Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Áhöfn Venusar á námskeiði ÁHÖFN frystitogarans Venusar HF hefur setið á skólabekk í þessari viku. Að frumkvœði út- gerðar togarans hefur Fisk- vinnsluskólinn haldið námskeið fyrir áhöfnina og er þetta fyrsta námskeið sinnar tegundar, sem haldið er fyrir áhafnir frystitog- ara. Öðrum áhöfnum frystitog- ara stendur slíkt námskeið einnig til boða. Námskeiðið stendur yfír í eina viku, frá mánudegi til föstudags, og er að mestum hluta bóklegt. Námsefni er fjölbreytt og spannar yfír flesta þætti sem snerta vinnslu sjávarafla. Leiðbeinendur eru frá Fiskvinnsluskólanum og víðar og eru með sérþekkingu hver á sínu sviði. Námskeiðinu lauk í gær með útskrift og afhendingu prófskír- teina. Togarinn Venus beið í viku eftir áhöfninni. Borgaraflokkunnn um bankastjóraskipti MORGUNBL AÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt þing- flokks Borgaraflokksins: „Undanfamar vikur hefur mikið verið rætt um væntanleg banka- stjóraskipti í þjóðbönkunum s.s. Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands, og nafngreindir væntanlegir bankastjórar, sem gömlu stjómmálaflokkamir hafa valið í stað þeirra, sem láta munu af störfum. Borgaraflokkurinn mótmælir þeirri reglu, sem gömlu stjóm- málaflokkamir hafa sett með sér, að tileinka sér úthlutunarrétt á lyk- ilstöðum í þjóðfélaginu, og krefst þess að slíkar stöður verði undan- tekningarlaust auglýstar lausar til umsóknar, þannig að hver þjóð- félagsþegn hafi jafnan rétt til þess starfs, sem laust er hveiju sinni. Skiptareglur þær sem notaðar eru milii gömlu stjómmálaflokk- anna eru brot á reglum lýðræðisins, og undirstrikar vald hinna fáu í þjóðlffí okkar. Trúr stefnu sinni, krefst Borg- araflokkurinn þess, að helminga- skiptaregla gömlu flokkanna verði hætt.“ Morgunblaðið/Sverrir. Áhöfn Venusar hlýðir á Hilmar Sigurgíslason segja frá Póls-vogum, notkun þeirra og umhirðu, um borð i Venusi. Reykhólar: Hrútey slitnaði upp en fannst á reki DRÁTTARBÁTUR í eigu Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykól- um slitnaði upp við Reykhóla í slæmu veðri í fyrrinótt. Báturinn fannst á reki í gærmorgun. Báturinn ber nafnið Hrútey og er lítill dráttarbátur sem notaður er við aðdrátt á þangi til verksmiðj- unnar. Hann lá við bólfæri við biyggjuhausinn á Reykhólum en í óveðrinu í fyrrinótt slitnaði keðja í bólfærinu þannig að hann losnaði. Starfsmenn Þörungavinnslunnar gátu ekki komist fram á biyggjuna til að vakta bátinn vegna sjógangs og varð því ekki vart við óhappið fyrr en skímaði um morguninn. Þorgeir Samúelsson stýrimaður á Karlsey, flutningskipi Þörunga- vinnslunnar, sagði í gær að þeir hefðu farið á Karlsey til leitar strax þegar búið var að kanna fjörur og nálægar eyjar. Hrúteyin hefði fund- ist fljótlega á reki á Breiðafírði, eina mílu norður af svokölluðum Krókaskeijum. Er það nálægt 12 mflum frá Reykhólum. Þorgeir sagði að þeim hefði tekist að kom- ast um borð í Hrútey, koma vélinni ÁTTUNDA landsþing íslenska esperantosambandsins hefst á Hótel Sögu, A-sal á ráðstefnu- hæð, kl. 14.00 í dag, laugardag. Gestur þingsins verður breski málfræðingurinn dr. John C. Wells, kennari í hljóðfræði við University College í Lundúnum. Að lokinni þingsetningu flytur hann hátíða- ræðu í tilefni af hundrað ára afmæli alþjóðamálsins, en síðan flytur Ámi í gang og sigla bátnum heim. Hann sagði að báturinn hefði líklega rek- ið upp í skerin ef þeir hefðu ekki fundið hann þetta tímanlega. Böðvarsson stutt erindi um tungu- málamisrétti. Áhugamenn eru velkomnir að hlýða á þessi erindi sem verða flutt á esperanto. Dr. John C. Wells flytur síðan fyrirlestur fyrir almenning á ensku í Háskóla Islands á mánudag um efni sem hann nefnir „What’s wrong with English?". (Fri íslenska espenmtosambandinu) Landsþing íslenska esperantosambandsms LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störíin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.