Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 59

Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 59 A * SIS má ekki fá Utvegsbaiikaim SÍS og fyrirtæki þess hafa mikið vald. Svo segir í Staksteinum Morg- unblaðsins um þau ummæli Tímans um samvinnuhreyfinguna að hún sé fjöldahreyfing sem starfað hefur í landinu í meira en 100 ár. SÍS er ekki að mínu mati það sama og samvinnuhreyfingin. SÍS er orðið auðhringur sem stjómar fjölda atvinnufyrirtækja og hefur vald á miklum hluta út— og inn- flutnings landsmanna. SÍS hefur ekki haft stjóm á kaupfélögunum og lítið gert til að styðja þau, til sveita að minnsta kosti, raunveru- leikinn sýnir okkur það. í hundrað ár hefur hvert kaupfélagið af öðru farið á hausinn og ekki er langt síðan það síðasta varð gjaldþrota. SÍS kemur aldrei til hjálpar kaup- félögunum nema það sjái sér sjálft hag í því. Kaupfélögin em oftast sett á hækjur undir nýju nafni eða sameinuð öðmm stærri. Sem sagt, sá stóri gleypir þann litla en bænd- ur bera allan kostnað sem af viðreisninni leiðir sem veldur hærra vömverði og óhagstæðari viðskipt- um fyrir þá og kveður svo rammt að því að margir fara jafnvel til Reykjavíkur til að versla. Hér er því um litla hjálp frá SÍS að ræða til annars en að koma í veg fyrir að bændur losni undan okinu. Stundum er dýrt að vera fátækur. Kaup SÍS á Útvegsbankanum em ein hlið á þessari fíkn SÍS í völd í fjármálaheiminum. Nái SÍS völdum í þessum banka og fleirum með sameiningu verður það mikið áfall fyrir einkafyrirtæki og lánsmögu- leikar þeirra skerðast. Þetta er gert til að geta stillt þeim upp við vegg eins og svo mörgum sem hafa leitað til SÍS en verið vísað frá vegna skoðana. Hvemig er líka hægt að vita að SÍS setji ekki Útvegsbank- ann á hausinn eins og flest önnur fyrirtæki sem það hefur sett á lagg- imar? SÍS getur ekki verið það sama og samvinnuhreyfingin, ef svo væri hefðu flest kaupfélög og fjöldi fyrir- tækja sem talist hafa undir stjóm þess ekki orðið sjálfdauð. Það er ekki samvinna þarna á milli, heldur arðrán í viðskiptum. Þó að þeir telji kaupmenn fá mikið fyrir sinn snúð við verslun þá er SÍS—samsteypan ekki betri hvað það snertir þegar um verslun er að ræða, því að í kaupfélögunum er yfirleitt hærra vömverð en hjá kaupmönnunum, það er sannreynt.; SÍS má ekki fá Útvegsbankann. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Ekki hugsað um aldraða Vonbrigði í ísbúð Ég brá mér í ísbúð á Melunum um daginn og keypti þar tvo mjólk- urhristinga á 125 krónur hvom. Það var miðaldra maður sem af- greiddi mig. Nokkm áður hafði ég komið og fengið mjög góða mjólkur- hristinga þama en þá hafði ung stúlka afgreitt mig. Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um núna. Þetta vom verstu mjólk- urhristingar sem ég hef smakkað. Bragðvondir, þunnir og volgir. Meira að segja dóttir mín þriggja ára (en ég gaf henni annan) saug aðeins einu sinni og vildi svo ekki meira en hún er yfirleitt mjög sólg- in í mjólkurhristinga. Ég á ekki eftir að fara aftur í þessa ísbúð. Ég hef oftast farið í ísbúðina í Aðalstræti þegar mig hefur langað í mjólkurhristing og ætla að halda mig við hana í fram- vegis. Þar hef ég alltaf getað verið viss um að fá góða mjólkurhrist- inga. Þökk sé þeim fyrir að leggja sig fram um að gera viðskiptavinina ánægða. Ein vonsvikin Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Ég skrifa í þeirri von að þessar línur nái til þeirra sem þær em helst ætlaðar. Ég beini orðum mínum til þeirra sem Ríkissjón- varpinu stjóma eða niðurröðun þess efnis sem þar er sýnt. Ég tala fyrir hönd eldra fólksins sem allir vilja gera allt fyrir. Það hefur verið svo nú um lengri tíma að þær myndir sem fólk vill yfirleitt helst horfa á em hafðar það seint á kvöldin að eldra fólk er orðið syfjað og þreytt og missir því af því sem það hefði helst viljað fylgjast með. Það væri tilvalið að hafa dans— og söngvamyndir síðast á kvöldin. Ég vona að þessu verði þannig háttað að það sem gleður og hefur gildi fyrir alla verði sýnt fyrir klukk- an 10 á kvöldin. Nóg um þetta. Ekki vil ég enda svo þessar línur að minnast ekki á morgunsögur bamanna sem fluttar hafa verið undanfarnar vikur og mánuði, flestar þýddar. Hvers á þjóðin að gjalda sem til þessa hefur verið með fremstu söguþjóðum? Mér finnst efnisvalið óviðeigandi og lítt skiljanlegt, færir manninn á óæðra svið. Sagan sem nú er verið að lesa er öfgakennd og efnisrýr. Hveijir hlusta mest á morgunsögurnar? Það er eldra fólk og farlama, enginn hugsar um það enda em þetta morgunsögur bamanna og á svo að vera. Ein sem hlustar Þessir hringdu ... Úrtapaðist Sigurbjörg Jónsdóttir hringdi: Hún tapaði úri að morgni föstu- dagsins 21. ágúst á leiðinni frá homi Frakkastígs og Njálsgötu og upp Bjarnarstíg að Lokastíg 15. Þetta er gyllt kvenúr með gylltu armbandi. Ef einhver hefur rekist á úrið er hann beðinn að hringja í síma 17224. Reykvíkingar versla þar sem þeir vilja H.J. hringdi: „1 Tímanum þann 19. ágúst er talað um að Morgunblaðið sé að óþörfu að setja Pálma í Hagkaup- um á stall oggera hann að dýrlingi. Um leið er ýjað að því ,að hann hafi staðið í vegi fyrir bættum kjör- um almennings. Fáar sögur fara af því að Pálmi hafi reynt að slá sjálfan sig til ridd- ara eða sóst eftir að hafa komist í dýrlingatölu erí það þótti frétt- næmt ekki fyrir löngu að aðrir ágætir menn sem skyldari em Tímanum og Samvinnuhreyfíng- unni hefðu látið smíða af sér styttur og það meira að segja í landi sjálfs sólkonungsins og yrði þeim reistur veglegur stallur í framtíðinni. Væri nær að Tíminn segði frá afdrifum þeirra. Hvað viðvíkur því að Hagkaup hafí dregið úr velmegun almenn- ings er aðeins eitt að segja. Við íslendingar eða að minnsta kosti Reykvíkingar búum enn við fijálsa verslun og þar að leiðandi fer hún fram þar sem fólkið kýs helst. Þess vegna er Kringlan orðin að vemleika hvað sem líður hinum 40 — 50 þúsund áhrifalausu fé- lagsmönnum sem SÍS gumar af hvemig svo sem sú tala er fengin." Veiðistöng tapaðist Steinar Petersen hringdi: „Fimmtudaginn 13. ágúst sl. týndi ég tveggja handa grafít— flugustöng. Hún týndist af bíl í nágrenni Skaftafells f Öræfum. Hún var í dökkbláum poka. Ef einhver hefur rekist á hana er hann beðinn að hringja í mig í síma 11570 á vinnutíma." Nægt vinnuafl á ís- landi Ein afskrifuð hringdi: „Mig langar til að skamma þá menn sem ætla að fara að flytja inn erlent vinnufólk á meðan vinnufúsir íslendingar sem hafa unnið alla sína ævi en hafa nú verið „afskrifaðir" ganga iðjulaus- ir. Mér fínnst þjóðasrskömm að þessu. Það er fjöldi fólks sem hef- ur verið neytt til að hætta en hefur bæði starfsþrek og starfsþjálfun." Stóru kaupin þarf að vanda vel BRADFORD homsófí. 230 cm x 295 cm. ,, 111.140 DALLAS homsófí. 225 cn x 280 cm. xr.76.280 RAPID homsófí. 225 cm x 285 cm. Kr. 113.390 PLUS homsófí. 225 cm x 280 cm. Kr. 117.880 3QP/o u „eI8rs«»«* ? ff“ húsgagna-höllin GSEmm] reykjavIk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.