Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Haustlitir Senn fer í hönd árstíð haust- vindanna sem reyta laufið af tíjám og runnum og breyta grænum lyngmóum í litadýrð sem gleður augað. Gróðurinn er að leggjast í vetrardvalann og um leið að safna næringu fyrir komandi vor. Við fylgjumst með því þegar blöð tijánna visna og verða gul eða rauðleit. Þetta er ekki aðeins gert til að gleðja augu okkar með litadýrðinni, heldur eru tré og runnar, lyng og kjarr, að safiia birgðum fyrir vetrarsvefninn. í frumeindum blaðgrænunnar er mikið af köfnunarefni, sem er gróðrinum mikilvægt. Þegar kólnar í veðri á haustin verða efnabreytingar í blaðgrænunni, tré og runnar draga til sín köfn- unarefnið úr blöðunum til geymslu í greinum og stofnum þar til vorar, en á vorin er þörf fyrir birgðir af köfnunarefni til að mymda nýtt laufskrúð. Auk grænu litarefnanna í blöð- unum, geyma þau einnig gul og rauðgul litarefhi, lítín og karótín. Við efnabreytinguna á haustin verða þessi litarefni eftir í blöð- unum, sem verða gul, rauð eða appelsínugul. Þessi litaskipti geta verið breytileg ár frá ári, sum árin eru gulu litimir ráðandi, en önnur ár geta ýmis afbrigði rauðu litanna verið mest áber- andi. Veðurfar ræður miklu um liti haustlaufsins. Sólríkir haust- dagar og kaldar nætur stuðla að rauðleitu haustlaufí, en vætu- samt haust dregur úr litaskrúð- inu. En ekki eru öll tré jafn litrík þegar haustar. Til dæmis fölnar birki yfírleitt og blöðin verða gul, en hlynur og ösp geta orðið mjög skrautleg. Þótt blöðin visni og deyi er hlutvereki þeirra þó engan veg- inn lokið. Þegar þau falla til jarðar geyma þau enn næringu sem kemur líMkinu í moldinni að góðu gagni. Ánamaðkar nær- ast á blöðunum, og það sem ánamaðkamir skila frá sér verður að næringu fyrir gerla og sveppa- gróður í moldinni, og smám saman breytast þessi visnuðu blöð í nýja gróðurmold þar sem nýjar jurtir og gróður geta skotið rótum og dafnað. Það fer því ekkert til spillis í þessari hringrás náttúmnnar. Þótt haustið minni okkur á að veturinn sé skammt undan er engin ástæða til annars en njóta þess sem það hefur upp á að bjóða. Margir sunnlendingar hafa til dæmis lagt það f vana sinn að skreppa á Þingvöll á fögmm haustdegi til að njóta þeirrar fá- gætu litadýrðar sem þar er að sjá. Og sama er að segja um fleiri staði á landinu. Landið okk- ar er fallegt, um það emm við öll sammála, en sjaldan er feg- urðin meiri en á sólríkum haust- degi þegar gróðurinn er að safna sér birgðum fyrir komandi vetr- arsvefn. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Tyrkland: Demirel talinn sigur- stranglegur í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu ' ■ Turgut Ozal Á MORGUN, sunnudaginn 6. september, fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla i Tyrklandi um það, hvort eigi að leyfa stjómmálamönnum, sem voru í pólitík fyrir valdatöku herforingjastjómarinnar í sept- ember 1980, að hefja aftur slík afskipti. Tyrkneska þingið greiddi að vísu atkvæði um málið i mai sl., og samþykkti þáttöku þeirra með yfirgnæfandi meirihluta. En nokkm síðar lýsti forsætisráð- herrann, Turgut Özal yfir því, að þetta mál væri svo mikilvægt, að hann hefði ákveðið að láta þjóðina greiða atkvæði um það. Fyrir lá, að Özal var andsnúinn þvi, að fyrverandi stjómmálamenn kæmu til starfa á ný. Kosningabaráttan þykir hafa _ verið með eindæmum óskipu- leg.Á kjörskrá eru 25 milljónir, en eftir því sem blaðið Economist sagði fyrir skömmu, hefur ekki nema brot af þeim fjölda hugmynd um að atkvæðagreiðsla standi fyr- ir dyrum. Það eru einkum hin afskekktari héruð, austur, norð- austur og suðausturhlutanum, sem áróðursmeistarar hafa sinnt lítt og allt að því hundsað. Þar sem ann- ars staðar er ólæsi mikið, en 65% Tyrkja eru ólæsir. Þangað koma því ekki blöð og útvarpstæki til- tölulega fá. Því hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá milljónum, hvað stæði fyrir dyrum. fyrir dyr- um. Og stjómmálamenn hafa ekki hirt nægilega um að kynna og útskýra málin fyrir atkvæðunum, bæði þar og bíða. Meðal annars vegna þess, hve hátt hlutfall ólæsra er í landinu, verða atkvæðaseðlamir í tveimur litum og um leið og fólk kemur á Iqörstað verður því greint frá því að appelsínugulur kjörseðill þýði „nei“ og blár kjörseðill Já.“ Til frekari skýringar mætti svo taka fram að Özal vill auðvitað, að langtum fleiri greiddir atkvæða- seðlar verði appelsínugulir. Skæðasti keppinautur Özals er Suleyman Demirel, fyrverandi for- sætisráðherra. Hann hefur háð mjög skelegga baráttu og það má heyra á málflutningi Özals forsæt- isráðherra, að hann hefur áhyggjur af því fylgi, sem hefur safnazt til Demirels í kosningabaráttunni. Demirel er hægri sinni og því er ekki um hugmyndafræðilegan ágreining að ræða milli þeirra. Annar fyrverandi forsætisráð- herra, vinstrimaðurinn Bulent Ecevit, sem var lengi skær stjama hefur misst fylgi á síðustu árum og því er spáð, að hann muni ekki ná sér á strik aftur, þó svo að meirihluti greiddra atkvæði verði með bláum lit. Özal hefur gagnrýnt Demirel fyrir vandræðalega og stjómlausa sljóm á landinu, en Demirel var forsætisráðherra, þegar herfor- ingjastjóm Kenans Evrens tók yfír. Demirel hefur svarað fullum hálsi og bent kjósendum á, að hagur hins almenna borgara hafí ekkert skánað á þessum árum, sem liðin eru síðan Özal varð forsætisráð- herra. Efnahagsaðgerðir hans hafi verið mislukkaðar og til þess eins fallnar að hygla þeim efnameiri. Demirel hefur þar óneitanlega nokkuð til síns máls. Þrátt fyrir að dregið hafí úr verðbólgu á stjómarárum Özals og kúfurinn verið tekinn af erlenda skuldaijall- inu, er hagur almennings litlu betn nú en á óstjómarárum fyrri pólitík- usa. Suleiman Demirel Bulent Ecevit Tyrknesk blöð hafa skrifað í hneykslistón um þjóðaratkvæða- greiðsluna. Sum kalla þetta kyndugustu uppákomuna í ára- tugi. Blaðið Milliyet sagði nýlega, að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla væri í rauninni móðgun við Tyrki. Til þess fallin að rugla menn í ríminu og ekki yrði séð, að hún þjónaði heiðarlegum tilgangi. Þá er vert að geta skoðanakannana, sem blöðin Milliyet og Hurrieyet hafa gert. Það fyrmefnda segir, að já-atkvæðin, þ.e. Demirel og félögum verði 5% fleiri. Hið síðar- nefnda taldi að já-atkvæðin yrðu 6% fleiri. En það sem var þó lang- mest áberandi í niðurstöðum beggja blaðanna var að langflestir spurðra sögðust ekki vita, hvað þeir ætluðu að kjósa. Allstór hópur neitaði svo að gefa upp, hvom lit- inn það veldi. Sé á heildina litið virtist útkoman vera sú, að um helmingur spurðra, allir búsettir í þéttbýli var alls ekki viss um, hvað væri verið að greiða atkvæði um. Gagnrýni á undirbúning og skipulag á greinilega fullan rétt á sér. En að mati margra stjóm- málaskýrenda hefði einfaldlega átt að sleppa þessum skrípaleik, eins og sumir kalla þjóðaratkvæða- greiðsluna. Özal hefði verið í lófa lagið að láta samþykkt þingsins duga og ganga síðan til samkeppni við Demirel og aðra, sem áður voru áberandi í stjómmálum af fullum drengskap. Hann hefði orð- ið maður að meiri, að dómi tyrkneskra blaða og margra landa sinna. Blöðin segja, að fari leikar tjl dæmis svo, að meirihluti styðji Özal, hljóti hann samt að bíða hnekki. Þær niðurstöður myndu sýna, að hvað sem öllum yfirlýsing- um líður, ríkti ekki enn lýðræði og eðlilegt frelsi til athafna í Tyrk- landi. Þó svo að Bandaríkjastjóm sé hliðholl Özal í hvívetna og telji hann með dyggustu vinum sínum í Atlantshafsbandalaginu, gengi slík niðurstaða þvert á stefnu Bandaríkjamanna. Færi svo að Özal tapaði yrði það auðvitað hnekkir líka, auk þess sem það gæti dregið úr mætti stjómarinn- ar, þrátt fyrir traustan þingmeiri- hluta flokks hans. Væntanlega myndi Özal ekki bregða á það ráð að boða til kosninga, fyrr en áætl- að er, þ.e. 1988. Kosningar eftir hugsanlegan ósigur myndu naum- ast verða honum til framdráttar. Ýmsir spá, að hann geti átt von á því, að margir flokksbræður hans segi sig úr Föðurlandsflokknum og gangi til liðs við Demirel, ef niðurstaðan verður á þá lund, að Demirel verði heimilt að taka aftur þátt í stjómmálum. Kenan Evren, forseti, styður Özal, en hann hefur ekki tök á að beita sér að neinu marki. Og bak við tjöldin bíða svo yfírmenn hers- ins átekta og fylgjast með fram- vindu. Innan tyrkneska hersins, ekki sízt yfírmanna hans, er djúp- stæð andúð og vantraust á stjóm- málamönnum. Og fara ekki allir dult með skoðanir sínar. Tyrkneski herinn hefur oftar en annars stað- ar í Evrópu þurft að taka við af vanhæfum stjómmálamönnum á síðustu áratugum. Kannski er ekki óeðlilegt, að þeir geri ráð fyrir ýmsu r.ú. En þótt þjóðaratkvæða- greiðslan sé umdeilanleg að flestu ieyti og úrslit hennar verði kannski eftir því, dettur engum í hug - sem betur fer - að herinn þurfi að koma til skjalanna að henni lokinni. Heiraildir m.a.: Obaerver, Economist, MilUyet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.