Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 19 kvæma á 8unda degi eftir fæðingu, þá er það sönnun þess að í kristnum söfnuðnum skyldi einnig skíra ungaböm. Jesús Kristur helgaði þá skím sem viðurkennd var og notuð af gyðingum allt frá dögum Móse. Jesús mótmælti ýmsu í kenningu Fareseanna og fræðimanna gyð- inga en hvergi kemur fram að hann mótmæli skíminni. Og því verður að líta svo á að hann hafi sam- þykkt skímina. Annars hefði hann óhjákvæmilega orðið að taka það skýrt fram ef undantekning hefði átt að vera hvað bömin snertir, er hann stofnaði skímarsakramentið í staðinn fyrir umskumina (Kól. 2.11.) hefði hann ekki viljað að böm skyldu skírð. Að bamaskímin er Biblíuleg þarf ekki að deila um, hún er grundvölluð á traustum granni Heilagrar Ritningar og traustum heimildum á venju gyð- inga. Nú er talað um að það þurfi trú til þess að meðtaka gjafir skímar- innar. Hefur ungabamið nokkra möguleika til þess að veita viðtöku náðargjöfum skímarinnar? í því sambandi skulum við hafa í huga orð Jesú: „Sá sem ekki tekur á móti Guðsríki eins og bam, mun alls eigi inn í það komast." Mark. 10, 15. Við megum ekki hafa enda- skipti á hlutunum og halda því fram að bömin verði að verða stór eins og við hin fullorðnu, það eram við sem verðum að snúa við og verða eins og bömin til þess að eignast hlutdeild í Guðsríki. Það eram við sem getum hindrað Guð í hjálpræð- isstarfi hans. Það ætti öllum að vera ljóst að líkams- og sálarlíf bamsins er starfandi þótt það sé aðeins fárra daga gamalt og því þá ekki einnig starfsemi andans hið dýpsta og viðkvæmasta — sjálf eilífðarvitundin. Því skyldi hún ekki líka vera starfandi og búin þeim eiginleikum að geta tekið á móti skapandi náð Guðs. Að hafna því, er það ekki einmitt vitni þess, hvemig skynsemin, vantrúin, trú- leysið sjálft, hefur tekið yfírhöndina á kostnað trúarinnar. Því getur Guð ekki endurfætt mannlega vera til sinnar myndar á hvaða aldri sem er og það þvf fremur að það er Guð sem það gerir. Guð gerir það með skíminni í hjarta bamsins jafn auð- veldlega og í hjarta hins fullorðna þegar hann hefiir snúið við og orð- ið eins og bam. Því er afturhvarf, iðran og trú hins fullorðna engin hjálp frá okkar hendi til þess að Guð geti frelsað okkur, heldur val sem við geram með vitund og vilja. Við ákveðum upplýst af anda Guðs að vama honum ekki að láta hjálp- ræðisundrið gerast í okkur. Við gefumst upp fyrir Guði og eram þá eins og bömin. Því það era sér- einkenni barnsins að hindra ekki Guð í því að afhenda því arfinn. Hver er þessi arfur? Lítum aðeins á það. í Biblíunni er Jesús nefndur hinn síðari Adam. Þá er átt við að hann hafí orðið ættfaðir nýs mannkyns, eins og fyrri Adam varð ættfaðir hins gamla synduga mannkyns. Þegar Adam féll, féll allt mannkyn- ið með honum. Þegar hinn síðari Adam lifði syndlausu lífi og dó fríð- þægingardauða var það mannkynið sem í og með honum friðþægði fyr- ir afbrot sín. Mannkynið gerði upp við Guð í og með hinum síðarí Adam fyrir það fall sem það gerði sig sekt um í og með hinum fyrri Ad- am. „Einn er dáinn fyrir alla, því era þeir allir dánir." 2. Kor. 5, 15. Síðari Adam er staðgöngumaður, fulltrúi alls mannkynsins eins og hinn fyrri Adam var. Ég varð hlut- takandi í sjmdinni eins og hinn fyrri Adam var. Ég varð hluttakandi í syndinni fyrir það eitt að ég var í ætt við Adam. Á sama hátt fæ ég hlutdeild í hjálpræðinu af því einu að ég tilheyri því mannkyni sem Kristur friðþægði fyrir. Hér mætum við náðinni. En náðin gengur í erfð- ir. Arfurinn er ávallt óverðskuldað- ur. Það er annarra ávinningur sem ég erfí. Þannig er það líka i hinum andlega heimi. Það er ekkert í mínu fari sem gerir mig verðugan hjálp- ræðisins. Það sem gerir það að verkum að ég öðlast það, er ein- göngu það að ég er meðlimur þess mannkyns sem fékk staðgöngu- mann frá Guði og hann stóð reikningsskil fyrir mig og allar mínar syndir frammi fyrir augliti Guðs. Náðin er handa öllum og hún er fijáls. Þá er átt við að hana fáum við ókeypis, fyrir ekki neitt. Og meira en það, hún leitar okkur uppi. Arfurinn leitar erfingjann uppi. Það er ekki svo að erfinginn leiti arfinn uppi. Og þar sem Guð hefur skuld- bundið sig til að láta sérhvem einstakling fá hlutdeild í þeirri frið- þægingu sem er eign mannkynsins, af því að Kristur er staðgöngumað- ur þess. Náðarmeðal Orðsins er ekki hægt að nota gagnvart bam- inu, því Orðið gerir ráð fyrir vitund og vilja, þá notar Guð skímina, því hún nær dýpra með sínum Guðlegu áhrifum en til meðvitundar og vilja því hún nær til undirmeðvitundar- innar. Nú hefur arfurinn fundið eringjann. Bamið hefur nú tekið við öllum arfinum. Því að með skíminni fékk það hlutdeild í Krísti. Er hægt að öðlast meira? Þvf þurfa þau að koma til Jesú eins og allir aðrir syndarar, til þess að íklæðast Kristi og öðlast hlutdeild í ávexti friðþægingardauða hans til frelsis, lífs og eilífrar sælu. Guð þarfnast engrar hjálpar, til að frelsa okkur, hvorki bænar, trúar né iðranar né neins annars. Það sem hann þarfn- ast er að fá aðgang, inngönguleyfí, og það fær hann hjá litla baminu. Það hefur ekki meðvitund né vilja til að hindra verk hans. Og því getur Guð hindranarlaust afhent baminu arfinn, af því það er fætt í það mannkyn sem Kristur er dáinn fyrir. Við hinir fullorðnu megum ekki gera okkur sek um það að hindra að bamið fái það sem því ber. Né hindra Guð í því sem hann vill gefa baminu og sem er eign þess, „því þeirra er Guðsríki". Höfundur er verslunarmaðw. Kópavogsvöllui 2.deild Breiðablik - K.S ídag kl. 14.00 Siglufirði Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Trambolínið er vinsælasta leiktækið og eru sumir strákarnir þegar búnir að ná góðum tökum á listinni. Á myndinni sést nýstárlegt leik- tæki, virki sem heitir Seyluvirki. Foreldrarnir smíð- uðu leikvöUinn sjálfir Keflavík. NÝ STÁRLEGUR bamaleikvöUur var formlega tekinn f notkun í Seyluhverfi f Innri-Njarðvfk um síðustu helgi. Að gerð vallarins stóðu foreldrar f hverfinu og var hann algjörlega unnin f sjálfboða- vinnu. Gerð leikvaUarins tók fjórar helgar f ágúst og hefur hann vakið mikla athygU og er mikið sóttur. Á velUnum er m.a. trambolin og er það vinsælasta leiktækið. Guðmundur Sigurðsson íþrótta- kennari í Njarðvík er upphafsmaður- inn að þessu framtaki foreldranna í hverfinu. Guðmundur sagði að Njarðvíkurbær hefði ætlað að setja upp hin hefðbundnu leiktæki svo sem rólur, vegasalt og rennibraut á leik- svæðið. „Ég hef veitt því athygli að þessi tæki hafa ekki ýkja mikið að- dráttarafl hjá ungu kynslóðinni. Mér datt þvf í hug að nýta mætti þá pen- inga sem þessi tæki kostuðu betur f þágu bamanna. Guðmundur sagði að íbúar í hverf- inu hefðu strax tekið undir hugmynd- ir sínar um að foreldramir tæku að sér gerð og hönnun leikvallaríns. f framhaldi af því hefði bæjarstjóm Njarðvíkur verið sent bréf um þessa ósk og kostnaðaráætlun. Erindið hefði síðan verið samþykkt, en fjár- veitingin sem farið var framá skorin verulega niður. „Við hófumst svo handa í ágúst og tók verkið fjórar helgar. Völlurinn hefur vakið mikla athygli meðal bam- anna og hingað hafa komið hópar alla leið úr Keflavík til að leika sér á leikvellinum", sagði Guðmundur ennfremur. - BB COLOUR PURE HAUST/VETUR'87/88 Haust- og vetrarl ínan frá Jil Sander er komin. CLARA Kringlunni CLARALaugavegi15 SARA Bankastræti 8 MIRRAHafnarstræti 17 LlBÍA Laugavegi 35 SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 GJAFA- OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN SuðurveTi ANETTA Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.