Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 61 ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Skýrast línumar í knattspymunni? Sveitakeppnin í golfi. Handboltinn hefst í dag HEIL umferð er Í1. og 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í dag og er þetta 17. og jafn- framt nœst síðasta umferðin í báðum deildum. Línurnar ættu að skýrast eitthvað f dag en þó er óvíst hvort allar meginlín- urnar verði alveg skýrar fyrir síðustu umferðina serr. ieikinn verður næsta laugardag. Stórleikur dagsins er viðureign KR og Vals á KR-vellinum. Valsmenn geta tiyggt sér titilinn með sigri en eins og mönnum er enn í fersku minni þá var leikur þessara félaga að Hlíðarenda fyrr í sumar einn sá skemmtilegasti í sumar. Mikill hraði allan leikinn og spenna þó svo mörkin yrðu ekki mörg. Jafntefli gæti einnig nægt Val, það er að segja ef Skagamenn tapa stigi á heimavelli gegn Víði. Víst er um að leikurinn verður spennandi því KR-ingar hafa tapað síðustu þrem- ur leikjum og ef þeir ætla að krælqa sér í Evrópusæti verða þeir að vinna í dag. Skagamenn eru fjórum stigum á eftir Val og þeir mæta Víðismönn- um á Akranesi í dag klukkan 14.30 en allir aðrir leikir hefjast klukkan 14. Víðismenn verða að vinna ef þeir ætla að eiga möguleika á að halda sér í deildinni og Skagamenn leika örugglega til sigurs því ef Valur tapar og ÍA vinnur þá munar aðeins einu stigi á þeim. Framarar eru fimm stigum á eftir Val og þeir leika í dag gegn Völs- ungum á Húsavík. Húsvíkingar eru í fallhættu og verða helst að ná sér í stig til að tryggja sæti sitt í deild- inni. Framarar gætu nálgast Val og farið upp fyrir ÍA ef þeir vinna og toppliðin tvö tapa. Það verður því hart barist á Húsavíkurvelli sem og annars staðar í dag. Þór og KA mætast á Akureyrar- velli og er það þýðingarmikill leikur fyrir Þór því þeir eru í baráttunni um Evrópusæti en KA-menn eru öruggir um sæti sitt í deildinni. Keflvíkingar taka á móti FH-ingum og þar er botnbaráttan í algleym- ingi. ÍBK nægir jafntefli til að tryggja sig í deildinni en FH-ingar verða helst að vinna ef þeir ætla ekki niður í 2. deild. Baráttan er ekki minni í 2. deild og allt getur gest enn. Víkingar fara til Eyja og með sigri þar hafa þeir tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Leiftur fær Einheija í heimsókn og ætti það að vera léttur leikur fyrir þá ef marka má frammistöðu Vopnfirðinga síðustu vikumar. Blikar taka á móti Siglfirðingum og með sigri eru Kópavogsbúar komnir í slaginn um sæti í 1. deild. ísfirðingar leika við ÍR klukkan 14 á morgun á Valbjamarvelli. ÍR tryggir sæti sitt í deildinni með sigri en leikurinn skiptir ÍBÍ engu máli því þeir eru þegar fallnir niður í 3. deild. Það verður hart barist á Seifossi þegar Þróttarar koma þangað í heimsókn. Bæði liðin eru í topp- baráttunni og því mikið í húfí. Allir leikimir hefjast klukkan 14. í 3. deild er síðasta umferðin leikin um helgina og hefjast allir leikimir klukkan 14, bæði í dag og á morg- un. í dag leika í B-riðli 3. deildar Sindri og Þróttur, Tindastóll og Magni en þau baijast um sigur í riðlinum og Reynir og HSÞ leika á Áskógs- strönd. Síðasta umferðin í A-riðli verður á morgun. Fylkir fær Reyni úr Sand- gerði í heimsókn, Haukar leika við Njarðvík, Grindavík við Aftureld- ingu, Leiknir og ÍK og Stjömumenn fá Skallagrím í heimsókn. Úrslitaleikur um sigur í 4. deildinni verður á morgun klukkan 16 á Sauðárkróksvelli. Þar leika Hvöt og Grótta en þessi lið færast upp í 3. deild að ári. Landsleikur verður í hádeginu á þriðjudaginn. Þá leika lið Islands og Póllands skipuð leikmönnum 18 ára og yngri. Rétt er að ítreka að leikurinn hefst klukkan 12 á hádegi á KR-velli. Svaltakeppnin í goM Sveitakeppni GSÍ í golfi fer fram um helgina. 1. deild karla og kvenna verður leikinn á Hólmsvelli í Leiru en 2. deild beggja kynja fer fram á Nesvelli. Búast má við mikilli og jafnri keppni í öllum deildum og verður keppt bæði í dag og á morg- un. Álafossmótið verður haldið á Hlíða- velli í Mosfellsbæ um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem mót þetta tekur tvo daga. Það er Golfklúbbur- inn Kjölur og Álafoss sem standa að mótinu sem virðist ætla að verða fjölmennt. Handbolti Handknattleiksvertíðin er hafinn. í dag fara fyrstu leikir Reykjavíkur- mótsins fram og það verða KR og ÍR sem heija mótið en strax að þeim leik loknum leika Valur og Armann. Leikið verður í Seljaskól- anum og hefst fyrri leikurinn klukkan 14. Hverjir sigra? Tekst Úlfari Jónssyni að leiða A-sveit Keilis til sigurs í 1. deild Sveitakeppni GSÍ í Leirunni um helgina eða tekst GR-mönnum að halda bikamum sem þeir hafa unnið undanfarin ár? Svar við þessu fæst á sunnudaginn og þá skýrist einnig hvaða lið fellur og hveij- ir koma upp úr 2. deild. Verslið í Hamrakjöri Kjötbúd Sudurwrs VALUR Á KR-VELLI í DAG KL. 14.00 i=-rrr^in lixn og kítti Skyrtur og sioppar, þvottahús, Auðbrekku 41 Tölvupappír Risrs llll FORMPRENT Hv<mIim|uIu /H siih.ii .".'«,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.