Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 33 lupp- lulega Morgunblaðið/AM mæla harðlega öllum árásum á okkur. Þannig höfum við meira svigrúm til þess að láta í okkur heyra og þegar við gerum það vita stjóm- völd einnig að þau geta ekki látið gagnrýni hreyfíngarinnar sem vind um eyru þjóta. Annað, sem hefur mikið að segja, er að í hvert sinn sem erlendir stjóm- arerindrekar koma til landsins vilja þeir fá að hitta okkar fólk jafnt sem stjómvöld. Yfirleitt er komið á fundi með gestinum og talsmönnum hreyf- ingarinnar, en stundum vilja þeir forðast að ögra stjómvöldum. Ut- anríkisráðherra Astralíu taldi til dæmis að hann gæti ekki hitt full- trúa okkar sjálfur, en þess í stað sendi hann helsta aðstoðarmann sinn og sá fundur bar góðan ávöxt. Þá má líka nefna að nú orðið er fastur liður að bjóða nokkmm fulltrúum hreyfíngarinnar í hvert sinn, sem vestræn sendiráð halda opinberar móttökur eða veislur. Þannig kom- ast talsmenn Charter ’77 í samband við erlenda stjómarerindreka og blaðamenn, sem þeir annars gætu ekki hitt. Því má ekki gleyma að öll um- fjöllun um mannréttindamál kommúnistaheimsins á Vesturlönd- um hefur gifurlega mikið að segja. Stjómvöldum í Austur-Evrópu svíður í hvert sinn sem fitjað er upp á þessum málum vestan jámtjalds. Sömu sögu er að segja um pólítíska fanga. í hvert sinn, sem á þá er minnst á Vesturlöndum, er stigið skref í átt til lausnar þeirra. Bæði fínna stjómvöld fyrir þrýstingnum, en hitt sem er ekki síður mikilvægt, er að fangamir fá að vita að eftir þeim er munað. Óttinn við að verða öllum gleymdur getur verið ægileg- ur.“ V esturlandabúar styðja þrælahald Þú sast sjálfur i fangelsi, af hverju? „Eg neitaði að gegna herþjónustu. Charta ’77 er mannréttindahreyfíng og það samræmist ekki trúarhug- myndum mínum og siðferðisskoðun- um að gegna herþjónustu. Tékkneski herinn er miklu stærri en svo að hann sé_ ætlaður einungis til land- vama. Ég var kvaddur í herinn í apríl 1977 — þremur mánuðum eftir að mannréttindayfírlýsingin var gef- in út — en neitaði og var þá dreginn fyrir herdómstól, sem dæmdi mig í tveggja og hálfs árs fangelsi. Vilhjálmur Bergsson við eigin verk. Morgunblaðið/Bjami Túlka hin ýmsu lífs- svið í myndlistinni Fyrst sat ég í Libkovice-fangelsi. Þar var ágætt fæði og aðbúnaður ekki afleitur, enda fangelsið undir eftirliti Rauða krossins. Vinnan var ekki slæm, en utan vinnutíma var nokkru harðræði beitt. Einangrun- arvist var hiklaust beitt fyrir minnstu yfírsjónir og jafnvel þótt hegðun manna væri til fyrirmyndar áttu menn ekki náðuga daga, því yfírvöld vom ákveðin í að láta fang- elsið standa undir nafni sem betmn- arhús. Af þeim sökum var sífellt reynt að „endurhæfa" mann fyrir líf í sósíalísku samfélagi og kennisetn- ingar kommúnista þuldar lon og don í svokölluðum „kennslustundum". Vinnan fólst í því að skera steina ýmiskonar í skartgripi og samkvæmt áætluninni bar okkur að skera 12.000 steina á dag. Heita átti að við fengjum kaup fyrir, en eftir vist- ina fékk ég greitt jafnvirði 4.000 íslenskra króna — samkvæmt opin- bem gengi! Raunvirði er að sjálf- sögðu minna. Fólk á Vesturlöndum ætti að hafa hugfast að fjölmargar vömr frá Tékkóslóvakíu em fram- leiddar af föngum. Allir em mót- fallnir þrælahaldi, en þegar þið hér á Islandi kaupið skartgripi, mynda- vélar og Skoda-bifreiðir frá Tékkó- slóvakíu emð þið í raun að kaupa vöm, sem að meira eða minna leyti er framleidd af þrælum. Síðar var ég fluttur til Bory- fangelsis, sem er í nágrenni Pilsen. Þar var erfiðisvinna og allur að- búnaður hin hræðilegasti. Á sumrin vom við látnir grafa skurði í mýrar- fenjum, hitinn um 40° C og rakinn gífurlegur. Margir þjáðust af húð- sjúkdómum, vatnið var fúlt og annað eftir því. Til þess að bæta gráu ofan á svart mátti ekki þrífa sig nema einu sinni í viku og var mér einu sinni refsað fyrir að þrífa mig eftir vinnu. Þetta kann að hafa breyst nú, en svona var þetta þá. Þegar ég loksins losnaði úr fang- elsi fékk ég vinnu á póstinum um hríð, en árið 1980 var ég á ný kvadd- ur í herinn. Þá sá ég að þeir ætluðu ekki að gefast upp og sótti um leyfi til þess að fara frá Tékkóslóvakíu. Það fékk ég eftir nokkrar málaleng- ingar, en hafa þeir eflaust verið dauðfegnir að losna við mig. Þama, sem oft áður, hjálpuðu Amnesty Int- emational mikið og kvartanir þeirra hafa vafalítið orðið til þess að greiða götu mína.“ Hefur Gorbachev árangur sem erf iði? Nú er mikið rætt um þær breyt- ingar i frjálsræðisátt, sem Mikhail Gorbachev stendur fyrir austur í Moskvu. Hefur þeirra gætt í Tékkóslóvakíu? „Við megum ekki gleyma því að Gorbachev er ekki enn búinn að treysta sig fyllilega í sessi og marg- ir kommúnistar í Austur-Evrópu em þess fullvissir að hann muni ekki endast í mörg ár í viðbót. Husak er heldur ekkert ginnkeyptur fyrir því að gera sömu mistök og gerð vom ’68. „Vorið í Prag“ hefði varla átt sér stað nema vegna merkja frá Moskvu um að endurskoðun efna- hagsmála væri nauðsynleg. Dubcek gekk of langt og Kremlverjar skiptu um skoðun. Þegar Gorbachev ferðaðist til Austur-Evrópu kom hann m.a. við í Prag. Þaðan fór hann eftir þriggja daga viðdvöl, en átti að vera í fímm. Það held ég ekki að viti á neitt gott. Margt hefur þó batnað, hvort sem það er Gorbachev að þakka eða ekki. Erlendir fréttamenn geta nú til dæmis tekið viðtöl við andófsmenn án teljandi vandræða. Ekki alls fyrir löngu var eitt slíkt sent út af út- varpsstöðinni Voice of America. Fyrst þegar það var sent út var það nú reyndar truflað af tékkneskum stjómvöldum, en VOA auglýsti þá að það yrði aftur sent út síðar og þegar þar að kom fékk það að ber- ast ótmflað. Svona nokkuð getur haft gífurleg áhrif, enda er meira hlustað á tékkneskar útsendingar VOA heldur nokkurn tíma ríkisfjöl- miðlana. Ekki svo að skilja að Bandaríkjastjóm sé svo vinsæl, en fréttimar em miklar og góðar og berast þar að auki um leið og at- burðimir gerast. Ég held að ástandið sé svipað í Sovétríkjunum þó svo að Sovétmenn mgli oftar saman þjóð- emisást og kommúnisma en gert er í öðmm kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Fyrir ’68 var þetta ekki svona í Tékkóslóvakíu, þá treystu menn ennþá á ríkisfjölmiðlana, en það breyttist eftir innrásina. Ég hugsa að Chemobyl-slysið hafi haft svipuð áhrif á Sovétmenn. Én hvað varðar umtalsverðar breytingar þá koma þær varla nema með nýjum valdhöfum. Husak hefur alltaf verið húsbóndahollur. Hann sat sjálfur inni á Stalínstímanum og er brotinn maður. Hann fetar Moskv- ulínuna, en hann er enn efins um að Gorbachev túlki raunvemlegan vilja kommúnistaflokksins. Svo á náttúmlega eftir að koma í ljós hvort Gorbachev verður eitthvað ágengt heima fyrir. Smábreytingar á so- véskum blöðum em ekki nægar vísbendingar um nýja tíma. Ég á enn eftir að sjá að skrifkeramir sætti sig við við kerfísbreýtingar Gorbac- hevs, eða að almenningur styðji baráttu hans gegn áfengi. Efna- hagsátak er einmitt það: átak. Eftir að hafa búið við miðstýrt og illa skilvirkt hagkerfí í sjö áratugi er hugsanagangur fólks í engu sam- ræmi við vilja Gorbachevs. Fólk vill ekki þurfa að skila svo og svo mik- illi vinnu og vera ábyrgt fyrir henni að auki. Verksmiðjustjórar em hræddir við að fara fram úr áætlun vitandi það að eina afleiðingin er sú að Áætlanaráðuneytið setur markið hærra næsta ár. Þrátt fyrir allar kerfisbreytingar breytist hugarfarið seint. Þeir sem einhveijar eignir eiga em að sjálfsögðu fylgjandi auknu ftjálsræði, en þeir em aðeins brot þjóðarinnar. Hið sama á að hluta við í Tékkóslóvakíu, en þar man sumt fólk þó eftir því hvemig ástandið var fyrir Seinni heimsstyij- öld. Landið var lýðveldi og sjöunda ríkasta í heimi. Forsetinn var heim- spekingur o.s.frv." Ófrelsið mikið enn Hver er þá framtið Tékkósló- vakíu? „Ég vildi að ég kynni svarið við því. Enn sem komið er er of snemmt að spá nokkm um það. Gustav Hus- ak er kominn til ára sinna, en það er ekkert sem bendir til þess að við honum taki fijálslyndari maður. Sá sem stendur honum næst, Vasil Bil- ak, er nýstalínisti, sem þar að auki var mjög handgenginn Brezhnev á sínum tíma, og sameinar það versta úr báðum stefnum. Landið er hálf- gildings lögregluríki, leyniþjónustan er alls staðar og það á ekki bara við Tékkóslóvakíu. Þið íslendingar ættuð til dæmis að íhuga hvað sendi- ráðsstarfsmenn Tékka em að gera hér. Mér vitanlega em viðskipta- tengsl landanna lítil ef undan em skilin kaup á Skoda-bifreiðum, en þau koma sendiráðinu heldur ekkert við. Sendiráðið á stóreflis hús við Smáragötu og mannafla eftir því. Hvað em þeir að gera hér? Bókmenntir og aðrar listir em illa settar. Jazz-deild félags hljóðfæra- leikara hefur verið bannfærð. Önnur list-form en sósíal-realismi em illa séð. Jafnvel þeir rithöfundar, sem ríkið hefur velþóknun á, eiga í erfið- leikum með að fá bækur sínar útgefendur og bannlistinn er langur og víðtækur. — Svo er það hin hlið- in: Það getur verið jafnerfítt að gefa út á Vesturlöndum, en af öðmm ástæðum. Gömlu karlamir: Havel, Kundera og Klima, svo nokkrir séu nefndir, eiga tiltölulega greiðan að- gang að vestrænum bókaútgefend- um, en þeir em bara komnir af besta skeiði og skrifa hvorki jafnmikið né jafnvel og áður. Ungu rithöfundam- ir eiga hins vegar enga möguleika, því þeir em alveg óþekktir á Vesturl- öndum og það virðist ekki ætla að breytast. Þeir em milli tveggja elda — fást hvergi útgefnir og skrifa því bara fyrir sjálfa sig. Tékkóslóvakía er auðugt land af hráefnum og enn auðugra af fólki. Sá jarðvegur sem kommúnista- stjómin býr því er hins vegar ekki til þess fallinn að menn uppskeri ríkulega. Tékkóslóvakar vilja í eðli sínu vera Vestur-Evrópubúar — al- veg óháð hinni pólítísku skiptingu Evrópu austan og vestan jámtjalds. Ástandið kann vissulega að breytast til batnaðar, en það mun gerast mjög hægt og fara hljótt." - segir Vilhjálm- ur Bergsson, sem opnar málverka- sýningu 1 Norr- æna húsinu í dag VILHJÁLMUR Bergsson opnar sýningu í dag kl. 14.00 í Norræna húsinu og eru á sýningunni 47 verk, þar af 23 olíumálverk, 15 vatnslitamyndir og níu blýants- myndir unnar frá 1983. Vilhjálm- ur er búsettur í Dtlsseldorf í Vestur-Þýskalandi. Eftir stúd- entspróf frá MR hélt Vilhjálmur í tveggja ára myndlistamám til Kaupmannahafnar og síðan var hann önnur tvö ár við nám í París. Vilhjálmur sagðist í samtali við Morgunblaðið sjá talsverðan vöxt í íslenskri myndlist hin síðari ár. „Það sem hinsvegar hefur háð íslenskum listamönnum er að þeir virðast vera undir talsverðum áhrif- um tískusveiflna eriendis frá, oftast gagnrýnislítið. Ef listamenn ná ekki að skapa sér eigin stíl, getur það orðið þeim ijötur um fót. Ég var undir mjög sterkum áhrifum frá París á tímabili. Ég náði ekki að tjá það sem ég vildi sagt hafa í myndum mínum, en síðan þá hef ég fundið mikla breytingu." Vilhjálmur sagði að myndlist væri verðlögð mun hærra í Þýska- landi en á lslandi. Hinsvegar væri sá hópur fólks sem keypti málverk þar mun takmarkaðri en hérlendis. „Ég kalla mína list samlífrænar víddir. Mönnum gekk heldur erfið- lega að skilja það orðtak svo ég einfaldaði það í lífrænar víddir. List mín getur skoðast sem túlkun ýmissa lífssviða. Einnig má fínna ýmis tengsl við náttúruna og það af ýmsum sviðum, ekki bara því landslagi sem í kringum okkur er, heldur jafnvel úr smærri og stærri heimum." Vilhjálmur sagði að framundan EFNT verður til ráðstefnu um öryggismál sjómanna I Borgar- túni 6 í Reykjavík föstudaginn 18. september næstkomandi. Á ráðstefnunni verður staða ör- yggismála sjómanna rædd og raktar helstu breytingar sem orðið hafa f þeim málaflokki frá fyrri ráðstefnu, sem haldin var í september 1984. Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarverkefni til að fækka slys- um á sjó og bæta aðbúnað sjómanna í. ljósi þeirrar þróunar sem orðið liefur og fyrirsjáanleg er. Meðal hjá sér væru áframhaldandi sýning- ar í Þýskalandi. Hann hefur fengið tilboð um að sýna í Kunsthalle í Diisseldorf, „einum besta sýningar- stað meginlands Evrópu," eins og hann sjálfur orðaði það og var jafn- framt beðinn um að bjóða með sér fleiri íslenskum listamönnum. Sýn- ingin verður að öllum líkindum sett upp á næsta ári ef opinberir aðilar á Islandi taka vel undir hugmynd- ina. „Forstöðumaður Kunsthalle sagði að vísu að til væru nægir peningar þar á bæ og þeir þyrftu enga fjárhagsaðstoð frá íslandi, en mér fyndist það vissulega skemmti- legra ef yfírvöld hér á landi styrktu sýningarhaldið. í staðinn hafa þeir farið fram á að koma upp þýskri sýningu upp hérlendis og sennilega eru Kjarvalsstaðir heppilegasti staðurinn," sagði Vilhjálmur. Áhugi hefur farið vaxandi í Þýskalandi á íslenskum listum og bókmenntum, að sögn Vilhjálms. „Ég var með sýningu í menningar- miðstöð Dusseldorf í fyrra og stóð jafnframt fyrir kynningu á íslensk- um bókmenntum og fombókmennt- um. Konan mín, sem er þýsk, þýddi nokkur ljóð eftir fslensk skáld og prófessor í íslenskum fræðum við Kölnarháskóla kynnti fomíslenskar bókmenntir. í tengslum við þetta bámst okkur þær fréttir að þýskt forlag hygðist sérhæfa sig í útgáfu norrænna bókmennta og eftir nokkrar vikur er væntanleg á mark- aðinn fyrsta ljóðabókinn „Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinar. Ráð- gert er að safn fslenskra ljóða komi síðan út árið 1989. Prófessor að nafni Kreutzer sem starfar við há- skólann í Kiel mun sjá um að velja ljóðin í bókina. Miklu máli skiptir að láta pólitískar skoðanir skálda lönd og leið við val höfunda og reyna eftir megni að gefa sem best yfirlit yfír það sem verið hefur að gerast f íslenskri ljóðlist," sagði Vilhjálmur Bergsson. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin til 20. september og er opið frá 14.00 til 22.00 alla daga. annars verður á ráðstefnunni rætt um hvort opinber stjómun fískveiða hafi haft áhrif á þróun öryggismála sjómanna og þá með hvaða hætti sú reynsla megi nýtast við mótun framtíðarstefnu í stjómun físk- veiða. Að ráðstefnunni standa Siglinga- málastofnun ríkisins og 16 önnur samtök, félög og stofnanir sem tengjast sjávarútvegi, siglingum og skipasmíðum með einum eða öðrum hætti. Væntanlegir þáttakendur geta skráð sig hjá Siglingamála- stofnun ríkisins. (Úr fréttatilkynningu.) Ráðstefna um öryggismál sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.