekki að. Lífsbaráttan var hörð og skyldurækni var skóli lífsins. Þegar hann var rúmlega tvítugur varð heimilið á Melum fyrir því áfalli, Blómmtofa Friöfmm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. að heimilisfaðirinn féll frá á besta aldri. Eftir stóð móðir hans með bamahópinn á ýmsum aldri og það síðasta ófætt. — Það var þungbær raun. Guðmundur tók þá við bús- forráðum á Melum með móður sinni. Lögðust þá skyldur heimilis- föðurins með fullum þunga á hann. Þær skyldur rækti hann með sannri prýði. Upp frá því fóru eldri systkin- in að tínast að heiman, en þau yngri uxu upp heima. Þeim var Guðmund- ur bæði bróðir og föðurleg forsjá. Þannig liðu árin. Hann var stoð og stytta heimilisins, sem mest valt á. Það reyndi á manndóm hans og batt hann að mestu svo um eigin hag var lítt hugsað. — Það er ekki fyrr en Guðmundur er kominn yfir fertugt að breyting verður á högum hans. Árið 1942 gekk hann að eiga Ragnheiði Jónsdóttur frá Brodda- dalsá. Tók hún þá við búsforráðum á Melum en Elísabet dró sig í hlé, en var í skjóli þeirra til æviloka. — Ragnheiður er hin ágætasta kona, prýðilega greind, glaðlynd og gædd sérstöku jafnaðargeði, minnug og margfróð langt umfram það sem ætla mætti, því hún hefur frá ungl- ingsárum búið við skerta heyrn og margt farið framhjá henni af þeim sökum. Hún er prýðilega ritfær eins og komið hefur fram þegar hún hefur minnst vina sinna látinna og lifandi, auk annarra frásagna. — Það var oft gaman að heyra þau hjónin bera saman bækur sínar um menn og málefni. — Sambúð þeirra hjóna var með ágætum, þau mátu og virtu hvort annað að verðleikum. Þeim varð ekki bama auðið, en þau tóku til uppfósturs nýfætt stúlku- bam, sem ber nafn Elísabetar móður Guðmundar, og ættleiddu hana. Hún hefur verið þeim ástrík og góð dóttir og sýnt þeim mikla nærgætni og alúð alla tíð og ekki síst þegar ellihrömun og sjúkleiki sótti að þeim. Maður hennar er Erlendur Björgvinsson frá Fyrir- barði í Fljótum, nú bflstjóri í Reykjavík. Þau eiga tvö böm, son sem ber nöfn afa síns og ömmu, Guðmundur Heiðar, vel gefínn efn- ispiltur, 19 ára, ogdóttur, Sólveigu, 7 ára. Guðmundur bjó ágætu búi á Melum. Hann var kappsfullur dugn- aðarforkur til allrar vinnu, ráðdeild- arsamur og fyrirhyggjusamur um bú sitt og hag, án allrar ágengni við aðra og góður nágranni. Melar em fremur góð jörð og hæg. Þar hefur ávallt verið tvíbýli. Jörð sína bætti hann bæði að húskosti og ræktun meðan hann bjó þar. Við Mela var nafn hans og lífsstarf tengt óijúfanlega. Þar lágu spor hans og lífsstarf frá blautu bams- beini þar til hann fann sig ekki geta búið lengur fyrir aldurssakir og þverrandi starfsþreks. Það var honum ekki sársaukalaust að þurfa að yfírgefa ættaróðal sitt, Mela. Sú tilhugsun lá lengi þungt á honum og láði honum það enginn, heldur fundu til með honum. Þar hafði sami ættleggur búið í hartnær tvær aldir og famast vel. Honum var erfítt að slíta þær rætur, en varð eins og svo margir aðrir að hlíta því kalli þó nauðugt væri. Hann brá búi haustið 1974 og fluttu þau hjón- in þá til Reykjavíkur. Fyrstu árin vann hann í nokkur ár hjá Timbur- verslun Áma Jónssonar og bjó þá í eigin húsnæði á Lokastíg 20, en þegar heilsa og kraftar þeirra hjóna fór þverrandi fluttust þau í íbúðir aldraðra að Jökulgrunni og síðan inn á Hrafnistu þegar þau þurftu meiri aðhlynningar við vegna versn- andi heilsu og hrömunar. Þar hefur verið búið eins vel að þeim og unnt er. Þrátt fyrir háan aldur og bilað hjarta var Guðmundur furðu hress allt til síðustu stundar. Hann hafði alltaf fótavist, las bækur og blöð sér til gagns og afþreyingar, fylgd- ist vel með gangi landsmála og ræddi þau og annað af eldmóði. Hann lagði sinn dóm á orð og gerð- ir ráðandi manna þjóðfélagsins og var ómyrkur í máli um það sem honum þótti miður fara. Hann átti erfítt með að sætta sig við þá upp- lausn og lausung sem nú ríkir um of í lífsmáta almennings. Sárast sveið honum það misferli, fjársvik og prettir, sem sífellt eru að upplýs- ast, en margt látið átölulaust og mörgum sleppt við réttláta ábyrgð t Móðir okkar og tengdamóðir, INGUNN MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR, Skriðustekk 3, lést í Landspitalanum að morgni 22. ágúst. Sigrún Steingrímsdóttir, Grétar Hannesson, Erla Steingrfmsdóttir, Pétur Þorvaldsson. t Eiginmaður minn og faðir, JÓHANNJÓHANNSSON hárskerameistari, Álfheimum 54, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu 23. ágúst sl. Anna Marfa Ólafsdóttir, Esther Jóhannsdóttir. Móðir okkar, ÓLAFÍA HARALDSDÓTTIR, Faxabraut 5, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 22. ágúst. Eygló Alexandersdóttir, Gunnar Alexandersson, Sæmundur Alexandersson, Haraldur Alexandersson, Alma Alexandersdóttir. gerða sinna. Slíkt samrýmdist ekki siðgæðisvitund hans. Uppflosnun og eyðing sveitabýla var eitur í hans beinum og varð honum um- ræðuefni. Við burtför sína frá Melum seldi hann jörð sína ungum og dugandi hjónum. Var honum mikil raunabót að vita hana ekki ónýtt skæklaskinn. Það var bæði gagn og gaman að heimsækja þau hjónin á Melum. Meðan bflar þutu ekki um og menn máttu vera að því að stansa fóru margir ekki þar hjá garði án þess að koma við á Melum, ræða við þau og leita svara við ýmsu, sem í hug- ann hafði komið, heyra svör Guðmundar og spurningar um lífíð og tilveruna í ýmsum myndum, sem hann var svo glöggskyggn á. Það var oft hrein náma fróðleiks og skemmtunar. Eftir að sveitasíminn kom á hvem bæ var hann ólatur að hringja til eins og annars að leita frétta og létta af sér fargi fámennisins. Með því skapaði hann tengsl milli manna og bæja, sem voru mikilsverð í fámenni vetranna. Það fundu margir þegar hann var fluttur burtu hvað mikilsverður þessi þáttur var. Nú eru breyttir tímar hvað þetta snertir. Einkasími kominn í stað sveitasíma. Enginn hringir lengur nema af nauðsyn og samtalið þá aðeins tveggja manna tal. Það gerir lífíð fábreyttara, ólíf- rænna og einmanalegra í sveitinni. Auk þess sem hér hefur verið rakið gegndi Guðmundur fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var formaður Búnaðarfélags Ámeshrepps frá 1928 til 1962 er hann lét af því að eigin ósk. Hann var hreppsnefndarmaður um skeið, í stjóm Kaupfélags Strandamanna í fjölda ára, forðagæslumaður í mörg ár, í stjóm Sjúkrasamlags Ámeshrepps frá stofnun þess nær óslitið allan starfstíma þess. Er þó ekki allt upptalið þar sem hann kom við sögu sinnar sveitar. Hann var ávallt gætinn og rasaði ekki um ráð fram, sá áhættuna öðrum fremur af því sem í var ráðist, en lét það aldrei standa fyrir framgangi mála. Ég hefi hér dregið fram nokkra þætti af lífi og starfí vinar míns, Guðmundar frá Melum, nú þegar hann er allur og ég horfi til baka yfír liðna tíð. Ég átti mikið og náið samstarf með honum um ýmis fé- lagsmálastörf. Við vomm saman í stjóm búnaðarfélagsins yfír 30 ár, í stjóm kaupfélagsins um mörg ár og í stjóm sjúkrasamlags hreppsins í nær 30 ár, auk annars. Ég minnist alls samstarfs okkar með ánægju og innilegu þaklæti. Það var bæði gott og skemmtilegt að eiga sam- starf við hann. Aldrei bar skugga ósamlyndis á okkar langa og margvíslega samstarf. Fyrir það ber ég fram þakkir mínar nú þegar leið- ir skiljast. Þær minningar ylja mér og gleymast ekki. Þessi minningarorð mín um Guð- mund frá Melum verða ekki fleiri. Ég og aðrir sveitungar mínir hlökk- uðu ávallt til samfundar við hann. Margir okkar létu það ekki undir höfuð leggjast að heimsækja hann þegar þeir áttu erindi til Reykjavík- ur. Það var alltaf jafn ánægjulegt að hitta hann og Ragnheiði. Og heimkomnir vom menn spurðir: Hvað sagði Guðmundur á Melum. Menn áttu alltaf von á eftirminni- legum orðræðum hans og tilsvömm. Nú nýtur þess ekki lengur. Eftir situr hún Ragnheiður háöldmð, far- in að líkamskröftum, með mikið skerta sjón og heym. Ég veit að hún heldur hugarró sinni og bíður í æðmleysi samfundanna. Ast og umhyggja dóttur hennar er henni dýrmætur ljósgjafi. Um leið og ég sendi vini mínum og nafna hinstu kveðju mína, konu minnar og annarra sveitunga minna, bið ég honum allrar blessun- ar á landi eilífðarinnar, utan okkar sjóndeildarhrings. Ragnheiði og öðmm aðstandendum hans sendi ég samúðarkveðjur okkar með þökk fyrir langa og góða samfylgd. í dag verður lík hans borið til moldar í Laugameskirkjugarði, Qarri heimahögum. Hin milda „Móðir jörð" opnar faðm sinn fyrir bami sínu og geymir líkamsleifar þess, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann. Guðmundur P. Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.