Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
49
Þorkell Halldórsson
Akranesi - Minning
Fæddur 21. ágúst 1897
Dáinn 28. ágúst 1987
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V.Briem)
í dag er kvaddur hinstu kveðju
móðurbróðir minn, Þorkell Hall-
dórsson, f.v. skipstjóri og útgerðar-
maður á Akranesi.
Þorkell fæddist á Þyrli á Hval-
fjarðarströnd og var einn af sex
bömum Halldórs Þorkelssonar
bónda þar og konu hans Ingibjargar
Loftsdóttur, ljósmóður, en hann ólst
að mestu upp á Bíldudal þangað sem
Qölskyldan flutti þegar Þorkell var
4 ára.
Ingibjörg móðir Þorkels var fædd
á Brekku á Hvallj arðarströnd og
voru foreldrar hennar hjónin Guðrún
Snæbjamardóttir frá Bakkakoti f
sömu sveit og Loftur Bjamason frá
Vatnshomi í Skorradal.
Halldór faðir Þorkels var sonur
Þorkels Þorlákssonar bónda á
Brekku á Kjalamesi og konu hans,
Margrétar Þorláksdóttur, Brynjólfs-
sonar frá Bakka í sömu sveit.
Systkini Þorkels heitins eru öll
látin, en þau voru: Guðrún, gift Ól-
afi Magnússyni, skipstjóra frá
Bíldudal. Margrét, gift Hjálmari
Þorsteinssyni, húsgagnameistara í
Reykjavík. Kristín, gift Kristni Guð-
mundssyni, stýrimanni á Akranesi.
Loftur, skipstjóri á Akranesi, kvænt-
ur Ólöfu Hjálmarsdóttur. Guðbjörg,
gift Bimi J. Bjömssyni, útgerðar-
manni á Akranesi.
Auk bama sinna ólu Ingibjörg og
Halldór upp dótturson sinn, Gunnar,
Ólafsson skipstjóra. Hans kona er
Dýrleif Hallgrims.
Þorkell kvæntist Guðrúnu Einars-
dóttur. Guðrún var dóttir Halldóru
Helgadóttur og Einars Ingjaldssonar
frá Bakka á Akranesi. Þau giftu sig
21. desember árið 1930 og fluttu
þá inn í nýbyggt hús sitt á Bakka-
túni 20 á Akranesi. Þau eignuðust
flórar dætur, sú elsta lést aðeins 17
daga gömul en hinar eru Halldóra,
gift Olgeir Söbeck, Ingibjörg, ógift,
og Kristjana, gift Kristjáni Ingólfs-
syni. Bamabömin eru sex og
bamabamabömin eru fjögur.
Þorkell var afar glæsilegur og
sérstaklega svipfallegur maður.
Geislaði af honum hvar sem hann
fór. Að honum er mikill missir því
hann var sannur heiðursmaður í sjón
og reynd og jafnframt síðastur af
móðursystkinum mínum. Frá honum
andaði jafnan svo mikilli hlýju og
velvild að okkur sem fengum að
njóta samfunda við hann, fannst við
vera betri manneskjur á eftir.
Það var alltaf gaman að koma á
heimili þeirra hjóna og sjá hve
ánægð, samrýnd og umhyggjusöm
þau voru gagnvart hvort öðm. Gest-
um sínum sýndu þau umhyggju og
gestrisni svo af bar. Margs er að
sakna, margs er að minnast en þeg-
ar ég hugsa til þeirra hjóna þá veit
ég að þau gleðjast í öðrum heimi,
þar sem þau hafa n'ú hist aftur. Ég
veit þau vilja þakka Ingu dóttur sinni
fyrir að fá að vera á heimili hennar
siðustu æviár sín. Jafnframt veit ég
að þau vilja þakka Dúddu, Krist-
jönu, tengdasonum, bamabörnum
og bamabamabömum samfylgdina.
Hvíl i friði.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Sofðu vært hinn síðsta blund,
unz hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V.Briem)
Kristín Helga Hjálmarsdóttir
UXEMBOR
OKEYPIS
FRÍIR BÍLAR
UPPSKERUHÁTÍÐ
Islenska Bílaleigan LuxVíking bíðuröll-
um íslendingum uppskerutilboð vegna
góðrar uppskeru í sumar.
Dæmi:
(helgarferð 3 dagar)
(1. vika, 7 dagar)
(2. vikur, 14 dagar)
(3. vikur, 21 dagar)
(4. vikur, 28 dagar)
eru Ford bílar, Ford bílar ekki Fiat.
Allar bestu ferðaskrifstofur landsins eru með
Lux Víking bíla.
Hafið samband við ykkar ferðaskrifstofu
strax.
ux
mr
Islenska bílaleigan
7A Rte De Treves Luxemborg sími 90352436888
Míele
Míele
,o*
i ...**!»» Ir*
\je(ö\ð ö ' 97 / "
daQana
Míele
JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF
Sundaborg 13 — sími (91)688588
æ