Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
Vantar þig lóð
á Álftanesi?
Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög skemmtileg
eignarlóð á Álftanesi.
Upplýsingar í síma 95-4053 næstu daga.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH ÞORÐARSON HOl
Bjóöum til sölu m.a.
4ra herb. íbúð í suðurenda
Á 3. hæð viö Kleppsveg 95,7 fm nettó. Nýtt Dannfosskerfi. Nýtt bað.
Sólsvalir. Góð sameign. Mikið útsýni. Ákv. sala.
Á úrvalsstað í Austurborginni
Einbýli um 112 fm nettó. Auk bílsk. um 24 fm nettó. Óvenju velbyggt
og vel með farið. Laust 1. des. Eignaskipti möguleg.
Nýlegt einbýlishús — skrúðgarður
Á útsýnisstað í Garðabæ. Húsið er rúmir 300 fm nettó. Vandað og
vel byggt. Arinn í stofu. Saunabað. Sólverönd. Stór tvöf. bilsk. Stór lóð
með skrúögarði. Margskonar eignaskipti mögul.
Skammt frá Miklatúni
Ódýr rishæð við Mávahlið. 4ra herb. Góðar geymslur. Nýtt þak.
Ákv. sala.
Helst á Seltjarnarnesi
Óskast góð 4ra-5 herb. íb. Rétt eign verður borguð út.
Með sérinngangi — hagkvæm skipt
Til kaups óskast góð 3ja~4ra herb. íb. með sér inng. Eignaskipti mögu-
leg.
í lyftuhúsi í Heimunum
Óskast til kaups 2ja-4ra herb. íb. Fyrir fjársterkan kaupanda. Skipti
möguleg á góðri 3ja herb. ib. við Reynimel.
Einbýlishús í borginni
Helst á einni hæð óskast til kaups. Margskonar eignaskipti mögul.
Opið i' dag laugardag
kl. 11.00-16.00.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LÁUGÁvÉGMníMÁR2ÍÍ5Ö^2Í37Ö
Opið 1-4
SVERRIR KRISTJÁNSSON
HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆÐ
LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
Hótel til sölu
Til sölu 20 herbergja hótel með öllum búnaði í fullum
rekstri (ca 640 fm). Hótelið er vel staðsett miðsvæðis.
Blaðburóarfólk ! óskast! i
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Ingólfsstræti Ægissíða
Skúlagata frá 44-78
Skipholt Aragata
Lindargata frá 39-63 Einarsnes
Laugavegurfrá 32-80 Nýlendugata
Meðalholt ÚTHVERFI
Þingholtsstræti Básendi
Sóleyjargata Austurgerði
Grettisgata 37-63 KÓPAVOGUR Gnoðarvogur 14-42
Víðihvammur Síðumúli
Hrauntunga 31-117 Austurbrún 8-
35408 83033
llftaiKlM máD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
Einhvem tíma var ég spurður
um orðin afmæli og ártíð, en
ekki er trútt um að þeim sé
ekki ruglað saman stundum í
seinni tíð.
Merkingarmunur þessara
orða er skýr. Afmæli er fæðing-
ardagur, en ártíð er dánardæg-
ur, það er hvorki meira né
minna sem skilur. Ég held að
ruglingurinn í notkun þessara
orða hafi sprottið upp, þegar
minnst var afmælis látins
manns. Aldarafmæli Sveins
Bjömssonar forseta var 1981,
hinn 27. febrúar, en ártið hans,
dánardægur, var 25. janúar
1952. Hundraðasta ártíð hans
verður þá sama dag 2052.
Líklega hefur einhveijum fund-
ist óeðlilegt að dáinn maður
„ætti“ afmæli, en því ekki það?
Ekki dugar að stela orðinu ártíð
úr sínu rétta samhengi. Ártí-
ðaskrá (lat. obituarium) er skrá
um dánardægur.
Afmæli er sjálfsagt myndað
með forskeytinu afr- af sögn-
inni að mæla í merkingunni að
„taka mál af“. Það er mældur
tiltekinn tími eða dagur af árinu
eða hveiju því sem miðað er
við. Alkunna er að fm í af-
mæli breytist gjama í tali (með
samlögun) í mm, svo að fólk
tekur að segja ammæli. Jafnvel
æ-ið í endingunni getur slapp-
ast, svo sem eftirfarandi vísa
gefiir bendingu um, þótt óvön-
duð sé og ort í gamni, þegar
vísnagerð var í hátísku í íslensk-
um sveitum:
Einu sinni hringahrund
hélt upp á sitt afmæli.
Eta náði hanginn hund
og drap sig svo á skammeli.
Það fylgir þessari kyndugu
vísu, að yrkisefni hafi þótt
hangikjöt svo gott að hún þætt-
ist mundu éta það sem í vísunni
greinir, en drap sig mun vera
ýkjustíll. Hún hnaut um skam-
melið (=skemilinn).
★
Áður en umsjónarmaður birt-
ir fleiri bréf eða svarar þeim,
ætlar hann að skvetta úr nöld-
urskjóðunni, því að þar hefur
orðið nokkurt safn:
1) Auglýsing í útvarpi: „Póst-
og símamálastofnunin óskar að
ráða starfsmann til starfa ...“
Jú, jú, ekki fer á milli mála að
maðurinn á að starfa. En hér
er á ferðinni sá staglstíll sem
gengur undir nafninu Fróðár-
selur, svo uppsækinn sem hann
gerist, þegar á að beija hann
niður. Væri nú ekki nóg að segj-
ast ætla að ráða mann til starfa?
Varla myndi það misskiljast.
2) „Rök fyrir þessu er sú ...“
heyrðist í kvöldfréttum ríkisút-
varpsins 7. ágúst. Hér hefði
náttúrlega átt að segja þau í
staðinn fyrir sú. Rök er nefni-
lega hvorugkyn fleirtala, en
ekki kvenk. eint. Rökin eru
þau. Reyndar fínnst mér sem
eitthvað gangi báglega stund-
um að beygja ábendingarfor-
nafnið sá, í kvenkyni sú, og
hvorugk. það. Beygingin er
svona í karlkyni: sá, þann,
þeim, þess; þeir, þá, þeim
þeirra. í kvenkyni: sú, þá,
þeirri, þeirrar; þær, þær,
þeim, þeirra. Hvorugkyn: það,
það, því, þess; þau, þau, þeim,
þeirra.
Þetta er naumast mikill vandi
og ættu allir að geta. Hitt eru
ástæðulausar öfgar, sem
strangvandaður maður gerði,
að beygja útlenda eyjarheitið
Súmatra eftir þessu lagi, og
segja að menn vissu hér lítið
um Þámötru o.s.frv.
3) Gæði eru góð í sjálfum
sér. Annars væru þau ekki
gæði, þetta er myndað beint
af góður með i-hljóðvarpi. Mér
þykir því ekki gott mál, sem
sagt var á Stöð 2 í fréttum um
daginn: „Þá eru gæðin mun
betri,“ því að betri er miðstig
af góður. Hins vegar gætu
gæðin verið meiri, því að hægt
er að vera misgóður, eða
misjafnlega mikið góður.
4) Þá eru það beygingarend-
ingamar, eða öllu heldur
skortur þeirra, og er skammt
403. þáttur
síðan um þetta var fjallað hér
í þættinum. Ég er með tvö
skuggaleg dæmi sem ég hef
punktað hjá mér, en gleymt að
skrá hvar ég hefði heyrt eða
séð. Fyrra dæmið er svo: „ ...
að hag fyrirtækisins sé gætt.“
Sögnin að gæta stýrir eignar-
falli. Við gætum hags okkar
eða einhverra annarra. Ég ætla
varla að trúa mínum eigin eyr-
um eða augum, þegar ég verð
þess var, að eignarfallsending-
um sé sleppt í samböndum eins
og þessum.
Hitt dæmið: „ ... að sigrast
á Breiðablik." Hér æpir máltil-
finning mín á i-endingu í
þágufallinu. Að sigrast á
Breiðabliki, verður að segja.
5) „Veggimir sem skáka öðr-
um við.“ Þetta stóð skýmm og
stómm stöfum í skjáauglýsingu
á Stöð 2 hinn 21. ágúst. Eg
veit ekki með vissu hvemig á
að skilja þetta. Einna líklegast
þykir mér þó, að þetta sé sam-
runi (contaminatio) úr orðas-
amböndunum að skáka
einhverjum og slá einhverjum
við. Bæði þessi orðasambönd
geta þýtt yfírburði, og á líklega
svo að skilja að veggimir, sem
auglýstir vom, ættu að vera
öðmm betri. En er ekki vissara
að láta auglýsingar vera á skilj-
anlegu máli?
6) Hugulsemi Bylgjunnar var
slík í hádeginu 8. ágúst, að
menn „geta sent kveðjur til allra
sem eignast nýtt bam“. Um-
sjónarmaður telur sér trú um
að konur eignist alltaf ný böm,
en ekki gömul. En kannski er
ömggara að taka þetta fram.
Hlymrekur handan kvað:
Fékk Hlaðgunnur hriðir og sótt,
á hospítal send var hún skjótt.
Hjá ljósu og lækni
og lífsupphafstækni
hún eignaðist nýtt bam í nótt
★
Og spumingin í dag er þessi:
Hvað merkir spakmælið: Garð-
ur er granna sættir?
Rómantískir tónleikar
Ténlist
Jón Ásgeirsson
Edda Erlendsdóttir píanóleikari
hélt tónleika í Norræna húsinu á
fímmtudaginn var og flutti verk
eftir Haydn, Schubert, Liszt, Zeml-
insky og Alban Berg. í efnisskrá
flallar G.F. um tónskáldin og verk
þeirra en þar er ýmislegt sem menn
eru ekki sammála um, t.d. að Liszt
sé „venjulega ekki flokkaður með
helstu brautryðjendum tónlistar-
sögunnar“ og það að Haydn „gerði
sjaldan kröfur til yfímáttúrulegrar
fíngrafími". Þá er fjöldi sónötu-
verka fyrir píanó tilgreindur að
vera 62, en samkvæmt tónverka-
skrá Haydns eru þær taldar með
vissu að vera 47 að tölu.
Þá er ekki rétt að verkin eftir
Liszt séu öll fjögur samin 1885 og
það er aðeins í Bagatellunni (sans
tonalité) þar sem hann er í raun
að spá fyrir um tólftónakerfið.
Þetta merkilega tónverk, sem upp-
runalega mun hafa verið uppkast
að nýjum „Mefístovalsi", kom ekki
fram fyrir almenningssjónir fyrr
en 1956.
Edda er sannarlega rómantískur
píanóleikari, leikur af öryggi og
þokka og músíkalskri íhugun. Hún
hefði mátt leggja meiri áherslu á
skörp og kraftmeiri tök, einkum í
rómantísku verkunum eins og í
Edda Erlendsdóttir
Schubert-sónötunni og í verkunum
eftir Liszt, Zemlinsky og Berg.
Eina verkið á efnisskránni, sam
ekki ætti að leika rómantískt, var
sónatan eftir Joseph Haydn (Hob
XVI: 20 í c-moll) því þar á best
við að leika í tærum og skarphröð-
um stfl. Syngjandi stíll á þar síður
við en þrátt fyrir nokkuð róm-
antíska túlkun, var leikur Eddu á
köflum einkar fallegur. Besti
kaflinn í Schubert-sónötunni var
sá síðasti, þó hann hefði mátt vera
átakameiri. Vera má að leikskerpa
sé hreinlega ekki karakter Eddu
og víst er að henni lætur það vel
að fara mjúkum höndum um fram-
úrstefnutónlist, sem oftast hefur
verið mjög svo hvassbrýnd í flutn-
ingi manna.
Það var vel til fundið að flytja
Dehmel-fantasíuna eftir Zeml-
insky. Þó hún sé nú svona heldur
létt í gerð, gefur hún góða hug-
mynd um þá sjálfheldu er ró-
mantíkin var komin í. Þar með
skilst sú þörf sem var fyrir nýtt
tónmál og ný fagurfræðileg mark-
mið. Edda lék fallega með róman-
tískar stemmningar verksins.
Það var einnig margt sérlega
fallega gert hjá Eddu í 12 tilbrigð-
um eftir Alban Berg, en verk þetta
er á margan hátt gott sýnishom
af snilld sem enn hefur ekki verið
hamin til samvirkra átaka við hinn
óskilgreinda og dularfulla skáld-
skap, er gerir listina annað og
meira en kunnáttuleik.
Sérstæð afstaða Eddu Erlends-
dóttur til tónlistar kemur fram í
vali verkefna og í tóntúlkun hennar
en það er fegurðin og mýktin sem
er undirtónn íhugunar hennar og á
þeim nótum hefur hún mikið að
gefa og tengir fallega saman tón-
hvessu nútímans við hina kliðmjúku
rómantísku eftirsjá.