Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
>
J
„Sittu uppi i sætinu! "
Með
morgunkaffinu
Undarlegt. Á veturna er
okkur gefið að borða en á
sumrin er stuggað við okk-
ur.
HÖGNI HREKKVISI
17. júní
í London
Vegna skrifa f lesendadálki
Morgunblaðsins þar sem sagt var
frá því að sendiráð íslendinga í
London hefði neyðst til að hætta
að bjóða íslendingum í sendiráðið
17. júní vil ég segja að þótt
skemmtilegt væri að mæta í sendi-
ráðið á þessum degi þá fannst mér
ekkert síðra að hitta Islendinga sem
búa f London og nágrenni þar sem
þeir tóku sig sjálfír til og héldu 17.
júní hátíðlegan. Þama var sungið
saman og farið í margs konar Qöl-
skylduleiki. Þetta tókst mjög vel
og alveg án áfengis. Meðfylgjandi
mynd var tekin við þetta tækifæri
af frú Jensinu Hutton sem búið
hefur í Englandi í 35 ár og er af
„eggjaskeiða" kapphlaupi.
Elfsa Kwaszenko
Hvalveiðar:
Heiður Islendinga að veði
Það liggur í eðli mannsins að
meta sum dýr meira en önnur fyrir
ákveðinn þokka, fegurð, eða tígu-
leik. Hann semur um þau söngva,
sögur og ljóð og vill fyrir engan
mun missa þau úr náttúrunni.
Enda þótt fæstir hafí nokkum
tíma séð lifandi hvali leikur enginn
vafí á því, að það em kenndir af
þessum toga gagnvart þeim, sem
em sífellt að verða sterkari í heimin-
um.
Fólk fyllist allt að því lotningu,
þegar það gerir sér ljóst, að til em
stórbrotnar risaskepnur eins og
steypireyðurin, sem getur orðið 30
metra löng og vegið 150 tonn, en
er þrátt fyrir það friðsöm og gæf
og gerir engum manni mein. Ahugi
á hvölum og samkennd með þeim
styrkist við aukna fræðslu, en
blandast ótta og reiði, þegar það
kemur á daginn, að mörg þessara
stóm dýra em að deyja út vegna
taumlausrar veiði. Steypireyðurin
er einmitt hrikalegt dæmi um slíka
ofveiði. 150.000 dýra stofn á 19.
öld var kominn niður í 3.000 dýr á
ámnum 1960—62, þegar hún loks
var friðuð. Nú óttast vísindamenn
að langreyðurin sé að fara sömu
leið.
Raddir þeirra sem lýsa andúð
sinni á rányrkju og náttúruspjöllum
gerast æ háværari og í mörgum
löndum er hvalurinn orðinn tákn
fyrir náttúmvemd. Á íslandi aftur
á móti er hvalveiðihugsjónin ennþá
alls ráðandi. Að vísu samþykkti
Alþingi með naumum meirihluta
tímabundna stöðvun hvalveiða, en
það fór ekki milli mála, að það vom
hvorki lífvemdar- né fagurfræðileg
sjónarmið sem réðu úrslitum heldur
gallhörð peningahyggja.
Allt um það. Friðunin var sam-
þykkt. Alþingi gaf loforð fyrir
hönd fslensku þjóðarinnar. Heiður
okkar allra er í veði að við það sé
staðið án undanbragða.
Edda Bjamadóttir
Víkverji skrifar
Hvarvetna í veröldinni þar sem
gróska hefur ríkt í rannsókn-
um og þróunarstarfí á sviði vísinda
og tækni hefur rannsóknargróskan
síast út í atvinnulífíð og haft hlið-
stæð áhrif á vöxt þess og viðgang
og réttur áburður, sól og regn á
jarðargróður.
Við íslendingar höfum lagt
minna upp úr bæði grunn- og hag-
nýtum rannsóknum en flestar
menningarþjóðir aðrar, því miður.
Þessvegna meðal annars höfum við
ekki náð öllum vopnum okkar, enn
sem komið er, í lífsbaráttunni.
Framleiðni er minni í íslenzkum
atvinnugreinum en víðast annars-
staðar. Orsökin er efalítið marg-
þætt. Einn þáttur hennar er ónógt
rannsóknarstarf, að því er varðar
tækni, skipulag og stjómun vinn-
unnar.
XXX
Fyrsta dag júlímánaðar sfðast-
liðins féllu úr gildi ákvæði í
eldri lögum (nr. 64/1965) um Rann-
sóknarráð ríkins. Um leið tóku við
ný lög um Vísindasjóð, Rannsókn-
arráð ríkisins og Rannsóknarsjóð
(nr. 48/1987). Með hinum nýju lög-
um er í fyrsta sinn komið á
samræmdri heildarskipan vísinda-
og tæknimála svipaðri þeirri sem
gerist í nágrannalöndum. Þetta
ætti að ýta undir samræmda stefnu-
mótun og geta orðið hvati til grósku
í rannsóknar- og þróunarstarfí, ef
Vísindaráð og Rannsóknarsjóður fá
viðunandi fjármuni til ráðstöfunar.
Samhliða og ekki síður þarf að
efla rannsóknarstarf [hagnýtar
rannsóknir] innan einstakra at-
vinnugreina og stærri fyrirtækja.
Alvörufyrirtæki úti í hinum stóra
heimi, er hugsa lengra en til morg-
undagsins, leggja vaxandi áherzlu
á slíka lykilsmíð að velgengni morg-
undagsins. Rétt hvetjandi skatta-
ákvæði gætu orðið fyrirtækjum
mikilvæg á þessum vettvangi.
íslenzkir atvinnuvegir þurfa að
fara að hugsa fyrir „hertæknileg-
um“ atriðum í heimi samkeppninn-
ar.
XXX
Iendaðan júnímánuð hélt Rann-
sóknarráð ríkisins 60. fund sinn
og þann síðasta samkvæmt eldri
lögunum. Þar var m.a. fjallað um
þróun sjávarútvegs og gerð álykt-
un;
í henni er lagt til við ríkisstjóm-
ina að á næstu þremur árum verði
varið 60 milljónum króna á ári af
opinberri hálfu til aðstoðar við
tækniþróun í fiskvinnslu. Lagði ráð-
ið til að helmingi þessa fjár verði
veitt í Rannsóknarsjóð til að styðja
rannsóknar- og þróunarverkefni
eftir umsóknum, sem metnar verði
á faglegum forsendum. Áherzla
yrði lögð á samvinnu milli fyrir-
tækja og stofnana um verkefnin.
Lagt var til að hinum helmingn-
um verði veitt í Fiskimálasjóð, sem
minnst hefur tekjustofn sinn, en
þyrfti að geta veitt fyrirtækjum
áhættulán eða styrki til vöruþróun-
ar, vinnslutilrauna og markaðsað-
gerða í tengslum við vinnslunýjung-
ar.
Reiknað var með að á móti þess-
urn opinbera stuðningi kæmi eigið
fé fyrirtækja og framtaksfé frá fjár-
magnsfyrirtækjum, sem nemur
a.m.k. 120 m.kr. á ári.
xxx
Margt hefur vel verið gert af
hálfu íslenzkra fagaðila í
rannsóknar- og þróunarstarfi.
Víkveiji er engu að síður þeirrar
skoðunar að þjóðfélagið og atvinn-
ulífíð þurfí að stórefla þennan þátt
í velferð morgundagsins. Það, að
draga lappir í hagnýtum rannsókn-
um er einfaldlega að flýta sér hægt
á vegferðinni til betri tíðar.
Ef grannt er gáð hönnum við og
smíðum okkar morgundag hvert og
eitt og sameiginlega. Sitthvað
sjáum við að vísu ekki fyrir. Og
annað er utan okkar þekkingar- eða
áhrifasviðs. En við ráðum það miklu
um eigin morgundag að útlínur
hans verða í meginatriðum okkar.
Við höfum tii dæmis engum um
að kenna nema okkur sjálfum ef
við verðum aftastir af öllum í
grunn- og hagnýtum rannsóknum
við upphaf nýrrar aldar, sem komin
er í túnfót okkar. Og hver vill fljóta
sofandi að feigðarósi? Á öld tækni
og þekkingar fer velferð [uppskera]
morgundagsins í aðalatriðum eftir
rannsóknar- og vísindastarfi [plæg-
ingu og sáningu] dagsins í dag.