Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Hulda Valtýsdóttir i ræðustól á aðalfundi SkógTsektarfélags íslands. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Vaxandi áhugi á skógrækt Tillaga um sérstaka fjárveitingu til rækt- unar verndar- og landgræðsluskóga Stykkishólmi. Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Kristínu Gunnarsdóttur. Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags íslands, sem haldinn er í Stykk- ishólmi, kom fram að mikili áhugi er á skógrækt meðal landsmanna og fer stöðugt vaxandi. Átta ný áhugafélög um skógrækt voru stofnuð á þessu sumri og tvö endurreist. I setningarræðu sinni minntist Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands, Tryggva Sigtryggssonar á Laugabóli, sem lést á árinu, en hann var heiðursfélagi Skógræktarfélagsins. Um 140 fulltrúar og gest- ir víðs vegar að af landinu sitja fundinn auk Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra. í upphafi fundar bauð Sigurður Ágústsson formaður Skógræktar- félags Stykkishólms fundarmenn velkomna og minnti á nauðsyn þess að áhugafólk um skógrækt kæmi saman og miðlaði öðrum af reynslu sinni. Því næst ávarpaði Jón Helgason landbúnaðaráðherra fundarmenn og sagði að þegar vel áraði eins og nú kæmi fram aukinn áhugi á ræktun og þá ekki síst fyrir skógrækt. Hann minnti á ályktun um nytjaskóga sem sam- þykkt var á síðasta aðalfundi stéttarsambands bænda. „Lögð hefur verið áhersla á aukna hag- kvæmni í framleiðslu skógar- plantna og þar hefur mikið áunnist en það er mikilvægt að þeir sem áhuga hafa á skógrækt fái góðar plöntur til ræktunar," sagði Jón. Hulda Valtýsdóttir gerði því næst grein fyrir störfum stjómar Skógræktarfélags íslands á síðasta ári og sagði að sem fyrr hafi störfín einkennst af þremur meginverkefiium: fjáröflun til styrktar félögunum og málstað skógræktar í heild, áróðri í flöl- miðlum og hvar sem honum var viðkomið og faglegri þjónustu við félögin. Hún fagnaði jákvæðum viðhorfum núverandi ríkisstjómar í garð skógræktar í Iandinu sem endurspeglast í stefnuyfirlýsingu hennar og sagði að aldrei hafi ver- ið jafn fast að orðum kveðið. Þó væri svo um skógræktarmál og önnur sem eru í örri þróun að áhersluatriðin færðust til. „Undan- farin ár hefur nytjaskógrækt skipað veglegan sess í umræð- unni, áhersluþunginn hvílt á hinum þjóðhagslega kosti skógræktar og vissulega mikið áunnist í þeim efn- um. Nú getur því vel verið tíma- bært að breyta svolítið til,“ sagði Hulda. Hún lagði síðan fram tillögu um að aðalfundurinn beini því til Alþingis að tekin verði inn í lög um skógvemd og skógrækt ákvæði um að íjárveiting til ræktunar vemdar- og landgræðsluskóga á vegum félaga og einstaklinga verði til jafns við það fjármagn sem veitt er til nytjaskóga. Snorri Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands gerði síðan einnig grein fyrir störfum félagsins og fram- kvæmdum á vegum einstakra félaga. Hann sagði að aukafjár- veiting úr ríkissjóði hefði gert félaginu kleift að halda úti erind- reka sem hefði ferðast víða um land, stofnað ný félög og sinnt leiðbeinendastarfí. Hann vitnaði síðan í greinargerð Brynjólfs Jóns- sonar erindreka frá fyrra ári en þar segir hann að mikill áhugi sé fyrir skógrækt um allt land en því miður sé þekkingarskortur álíka mikill. Því væri nauðsyn á fleiri ráðunautum til að standa myndar- lega að ræktun. Næstur tók Sigurður Blöndal skógræktarstjóri til máls og gerði hann grein fyrir skipan stjómar skógræktarmála á Norðurlöndum og bar saman við nýgert skipurít hér á landi. Hann lagði ríka áherslu á að Skógrækt ríkisins yrði leiðandi í framkvæmd- um enda væri hún eini aðilinn í landinu sem hefði þekkingu til þess. Fé sem rynni til bændaskóga ætti því að vera í höndum Skóg- ræktar ríkisins sem skipulegði þá og hefði eftirlit með framkvæmd- um. Formleg opnun Laugavegarins DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, opnar í dag formlega þann hluta Lauga- vegar, sem hefur verið í endurbyggingu sem göngugata í sumar. Þessi hluti Laugavegar er á milli Klapparstígs og Frakkastígs, en áður hefur kaflinn milli Klapparstígs og Skólavörðustígs verið endur- byggður. Davíð klippir á borða, sem strengdur verður yfir Laugaveginn á mótum Frakkastígs, klukkan 13, en Lúðrasveit verkalýðsins mun heíja leik á Hlemmi kl. 12.40 af þessu tilefni og þaðan verður gengið niður Laugaveg að mótum Frakka- stígs. Fombflaklúbburinn og Tra- bant-klúbburinn munu aka niður Laugaveginn á eftir lúðrasveitinni. Þá mun Bjami Tryggvason og hljómsveitin Centaur spila við þetta tækifæri á vegum hljómplötuversl- unarinnar Fálkans. Samtökin Gamli miðbærinn ætla að nota þetta tækifæri til þess að vekja athygli á þeirri þjónustu, sem fólki býðst í miðbænum, segir í frétt- atilkynningu frá samtökunum, en yfir 800 aðilar era með ýmis konar atvinnustarfsemi þar. Munu fyrir- tæki og verslanir kynna þjónustu sína í dag. Meðal þess sem kynnt verður má nefna að Sláturfélag Suð- urlands verður með ostakynningu í verslun sinni á Laugavegi 116, gos- drykkjaverksmiðjan Vífilfell kynnir framleiðslu sína við Laugaveg 86, verksmiðjan Sanitas fyrir utan Laugaveg 41 og Ölgerðin á eða við Lækjartorg. Sælgætisgerðin Opal kynnir vörar sínar við Laugaveg 44 og ávaxtakynning verður við Lauga- veg 43. Þá kynna verslanimar Swiss og Te og kaffi vörar sínar og Pap- illa býður fólki hárlitun. Verslanir í miðbænum verða opn- ar frá klukkan 10 til 16 alla laugara- daga hér eftir og í fréttatilkynning- unni er bent á að nóg sé af bflastæðum í miðbænum á laugar- dögum, þegar allar stofnanir era lokaðar, og að ný bílastæði við Faxa- skála rúmi 370 bíla. Hvítingur VE 21 Hvítingur VE 21 Leit árangurslaus LEIT að Hvitingi VE, sem saknað hefur verið frá því á miðvikudag, var haldið áfram í gær og tóku átta skip og þijár flugvélar þátt i Ieitinni. Leitin hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið fregnaði síðast í gærkvöldi og voru þá leitarskip á leið til lands. Tveir menn era á Hvítingi, báðir einhleypir og búsettir í Eyjum. Bát- urinn fór í róður snemma á miðviku- dagsmorgun og er skipveijar gáfu sig ekki fram við tilkynningaskyld- una þá um kvöldið var þegar hafín leit. Slæm leitarskilyrði vora á fimmtudag, en mun skárri í gær. Átta skip tóku þátt í leitinni í gær og svo þrjár flugvélar, TF SYN frá Landhelgisgæslunni og tvær vélar frá vamarliðinu. Hvalveiðarnar: Ellefu bandarísk samtök hóta að hefja lögsókn Andropov yngri tíllslands ANDROPOV sendiherra í sovéska utanríkisráðuneytinu kemur á næstunni til íslands til viðræðna við íslensk stjóm- völd. Andropov þessi er sonur Yuri Andropov fyrrum leið- toga Sovétríkjanna. Að sögn Hannesar Hafstein ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu er það venja að íslenskir og sovéskir embættismenn hittist á haustin til að ræða mál fyrir þing Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni kemur Andropov hingað til lands í þessum erinda- gjörðum og ræðir við embættis- menn í utanríkisráðuneytinu 10. september. Hyggjast þvinga fram viðskiptabann gegn Islandi Frá Jóni Lgciri Sigurðasyni, fréttaritara Morgunbladsins í Bandarilgunum. EUefu bandarisk dýravemdar- og hvalafriðunarsamtök sendu bandaríska viðskiptaráðherranum i gær hótun um að hefja lögsókn ef ísland verði ekki beitt viðskiptaþvingunum. Tilgangurinn er að hindra hvalveiðar íslendinga og jafnframt er hugmyndin að þessi hótun komi til umræðu þegar öldungadeUdin fjallar um embættis- hæfni Williams Verity, væntanlegs viðskiptaráðherra. Greenpeaee-samtökin afhentu ráðherra hafi ákveðið svigrúm og bandaríska viðskiptaráðuneytinu í gær orðsendingu þess efnis, að ef ekki verði gefin út staðfestingar- kæra vegna hvalveiða við ísland, hyggist ellefu samtök höfða mál gegn bandaríska viðskiptaráðherr- anum. Flest þeirra samtaka sem ætla að standa að þessum mála- rekstri, höfðuðu á sinum tíma mál vegna hvalveiða Japana. Því máli lauk með því að hæstiréttur Banda- ríkjanna úrskurðaði að viðskipta- þurfí ekki nauðsynlega að beita staðfestingarkæru þótt allar for- sendur séu fyrir hendi. Japanir sömdu í nóvember 1984 við Bandaríkjamenn um endalok hvalveiða í atvinnuskyni og hétu því að virða hvalveiðihann Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Bandaríski við- skiptaráðherrann hét því á hinn bóginn að leggja ekki staðfestingar- kæru fyrir forsetann vegna búr- hvalaveiða Japana á vertíðinni 1984-85. Alþjóðahvalveiðiráðið hafði ekki veitt Japönum undan- þágu fyrir þeim búrhvalaveiðum, eins og fyrir vertíðina árið áður. Bandarísku hvalavinasamtökun- um tólf þótti einsýnt að áformaðar hvalveiðar Japana brytu í bága við alþjóðasamninga og reyndu að knýja viðskiptaráðherrann til að fylgja lögum og banna Japönum fískveiðar í bandarískri landhelgi í refsingarskyni fyrir búrhvalaveið- amar. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði hins vegar að viðskipta- ráðherra hefði svigrúm til samninga í stað staðfestingarkæra og við- skiptaþvingana sem geta fylgt í kjölfar hennar. Núna hefur sami hópur hvalavina sent viðskiptaráðuneytinu bréf til að knýja fram aðgerðir gegn íslend- ingum vegna áformaðs framhalds hvalveiða og til að fá fram afstöðu Williams Verity, væntanlegs við- skiptaráðherra. Verity mætir fyrir viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi fímmtudag, 10. september, eins og venja er um háttsetta embættis- menn sem Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt. Samkvæmt bandarísku stjómarskránni ber öldungadeild- inni að grennslast fyrir um embættishæfni og er það gert með- al annars með því að spyija þann tilnefnda spjöranum úr. William Verity verður án efa spurður um afstöðu sína til áskoranar hvalavina um staðfestingarkæra vegna hval- veið Sjálfstæðisflokkurinn: Sameiginleg- ur fundur miðstjórnar ogþingflokks SAMEIGINLEGUR fundur mið- stjómar og þingflokks Sjálfstæð- isflokksins verður haldinn næstkomandi mánudag til að ræða flokksstarfið framundan. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að sameiginlegir fundir mið- stjórnar og þingflokks séu yfirleitt haldnir á þessum tíma. Að þessu sinni yrði rætt um flokksstarfið framundan, svo sem skipulag, mál- efni og útbreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.